Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 2

Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 BSRB-félagar í mótmælastöéu fyrir framan Stjórnarráðiö í gærmorgun. Morgunbladið/Frídþjófur. Mótmælastaða við Stjórnarráðið: Munum berjast til þrautar — segir í ályktun frá BSRB FÉLAGAR úr BSRB efndu til mót- mælastöðu við forsætisráðuneytið í gærmorgun til að leggja áherslu á kröfur sínar í yfirstandandi kjara- samningum. Á annað þúsund BSRB-félagar tóku þátt í mótmælunum og og var forsætisráðherra athent skrifleg ályktun svohljóðandi: „Okkur er mikil alvara. Við höfum verið í verkfalli í 4 vikur. Okkur hefur ver- ið sýnd óbilgirni og lítilsvirðing. Við höfum ítrekað reynt að ná samningum. Ríkisstjórnin hefur varla virt okkur viðlits. Okkur er það lífsnauðsyn að ná fram kjara- bótum með kaupmáttartryggingu. Á undanförnum mánuðum hafa kjör okkar verið rýrð um þriðjung. Nú er nóg komið. Við lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni. Við krefjumst tafarlaust samninga um bætt kjör okkur til handa. Við Vilhelm Pedersen, starfsmaður hji sjónvarpinu, afhendir forsætisráðherra, munum berjast til þrautar." Steingrími Hermannssyni, ályktun BSRB-manna. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Verðum að ná samkomulagi svo fólk fái laun sín útborguð í GÆR barst Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, bréf, sem undirritað var „félagar í BSRB“, þar sem segir, að sam- tökunum hafl verið sýnd óbil- girni og lítilsvirðing. í tilefni af þessu bréfi sendi Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, sem stjórnar samningaviðræðum ríkisins, forsætisráðherra bréf, þar sem fjármálaráðherra segir, að ná verði samkomulagi, svo að fólk fái laun sín útborguð, en ófrávíkjanlegar kröfur um 30% hækkanir séu ekki sáttaleið. Hér fer á eftir bréf fjármálaráðherra til forsætisráðherra: „Hr. forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson. Ég sendi þér þessar línur vegna afrits af bréfi frá „Félög- um í BSRB“, sem dreift var á ríkisstjórnarfundi f.h. i dag. Það er mér gleðiefni að „Fé- lagar í BSRB" skuli líta það alvarlegum augum að verkfallið skuli hafa dregist í 4 vikur, án þess að lausn sé í sjónmáli. Þar með hafa „Félagar í BSRB“ sent forustu samtakanna kveðjur, sem enginn getur mis- skilið. Við verðum að ná sam- komulagi svo fólkið fái laun sín útborguð. Ríkisstjórnin hefur gert meira en að virða BSRB viðlits. Fjár- málaráðherra hefur setið næt- urlangt á fundum til þess að auðvelda leiðina til lausnar, en án árangurs. Fólkið má ekki láta blekkjast af slagorðum striðs- manna, heldur fara að ráðum „Félaga í BSRB“ og krefjast ár- angurs af forustu samtakanna. Vonandi viljum við öll sættast á það að „nú er nóg komið“. Ófrá- víkjanlegar kröfur um 30% hækkanir er ekki sáttaleið. Við munum áfram vinna þolinmóðir markvisst að lausn þeirra vandamála sem við er glímt. Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra." Krossanesverksmiðjan selur 500 lestir mjöls Akureyri, 29. október. Síldarverksmiðjan í Krossanesi gerði í dag sölusamning við kaup- anda í Evrópu um sölu á 500 lestum af loðnumjöli og fékkst mjög gott verð fyrir mjölið. Að sögn Péturs Antonssonar, verksmiðjustjóra, byggist það góða verð, sem nú fékkst, fyrst og fremst á miklum gæðum mjölsins, en þessir sömu aðilar keyptu í fyrra tolvert magn frá verksmiðj- unni. Byggjast gæði mjölsins fyrst og fremst á því, að verksmiðjan loftþurrkar mjölið, en eldþurrkar ekki eins og allar aðrar verksmiðj- ur í landinu gera. Þessum 500 lest- um verður skipað hér út strax og verkfall BSRB leysist. Auk þessa hefur verksmiðjan selt fyrirfram 2.000 lestir af haustframleiðslu sinni á viðunandi verði að sögn Péturs Antonssonar. GBerg. Forsætisráðherra um samningamálin: Sú leið ræður sem fyrr semst um Ekki tii gagns að elta öll orð forsætisráðherra, segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „ÞEIR hafa tekið því mun betur á hinum almenna vinnumarkaði að fara skattalækkunarleiðina. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað stöðva það og nú verður það að verða ráðandi sem fyrr semst um. Það kemur ekki til greina að báðar leiðirnar verði umsamdar," sagði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, m.a. um stöðu samn- ingamála, er rætt var við hann ui Steingrímur sagði, að hann myndi halda fund kl. 9 árdegis með formönnum stjórnarand- stöðuflokkanna, en þeir hefðu far- ið fram á slíkan fund í bréfi, sem honum hefði borist í gær. Að- spurður um efni bréfsins sagði hann, að ekkert eða mjög lítið annað hefði verið í því. „Þeir virð- ast allt í einu vera farnir að hafa áhyggjur af kjarasamningunum og biðja um fund. Kannski hafa þeir lausnina," sagði hann. Forsætisráðherra var spurður nánar í tilefni af ummælum hans þess efnis, að sú leið yrði ráðandi sem fyrr semdist um. Hann sagði kvöldmatarleytið í gærkvöldi. að ef ASÍ semdi til dæmis fyrst um skattalækkunarleiðina, þá yrði hún kynnt BSRB og ríkið myndi ekki víkja frá henni. Ef BSRB semdi aftur á móti á undan, án skattalækkunarleiðarinnar, þá ætti hið sama við. Sú leið yrði ráð- andi, því ekki væri hægt að hafa hvort tveggja. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði eftirfarandi um þá yfir- lýsingu Steingríms, að sú leið yrði látin ráða sem fyrr semdist um: „Ég held að við verðum að reyna að leysa málin og það getur varla orðið beint til gagns í því, að vera að elta öll orð forsætisráðherra." „Vitleysa“ — segir forsætisráðherra um leiðara NT í gær „ÉG hef verið að reyna að ná í rit- stjórann til að fá að vita, hvaðan hann hefur þessa vitleysu, því ég er manna harðastur gegn því að teknar verði upp kaupmáttartryggingar,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra aðspurður um stað- hæfingu í þá veru í leiðara NT í gær, að forsætisráðherra hafi heimilað fjármálaráðherra að setja uppsagn- ar- eða verðtryggingarákvæði í samninga BSRB og ríkisins. „Þá hef ég ekki heimilað fjár- málaráðherra eitt eða neitt og ég veit ekkert hvaðan þessi vitleysa er komin," sagði forsætisráðherra ennfremur. Málsgreinin í leiðara NT í gær, þ.e. mánudag, er svo- hljóðandi, en þessi hluti leiðarans fjallar um kjaradeilu BSRB og ríkisins: „Samkvæmt heimildum NT hefur forsætisráðherra nú heimilað fjármálaráðherra að setja uppsagnarákvæði, þ.e. rautt strik, í samninginn til að greiða fyrir gerð hans. Þetta atriði verð- ur varla metið til fjár fyrir BSRB-menn, því svo mikilvægt er það til að vernda kaupmáttar- aukningu samningsins." Eldsvoði á Landspítalanum: Töluverðar skemmdir á annarri hæð geðdeildar TALSVERÐAR skemmdir af völdum elds og reyks urðu á annarri hæð geódeildar Landspítalans í gær er eldur kom þar upp í skol-herbergi í norðvesturálmu hússins. Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á skömm- um tíma og varð engum meint af brunanum. Það var um klukkan 18.30, sem slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn. Er komið var að bygging- unni fóru tveir reykkafarar í stiga upp á svalir og inn um svalahurð á vesturgafli og einnig fóru liðs- menn í körfu upp að glugga á norðurhlið, þar sem elds varð vart fyrir innan. Var eldurinn slökktur frá þessum tveimur stöðum og tók það um 15 mínútur. Allmikill hiti og reykur var á gangi hæðarinnar og olli það tölverðum skemmdum auk þess sem skol-herbergið er illa farið af eldi. Hvorki starfsfólki né vistmönnum deildarinnar varð meint af þessu, enda flestir stadd- ir í borðstofu er eldsins varð vart. Eldsupptök eru ókunn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.