Morgunblaðið - 26.10.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.10.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 flfovgMiiIifitfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Pólitík eða kjarabarátta? Sjálfstæðism funda í verk Iþeim alvarlegu kjaradeilum sem nú eru uppi er tekist á um tvær meginleiðir við samningaborðið. Annars veg- ar er krafa opinberra starfs- manna um 30% hækkun launa og nú verðtryggingu að auki, hins vegar er skattalækkun- arleiðin sem rætt hefur verið um milli aðila almenna vinnu- markaðarins. Ekki fer á milli mála hvor leiðin er kærari stjórnvöldum sem eru við- semjendur opinberra starfs- manna. Ríkisstjórnin lýsti því yfir enn einu sinni í fyrradag að hún kysi skattalækkunar- leiðina frekar en leið mikilla launahækkana. Tók stjórnin undir meginsjónarmiðin sem legið hafa til grundvallar í við- ræðum almenna vinnumark- aðarins. Þá lýsti formanna- fundur Alþýðusambands ís- lands því einnig yfir í fyrra- dag, að hann teldi fram komn- ar hugmyndir að kjarasamn- ingi frá Vinnuveitendasam- bandinu og hugmyndir í skattamálum, sem ríkisstjórn- in hefur lýst yfir að hún vilji styðja, geta verið grundvöll viðræðna sem byggi á því að kaupmáttur á samningstíma verði ekki lakari en á síðari hluta ársins 1983. Enginn stjórnmálamaður hefur lagt jafn ríka áherslu á það og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, að kanna bæri til þrautar hvort ekki væri unnt að ná þjóðarsátt er byggðist á skattalækkunarleiðinni. Hann lýsti hugmynd sinni um slíka lausn ítarlega á flokksráðs- og formannafundi sjálfstæð- ismanna um miðjan þennan mánuð og sagði þá meðal ann- ars: „Þjóðarsátt á þessum grundvelli hlýtur fyrst og fremst að byggjast á veru- legum skattalækkunum af hálfu stjórnvalda. Jafnframt yrðu sveitarfélögin að leggja sitt af mörkum með einhverri lækkun útsvars. Á móti yrðu að koma hóflegar peninga- launahækkanir og samningar yrðu að gilda til loka ársins 1985. Við það yrði að miða að kaupmáttur í lok þessa árs héldist á næsta ári.“ Stjórnarandstæðingar hafa lagt sig fram um að gera skattalækkunarleiðina sem tortryggilegasta. í þeirra hópi er Guðmundur J. Guðmunds- son, sem auk þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið gegnir formennsku bæði í Dagsbrún og Verkamannasambandi ís- lands. Fulltrúar Verkamanna- sambandsins eru í hópi þeirra aðila innan Alþýðusambands- ins sem hvað lengst hafa setið á fundum með fulltrúum Vin- nuveitendasambandsins til að ræða það, hvernig bæta megi kjörin án þess að kaupmætti launa sé fórnað á verðbólgu- bálinu. Með hliðsjón af því hve þessir aðilar hafa verið þaul- sætnir yfir skattalækkunar- leiðinni, og þeim hugmyndum sem henni tengjast, vakti það undrun hve Guðmundur J. Guðmundsson brást illa við þegar ríkisstjórninn gaf yfir- lýsingu sína í fyrradag. Er það hagur umbjóðenda hans eða pólitíkin sem réð þar ferðinni? Þessu getur hver og einn svar- að fyrir sig og rifjað upp um leið, hve blíðlega Guðmundur J. Guðmundsson brást jafnan við er stjórnvöld gengu hvað eftir annað á kjörin á meðan Alþýðubandalagið átti menn í ríkisstjórn. Einar Karl Haraldsson, ný- ráðinn framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, staðfesti það í yfirlýsingu sinni hér í Morgunblaðinu í gær að flokk- urinn lítur á kjarabaráttuna sem öflugasta vopnið til að bola ríkisstjórninni úr sessi. Þetta sagði hann kommúnista- blaðinu í Svíþjóð, þótt honum brygði við að sjá orðin á prenti, því að hann áleit að um hvíslingar við bræðraflokk hefði verið að ræða. Eins og Þorgeir Ibsen, skólastjóri í Hafnarfirði, benti réttilega á í Morgunblaðsvið- tali í gær er rangt að líta á alla opinbera starfsmenn sem eitthvert handbendi kommún- ista, en skólastjórinn lýsti því einnig yfir að hann mæti breytingar á skattalöggjöfinni og skattalækkanir mjög mikils sem leið út úr þeim vanda sem launþegar eiga við að glíma. Vonandi hafa orð hans áhrif á 60 manna samninganefnd BSRB og vekja menn þar til umhugsunar um það, hvort ekki sé skynsamlegt að endur- meta stöðuna með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í viðræðum Vinnuveitendasam- bandsins og Alþýðusambands- ins. Á meðan tekist er á um tvær ólikar leiðir til að leysa kjara- deiluna er þess ekki að vænta að auðvelt sé að komast að einni niðurstöðu. Ríkisstjórn- in getur ekki í senn lýst yfir stuðningi við skattalækkun- arleið á almennum launa- markaði og samið um launa- hækkunarleið við opinbera starfsmenn. Andstaðan við skattalækkunarleiðina er far- in að bera svo greinilegan stjórnarandstöðusvip að for- vígismenn launþega verða að gera það upp við sig hvort þeir eru í pólitískri baráttu í anda Alþýðubandalagsins eða kjarabaráttu í þágu umbjóð- enda sinna. Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins skal efnt til fundar flokksráðs og formanna ein- stakra félaga og félagasamtaka það ár sem landsfundur er ekki haldinn. Þessi fundur var haldinn á Hótel Loftleiðum í Reykjavík laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. október sl. Þetta var fyrsti flokksráðs- og for- mannafundurinn sem efnt er til frá því að Þorsteinn Pálsson var kjörinn formsður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í nóvember 1983. Fundur- inn var haldinn við óvenjulegar að- stæður. Dagblöð höfðu ekki komið út í fimm vikur, tæpar tvær vikur voru liðnar frá því að þorri félagsmanna BSRB lagði niður störf til að mót- mæla því að ákveðið var að greiða þeim ekki laun í verkfalli sem síðan hófst 4. október. Hörð hríð hafði ver- ið gerð að forystumönnum Sjálfstæð- isflokksins og flokknum sjálfum vegna ásakana um að stundaðar hefðu verið ólöglegar útvarpssend- ingar úr Valhöll, húsi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Fjölmenni var á flokksráðs- og formannafundinum. Sóttu hann um 250 manns hvaðan- æva af landinu. Þorsteinn Pálsson hóf fundinn með ræðu þar sem hann gerði í senn grein fyrir stjórnmálaástandinu og kjara- deilunum. Strax í upphafi ræðu sinn- ar tók hann af skarið um það að Sjálfstæðisflokkurinn mundi ekki hlutast til um lausn kjaradeilnanna með lagasetningu. Hann sagði að ýmsir hefðu haldið því á loft að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hafa forystu fyrir því að gengið yrði til kosninga og síðan orðrétt: „Sú hugsun hefur legið að baki að best færi á því að kjósendur úrskurð- uðu um niðurstöður kjarasamn- inganna. Auðvitað er það svo að við eigum aldrei að hika við að leggja mál okkar undir dóm kjósenda ef að- stæður krefja. I þessu tilviki hefði það þó varla gerst með öðrum hætti en þeim að ríkisstjórnin hefði sett lög um Iausn kjaradeilunnar og lagt þau síðan undir dóm kjósenda. Að því verðum við þó að hyggja að kosningar eru ekki líklegasta leiðin til hófsamra ákvarðana um kaup og kjör. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að einungis með því móti gæti ríkisstjórnin sýnt nægjanlega einurð og festu. En hér verða menn að hugsa ráð sitt vel. Að mínu mati værum við komin á villigötur ef við viðurkenndum það sem einu leiðina til þess að sýna festu og öryggi í stjórnarháttum að afnema frjálsan samningsrétt. Þau grundvallarrétt- indi eru þegar til lengri tíma er litið mikilvægari en svo að það sé hægt að þoka þeim til hliðar fyrir stundar- ávinning. Með hliðsjón af þessu var ekki tal- ið rétt að stefna í kosningar við þess- ar aðstæður, né heldur að setja kjaradeilurnar í heild sinni niður með lögum.“ Þjóðarsátt Þá gerði Þorsteinn Pálsson grein fyrir því að þingflokkur sjálfstæð- ismanna hefði haft um það forgöngu að ríkisstjórnin óskaði eftir þvi að samningsaðilar kæmu til þríhliða viðræðna þar sem launþegar, vinnu- veitendur og stjórnvöld gætu fundið flöt til þjóðarsáttar. Komu aðilar saman til fundar fyrstu dagana í október en síðan gerðist það hinn 9. október að fram kom ósk frá félögun- um innan Alþýðusambandsins og vinnuveitendum um nýjar viðræður við ríkisstjórnina til þess að kanna þessa leið frekar. Þær leiddu til þess að ákveðið var að hefja með formleg- um hætti þríhliða viðræður sem opinberir starfsmenn fengu einnig aðild að. „Þjóðarsátt á þessum grundvelli hlýtur fyrst og fremst að byggjast á verulegum skattalækkunum af hálfu stjórnvalda," sagði Þorsteinn Páls- son á flokksráðs- og formannafund- inum, jafnframt því sem sveitarfé- lögin yrðu að leggja sitt af mörkum með einhverri lækkun útsvars. Á móti yrðu að koma mjög hóflegar peningalaunahækkanir og samning- ar yrðu að gilda til loka ársins 1985. Við það yrði miðað að kaupmáttur í lok þessa árs héldist á næsta ári. í annan stað gætu stjórnvöld boðist til þess að hækkanir á margvíslegum opinberum þjónustugjöldum yrðu mjög hóflegar á næsta ári, verði samningar með þeim hætti að verð- bólgan magnaðist ekki á nýjan leik. f þriðja lagi væri eðlilegt að verð- trygging af skammtíma fjárskuld- bindingum yrði afnumin í samræmi við afnám vísitölubindingar á laun. f fjórða lagi kæmi til greina að aðilar semdu um endurskoðun og nýskipan húsnæðislánakerfisins. Og í fimmta lagi þyrfti að finna leiðir til þess að aðilar gætu í fullu trausti gert sam- Þorsteinn Pálsson ninga til svo langs tíma. f því efni mætti þó ekki binda hendur stjórn- valda um of til almennrar hagstjórn- ar, en það væri eðlilegt að svara kröfum launþega um þetta efni. Þorsteinn Pálsson fullyrti að hér væri „um að ræða eitthvert um- fangsmesta tilboð af hálfu stjórn- valda fyrr og síðar til þess að greiða fyrir allsherjarlausn í vinnudeilum. Sumir kunna að segja að of langt sé gengið með þátttöku ríkisvaldsins. En þó að kennisetningin sé sú að ríkisvaldið eigi ekki að blanda sér í kjarasamninga, þá verðum við að hafa þá víðsýni til að bera, þegar vanda ber að höndum, að leita far- sælustu leiðanna út úr ógöngunum. Ég er sannfærður um að sá farvegur er nú fyrir hendi og framhaldið er undir því komið, hvort almennur vilji er til þess að fella mál í þann far- veg.“ Efnahagsdæmið Að meginefni snerist ræða for- manns Sjálfstæðisflokksins síðan um samdráttinn i efnahagsmálum „lengsta samdráttarskeið i sögu ís- lensks þjóðarbúskapar f þrjá ára- tugi“, eins og hann orðaði það, þar sem tekjur þjóðarinnar hefðu nú fallið á hverju ári í þrjú ár í röð og framleiðsla þjóðarinnar á hvert mannsbarn væri nú 12% minni en fyrir þetta samdráttarskeið. Hann sagöi, að jafnhliða kröfum um aukið frelsi f atvinnumálum hefði það verið annað meginstef Sjálfstæðisflokks- ins i þessu stjórnarsamstarfi að huga að aðstöðu þeirra sem við kröppust kjör búa og verst eru settir í þjóðfé- laginu. Formaður Sjálfstæðisflokksins minnti á að fólkið i landinu hefði tekið á sig verulega byrði í barátt- unni við verðbólguna sem svo alvar- lega hefði grafið um sig í íslenskum þjóðarbúskap. Og eðlilega spyrðu menn nú hvort þjóðin hefði haft er- indi sem erfiði. Og síðan rifjaði hann upp til glöggvunar hagtölur siðustu mánaöa með þessum hætti: „Þær sýna að á fyrstu níu mánuð- um þessa árs hækkaöi almennt vöru- verð um tæp 10%, sumar vöruteg- undir hafa hækkað nokkru meira, aðrar talsvert minna og sumar mikil- vægar greinar opinberrar þjónustu hafa ekkert hækkað, svo sem raf- magn, póstur og sími og afnotagjöld útvarps. Á móti 10% almennri verð- lagshækkun hafa kauptaxtar á fyrstu níu mánuðum ársins hækkað um 12%. Ef við lítum okkur aðeins nær i tíma er þess að geta að hækkun framfærsluvisitölunnar um siðustu mánaðamót var rúmlega 1% eða 1,11%. Hækkun kauptaxta það sem af er þessu ári er því enn litið eitt umfram hækkun almenns vöruverðs. Og Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að þessi samanburður standi nokk- llalldór Blöndal urn veginn í járnum við lok ársins, þó að ekki komi til frekari kaup- hækkana en samiö hefur verið um. Frá 1. október á sl. ári hefur fram- færsluvísitalan hækkaö um 16,4% en launataxtar á samningssviði ASl hafa hækkað á sama tíma um 16,7%. Allar þessar tölur sýna að sú fórn sem færð var í upphafi hefur borið árangur og það er betra og auðveld- ara að viðhalda kaupmætti launa eft- ir að verðbólgan hefur lækkað svo um munar. Þessar tölulegu staðreyndir hljóta enn að hvetja okkur til þess að víkja ekki frá settu marki og halda þannig á málum á þessum örlagaríku dögum að þessi árangur verði ekki að engu gerður.“ Stjórnarsamstarfið Formaður Sjálfstæðisflokksins vék að samstarfinu við Framsóknar- flokkinn þegar hann ræddi um það að borgararnir viðsvegar um land hefðu gripið til sinna ráða eftir að starfsmenn Ríkisútvarpsins lokuðu því og lögðu niður störf. Þorsteinn sagði um lokun frjálsu útvarpsstöðv- anna og það hvort vinstri flokkarnir mundu standa í vegi fyrir skjótri af- greiðslu á frumvarpi um afnám einkaréttar Rikisútvarpsins: „Ýmsir kunna að spyrja hvort samstarfsflokkur okkar hafi sýnt þau heilindi í máli þessu sem unnt er að ætlast til. Það má draga í efa. Þegar flokksráðið samþykkti aðild Sjálfstæðisflokksins að rikisstjórn- inni kom fram nokkur andstaða við samstarf við Framsóknarflokkinn. Auðvitað er það svo að við tökum aldrei upp samstarf við andstöðu- flokka okkar með þeim hætti að allir verði ánægðir. Við verðum að meta aðstæður í hverju falli og aðstöðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.