Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 22

Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 22
22 Bretland MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 Tólf ára með 2407 skákstig Londoii, 29. október. AP. MICHAEL Adams, breska undra- barnið í skák, setti í gær, sunnudag, heimsmet með því að verða fyrstur til að ná 2.407 skákstigum aðeins 12 ára gamall. Er hann þar með orðinn alþjóðlegur meistari. Fyrra metið áttu þeir Bobby Fischer, Henrique Mecking frá Brazilíu og Nigel Short, sem nú ber höfuð og herðar yfir aðra breska skákmenn. Þeir voru allir 14 ára gamlir þegar þeir náðu 2.400 stigum. Michael náði árangri sínum á móti í London en FIDE á eftir að leggja formlega blessun sína yfir hann. Fyrr á árinu gerði Michael jafntefli við Garri Kasp- arov, sem er annar stigahæsti skákmaður í heimi. Irland: Stríðsástand á fiskimiðum _ skimon, frkadi, 29. október. ap. sökkti honum með því að skjóta á ÁHAFNIR fjögurra togara, tveggja hann nærri 600 skotum. franskra og tveggja spænskra, sem skráðir eru í Bretlandi, reyndu nú um helgina að sigla þeim hverjum á annan í vonskuveðri undan írlands- strönd. Voru þær að berjast um bestu miðin að sögn írskra embætt- Símamynd AP. Mafíuhandtökur Handtökuskipan var í gær gefin út í New York á hendur öllum helstu forystumönnum „Colombo-fjölskyldunn- ar“, sem er ein frægasta mafíuklíka Bandaríkjanna. Kæran á hendur liðinu var í 52 liðum, allt frá smáránum og vændisrekstri og upp í morð af 1. gráðu. Á meðfylgjandi símamynd eru þrír frægustu kapparnir, f.v. Gennero Langella, Ralph Scopo og Frank Falanga. ísraelar hættir að írönum vopn Talsmaður slysavarnafélagsins í Shannon á vesturströnd írlands sagði, að ekki væri vitað til, að neinn hefði meiðst í þessum átök- um og ekki vildi hann staðfesta fregnir um, að skotum hefði verið hleypt af í sennunni milli togara- karlanna. Það sýnir best hörkuna, sem nú ríkir í fiskveiðimálum við frland, að 19. október sl. kom írskt strandgæsluskip að spænskum togara að ólögiegum veiðum og FLUTNINGAR flugfélaga, sem að- ild eiga að IATA, jukust um 11% fyrstu sex mánuði þessa árs og hefur afkoma flugfélaganna ekki verið betri um sex ára skeið, samkvæmt upplýsingum IATA. Búist er við að heildarútkoman á árinu 1984 jafn- gildi 9%aukningu. Alls nam farþegaaukningin fyrstu sex mánuði ársins 8 pró- sentum og vöruflutningar jukust FRAMTÍÐ þúsunda Gyðinga í íran er nú í mikilli óvissu vegna þess, að ísraelar eru hættir að sjá íranska um 16 prósent. Er þetta betri út- koma en spáð hafði verið, og ættu flugfélög innan IATA að skila rekstrarafgangi í ár þegar frá hafa verið dregnir skattar og vaxtagjöld, í fyrsta sinn frá 1978. Innan IATA eru 134 flugfélög og enda þótt samanlagður rekstrar- hagnaður þeirra næmi 1,4 millj- örðum dollara stóðu þau á núlli hernum fyrir vopnum. Skýrði Lund- únablaðið Sunday Times frá þessu um helgina og sagði ennfremur, að þegar frá höfðu verið dregnir skattar og vaxtagjöld. IATA býst á þessari stundu við því að aukning í flutningum á næsta ári nemi fimm prósentum og fjórum prósentum árið 1986. Ætti það að þýða rekstrarafgang í áætlunarflugi um 1,5 milljarð dollara 1985 og 1,7 milljarða 1986, þegar á heildina er litið. margboðuð stórsókn írana gegn ír- ökum hefði farist fyrir af sömu ástæðu. f Sunday Times segir, að í fjög- ur ár hafi ísraelar séð írönum fyrir vopnum en nú séu þeir orðnir „uppiskroppa með varahluti, sem íranir þurfa á að halda, auk þess sem dráttur hefur orðið á greiðsl- um írana fyrir fyrri sendingar." Meðal þess, sem ísraelar hafa selt írönum, eru fallbyssukúlur, vara- hlutir í skriðdreka og skotfæri í þá, hjólbarðar undir Phantom- þotur og venjuleg skotfæri. Að sögn blaðsins var samið um vopnakaupin á fundi í París árið 1980 með aðstoðarvarnarmálaráð- herra ísraels, Mordechai Zippori, og fulltrúum Khomeinis og aðal- ástæðan þær áhyggjur, sem ís- raelar höfðu af trúbræðrum sín- um í íran. Til að komast hjá al- mennu nppnámi vegna þessara viðskipta fóru þau öll í gegnum fyrirtæki í Genf í Sviss, sem er í eigu Khomeini-stjórnarinnar. Ofsóknum á hendur Gyðingum var hætt og mörg hundruð fengu að flytjast til fsraels en nú er framtíð þeirra sem eftir eru mjög á huldu. Símamynd AP. Abouchar til Parísar Parfa, 29. október. AP. FRANSKI sjónvarpsmaðurinn Jacques Abouchar kom til heima- landsins á laugardag eftir að hafa verið látinn laus úr haldi í Afgan- istan, þar sem hann var nýlega dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að fara ólöglöglega inn í landið og aðstoða frelsissveitirnar, eins og það var nefnt. Abouchar virtist við góða heilsu er hann kom með sér- stakri leiguflugvél til Orly- flugvallar. Hann var látinn laus að sérstakri skipan Babrak Karmal forseta Afganistan. Hin opinbera fréttastofa Sovétríkj- anna, TASS, bar þær sakir upp á Abouchar að hann hefði smyglað „njósnatækjum" til Afganistan. Við komuna kvaðst Abouchar aldrei hafa játað á sig njósnir, en gengið hefði verið hart að honum við yfirheyrslur að gang- ast við þó ekki nema einhverju smáræði í þeim efnum. Abouchar var 20. október sl. dæmdur í 18 ára fangelsi. Hann var látinn laus eftir að fangels- un hans hafði verið mótmælt um heim allan. Frakkar höfðu varað Sovétmenn við afleiðing- um fangelsunar fyrir sambúð ríkjanna. „Leitt að feður okkar skyldu ekki hafa hist“ Synir Rommels og Montgomerys minntust orrustunnar við E1 Alamein BUckpool. 29. október. AP. SYNIR marskálkanna Erwin Rommels og Bernard Montgomer- ys, sem háðu eina afdrifaríkustu orrustu síðari heimsstyrjaldar við El Alamein í Norður-Afríku, heilsuðu í gær upp á rúmlega 2.000 hermenn úr eyðimerkustríðinu. Voru þeir samankomnir í Black- pool í Englandi til að minnast hildarleiksins, sem fram fór 23. október til 4. nóvember 1942. Manfred Rommel, sem getið hefur sér gott orð í vestur- þýskum stjórnmálum, og David Montgomery, sem er kaupsýslu- maður, voru báðir 14 ára gamlir þegar feður þeirra háðu úrslita- orrustuna, sem lauk með ósigri Þjóðverja og ítala. Erwin Rommel Montgomery „Það er leitt, að feður okkar skyldu aldrei hafa hist,“ sagði David Montgomery, visigreifi, sem erfði titil föður síns, „en nú hefur sagan ráðið nokkra bót á því. Milli okkar, sona þeirra, er mikil vinátta og við skulum vona, að hún geti orðið öðrum til eftirbreytni." „Ég er viss um, að faðir minn lítur til mín með velþóknun þar sem ég er nú staddur hér í Blackpoolsagði Manfred Rommel. „Hann mat mikils 8. breska herinn og foringja hans og harmaði alla tíð, að til heims- styrjaldar skyldi koma. Hann var í raun vinur bresku þjóðar- innar.“ Flugfélög innan IATA: Flutningar jukust um 11% fyrri hluta ársins Montreal, 29. október. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.