Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 17

Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 17 Hvímleið plastglíma með afmælisívafi — eftir Leif Sveinsson Þann 1. ágúst sl. varð Oddur Sigurðsson forstjóri sjötugur. í tilofni af afmæli þessu reit Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hrl. ótímabæra minningargrein um Odd, sem orðið hefur tilefni tveggja athugasemda, annars veg- ar frá Hauki Eggertssyni í Plast hf. og hins vegar frá Sigurði Oddssyni í Plastos hf. Lesendur Mbl. fylgdust forviða með skrifum þessum, enda er það ofar skilningi þeirra, hvert erindi svona bók- menntir eiga í dagblað. Ég hefi tvívegis gert afmælis- greinum skil. Fyrri athugasemdin hét: „Eru afmælisgreinar ótíma- bærar minningargreinar?" og birtist hún í Mbl. 2. nóv. 1982. Síð- ari aðfinnsla mín var: „Líkræður um lifandi presta", Mbl. 17. júlí 1983. Það eru sérstakar manngerðir og ættir, sem bylta sér í afmælis- farganinu. Má þar nefna embætt- ismenn ýmsa og í þeim hópi sér- staklega presta. Þá he Yr faraldur þessi lengi verið landlægur í Góð- templarareglunni. En meginhluti landsmanna telur að oflof sé háð og hefur hina mestu skömm á þessum skrifum. Það er alveg sama hvað afmælishólgrein er há- stemmd, hún getur t.d. aldrei gert prest úr poka. Út yfir allan „Þaö eru sérstakar manngerðir og ættir, sem bylta sér í afmæl- isfarganinu. Má þar nefna embættismenn ýmsa og í þeim hópi sér- staklega presta. Þá hef- ur faraldur þessi lengi verið landlægur í Góð- templarareglunni. En meginhluti landsmanna telur að oflof sé háð og hefur hina mestu skömm á þessum skrif- um. ÞaÖ er alveg sama hvað afmælishólgrein er hástemmd, hún getur t.d. aldrei gert prest úr poka.“ Leifur Sveinsson ég segja þetta: Haukur Eggertsson og Oddur Sigurðsson hefðu vafa- laust báðir orðið hinir virtustu borgarar, ef þeir hefðu aldrei hitst. Hrekkjótt forlög létu leiðir þeirra liggja saman og endaði samstarf þeirra um plastfram- leiðslu í algjöru ósætti. Suðaustur í Abbyssíniu, sem nú heitir víst Eþíópía, var keisari merkur á fjórða tug aldar og lengi síðan, Haile Selassie að nafni. Þjóð hans var fátæk, svo ekki var unnt að reka þar flókið dómstóla- kerfi í mörgum stigum. Því ákvað keisarinn að spara sér dómstól- ana, en taka upp einfalt kerfi, sem var þannig, að ef menn urðu ósátt- ir, þá voru þeir handjárnaðir sam- an og látnir vera í þeirri hnapp- heldu, þar til þeir höfðu jafnað misklíð sína. Ef þetta kerfið hefði verið í gildi hér á landi, hefðu þeir Haukur og Oddur fyrir löngu verið búnir að greiða úr málum sínum og ekki þurft að koma til þrautl- eiðinlegra blaðaskrifa út af deil- um þeirra. En eitt er mjög gagn- legt við afmælisgrein Guðmundar Ingva. Hún verður vonandi til þess, að menn hugsa sig tvisvar um, áður en þeir leggja inn ótím- abærar minningargreinár á rit- stjórn Mbl. Flestum er það mikil raun að verða að slíku athlægi, sem af þvílíkum skrifum hlýst. Hafi Guðmundur Ingvi þökk fyrir að hafa veitt afmælisgreina- farganinu nábjargirnar. Mál er að þessari sérstæðu og steingeldu bókmenntagrein íslendinga linni. Reykjavík, 15. september 1984. Leifur Sveinsson. Leifur Sveinsson er forstjóri W undnr hf. Akureyri: Nýtt hlutafélag tekur við DNG mannhelgisbálk tekur þó, þegar afmælisgrein er til þess skrifuð og birt til að ýfa upp gamalt kíf og bera á torg. Þetta virðist hafa ver- ið erindi fyrrnefndrar afmælis- greinar Guðmundar Ingva Sig- urðssonar hrl. Um það tilefni vildi Akureyri, 23. október. DNG, fyrirtæki brædranna Davíös og Níls Gíslasona, sem starfandi hefur verið hér sl. 4 ár, hefur undanfarið átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Þeir bræður hafa sérhæft sig í hönnun ým- issa rafeindatækja og nægir þar að nefna handfærarúllu þeirra, sem far- ið hefur mikla sigurför innan lands og utan og fyrir liggja pantanir í svo hundruðum skiptir. Þá hafa þeir einnig verið með í hönnun ýmis raf- eindatæki fyrir hitaveitumæla og því- umlíkt. Fjárhagsörðugleikar fyrirtæk- isins hafa orðið þess valdandi, að þeir bræður hafa ekki getað einbeitt sér að hönnun og einnig hefur fram- leiðsla á tækjum þeirra ekki komist almennilega í gang. Um tíma í sumar voru uppi hug- myndir um stofnun almennings- hlutafélags, er tæki að sér rekstur fyrirtækisins, en nú mun endan- lega vera horfið frá því ráði og ekki síðar en í næsta mánuði mun verða stofnað nýtt hlutafélag um þessa framleiðslu og hönnun. Munu nokkrir félagar úr félagi íslenskra iðnrekenda nú hafa ákveðið að leggja fram allt að 6 milljónum króna í þetta nýja félag og með því eignast 51% hlutafjár, en fyrri eig- endur eiga þá 49%. Þessa dagana standa yfir viðræður við Bygginga- vöruverslun Tómasar Björnssonar hf., sem á tvær nýbyggðar og mjög stórar skemmur rétt norðan bæj- artakmarka Akureyrar, um leigu á helmingi annarrar skemmunnar undir hið nýja fyrirtæki. GBerg BOÓHH FLUGLEIDIR Já, þér mun eflaust bregða þegar þér verður Ijóst að í London er hægt að finna fleira en tveggja hæða strætó og harðkúluhatta. I London hefur öll fjölskyldan eitthvað fyrir stafni allan daginn. Eftir góðan enskan morgunverð skellir hóþurinn sér i Oxfordstræti og eyöir nokkrum pundum í C&A og Selfrlúges eða að leiðin liggur á þjófamarkaðinn i Pettlcoat Lane, þar sem allir halda fast um pyngjuna. I hádeginu ættirðu að fara með krakkana inn á McDonalds og kaupa Big Macá línuna. Þará eftir geturðu virt fyrir þér mannlífið í Hyde Park á meðan krakkarnir skoða svanina á .serpentlne', eða að þið skoðið Nelson-nálina og dúfurnar á Trafalgar Square. Síðan tekur hópurinn einn af þessum svörtu leigubílum og fer á vaxmyndasafn Madame Tussaud, þar sem Boy Ceorge, Candhl og fleiri eru geymdir. Eftir Ijúffengan kvöldverð á ítölskum, frönskum, enskum, rúmenskum, þýskum, kínverskum eða tyrkneskum veitingastað ferðu með krakkana að sjá Cats eða Starllght Express söngleikina, nema þið fariö að sjá einhverja af nýjustu kvikmynd - unum á Leicester Square. Og ef enginn er orðinn syfjaöur eftir það, þá er tilvalið að virða fyrir sér Ijósadýrðina á Piccadilly Circus fyrir háttinn. Fluglelðlr bjúða fjölskyldunni að kynnast hinnl hliðlnnl á London. Frekari upplýiingar veita söluskrifstofuf Ruglaiða, umboðsmenn oq ferðaskrifstofur. osa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.