Morgunblaðið - 30.10.1984, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.10.1984, Qupperneq 54
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 • Clive Allen skorar fyrra mark aitt gegn Stoke á White Hart Lane á laugardaginn. tólf leikjum liösins í haust hafa ver- iö skoruö 52 mörk og á laugardag geröi liðiö 3:3-jafntefli á heimavelli gegn Newcastle eftir aö hafa veriö 0:2 undir. Newcastle hefur enn ekki náö aö sigra á útivelli í vetur. Varnarmenn Watford „gáfu" liöinu þrjú mörk á laugardag en þaö var ekki nóg. Neil McDonald kom Newcastle yfir á 6. mín. og Peter Beardsley bætti viö ööru marki snemma í síöari hálfleik. Luther Blissett minnkaöi muninn fyrir Watford meö skalla eftir 67 mín. og Worrall Sterling jafnaöi stuttu síöar. Kenny Wharton kom New- castle yfir á nýjan leik — og síöan fékk Watford vítaspyrnu sem Nigel Callaghan tók, en honum tókst ekki aö skora. Callaghan bætti upp fyrir mlstök stuttu síöar. Hann lagði þá upp mark fyrir Blissett. Áhorfendur: 18.753. Simamynd AP. Ekki dagur efstu liðanna í ensku 1. deildinni: United tekið í kennslu- stund á Goodison Park! Fré Bob Honnony, fréttamanni Morgunbiaðaina i Englandi, og AP. ÓHÆTT ER AD SEGJA aö laugardagurinn hafi ekki veriö dagur efstu liöanna (1. deild ensku knattapyrn- unnar. Arsenal, sem var — og er reyndar enn, í efsta sætinu tapaði 1:3 fyrir nágrannaliöinu West Ham á Upton Park og Manchester United steinlá (Liverpool gogn Everton. Everton skoraöi fimm sinnum án þess aö leikmönnum United tækist aö svara. Everton skaust upp í annaö sætið viö sigurinn. Tottenham er í þriðja sæti eftir 4K>-sigur á Stoke og Sheffield Wednesday datt niöur (fjóröa sæti eftir 0:1-tap í Coventrv. Þrjá enska landsliösmenn vant- aöi í Arsenal-liöiö gegn West Ham og varamenn þeirra náöu ekki aö fylla sköröin sem skyldi. West Ham haföi mikla yfirburöi allan tímann og var sigurinn fyllilega sanngjarn. Yfirburöir West Ham West Ham náöi strax undirtök- unum á miöju vallarins þar sem gífurleg barátta átti sér staö. Billy Bonds lék meö West Ham og átti stóran þátt í sigrinum. Hann átti sendinguna á Tony Cottee sem náöi forystunni á 28. mín. og aftur var þaö Bonds sem átti send- inguna á Paul Goddard er hann bætti ööru marki viö átta mín. síö- ar. lan Allinson skoraöi síöan stór- glæsilegt mark fyrir Arsenal — meö þrumuskoti af 25 metra færi. Sjaldgæf mistök Pat Jennings, írska iandsliösmarkvaröarins hjá Arsenal, kostuöu þriöja markiö, Geoff Pike skoraöi á 49. min. Jennings missti frá sér fyrirgjöf Paul Allen. Ahorfendur á Upton Park voru 33.213. Everton slátraði Man. Unitedl Síðastliöin vika hefur veriö góö hjá Everton. Liöiö vann Liverpool 1:0 á Anfield fyrri laugardag í deildinni, sigraöi síöan 1:0 (Tékkó- slóvakíu í miöri viku í Evrópu- keppninni og á laugardag tók liöiö Manchester United í algjöra kennslustund á Goodison Park: Everton sigraöi 5:0 í stórskemmti- legum leik. Kevin Sheedy skoraöi tvívegis snemma í leiknum og Adrian Heath bætti þriöja markinu viö á 35. mín. Sheedy meiddist á höföi er hann skoraði fyrsta markiö — lenti í samstuði viö Kevin Moran, • Stsve Ogrizovic átti frébæran leik ( marki Coventry gegn Sheffield Wednesday — varði m.a. vítaspyrnu. miövörö United, og varö Moran aö yfirgefa leikvöllinn vegna meiösla. Sheedy lék áfram. Leikmenn Un- ited böröust eins og Ijón í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki: Gary Stevens geröi fjóröa markiö meö skoti af 20 metra færi á 81. mín. og 5 mín. síöar geröi Graeme Sharp fimmta markiö meö skalla. Ahorf- endur á Goodison Park voru 40.769. Eftir tvo tapleiki í röö náöu leikmenn Tottenham sór aftur á strik og „jöröuðu" Stoke eins og sagöi í fréttaskeyti AP. Tottenham komst í 2:0 eftir tíu mín. leik. Clive Allen og John Chiedozie skoruöu og síöan var George Berry, varnar- maöur Stoke, rekinn af velll eftir aö hafa lent í útistööum viö Mark Falco, framherja Tottenham. Ekki skánaöi leikur Stoke viö þaö aö missa Berry og Spurs bætti viö tveimur mörkum. Fyrst Clive Allen, er hann geröi sitt annaö mark í leiknum, á 75. mín. og síöan skor- aöi Graham Roberts úr víti á 83. mín. eftir aö Brendan O’Callaghan haföi brotiö á Falco. Áhorfendur: 23.477. Ogrizovic frábær í marki Coventry Terry Gibson skoraöi í fyrri hálf- leiknum gegn Sheffield Wednes- day og þaö reyndist nóg. Fyrsti heimasigur Coventry í tvo mánuöi var í höfn. Wednesday sótti mun meira en fékk þrátt fyrir þaö ekki mörg góö marktækifæri. Mel Ster- land fékk þó gulliö tækifæri til aö jafna er hann tók vítaspyrnu í síö- ari hálfleiknum en Steve Ogrizovic, sem átti frábæran leik í marki Co- ventry, varöi snilldarlega. Áhorf- endur: 14.348. Nóg af mörkum í leikjum Watford Þaö vantar yfirleitt ekki mörkin þegar Watford er annars vegar. í Fróttir úr ensku knatt- spyrnunni frá Bob Hennessy Leikmenn Villa vöknuðu seint! Leikur Leicester og Aston Villa fór fram fyrir hádegi og halda mætti aö leikmenn Villa heföu ekki veriö vaknaöir er hann hófst. Þeir komust aldrei í gang og Leicester sigraöi 5:0. 11.885 áhorfendur sáu Gary Lineker skora þrjú mörk í leiknum, Steve Lynex geröi eitt mark úr viti og Peter Eastoe geröi eitt mark. Leicester haföi mikla yf- irburði í leiknum eins og tölurnar bera meö sér. 850. leikur Channon Mike Channon og John Deehan skoruöu mörk Norwich i 2:0-sigrin- um á QPR á Carrow Road. Áhorf- endur voru 14.731. Þetta var 850. leikur Channon og hann skoraöi þarna sitt 297. mark á ferlinum. Kerry Dixon skoraöi bæöi mörk Chelsea er liöiö sigraöi Ipswich á Stamford Bridge. Hann skoraöi á 61. og 83. mín. og hefur nú gert níu mörk í vetur. Áhorfendur: 19.213. Gordon Chisholm og Rodger Wylde (víti) geröu mörk Sunder- land gegn Luton. Áhorfendur voru 15.280. 12.454 fylgdust meö leik WBA og Southampton, sem var í leiöin- legra lagi. Besta færiö fékk David Cross, i sínum fyrsta leik eftlr aö hann kom frá Vancouver White- caps. Enski landsliösmaöurinn Mark Wright bjargaði skoti Cross á línu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.