Morgunblaðið - 30.10.1984, Síða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Ofsetprentari sem jafnframt er hæöaprentari óskast nú þegar. Góö vinna á ný tæki, há laun fyrir góöan mann. Skákprent, Dugguvogi 23, sími 31975 — 31335. Sendill óskast hálfan eöa allan daginn. Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna, sími 22280. Bygginga- verkamenn Byggingamenn vantar nú þegar. Upplýsingar í síma 687167. Byggingafélagið Sköfur sf.
Hjúkrunarfræðing- ur og sjúkraliði óskast til starfa viö sjúkrastööina Vog. Uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 84443.
Saumastörf Óskum eftir saumakonum til starfa. Bónus- vinna. Upplýsingar í verksmiöjunni. í^^i Vinnufatagerð íslands hf., Wllf Þverholti 17, sími 16666. yUar
Blikksmiðir — nemar Óskum aö ráöa blikksmiöi og nema til starfa nú þegar. Blikksmiöja Gylfa hf. Tangarhöfða 11, Reykjavík.
Skriftvélavirkjar Óskum aö ráöa skriftvélavirkja til starfa, helst vanan mekanískum viögerðum. Nánari upplýsingar gefur Grímur Brandsson verkstjóri.
Aðstoðarmaður — tannlæknastofa Aðstoöarmaður óskast til starfa hálfan dag- inn á tannlæknastofu í Þingholtunum. Vélritunarkunnátta og reynsla af klíniskum störfum eöa snyrtingu nauösynleg. Umsókn um starfiö berist augld. Mbl. fyrir 3. nóv. nk. meö upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum merkt: „Stjórn- samur — 1453“.
Samviskusamur maður með stúdentspróf óskast til aöstoöar viö hreinlega iðnfram- leiöslu. Fyrirspurnir meö sem fyllstum upp- lýsingum um viðkomandi sendist augld. Mbl. fyrir 3. nóv. merkt: „A — 2514“.
I SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. K
Hverfis9°tu 33’ sfmi 20560.
Eskifjörður:
Búið að salta í
17.400 tunnur
KHkiflrAi, 29. oklAber.
MJÖG MIKIL síldveiði hefur verið hér í fírðinum síðustu
daga og var bezta veiðin í Reyðarfírði síðastliðna nótt. Mjög
mikið af síld hefur borist á land á Eskifírði í gær og í dag.
Skipin landa og stíma 15—20 mínútur á miðin og hafa mörg
þeirra landað tvívegis á síðasta sólarhring. Hingað til Eski-
fjarðar komu 14 bátar í dag og voru þeir með yfír 7.300
tunnur af sfld. Saltað er á sex söltunarstöðvum. Bezta farm-
inn í dag hafði Sæljónið, 160 lestir.
Heildarsöltun á Eskifirði nemur
nú 17.400 tunnum. Mest hefur ver-
ið saltað hjá Söltunarstöð Frið-
þjófs hf., um 8.300 tunnur. Saltað
er fram á nótt hvern dag og er nú
mikið fjör i atvinnulífinu eins og
alltaf þegar þessi töfrafiskur veið-
ist. Það er mjög gaman að fylgjast
með flotanum að veiðum f góða
veðrinu að undanförnu og er oft
fjölmennt á Hólmahálsinum þar
sem sést vítt yfir fjörðinn, sem er
uppljómaður af ljósum skipanna á
kvöldin. Eins og gengur gerast
mörg ævintýri þar sem síldin gef-
ur sig. Til dæmis fengu þeir á
Faxa GK mjög stórt kast í gær-
kvöldi og voru búnir að dæla í bát-
inn 170 tonnum. Lentu þeir þá í
vandræðum og þurftu að skera
pokann frá. Þá vildi ekki betur til
en svo, að næsti bátur, Guðrún
GK, fékk pokann í skrúfuna og
kom Faxi með hana í togi í morg-
un. Þetta varð að sjálfsögðu til
þess að þeir á Guðrúnu misstu af
góðri veiðinótt.
Ævar
MorgunbUAid/Ævar.
Mikið hefur borist af sfld á Eskiflrði og sett sinn svip á bæjarbraginn.
Engey RE
seldi fyrir
6 milljónir
Tvö íslenzk flskiskip seldu afla
sinn erlendis á mánudag og þrjú í lok
síðustu viku. Fengu þau gott verð fyrir
aflann eða allt að 27 krónum fyrir kíló
af karfa og ufsa og 35,60 fyrir þorsk-
inn.
Á mánudag seldi Hólmanes SU
129 lestir í Hull. Heildarverð var
4.549.400 krónur, meðalverð 35,26.
Þá seldi Otur GK 122,4 lestir í
Cuxhaven. Heildarverð var
2.864.100 krónur, meðalverð 23,41.
Á fimmtudag í síðustu viku seldu
eftirtalin skip: Guðfinna Steins-
dóttir ÁR seldi 43,8 lestir í
Grimsby. Heildarverð var 1.386.800
krónur, meðalverð 31,68. Aflinn var
blandaður, en uppistaðan þorskur.
Sunnutindur SU seldi 76,8 lestir í
Hull. Heildarverð var 2.736.000
krónur, meðalverð 35,62. Þá seldi
Engey RE 222,2 lestir, mest karfa
og ufsa, 1 Bremerhaven. Heildar-
verð var 5.997.000 krónur, meðal-
verð 26,99.
MetoöhiHaó á tmrjum degi'
NUDD
meö meö
hitalampa bakstri
Heilnudd kr. 310,- kr. 360,- kr. 410,-
Partanudd kr. 150,- kr. 200,- kr. 260,-
... og 10% afsláttarkort.
Hiike Hubert.
Morgunblaöiö/JúlíuB.
Harður árekstur á Stekkjarbakka
HARÐUR árekstur varð á Stekkjarbakka um klukkan 18 í gær og voru ökumenn beggja bifreiðanna fluttir í
slysadcild. Svo virðist sem ökumaður Lada-bifreiðar, sem ekið var austur Stekkjarbakka, hafi sveigt yflr á
vitlausan vegarhelming skammt fyrir vestan Höfðabakka, og lenti á Toyota-fólksbifreið, sem ekið var vestur á
bóginn.
Báðar bifreiðirnar eru mikið skemmdar eftir áreksturinn.