Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 7

Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 7 Sjómannasambands- þing 8. nóvember nk. Framkvæmdastjórn Sjó- mannasambands íslands ákvaö á fundi sínum 26. októ- Blaðamenn samþykktu nýjan kjara- samning NÝR kjarasamningur Blaöamannafé- lags íslands og útgefenda, sem undir- ritaður var á rdstudagskvöldið, var samþykktur á almennum félagsfundi í Blaðamannafélaginu síðdegis á laug- ardag. Nærri 100 blaðamenn voru á fundinum og var samningurinn sam- þykktur með öllum atkvæðum gegn tveimur. Verkfalli blaðamanna, sem átti að hefjast frá og með sunnudeginum 28. október, var þar með aflýst. Samn- ingurinn gildir til ársloka 1985. ber sl., aö 14. þing sambands- ins skuli haldiö dagana 8.—10. nóvember nk. í Borgartúni 18, Reykjavík. Rétt til þingsetu eiga liðlega 60 fulltrúar frá 40 aðildarfélögum SSÍ, segir f fréttatilkynningu frá SSÍ. Fyrirhugað hafði verið að þing- ið færi fram dagana 18.—20. október sl., en vegna verkfalla bókagerðarmanna og opinberra starfsmanna varð að fresta því þá. Lög nokkurra aðildarfélaga gera ráð fyrir því að fundir þeirra séu boðaðir með auglýsingum í blöð- um og/eða útvarpi, en því skilyrði var ekki unnt að fullnægja meðan á verkföllunum stóð. Á 14. þingi Sjómannasambands- ins verður mótuð stefna sam- bandsins í kjaramálum sjómanna. Einnig verður fjallað um öryggis- og aðbúnaðarmál og önnur þau málefni er varða sjómenn og störf þeirra. Formaður Sjómannasambands íslands er Óskar Vigfússon. Hljóta námsstyrki í Bretlandi í SAMRÆMI við nýjar reglur breska utanríkismálaráðuneytisins, sem kynntar voru á fslandi í des- ember 1983, hafa átta íslendingar hlotið styrk til framhaldsnáms á Bretlandi. Sá níundi hlaut British Council-styrkinn svonefnda. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra íslensku námsmannanna fagna styrkveitingunni ásamt breska sendiherranum á fslandi, Richard Thomas, sem er í miðj- um hópnum. Talið frá vinstri til hægri eru þeir: Árni Matthías Mathiesen, sem leggur stund á nám í fiskisjúkdómafræðum við Stirling-háskóla í Skotlandi; Gunnar Helgi Kristinsson, sem er við nám í stjórnmálafræðum í Essex; Kristinn Sigurðsson, sem kynnir sér málmsuðu við Cranfiend-tækniháskólann; Anna Jóelsdóttir, sem er við hagnýt rannsóknastörf við háskólann i Austur-Anglíu; Guðrún Nordal, sem nemur miðaldaensku í Ox- ford, og Grímur Karl Sæmunds- en, en hann stundar nám i iþróttalæknisfræði við Lundúna- sjúkrahúsið. Aðrir styrkþegar eru Björg Bjarnadóttir við nám i barnasál- arfræði í Stirling og Hörn Harð- ardóttir, sem kynnir sér sér- kennsluaðferðir í Newcastle. Frekari styrkveitingar munu standa íslenskum námsmönnum til boða háskólaárið 1984—85. ^íifaldeyris Banki Fullkomin gialdeyrís- pjónusta erekkilengur einkamál ríkisbankanna Það er með sérstakri ánægju að við skýrum frá því, að frá og með 1. október veitir Iðnaðarbankinn, fyrstur einkabanka, fulla og ótakmarkaða gjaldeyrisþjónustu. Þjónusta okkar eykst því verulega. • Við opnum ábyrgðir vegna innflutnings. • Við önnumst innheimtur vegna innflutnings. • Við veitum aðstoð og höfum milligöngu við opnun ábyrgða vegna útflutnings. • Við sjáum um innheimtur vegna útflutnings gegnum erlenda banka. • Við kaupum og seljum erlendan gjaldeyri til ferðamanna, námsmanna og annarra, samkvæmt reglum þar að lútandi. Tilgangurinn með þessum breytingum er að sjálfsögðu sá að koma til móts við viðskiptavini bankans og aðra sem kjósa að nota þjónustu hans. Verið velkomin til viðskipta. Iðnaðarbankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.