Morgunblaðið - 26.10.1984, Qupperneq 39
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA?
MYNDUST
Arkitektafélag
íslands:
15 ungir
arkitektar
Arkitektafélag íslands heldur
um þessar mundir sýningu í húsi
sínu, Ásmundarsal viö Freyjugötu,
á lokaverkefnum 15 ungra arki-
tekta, sem lokiö hafa námi frá
ýmsum skólum í Evrópu og Amer-
íku sl. 2 ár. Verkin eru bæði skipu-
lagsverkefni og byggingarverkefni.
Samhliöa sýningunni eru verkin
kynnt og verður síðasta kynningar-
og umræöukvöldiö í dag kl. 20.30.
Sýningin er opin daglega frá kl.
13—22 út þennan mánuö.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Sýning í Safna-
húsi og högg-
myndagarði
Listasafn Einars Jónssonar hef-
ur nú veriö opnaö eftir endurbæt-
ur. Safnahúsiö er opiö daglega,
nema á mánudögum, frá kl.
13.30—16 og höggmyndagaröur-
inn, sem í eru 24 eirafsteypur af
verkum listamannsins, er opinn frá
kl. 10—18.
Kjarvalsstaðir:
Sverrir Ólafsson
Sverrir Ólafsson sýnir nú 33
verk, skúlptúra og veggmyndir, á
Kjarvalsstöðum. Verkin eru unnin í
stál, kopar og tré og eru öll unnin á
þessu ári. Sverrir hefur tekiö þátt í
samsýningum hér heima sem er-
lendis, en síöast hélt hann einka-
sýningu áriö 1978. Sýning hans er
opin daglega frá kl. 14—22, en
henni lýkur 4. nóvember.
_ Katrín H.
Ágústsdóttir
Á Kjarvalsstööum stendur nú yf-
ir sýning á verkum Katrínar H.
Ágústsdóttur. Verkin eru unnin
meö vatnslitum, en áöur hefur
Katrín unniö í batik. Hún stundaöi
nám viö Myndlista- og handiöa-
skólann, handavinnudeild
Kennaraskóla islands og Myndlist-
arskólann í Reykjavík, auk þess
sem hún hefur fariö í námsferðir til
Danmerkur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
„BLIKUR" nefnist sýning sem Anna Ólafsdóttir Björnsson opnar á
morgun í Listamiöstööinni. Á sýningunni eru 9 dúkristur, en þetta er
fyrsta einkasýning önnu. Hún stundaöi nám við Myndlista- og hand-
íöaskólann frá 1972—1974 og nám í teikningu viö Myndlistaskólann
í Reykajvík áriö 1979 og í dúkristu áriö 1980. Sýning Önnu veröur
opin daglega frá kl. 14—18 til 4. nóvember.
LJóamynd/Ami Sobarg
Gallerí íslensk List:
Hafsteinn Austmann
HAFSTEINN Austmann sýnir nú 24 nýjar vatnslitamyndir í Gallerí
List aö Vesturgötu 17 í Reykjavík. Hafsteinn hefur haldiö fjölmargar
einkasýningar og tekiö þátt í mörgum samsýningum. Sýning hans í
Gallerí List er opin virka daga frá kl. 9—17 og um helgar frá kl.
14—18, en henni lýkur á sunnudag.
LJóMTtyitd Ami SatMra
Verk Ingibergs Magnússonar
INGIBERG Magnússon opnar á morgun sýningu á 10 krítarmyndum
í Listamiöstööinni viö Lækjartorg. Verk þessi kallar Ingiberg
„Trjástúdíur“ og eru verkin öll unnin í Danmörku fyrir skömmu.
Ingiberg stundaöi nám í Myndlista- og handíöaskóla Islands og
hefur haldiö nokkrar einkasýningar, auk þess sem hann hefur tekiö
þátt í samsýningum. Sýning Ingibergs er opin daglega frá kl. 14—18
til 4. nóvember.
Ljównynd Ami Sabarg
Smámyndir Gunnars Hjaltasonar
GUNNAR Hjaltason, gullsmiöur, opnar á morgun sýningu á 16
vatnslita- og pennateikningum í Listamiöstööinni. Sýninguna nefnir
hann „Smámyndir". Gunnar hefur stundaö nám í teikningu, auk
þess sem hann er læröur gullsmiöur og hefur hann haldiö margar
einkasýningar áöur og tekiö þátt í samsýningum. Sýning Gunnars
veröur opin alla daga frá kl. 14—18 til 4. nóvember.
Norræna húsið:
Kjuregej Alexandra
Kjuregej Alexandra Argunova opnar á morgun sýningu á verkum
sínum í anddyri Norræna hússins. Kjuregej er fædd í Jakútíu í
Síberíu og lagöi stund á söng og leiklistarnám í Ríkisleiklistarhá-
skólanum í Moskvu. Hingaö til lands flutti Kjuregej áriö 1966 og
hefur leikiö meö leikfélögum hér á landi og kennt áhugaleikhópum
víöa um land. Hún heldur nú í fyrsta sinn sýningu á myndverktim
sínum og eru þau unnin í efni (application). Sýning hennar stendur til
11. nóvember.
Gallerí Borg:
Svala Sigurleifsdóttir
SVALA Sigurleifsdóttir sýnir nú litaöar Ijósmyndir og ætingar í Gall-
erí Borg viö Austurvöll. Svala er fædd áriö 1950. Hún stundaöi nám
í málun viö Myndlista- og handíðaskóla islands í þrjá vetur og
framhaldsnám viö grafíkdeild Myndlistarakademíunnar í Ósló. Svala
lauk BA-gráöu frá CWC Denver og MFA-gráöu frá Pratt Institute i
New York nú í ár. Sýning Svölu í Galleri Borg stendur til næstkom-
andi mánudags og er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar
frá kl. 14—18.
Hafnarfjörður:
Jónas
Guðvarðsson
Jónas Guövarösson opnar á
morgun sýningu í Hafnarborg,
Menningar- og listastofnun Hafn-
arfjaröar aö Strandgötu 34. Á sýn-
ingunni eru málverk og tré-
skúlptúrar. Jónas hefur haldiö 7
einkasýningar og tekiö þátt í sam-
sýningum hér á landi og erlendis.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
14—19 til 11. nóvember.
Gallerí Gangurinn:
Samsýning 12
iistamanna
í Gallerí Ganginum, Rekagranda
8, stendur yfir samsýning 12 íista-
manna frá fjórum löndum og mun
sýningin standa til nóvemberloka.
Listamennirnir eru: Anslem Stald-
er, Helmut Federle, Martin Disler,
John M. Armleder og Klaudia
Schiffle frá Sviss, Peter Anger-
mann frá Þýskalandi, John van
Slot frá Hollandi og Daöi Guö-
björnsson, Tumi Magnússon, Árni
Ingólfsson, Kristinn G. Haröarson
og Helgi Þ. Friöjónsson frá íslandi.