Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 24

Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 33 PlKrfni Útgefandi ttltibifrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Starfsgreinafélög Hin miklu kjaraátök valda því aö menn huga meira en áður að innviðum í skipu- lagi verkalýðshreyfingarinn- ar. Ekki er til dæmis lengur neinn vafi á því að það hefur tafið fyrir lausn núna að aðil- ar geta ekki samhæft kraftana og stefnt að einni og sömu niðurstöðu á almenna vinnu- markaðnum og í samningum við opinbera starfsmenn. I því efni er ríkisvaldið milli steins og sleggju, annars vegar sitja fulltrúar þess og semja við BSRB um launahækkanir og hins vegar sitja fulltrúar ASI og VSI og ræða hugmyndir sem fram til þessa hafa að verulegu leyti byggst á óskum um verulegar skattalækkanir. Erfitt er að sjá, hvernig það dæmi á að ganga upp að lok- um, að ríkið stórlækki skatta og stórhækki á sama tíma laun til opinberra starfs- manna. Bandalag jafnaðarmanna hefur í fjórða sinn lagt fram frumvarp um breytingu á lög- um um stéttarfélög og vinnu- deilur er hefur þá meginbreyt- ingu í för með sér, ef sam- þykkt verður, að launþegar á sama vinnustað geti ákveðið að stofna eigið félag sem fari með samninga um kaup og kjör og önnur réttindi og aðr- ar skyldur sem stéttarfélag þeirra fór með áður, og þá skipti ekki máli hvers konar störf viðkomandi launþegi leysir af hendi. Eins og rakið er í ítarlegri greinargerð með frumvarpinu sem samin er af upphaflegum flutningsmanni þess, Vil- mundi Gylfasyni, er hér ekki um nýja hugmynd að ræða því að hún var meðal annars rædd á þingi Alþýðusambandsins 1958 og hefur alla tíð síðan verið til umræðu á þeim vett- vangi hjá aðilum sem hafa haft það hlutverk í aldarfjórð- ung að gera tillögur um breyt- ingu á skipulagi verkalýðsfé- laga. Frumvarpið gengur að vísu heldur lengra en mælt var fyrir um í tillögum ASÍ- þingsins. Beinir samningar fyrirtækis og starfsfólks hafa verið reyndir á nokkrum stöðum og má til dæmis nefna stóriðju- fyrirtækin, verksmiðjurnar á Grundartanga og í Straums- vík. Eins og segir í greinargerð frumvarpsins hefur þetta fyrirkomulag reynst vel á þessum stöðum og þar eru greidd hærri laun en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Og svo virðist sem bæði starfsmenn og vinnuveitendur, sem hlut eiga að máli, séu ánægðir með þetta fyrirkomulag og vilji ekki breyta því. Önnur meginrök frumvarps- ins, fyrir utan starfsöryggi, hærri laun og betri skilning milli samningsaðila, eru þau að með hinni nýju skipan yrði séð til þess að samningar væru í raun frjálsir á milli launþega og vinnuveitenda og færu al- farið fram án afskipta ríkis- valdsins. I greinargerðinni er minnt á þær ógöngur sem ríkisvaldið kemst jafnan í með afskiptum af kjarasamningum og síðan segir: „í þessu frum- varpi til laga er lagt til, að horfið verði frá þessu ríkis- afskiptakerfi um kaup og kjör og horfið til baka til þeirrar grundvallarhugmyndar, raun- ar bæði verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda, að þeir semji beint um kaup og kjör og án milligöngu ríkisvalds- ins.“ Morgunblaðið hvetur þing- menn til þess að veita þessu frumvarpi þá athygli sem því ber og samþykkja það óbreytt eða með þeim breytingum sem nauðsynlegar eru til að meiri- hluti fáist fyrir því að hjá þeim fyrirtækjum þar sem menn vilja geti þeir stofnað starfsgreinafélög. Alþýðu- sambandsþing verður haldið á næstunni. Þar ættu menn einnig að taka af skarið um skipulagsbreytingar sem tald- ar voru nauðsynlegar fyrir aldarfjórðungi og eru enn nauðsynlegri nú. Til vinstri Fylkingin sem er deild í Al- þjóðasambandi kommún- ista er vill heimsbyltingu í anda Trotskýs gekk í Alþýðu- bandalagið í febrúar síðastliðnum með það í huga að stofna „stóran verkalýðs- flokk". í síðustu viku var Fylk- ingarfélögum sýnt sérstakt traust þegar kosnir voru full- trúar í flokksráð Alþýðu- bandalagsins. Össur Skarp- héðinsson, nýráðinn ritstjóri Þjóðviljans, lýsti því yfir í síð- ustu viku að hann hefði nýlega gengið í Alþýðubandalagið en áður verið til vinstri við það. Ekki fer á milli mála að þeir menn sem óhikað hafa lýst trú sinni á heimskommúnismann og vilja koma kommúnísku þjóðskipulagi á hér á landi með því að nota afl verka- lýðshreyfingarinnar mega sín meira í Alþýðubandalaginu nú en um langt skeið. Þessir menn líta á upplausnina nú sem óskastöðu til að ná markmiðum sínum. Amnesty International rr*.. !/„• iqrq tam., - er lífæð samtakanna og án þess knýjandi þarfar á læknishjálp eð eftir Hjördísi Hákonardóttur Ég geri ráð fyrir því að allir ís- lendingar teiji það sjálfsagt mál að allt fólk njóti mannréttinda, svo sjálfsagt að varla taki að eyða orðum í að árétta það. Með mannréttindum er þá meðal annars átt við frelsi og rétt til að hafa skoðanir, hvort held- ur er um stjórnmál, trúmál, efna- hagsmál, eða það hvað er gott og hvað er illt, og til að láta þessar skoöanir sínar í ljósi í máli, myndum eða á prenti, sem og að haga lífi sínu í samræmi við þær. Það er líka átt við það, að engum skuli mismunað eða refsað fyrir uppruna sinn, kyn- ferði, Iitarhátt eða tungu. Og ekki erum við ein um þessa afstöðu: fáir myndu treysta sér til að andmæla henni á opinberum vettvangi, enda er það yfirlýst stefna flestra ríkis- stjórna að mannréttindi skuli virt og hafa fjölmargar þeirra staðfest þá stefnu sína með aðild að mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna. Samt sem áður er það líklegt að í einhverju þessara ríkja, séu á þessari stundu hermenn, lögreglumenn eða aðrir þjónar yfirvalda að ráðast inn á heimili lögfræðings, verkamanns, kennara, stjórnmálamanns, rithöf- undar, læknis, bónda eða bifreiða- stjóra, brjótandi og bramlandi, jafn- vel nauðgandi kvenfólki, og flytji síð- an á brott fjölskylduföður eða móð- ur, son eða dóttur eða alla fjölskyld- una undir því yfirskini að þetta fólk sé hættulegt öryggi ríkisins. I gær var ef til vill heill bekkur sóttur ein- hvers staðar með valdi í háskólann og fluttur á brott í brynvörðum bíl, á morgun verða menn víða um heim stöðvaðir á göngu sinni á strætinu og settir bakvið lás og slá, allt undir sama yfirskini. Stundum er farið með þetta fólk á lögreglustöðvar, stundum í venjuleg fangelsi, stund- um í sérstakar fangabúðir, stundum er ekki vitað hvert. Oft líður langur tími áður en þaö er leitt fyrir dóm- ara, oft fær það ekki að njóta réttar síns til réttlátra dómsmeðferðar, oft er það pyntað, jafnvel drepið. Allt á þetta fólk það sammerkt, að í okkar skilningi er verið að fremja á því mannréttindabrot, það hefur ekkert gert af sér sem við myndum telja glæpsamlegt og það hefur ekki beitt ofbeldi eða hvatt til ofbeldis, ógnun þess við „öryggi ríkisins" felst nær undantekningarlaust í því, að skoð- anir þess eru aðrar en skoðanir ráð- andi afla. Samtökin fæðast Hinn 28. maí árið 1961 skrifaði breskur lögfræðingur að nafni Peter Benenson grein í sunnudagsblaðið Observer, sem hann nefndi „Hinir gleymdu fangar". Þar skoraði hann á menn og konur að taka upp hansk- ann fyrir þær þúsundir, sem sætu í fangelsum víðsvegar um heiminn vegna skoðana sinna og trúar, „sam- viskufanga" eins og hann nefndi þetta fólk, og jók þar með við orða- forða heimsmálanna. Áskoruninni var beint til fólks í öllum þjóðfé- lagshópum og skyldi starfið einkenn- ast af ýtrasta hlutleysi og óhlut- drægni og starfsaðferðirnar skyldu vera friðsamlegar. Mánuði síðar höfðu yfir þúsund einstaklingar boð- ið fram aðstoð sína og hálfu ári síðar voru stofnuð alþjóðleg samtök, sem hlutu nafnið Amnesty International, en orðið „amnesty" þýðir almenn náðun, einkum þeim til handa, sem eru pólitískir fangar eða taldir eru hafa framið brot gegn ríkisstjórn- inni. Og nú var tekist á við verkefni, sem virtist nær óviðráðanlegt: hvar sem tjáningarfrelsi var fótum troðið með fangelsunum og pyntingum réð- ust þeir á þann þagnarmúr, sem um- lykur pólitískar ofsóknir. Það var leitast við að ná tengslum við fjöl- skyldur fanganna og lögfræðinga þeirra og hafnar sendingar póst- korta, bréfa og skeyta til ráðamanna og óskað eftir því að mannréttindi væru í heiðri höfð. Samtökin hafa eflst með árunum og samkvæmt ársskýrslu samtakanna 1983 töldu félagar þeirra 500.000 í 160 þjóðlönd- um. Árið 1977 hlutu samtökin friðar- verðlaun Nóbels. Samtökin eiga ráð- gefandi aðild að Efnahags- og félags- málaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC), UNESCO og Evrópuráð- inu og miðia reglulega upplýsingum til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Einnig hafa samtökin tengsl við ýmis önnur fjölþjóðasam- tök og nefndir, einkum sem upplýs- ingamiðlari en jafnframt sem áheyrnarfulltrúi. Hinn 15. september 1974 var íslandsdeild samtakanna stofnuð og var fyrsti formaður henn- ar Björn Þ. Guðmundsson, prófessor. Rétturinn til að hafa skoðun Haft er eftir franska heimspek- ingnum Voltaire: „Ég fyrirlít skoð- anir þínar en er reiðubúinn að láta líf mitt í sölurnar fyrir rétt þinn til að tjá þær.“ Það er oft vitnað til þessara orða Voltaires þegar lýsa á markmiðum Amnesty International, enda geta þau átt við um einstaka félaga í samtökunum og fanga sem þeir vinna fyrir. Það er rétturinn til að hafa skoðanir sem skiptir máli, en ekki hverjar skoðanirnar eru. Það er eitt megineinkenni og markmið Amnesty að taka ekki afstöðu til stjórnmála- og trúarskoðana og gæta þess að vera óháð öllum ríkisstjórn- um, bæði stjórnmálalega og fjár- hagslega. Félagarnir sjálfir fjár- magna samtökin með eigin framlög- um og fjársöfnunum. Sérstök áhersla er lögð á að beina rannsóknum og vinnunni jafnt að öllum heimshorn- Hjördís Hákonardóttir. Vel skipu- lagt starf Vinnan í samtökunum er skipulögð og vel undirbúin. Hún byggist á rannsóknastarfi samtakanna, sem nýtur trausts. Hvenær sem Amnesty International berast upplýsingar um pólitískar fangelsanir eða beitingu pyntinga eða um aftökur, er þegar í stað hafist handa um að afla upplýs- inga um staðreyndir málsins. Áðal- stöðvar samtakanna eru í London, og þar hefur rannsóknadeildin aðsetur sitt. Hlutverk hennar er að safna upplýsingum og prófa sannleiksgildi upplýsinga, þannig að allt sé vitað sem nauðsynlegt er að vita áður en tiltekinn fangi er tekinn á skrá sem er lífæð samtakanna og myndu þau líða undir lok. Staðinn vörður um rétt mannsins Samtökunum er skipt upp í lands- deildir, og innan landsdeildanna eru starfshópar sem vinna að ákveðnum verkefnum. Þannig eru hér á landi tveir Amnesty-hópar, sem vinna einkum fyrir forsjárfanga, skyndiað- gerðahópur, mánaðafangahópar og aðrir hópar, sem hafa skammtíma verkefni. Hver Amnesty-hópur hefur að jafnaði tvo til þrjá samviskufanga í forsjá sinni. Við val forsjárfanganna, sem fer fram í aðalstöðvunum, er þess ætíð gætt að þeir séu frá ólíkum heims- hlutum eða frá löndum með sitt hvoru stjórnkerfinu. Endurspeglar þetta val hversu rík áhersla er lögð á pólitíska hlutleysisstefnu samtak- anna. Vinna fyrir forsjárfanga er oftast langtímaverkefni og krefst þolinmæði. Þótt vitað sé að starf samtakanna í heild beri árangur, þá er það ekki alltaf sem vinna hinna einstöku hópa ber sýnilegan árangur. Oft berast engin svör eða viðbrögð, og oft er endirinn sá að fanginn er líflátinn eða ferst í fangelsi vegna slæms aðbúnaðar. Hitt er líka vitað, að þótt engin svör berist, berast bréf Amnesty á leiðarenda og vekja oft þann vonarneista og þrótt hjá sam- viskufanganum og aðstandendum hans, sem úrslitum ræður. Það er líka vitað að bréf Amnesty-félaga kalla á viðbrögð yfirvalda af ýmsu tagi: stundum er meðferð fangans bætt. Augu heimsins beinast allt í einu að manneskju sem yfirvöld MORGUNBLADID, LAUGARDAGl !R 27. OKTOBEH 198« Ársskýrsla Amnesty Intematioiial 1984: Mannréttindi fótum troðin ' flestum ríkjum heimsins SAMTÖKIN Amaeatj Mtionil, sem berjaat lyHr aak- arappQÖf pólitiakra faafa f *ega daaóaiefaÍBgaaa, haCaaeat frá aér áraskýraia afaa 1984. Þar er greiat frá ástaadi leiá. Félagar f i era am 500 ~ 160 löadam, hafa < aá rekja atkjgli á ■ bratua ag þrýata á atjóraiilld f þrf skjai, að fi þá i iá regaa skoáaaa iriaan. tráar- bragáa, Htarháttar eáa kjraþátt- ar. Þá hafa samtökia beitt aér fjrá þrí, að daaáareMagar rerái afaorodar, of tefja aig hafa átt hlat aá þrí, aá þmr tm* fefld- ar ár refriWggjöf Kýpar 1 fjrra og gDda aá aáeiaa f B Sahador þegar rfltiá á f áfriái TÍá r hafdi verift hótað Iifláti vegna starfa sinna fyrir verkalýáahreyf- ingnna i landinu. Annaá daemi er af rafvirkjanum Wei Jingaheng f Peking f Kfna, sem dæmdur var f 15 ira fangelsi f október 1979 fyrir að hafa starfað með avonefndri Jýðræðiahreyfingu* árið 1978. Vitað er að honum var haldið f algerri einangrun f fjðgur ár og hann hefur þurft að fá læknis- þjónuatu tvfvegis á þeim tfma. Dæmi af þessu tagi er nánast endalaust hægt að nefna og þó óhugnaaleg séu eru þau sem sól argeisli miðað við það myrkur mannlegrar grimmdar og nfð- ingsskapar, sem ðnnur dæmi eru af 1 akýnlunni. lslandsdeild Amnesty latemat ional, sem aðaetur hefur f Hafnar- stræti 15, tekur þátt f hinni al þjóðlegu mannréttindabaráttu samtakanna. Pelst starfsemin einkum f því, að vekja athygli á mannréttindabrotum og fá tslend- ingm til að skrifa bréf til stjórn- valda f viðkomandi Iðndum og krafjast þess, aá þeir sem brotið hefur verið á fái uppreisnæru. um og hugmyndakerfum. Starfið byggist á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, en starfssvið er afmarkaðra og einstaklingurinn, samviskufanginn, er þungamiðjan. Þannig vinna samtökin að því aá allir þeir menn og konur sem handtekin eru vegna skoðana sinna, trúar, lit- arháttar, kynþáttar, móðurmáls eða kynferðis séu látin laus — að því til- skildu að þau hafi ekki beitt eða stuðlað að ofbeldi; þetta fólk er nefnt „samviskufangar". Þannig vinna þau aá því aá allir póli- tískir fangar hljóti réttláta og við- stöðulausa dómsmeðferð og að þeim sé ekki haldið föngnum án dóms og laga; og þannig vinna þau aá afnámi dauða- refsinga og stöðvun pyntinga og ann- arra ómanneskjulegra refsinga og gegn illri meðferð fanga, allra fanga, án tillits til þeirra orsaka er liggja að baki refsingunni. samviskufangi; svo sem hvort hann hefur beitt ofbeldi, hvað honum er gefið að sök, hvað hann raunverulega hefur gert, hverjir hagir hans eru, hvaða meðferð hann sætir. Þegar allt þetta er vitað byrja bréfin að streyma til þjóðhöfðingja, ráðherra, lögreglustjóra, fangelsisstjóra, sendiráða eða annarra þeirra aðila er áhrifavald kunna að hafa. í sér- hverju þessara bréfa er lögð áhersla á það að mannréttindi séu virt og í flestum tilvikum er hægt að benda á það, að viðkomandi riki sé skuld- bundið að eigin lögum eða alþjóða- lögum til að virða mannréttindi. Og það er einmitt þetta sem er sterkasta vopn Amnesty International í bar- áttu sinni: þúsundir kurteislegra bréfa, sem höfða til staðreynda. Þessi bréf eru skrifuð af fólki úr öll- um hópum samfélagsins, öllum ald- urshópum, öllum atvinnustéttum og úr öllum félagslegum skoðanahóp- um. Það er allt þetta ólíka fólk, sem töldu óþekkt en óþægilegt peð. Hitt er rétt að árétta að Amnesty þakkar sér aldrei lausn fanga, því þar geta ætíð legið að baki ýmsar aðrar ástæður eða ýmsar samverkandi ástæður. Það vill oft verða svo að eitt mannréttindabrot leiðir til annars. Þannig er skerðing á tjáningarfrelsi oft samfara pyntingum og annarri ómanneskjulegri meðferð á fólki. Skyndiaðgerðahópur samtakanna bregst við slíkum neyðartilvikum þar sem aðgerða er þörf án tafar. Innan fárra klukkustunda eftir að vitn- eskja hefur fengist um neyðartilvik, byrja telexboð og skeyti að streyma til viðkomandi aðila viðsvegar úr heiminum og bréf og kort næstu daga og vikur. Oft eiga pyntingar sér stað fyrstu sólarhringana eftir hand- töku og er því brýnt að brugðist sé strax við. Skyndiaðgerðum er einnig beitt vegna „mannshvarfa", yfirvof- andi fullnægingar dauðarefsingar, knýjandi þarfar á læknishjálp eða líkra aðstæðna. Með svipuðu sniði eru aðgerðir vegna fanga mánaðar- ins. I hverjum mánuði velja aðal- stöðvar samtakanna þrjá samvisku- fanga, sem eru í forsjá einhvers hóps, og birta sögu þeirra í frétta- bréfi samtakanna. Yfirleitt er sér- stakra aðgerða þörf vegna heilsufars þeirra eða langvarandi einangrunar. Mjög er vandað til vals þessara mála og þess sérstaklega gætt að hlutleys- isstefnu samtakanna sé fullnægt. Vegna skyndiaðgerða og mánaðar- fanga er oft leitað til fólks utan sam- takanna og það beðið um að skrifa, t.d. ef viðkomandi samviskufangi er í sömu starfsstétt eða fagfélagi. Til lýsingar á starfaðferðum samtak- anna má enn nefna tímabundin verk- efni svo sem hina árlegu „Viku sam- viskufangans" sem í þetta sinn hefur yfirskriftina „Konur í fangelsum", eða herferðir til að vekja athygli á einstökum þáttum mannréttinda- brota eins og átak það gegn pynting- um, sem nú stendur yfir undir kjör- orðinu „Pyntingar er hægt að stöðva". Þótt hinn pólitíski fangi sé meginviðfangsefni samtakanna get- ur Amnesty ekki náð markmiðum sinum með því einu að sinna málum einstakra manna. Mikil vinna er þvi fólgin í því að vekja athygli á ýmsum þáttum mannréttindabrota og hvetja ríkisstjórnir til að stöðva þau. Markmiðið með herferðinni gegn pyntingum er að fá ríkisstjórnir til að stöðva pyntingar og beita sér fyrir því að þær séu stöðvaðar. Hefur Amnesty lagt fram áætlun í tólf lið- um, sem varðar eftirtalin atriði: 1. Opinbera fordæmingu á pynting- um, 2. Takmörkun á haldi í einangr- un, 3. Bann við leynilegum fangels- um, 4. Ráðstafanir til að tryggja ör- yggi fanga við yfirheyrslur og á með- an varðhald stendur, 5. Óháða rann- sókn á vitnisburði um pyntingar, 6. Bann við notkun yfirlýsinga, sem fengnar eru með pyntingum, 7. Að pyntingar séu lýstar ólögmætar, 8. Ákæru á hendur þeim sem grunaðir eru um pyntingar, 9. Fræðslu lög- gæslufólks, 10. Skaðabætur og endurhæfingu, 11. Viðbrögð við pynt- ingum í öðrum löndum, 12. Staðfest- ingu alþjóðasamþykkta. Að draga úr þjáningu Ég sagði áður að lífæð Amnesty International væri fólk, venjulegt fólk, fólk úr öllum hópum samfélags- ins. Á hverjum degi glymja í eyrum okkar fréttir um alls kyns hörmung- ar úti í heimi: styrjaldir, kjarnorku- ógn, hungur, fjöldamorð, aftökur, fangelsanir, pyntingar, ritskoðun, að einni einræðisstjórn sé steypt svo önnur geti tekið við. Stundum er sagt að fólk sé almennt orðið sljótt og ónæmt fyrir slíkum fréttum og þar með bölinu í heiminum, og sjálfsagt er það rétt að við séum flest hætt að kippa okkur upp við hverja einstaka frétt, en samt er okkur létt, þegar þulurinn snýr sér að aflaleysi eða verkföllum. Það er vegna þess að í raun er þessi voveiflega heimsmynd ofarlega í hug margra. Hvers vegna gera mennirnir þetta? Geta Samein- uðu þjóðirnar ekki gert eitthvað? Hvar endar þetta? spyr undirmeðvit- undin á meðan þulurinn les okkur ótiðindin utan úr heimi, og viðbrögð flestra eru þau að finnast þeir standa máttvana gagnvart þeim ógnum, sem heimurinn okkar er full- ur af. Ég hygg að Amnesty Internat- ional sé rétt lýst sem samtökum fólks sem ekki vill sætta sig við að venjulegt fólk geti ekkert gert annað en að andvarpa yfir því böli sem við- gengst í verðldinni, enda eru samtök- in þannig byggð upp og þannig hugs- uð, að þau eru venjulegu fólki vett- vangur og tækifæri til að leggja svo- lítið af mörkum til að draga úr þján- ingu og niðurlægingu annars fólks. Hjördís Hákonardóttir, formadur íslandsdeildar Amnesty Internat- ional, er borgardómarí í Reykjarík. Crein þessi er byggð á erindi í Rot- aryklúbhi Reykjaríkur. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Eins og sönnum mótherjum sæmir greinir Reagan og Mondale á um ótal hluti KOSNINGABARÁTTAN í BANDARÍKJUNUM er nú í algleymingi, en gengið verður til kosninga 6. nóvember. Hinn 73 ára gamli Ronald Reagan þykir líklegur til að ná endurkjöri, en mótherji hans, Walter Mondale, er afar kokhraustur þrátt fyrir hrakspárnar og teíur sig eiga mikla möguleika á sigri. Þeir halda nú hverja ræðuna af annarri á kjörfundum sem eru vel sóttir og reka ofan í hvor annan stefnumálin, allt frá sköttum til hryðju- verka. Það veri ekki úr vegi að rekja hér skipulega boðskap þeirra félaga í hinum ýmsu stórmálum. Trúmál í Bandaríkjunum er mikið hitamál hvort skólabörn megi biðjast fyrir innan veggja skóla. I stjórnarskránni er ákvæði sem heimilar börnum að biðjast fyrir í skólum, en deilt er um ákvæðið. Eins og sönnum mótherjum sæm- ir, eru Reagan og Mondale á önd- verðum meiði. Reagan er hlynnt- ur ákvæðinu á þeim forsendum að þeir sem á móti séu mótfallnir trúfrelsi. Mondale segir á hinn bóginn, að Reagan sýni það með skoðun sinni á málinu að hann sé fullur af fordómum í trúmálum. Aldur forseta Reagan er elsti forseti Banda- ríkjanna fyrr og síðar, hann verð- ur 74 ára gamall 11. febrúar næstkomandi. Nái hann endur- kjöri verður hann 78 ára gamall er kjörtímabilinu lýkur. Læknar hans segja þó að hann sé við hestaheiisu, það eina sem ami að sé að hann hafi lítillega skerta heyrn á hægra eyra. Walter Mondale er mun yngri, hann verður 57 ára 5. janúar. Hann er einnig við hestaheilsu og segir að aldur forseta skipti ekki hinu minnsta máli svo fremi sem heilsan sé í lagi. Hann hefur aldr- ei sagt hið minnsta styggðaryrði um aldur forsetans. Varaforseta- efni hans, Geraldine Ferraro, hefur hins vegar gert það, hún sagði í ræðu fyrr í mánuðinum að bandaríska þjóðin yrði að gera sér grein fyrir háum aldri forset- ans og kjósa m.a. út frá þvi. Afvopnunarmál Reagan segir að vopnasöfnun sín muni neyða Sovétmenn til viðræðna við Bandaríkin um af- vopnun. Til þessa hefur það þó ekki lánast. Reagan segir og að hann vilji koma á fót kjarnorku- vopnavarnarkerfi í geimnum, en til þess að það megi takast verði að koma á fót rannsóknarstöð á þeim slóðum. Takist að koma slíku varnarkerfi á fót segir Reagan að hann myndi kynna það fyrir Rússum og bjóða þeim sam- vinnu í notkun þess ef þeir féllust á það að öllum kjarnorkuvopnun i heiminum yrði eytt. Mondale er hlynntur því að Bandaríkin og Sovétrikin hætti þegar í stað að bæta við vopnum, þá og fyrr ekki sé grundvöllur til að ræða um eyðingu þeirra vopna sem fyrir eru. Þá segir hann að „stjörnustríðshugmynd" Reagans sé út i hött og geti aldrei orðið að veruleika í náinni framtfð og ef svo væri, myndi vera um allt of mikilvæga tækniþekkingu að ræða til þess að það væri þorandi að bjóða Sovétmönnum aðild að henni. Sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna Báðir frambjóðendurnir hafa margsagt að þeir geri sér fulla grein fyrir því að Sovétmenn séu engin lömb að leika við, „afreka- skrá“ þeirra í útþenslu í skjóli valds og fleiri fólsku- og hryðju- verk segi sína sögu. Reagan segir: „En þeir eru risaveldi og við verð- um að læra að búa saman." Mondale segir: „Við verðum að skáka Rússum með öllum ráðum nema stríði.“ Forystuhlutverk forseta Ronald Reagan segir um þetta málefni: „Ég tek á hlutunum frá eins víðsýnu sjónarhorni og frek- ast er kostur. Ég forðast óþarfa smáatriði. Ég veit að það kemur Mondale á óvart þegar ég segi það, en það er ég sem ræð og hef töglin og hagldirnar." Mondale: „Ég viðurkenni að Reagan hefur góða þekkingu á ýmsum sviðum og vill þjóð sinni vel, en það er ekki nóg, á ýmsum sviðum hefur forsetinn sýnt sig skorta víðsýni.“ Sprengingarnar í Beirút Um þetta sagði Reagan: „Her- menn okkar voru drepnir og við vorum ofsóttir vegna þess að okkur var að takast ætlunarverk okkar. Við urðum hins vegar að hörfa vegna þess að vinnufriður- inn var úti. Bandaríkin munu svara fyrir sig þegar ekki fer lengur milli mála hverjir stóðu fyrir morðunum á bandarísku hermönnunum." Mondale er auð- vitað á öðru máli: „Bandaríkin sýndu svo sannarlega vald sitt í Líbanon, en framkvæmdin var slík, að menn okkar voru strá- felldir, við urðum að hörfa í niðurlægingu, Sovétmenn færð- ust í aukana í heimshlutanum og hryðjuverkamenn urðu frakkari." Vopnamálin Reagan hefur lofað að hann muni vopnavæða Bandaríkin svo þau verði enginn eftirbátur Sovétríkjanna í þeim efnum og í framhaldi af því verði byrjað aft- ur að framleiða B-1 sprengju- flugvélar, nýja kafbáta og MX-eldflaugar. Mondale segist ekki hafa áhuga á því að Banda- ríkin sitji uppi vopnalaus gegn Sovétríkjunum gráum fyrir járn- um, en hann vill skera niður út- gjöld til vopnaframleiðslu til mikilla muna. Þá segir hann MX og B-1 gersamlega úrelt fyrirbæri og það stofni Bandaríkjunum í umtalsverða hættu að treysta um of á þau. Fóstureyðingar Skoðanir forsetans á fóstureyð- ingum eru á þá lund að hann er á móti þvi að almannafé sé eytt i fóstureyðingar. Þá vill hann Iáta setja í stjórnarskrána ákvæði sem banni fóstureyðingar með öllu nema að sannað þyki að lífi móðurinnar sé teflt í tvísýnu með barneigninni. Mondale segist vera persónu- lega á móti fóstureyðingum, en segir þær vera persónuleg og ein- staklingsbundin mál sem ekki sé hægt að alhæfa um. Hann er fylgismaður ákvörðunar hæsta- réttar að liðka til fóstureyðingar- löggjöfina. Mið-Ameríka Reagan forseta hefur lengst af gengið vel að fá þingið til að sam- þykkja hinar ýmsu og miklu fjár- veitingar til hernaðaraðstoðar við stjórn EI Salvador, sem berst gegn vinstri sinnuðum skærulið- um. Verr hefur gengið í fjár- mögnun á stríði svokallaðra „Contra“-skæruliða í Nicaragua sem berjast gegn stjórnvöldum sandinista. Reagan hlýtur að hafa roðnað fyrir skömmu er dagsljósið leit bæklingur í Nicar- agua með leiðbeiningum hvernig bæri að vega háttsetta embætt- ismenn og stjórnmálamenn. Sannaðist að bókmenntirnar voru runnar undan rifjum CIA, banda- rísku leyniþjónustunnar. Reagan sagði slíkt ekki stefnu sinnar stjómar og gengið hefði verið i berhögg við skipanir sínar með útgáfu bæklingsins. Mondale hefur allt aðrar skoð- anir á því hvernig eigi að haga málum í umræddum heimshluta. Hann hefur lofað að taka af alla aðstoð, opinbera og óopinbera, til Contra innan 100 daga frá því hann tekur við embætti. Hann segir að reyna beri samningsleið- ina til að fá sandinista ofan af stjórnarfari sínu og ef það dugi ekki, að setja landið þá i „sóttkví“, eins og hann orðar það, einangra það, en þó aðeins ef stjórnvöld þar freisti þess að troða stjórnarfari sínu upp á óviljuga nágranna. „Okkur ber að veita hernaðar- og stjórnmála- lega aðstoð til þeirra vina okkar í Mið-Ameríku sem eiga undir högg að sækja,“ segir Mondale og leggur einnig áherslu á baráttu fyrir batnandi efnahag í löndun- um á þessum slóðum, svo og mannréttindum. Margt fleira hefur borið á góma í kosningabaráttu Reagans og Mondale og margt af því sem hér hefur verið skráð kom fram á kappræðufundi þeirra á dögun- um. Viðbrögð við fundinum voru mjög almennt á þá leið, að um jafntefli hafi verið að ræða. Mondale, sem minni likur eru á að vinni, þótti hafa sótt djarflega og sjaldan eða aldrei verið rekinn á gat. Reagan, forsetinn, sem bú- ist er við að verði endurkjörinn, varðist af reynslu og þekkingu og þótti í þokkabót flytja mál sitt af festu og öryggi. Mondale segist hafa unnið á Reagan i seinni tið þó skoðanakannanir segi annað og sannarlega segja þær stundum annað. Það verður þvi fróðlegt að fylgjast með gangi mála 6. nóv- ember næstkomandi. (Heimildir: AP o.fl.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.