Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 31
30 — Þú ert þó ekki í rokkinu leng- ur? — Nei, þá var ég kominn í menntaskóla og farinn að leggja drög aö því að verða skólaskáld. Ég var í litterer klíku og þá þokaðist Elvis úr forgrunninum. Áhugamál mín beindust aö prósanum og ídólin þá voru Joyce, Beckett, Kafka og Lewis Carroll. Undir áhrifum frá þeim samdi ég sögur í skólablaðiö og fékk fyrir þær afskaplega vonda krítík. Elvis var farinn í herinn og kom úr honum breyttur maöur, poppiö allt oröiö frekar slepjulegt. Þaö er ekki fyrr en '65—'66 aö rokkið grípur mig verulega á ný, þá voru þaö aö- allega Bítlarnir, Stones og Dylan. Ég fatta aö þetta er komiö aftur, þetta sem ég var upptekinn af ellefu til tólf ára. Þá sé ég að lúserinn þarf ekkert aö skrifa smásögur, hann gerir lög og texta. Er rokkstjarna. — Þetta sem þú ferð þé að semja, er það ekki miklu frekar skáldskapur en daegurvísur. Komu ekki inní þessa texta litterer intr- essur sem iitið tiökuðust í poppinu þé? — Ja, litterer intressurnar gægj- ast kannski viöa inn, en kannski aöallega hjá Dylan. Þaö er aö segja: mýtu veröld tuttugustu aldarinnar. Mýtólógían, þar sem allt er mögu- legt. í gamla daga mátti ekki blanda mýtunum saman, grískar goösagnir máttu ekki hrærast saman viö rómverskar, og allra síst viö þjóö- legar sauöskinnsmýtur. A 20. öld- inni koma upp aöferðir aö demba öllu saman, forn-grísk minni komu inní nútímaveruleikann; Ódysseifur var kominn meö kókflösku. Jú, þaö er satt, verandi í smásögunum þá veröa textarnir hjá mér dáldiö heví og litterer. Þaö á nú einkum viö um „Jason og gullna reifiö" (birtist í TMM ’69). Þetta var ólíkt því sem veriö var aö gera í íslensku poppi, en þaö hefur kannski veriö mitt handíkapp í raun og veru. Aö gera þá svona heví. Bara einhver bækl- un. — Sagði okki einhver nýverið að þínir textar væru „alltof góðir“? — Þaö er víst. Hvað sem átt er viö meö því. En i raun og veru þá var maöur á höttunum eftir þessum þriggja mínútna rokktexta, svona eins og „Spáöu í mig“, þar sem myndirnar eru mjög einfaldar og ekkert til aö þvælast fyrir. — „Jason og gullna reifið" er kvæði um samtímaviðburöi sem þú tengir þessari forn-grísku sögn um Jason. Þú hefur þé veriö að lesa goðsagnir og klassískan litt- eratúr? — Nei, engan veginn. Ég sá einu sinni fimmta klassa bíómynd amer- iska, sem hét Jason og gullna reifiö og fjallar um þessa ferö. Alveg hræöileg bíómynd! En hún var voöa fyndin, þaö voru svona skrímsli sem voru svo illa tilbúin aö þaö var alveg brjálæðislegt. — Maður hafði aéð skáldiö fyrir sér naga blýantinn oní haug af fornum skræöum ... — Hahaha, nei, þetta var í Stjörnubíói held ég. — Ýmsir menn hafa þóst sjé að afstaöan í þtnum kveöskap til yrk- isefnanna, t.d. lífsins i Reykjavík, sé afstaða utangarösmannsins. Þetta kemur m.a. fram í héskólarit- gerð sem Skafti Halldórsson skrif- aði um þig fyrir 7—8 érum. (Birtist aö hluta í tímaritinu „Svart é hvftu“ 1978.) — Líklega var jjetta svona alveg frá upphafi ... Ég held aö alveg frá því ég byrjaöi aö drekka brennivín hafi hugmyndir mínar um sjálfan mig fariö aö þróast í átt til rónans og betlarans, sem hefur ekkert respektabiliti aö verja. En þegar Skafti er aö viöra þessa hugmynd, þá fannst mér þetta mjög ósvífiö hjá honum. Bara tóm þvæla. En núna átta ég mig á því aö þetta er alveg rétt hjá honum. Ég var í þessari rullu; en ég held þaö hafi veriö ómeövitað. Var samt alltaf aö telja mér trú um aö þetta væri meövitaö, ég heföi þetta bara sem gervi. En þetta skýtur alls staöar upp kollin- um í þvi sem ég er aö gera, án þess óg sé aö taka á mig neitt gervi. — Fellur þetta ekki líka inní þessa rómantísku mýtu um skéld- ið? — Þaö gerir þaö. Þetta er „The happy hobo.“ Eiginlega Chaplinska útgáfan. — Hvernig eóa hvenær ferðu að lenda í þessari rullu? — Ég vann í Landsbankanum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Laugavegi 77 alveg þangaö til mér var gefinn kostur á aö segja upp, í ársbyrjun 1970. Ég geröist regluleg amfetamínæta '69, bjóst viö aö þaö myndi auövelda mér textageröina. Og, jú, þaö auöveldaöi hana svona til aö byrja meö, en svo fór ég aö éta svo mikið af þessu aö ég var bara í einhverri spes veröld. Ein- hversstaöar far away. Og undir þessum amfetamínáhrlfum urðu textarnir fyrst aiger þvæla. — Hvaða textar eru þetta? — „Eyjólfur bóndi" ... — Sem er nú engin þvæla. — Nei, þaö er þá líklega þaö eina. „Mannúöarmálfræöi“ líka. Æ, ég man þetta ekki. Maöur var stanslaust aö, en svo voru ekki nema örfáir textar bitastæöir. Jú, ég gaf út eina Ijóöabók í desember '68, svo var ég aðeins aö troöa upp meö gítarinn, i Norræna húsinu, og eitthvaö hjá Fylkingunni. — Var þetta ekki tvöföld tilvera, annarsvegar í kvæðum, amfeta- anum nema bara til málamynda fyrstu mánuöina. Svo tróö ég upp á fyrsta des. -fagnaöi þarna úti, meö gítarinn, og þá kom upp þessi hugmynd aö gefa út plötu. Fyrsta platan var svo hljóö- rituö og unnin þarna úti. Og svo kem ég heim eftir áriö, meö plötuna. Aö öðru leyti geröi óg ekkert útí Noregi. Vann sem næturvöröur eftir aö ég hætti í skólanum. Ég kom mér ekki upp neinum amfetamínsam- böndum þarna úti, en drakk þeim mun meira. Samdi ekki einn einasta texta. Geröi tvö lög, þaö voru nú öll ósköpin. — Þegar þú komst til fslands, dastu þé fljótlega inní þetta, að vera hélfgildings utangarðsmað- ur? — Þegar ég kom til landsins byrjaöi ég fljótlega aö vinna niörá eyri og var eiginlega ekki neinn utangarösmaöur. Hinsvegar þóttist ég draga þann lærdóm af Noregs- dvölinni að þaö væri ekki hægt aö koma út, þé eru þaö líklega text- arnir sem vekja allra mesta at- hygli, ýmist hneykslun eða hrifn- ingu. Þú ert búinn að nefna að þú sért undir éhrifum fré ýmsum rokkurum, en hverjir voru helstu lýrísku éhrifavaldarnir? Maður hef- ur séð þig vitna til dæmis f Steingrím Thorsteinsson. Hvað var það í Ijóölistinni sem hreif þig mest? Ja, Hallgrímur Pétursson held ég. Mór fannst hann vera svo sniöugur aö búa til texta. Til dæmis oröalagið hjá Hallgrími. Svo er þaö auövitaö Kvæöakverið (Kiljan). Ég veit nú ekki hvernig þessi áhrif koma beint inní... Steingrímur Thorsteinsson? Mér fannst hann fyrst og fremst hallærislegur. Og Davíö Stefánsson. Þaö sem manni finnst hallærislegt hefur kannski oft meiri og lúmskari áhrif, því maöur fær þaö á heilann. „Paradísarfuglinn“ er til aö mynda bara umsnúningur á kvæði eftir Davíö. Á sama hátt breytti óg texta söng. Um margt af minum kveöskap gildir líka þaö sama og í dægurlaga- textum, þú ert aö raða aaman orö- um. Oröin hafa hljóm, þau merkja eitthvaö ein sér og kannski innbyrð- is, en aöallega raöast þau saman til aö falla inní melódíuna. Þetta gildir um einhvern fullkomnasta popp- texta allra tíma, „Long tall Sally“, sem erfitt væri aö skýra rasjónelt eftir merkingu oröanna. Eins er þaö stundum hjá mér: „Viö skálum í vodka og veöjum á bláan/ og vinn- um hrærivél þegar þaö sekkur sker- ið.“ Kannski líka þessvegna vil óg ekki aö þaö sé litiö á þetta sem Ijóö. — En þú stuðlar alltaf... — Já, en þaö er bara hljóöeffekt. Ég meina, maður hefur þarna mjög sniöuga effekta, stuöla, höfuöstafi, og líka rím, og allt leggur þetta líka sitt af mörkum þegar maöur flytur efniö. Svo er líka auöveldara aö muna_það. — I smásögunum sem birst hafa eftir þig ertu að gera fram- Ég meina, ég hef ekkert á móti venjulegu borgaralegu lífi núna, og ég veit ekki hvort ég hef haft í raun og veru nokkuö á móti því annaö en þaö aö ég treysti mér ekki til aö meika þaö. Þar er kannski aöal punkturinn. míni og Fylkingunni, og hinsvegar prúður bankamaöur? — Ég geri ráö fyrir því aö utan frá séö hafi ég ekki veriö neitt sér- lega prúður bankamaöur. — Hvernig kom nafnið Megas til? — Þaö kom fyrst þegar ég birti smásöguna „Einsog kirkja" (í tíma- ritinu Núkynslóö, '68). Þá notaöi ég þaö sem dulnefni, ég var í feluleikj- um og vildi ekki aö þaö kæmist upp í bankanum hvaö maöur væri aö gera í frítímanum. En svo flettu minnir mig tvö blöö ofan af því hver væri undir þessu dulnefni, og þeir voru eitthvaö aö bera mér þetta á brýn, piltarnir í bankanum. En ég bar þaö af mér. Þeir sögöu þá aö þeim heföi líka fundist þetta ótrú- legt. En ég veit eiginlega ekki hvað ég hræddist. Ég var bara aö búa til einhverja grýlu, aö bankamennirnir mættu ekki vita af þessu hobbíí. Ég sé eftirá aö þetta skipti ekki nokkru máli. Tómt rugl. Maöur var bara aö gera sig mikilvægan. — Hefurðu eitthvað notað reynsluna úr bankanum í textana? — Ja, nei, ekki beint. Þaö gæg- ist kannski inn á einstöku staö ... — „Lægst settustu fulltrúanna aumust undirtylla ... “ ? — Jú einmitt. Þá var ég aö yrkja um sjálfan mig. Svipaö er í nokkrum smásögum. Og sjálfsmatiö, viö þaö aö vera bankaklerkur, er mjög lágt greinilega. Ég gef mér mjög lélegar einkunnir sem mannlegri veru, ver- andi i þessu djobbi. Mjög hrokafullt, skáldiö er greinilega aö pútta niöur bankaklerkinn. — Og það hefur kannski leitað á þig þessi tilfinning, snillingurinn hlekkjaöur í svona helgráu starfi. — Ætli mór hafi ekkl sviöiö þaö mest aö vera bara aumust undir- tylla, ég veit ekki. Ég veit ekki lengur hvaö kýnískt spíttfrík hugsar á flug- inu. — Hvað gerðiröu eftir aö þú hættir í bankanum? — Þá bara hræröist ég í minni veröld. Þar til 1971 aö óg flutti út tll Ósló. Konan mín fyrrverandi var aö fullnema sig í sérkennslu, og svo átti aö heita aö ég ætlaöi líka aö fara aö læra. En óg var svo ekkert í háskól- vinna neitt i þessum málum nema með því aö óta amfetamín. Svo ég fór fljótlega út í aö éta þaö eftir aö heim kom. Til aö byrja með reyndar ekki af eins mikilli græögi og áöur, en nóg samt. Og mér vannst helvíti vel fyrsta áriö hér. Hvaö ég var aö semja? Bara allt þetta dót sem síöar kom út á plöt- um. En svo hætti ég aö vinna, strax um áramótin '72—'73 og þá fór ég aö þróast dálítiö út í útkantana. Fór aö loka mig inni og hætta aö taka þátt í daglegri rútínu og þaö fór eig- inlega aö byrja sama vitleysan og áöur en ég fór út. Mér fannst ég vera aö gera eitthvaö voöa mikið, en þaö var bara ímyndun. Mestan- part ímyndun. Þaö hringsnerist bara eitthvað inní hausnum á mér, á ofsahraöa. Sko, ég kem frá Noregi meö eina plötu. Ókel? Haröur kjarni tekur á móti henni sem mjög góöum hlut, en þorri fólks lítur á þetta sem bara eitthvaö djönk. öndergránd fyrir- bæri. Jú, ég þrýsti nokkrum eintök- um af henni inn í plötuverslanir, en frétti eftirá aö viöa heföi þetta veriö selt sem algjört drasl. Þetta er óþverri, ef þú vilt kaupa hann. Og þá skaltu gera þaö strax, því þetta kemur aldrei út aftur. Svo strax '73 fer ég aö pæla í þvi aö gefa aftur út, og úr því veröur tveggja ára stríö. Ég talaöi viö hvern á fætur öörum, ég talaöi jafnvel viö einhvern Bimbó-útgefanda á Noröurlandi, Tónaútgáfuna, Fálkann, Hljóma, Svavar Gests. Ég útbjó teip og baröist. Ég keyröi afskaplega mikiö á því aö þetta væri þaö eina sem gert væri á íslandi af viti, en svo fór ég bara aö veröa dálitiö desperat. Þaö sögöu allir, jú, þetta er voöa gott, en þaö vildi enginn gefa þaö út. Svavar lá á neiinu sínu í tvo mán- uöi. Var afskaplega jákvæöur, en ég veit þaö ekki, kannski lagöi hann ekki i aö gefa þetta út af einhverjum ástæöum. Síöan um áramótin '74—'75 hef- ur samband viö mig hann Ingibergur Þorkelsson hjá Demant og býöur mér uppá aö gefa þetta út. Þá haföi draumurinn ræst. Ég gat fariö aö moka út úr öllum þeim lager sem ég var búinn aö koma mér upp. Moka út úr Ágíasarfjósinu. — Þegar þessar plötur fara að eftir Steingrím Thorsteinsson meö höppum og glöppum og úr því varö lagiö um kondórinn á síöustu ikar- usplötu. En þetta leitaöi mikiö á mig, þannig aö ég held aö íslenska hefö- in hafi haft mest áhrif á þaö sem ég hef verið aö gera. Ég er ægilega íhaldssamur þannig séö, bæöi í formi og innihaldi. — Þú lagðir talsvert uppúr því, virðist mér, aö það sem þú værir að semja væri ekki Ijóðlist. Það var meira að segja tekiö fram á Ijóða- bókunum þínum að þær væru ekki Ijóðabækur? — Já, ég vildi ekki líta á mig sem Ijóöskáld ... Ég vildi ekki fá neina krítík á mig frá bókmenntalegum sjónarhóli. Náttúrlega bara af varn- arhætti. . Ég ætla einfaldlega ekki aö láta rakka neitt niöur þaö sem ég er aö gera, og þá þurrka ég út eitt kríteríum. — En hvað um það, þá er þetta náttúrlega Ijóölist, hvað sem ööru liöur. — Þú ræöur hvaö þú kallar þaö, en sjáöu til aö Ijóölist á þeim tíma, hún er öll í bókum og ekki flutt. En ég er aö gera þarna Ijóölist sem er bara til aö flytja. Enda haföi ég þaö á tilfinningunni aö margt af því sem ég var aö gera færi illa á prenti. Aö lesa textana af textablööunum virk- ar stundum mjög klunnalegt og klúöurslegt, þótt þeir gangi upp í úrstefnulegar formtilraunir... í prósanum ertu semsagt framúr- stefnumaður, en afturámóti íhalds- samur í kvæðagerðinni? — Þaö sem ég átta mig á núna, og hef kannski áttaö mig á lengi án þess aö vilja viöurkenna þaö, þá er ég allan tímann aö foröast aö lenda í einhverju prófi sem ég myndi átó- matískt falla á. Þú sérö til dæmis aö ég neita aö viöurkenna aö maöur geti kritíseraö þetta sem skáldskap, bara af því aö ég ætla ekki aö falla á því prófi. Ha? Á sama hátt horfi ég á lífiö utan af einhverjum kanti, bara af því aö ég ætla ekki aö falla á því prófi aö vera normal borgari. Maöur er alltaf aö reyna aö gera sig eitt- hvert úníkúm sem engar reglur gildi um. Þá er þaö átómatískt svo aö þaö sem ég geri er hvorki hægt aö gera ööruvísi né betur. Ég held aö jætta í raun og veru markeri mikiö aðferðirnar sem ég nota. Ég er einn á mínu sviöi, þaö er enginn sem ég hef aö keppa viö ... Ég get ekki oröiö „second" viö neinn. — Við vorum að spjalla áðan um bókmenntalega áhrifavalda. Lastu einhverntíma Sult eftir Ham- sun? — Já, og mér fannst þaö æöis- lega góö bók. Enda átti líf mitt um tima nokkuö skylt viö hana. Heimilishagirnir eru þannig aö ég er í hjónaband! fram til ársloka '75, og þar er ég löngu búinn aö skáka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.