Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 23

Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 23 Samskipti kóresku ríkjanna: Norðanmenn blíðka Sunnlendingana Waahington, 24. október. AP. NORÐUR-kóresk stjórnvöld viröast hafa mildað mjög tón sinn í garð Suður-Kóreu upp á síðkastið og hafa sérfræðingar velt vöngum yfir hvað valda muni. Vinsælasta skýringin er sú, að hinn 73 íra gamli Kim II Sung, leiðtogi norðursins, sjái fram á dauða sinn í náinni framtíð og vilji ekki skilja við án þess að þetta við- kvæma mál horfi vel, því sá sem við tekur af karlinum er sonur hans, Kim Jong II. Ástralía: Tvísýnt um glasa- börnin Sydney, 24. oktðber. AP. Astralskir vísindamenn héldu því fram í dag, að mikill vafi léki á því, hvort tvö fryst „ in u naðarley si ngja' ‘-fóstu r myndu lifa það af, að verða þídd. Þeir hétu því samt, að gera allt, sem unnt væri að gera til þess að einhverjar af þeim mörgum konum, sem þess hafa óskað, fái að ganga með þau og ala þau síðan sem sín eigin börn. Carl Wood, yfirmaður þeirrar deildar, sem haft hefur yfirumsjón með glasabörnum við Viktoríu- sjúkrahúsið sagði í dag, að litlar vonir stæðu til þess, að fóstrin myndu ná að lifa, þó að nú hefðu verið sett lög um heimild til þess að ætt- leiða þau. Það hefði aldrei tekizt að halda lífi í þeim fóstum, sem fryst hefðu ver- ið með þeirri tækni er notuð var við þessi tvö fóstur. Milljónamæringurinn Mario Rios og kona hns, Elsa, höfðu áformað að gera þau að börnum sinum með því að koma þeim fyrir í móöurlífi hennar, þannig að hún gæti alið þau sem sín eigin börn. Hjónin biðu hins vegar bæði bana í flugslysi í Chile í fyrra og síðan hefur allt verið á huldu með fram- tíð fóstranna tveggja. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður, sem ekki vildi láta nafns getið, sagði að mikil undrun ríkti vegna hinna miklu og tíðu vinahóta Norður-Kóreu í garð Suður-Kóreu að undanförnu. Auk þess að nefna hinn háa aldur Kim II Sungs, gat umræddur embættis- maður sér til, að Norður-Kóreu- menn sæu leið út úr efnahags- kreppu sinni með því að vingast við suðrið, en efnahagur þar mun vera með miklum blóma. Bæði af þeim sökum, svo og vegna vaxandi herstyrks Suður-Kóreu, muni Norður-Kóreumenn ekki sjá nokkrar líkur til þess að sameina megi landið á ný með valdi. Síðasti vitnisburður um vaxandi vináttuvilja Norður-Kóreu var fyrir fyrir fáeinum dögum, er stjórnvöld þar samþykktu um- yrðalaust tilboð Suður-Kóreu um efnahagsviðræður og dagsettu þær 15. nóvember. Ekki nóg með það, heldur var forsætisráðherra Suður-Kóreu í fyrsta skipti titlað- ur slíkur í svarbréfi Norður- Kóreu. Umrætt bréf var sent að- eins fáum dögum eftir að Norður- Kóreumenn höfðu sent fórnar- lömbum flóða í Suður-Kóreu vistir og hjálpargögn. Það kom sérfræð- ingum gífurlega á óvart, því þetta var í fyrsta skipti síðan að Kóreu- stríðið braust út fyrir 34 árum, að vistir hafi verið fluttar yfir landa- mæri ríkjanna. Þá kemur þróunin að undan- förnu ekki síst á óvart þar sem samskipti kóresku ríkjanna voru eins slæm og hugsast gat fyrir að- eins ári síðan, eða eftir að norð- ur-kóreskir hryðjuverkamenn myrtu fjölda manns, þar á meðal fjóra suður-kóreska ráðherra, í Burma. Það er vandlega fylgst með gangi mála á Kóreuskaganum, því Bandaríkin, Sovétríkin, Kína og Japan hafa öll mikilla hernaðar- legra og efnahagslegra hagsmuna að gegna. Skjálfti við rætur Etnu: Þorspbúar æddu æpandi á götur út Kalaniu, 25. október. AP. Jarðskjálfti skók austurhluta Sik- ileyjar í nótt með þeim afleiðingum að 12 manns slösuðust, að því bezt er vitað, og fjöldi bygginga við rætur eldfjallsins Etnu löskuðust. Að sögn lögreglu urðu þúsundir íbúa í fjórum þorpum í suðaust- urhlíðum Etnu dauðskelkaðir er skjálftinn reið yfir klukkan 12 mínútur yfir tvö að nóttu að stað- artíma. Hlupu þeir út á götu hljóðandi og veinandi. Átti það sér stað í þorpunum Nicolosi, Trecast- agni, Fleri og Zafferana Etnea. í hópi hinna 12 slösuðu voru sex er slösuðust alvarlega er bygg- ingar hrundu. Reistar voru tjald- búðir til að hýsa hina heimilis- lausu. Jarðskjálftinn mældist 4,1 stig á Richterskvarða. „Stóra stökkið“ hans Maós: Kostaði líf 10 milljóna manna PekinK. Kínverskir embættismenn hafa í fyrsta sinn viðurkennt, að meira en 10 milljónir manna létu lífið í hungursneyð eftir að Maó formað- ur stóð fyrir „Stóra stökkinu fram- ávið“ árið 1958. Hagstofan kín- verska hefur einnig staðfest, að ákafinn við að koma á fót stórum samyrkjubúum og hrófa upp nýjum verksmiðjum hafi valdið meirihátt- ar hörmungum meðal landsmanna. Bandarískir sérfræðingar hafa sumir getið sér til, að allt að 30 milljónir manna hafi soltið í hel á árunum 1958—61 en Xu Gang, talsmaður hagstofunnar, segir, að talan 10 milljónir sé nær réttu lagi. Hann bendir líka á, að ekki sé Maó einum um að kenna því að á þessum árum hafi líka þurrkar, flóð og plöntu- sjúkdómar tekið sinn toll. í febrúar árið 1981 birti kínversk- ur hagfræðingur, Sun Yefang að nafni, tölur, sem sýndu, að á tímum „Stóra stökksins framá- við“ hefði dánartíðni I Kína auk- ist úr 10,8 á þúsund upp í 25,4 á þúsund. Á þessum árum fækkaði þjóðinni samtals um 13 milljónir manna. Maó vildi koma á hreinum og klárum kommúnisma í Kína í eitt skipti fyrir öll og það ætlaði hann að gera með “Stóra stökk- inu framávið". Það fólst í því að útrýma sjálfstæðum baéndum og steypa 750.000 samyrkjubúum saman í 26.000 samvinnuþorp. Með sex mílljónír í skottinu San Franrixro, 25. okUiber. AP. BIFREIÐ, sem verið hafði óhreyfð á bflastæði við flugvöllinn í San Francisco í þrjár vikur, reyndist vera með f farangursgeymslunni nærri sex milljónir dollara í reiðufé, gullmynt og platínustöngum. Var frá þessu skýrt í gær. Peningarnir og góðmálmarnir fundust þegar lögreglumenn sinntu venjulegu eftirliti með bílum, sem staðið hafa lengi á bílastæðum. Kókaínleifar fund- ust einnig í honum og bendir allt til, að eiturlyfjasalar hafi komið hér við sögu. Bifreiðin hafði verið tekin á leigu en Lögreglan vill ekki skýra frá því hver tók bílinn á leigu eða hvar. KÆRIRÐU ÞIG UM LAGA RAFMAGNSREIKNINGA? OSRAM Ijós og lampar eyða broti af því rafmagni sem venjuleg Ijós eyða og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo endast þau miklu lengur. OSRAM DULUX ■“ handhægt Ijós þar sem mikillar lýsingar er óskað. Mikið Ijósmagn, einfalt í uppsetningu og endist framar björtustu vonum. RAFTÆKJAVERSLUNIN H.G. GUPJÓNSSON STIGAHUD 45-47 SUOURVERI SlMI 37637 OSRAM LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR OCTAVO 10 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.