Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 32
40________
Frá Kína III
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
eftir Jennu Jensdóttur
drottnunarhugmynd og sjálfs-
hyggja stórveldanna hefur aðeins
í för með sér stríð allra gegn öll-
um?
í framhaldi af heimsókninni á
verkamannaheimilin (en hópnum
var skipt niður á tvö heimili) áttu
ferðamaður og leiðsögumaðurinn
Shen stutt tal saman um töfra-
kynngi tónanna í kínverskunni og
mætti þeirra til skilnings milli
fólks, þótt það kynni ekki málið
sjálft og reyndu sannleiksgildi
þess.
Heimsóknir á barnaheimili og
skóla í Shanghai voru sannarlega
ógleymanlegar sem fyrri slíkar
heimsóknir. Að sjá þessi litlu,
sætu kríli, sum allt frá tveggja ára
aldri dansa, syngja og leika, svo
fjaðurmögnuð í öllum hreyfingum
og þótt setið væri við skólaborð,
lesið hátt í kór eða reiknað — allt
gert af sömu eljunni með gleði í
svipnum.
Síðasta kvöldið í Shanghai sáu
gestir Shanghai Acrobatic-hóp-
inn, sem formlega var stofnaður
1951 og er nú frægasti acorbatic-
hópur í Kína. Hefur ferðast um
flestar heimsálfur og aflað sér
heimsfrægðar.
Stórkostleg sýning, sem tendr-
aði þann innri eld hrifningar, að
gestir gæddu sér á ís þótt kuldinn
í hinum stóra sal virtist rétt yfir
frostmarki og ylli hrolli í líkaman-
um þegar inn var komið.
Skyggni var mjög gott þegar
flogið var frá Shanghai til Xi’an.
Flugvélin var lítil og fornleg og
tók ferðin langan tíma. Tvisvar
var millilent, í annað skiptið í
Nanking en viðstaða var stutt og
aðeins komið í þægindalitlar
flugstöðvar.
I þessu bjarta veðri var gott að
sjá niður og gaf sú sjón nokkra
hugmynd um landslagið, hrjóstr-
ugt og erfitt yfirferðar er komið
var svo langt norðvestur í fjall-
Iendið. Fljotin voru eins og vinjar
í eyðimörk og býli voru á ólíkleg-
ustu stöðum.
Það var eins og að hverfa Iangt
aftur í tímann, að koma til Xi’an.
Þó var Lian Hotel dæmigert fyrir
þessi þægindaríku nútímahótel,
sem gist var í á ferðalaginu. Búðir,
veitingastaðir, danssalur og fleira
eftirsóknarvert er innan hótel-
veggja.
í Xi’an var nokkuð um hesta og
asna er drógu kerrur í mann-
þrönginni. Allt minnti á mjög
forna tíma. Fólkið forvitið, alvar-
legra á svip en annars staðar í
Kína. Snerti jafnvel ósköp létt á
ferðamanni með undrun í augum.
Hér eru fornu menningarverð-
mætin mest í Kína, þau sem laus
eru við gull og gersemar, en gefa
innsýn í mannlíf, sem gerir engan
saman af að fræðast um og í raun,
eins og Kínamúrinn, ljúka upp
þeim dyrum fortíðar, sem hertaka
hugann á svo ókunnan hátt að
ekki er hægt að gefa neinum þeim,
sem ekki hefur séð, hlutdeild í með
orðum einum.
Nístandi kul í morgunsárið. Und-
ursamlegt að líta yfir óendanlegar
húsbyggingar smáar og stórar,
skrautlegar séðar frá Shanghai Hot-
el og í fjarsta sjónarhring stjörnu-
bjartan himin er elda tók af degi.
Engir bfiar á ferð um götur en fyrir
framan hótelið margir langferðabfi-
ar sem vitnuðu um það að fjöldi
gesta var á ferð í þessu gestrisna
landi, þótt í mars væri.
Göturnar sem blasa við frá hót-
elinu urðu brátt kvikar af fólki,
sem skokkaði eða hjólaði til vinnu
sinnar.
Fólki, sem nam staðar í hópum
og gerði sérkennilegar æfingar —
sem gátu varað allt að hálftíma.
Sumir elduðu sér morgunmat á
götum úti aðrir borðuðu nestið
sitt.
Hlýja í andlitum, hlýja í við-
móti gagnvart ókunnum, forvitn-
um, er reyndu að nema æfingar
heimamanna og kynnast betur
þessum Iifnaðarháttum þeirra,
sem settu sérkennilegan blæ á
vaknandi líf dagsins og báru gleði
í sálina.
Bráðlipur íslenskur ferðalang-
ur, sem féll strax inn í leikfimi
heimafólks, eyddi degi í Shanghai
til að fylgjast með íþróttalífi í
þekktum skóla — og lét ekki aftra
sér þótt aðeins væri töluð kín-
verska. Varð þar um stórum fróð-
ari meðan hinir námu það sem að
augum og eyrum bar í fylgd með
leiðsögumönnunum.
Óskýranleg kunnugleikatilfinn-
ing í umhverfinu sameinaðist
hrollvekjandi kulda marsmánaðar
og lét hann dofna í skemmtilegri
önn daganna.
Shanghai, ein stærsta borg í
heimi (um 11 millj. íbúa) lítur að
mörgu leyti út eins og vestræn
borg. Þegar litið er til baka var
þar líka um langt skeið sérrétt-
indasvæði erlendra ríkja. Þessi
mikla iðnaðar- og skólaborg er
nokkurs konar slagæð samgangna
um meginland Kína og hefur
geysileg verslunar og menningar-
leg samskipti við erlend ríki.
Yu — Garden geymir fornan
menningararf. Hann var byggður
á árunum 1559—1577 og var
einkagarður á Ming-tímum. Garð-
urinn var endurbyggður og lag-
færður eftir „frelsunina" og nýtur
verndar ríkisins eins og slíkir
staðir.
Að komast í kynni við silkiiðn-
aðinn í Shanghai var ógleyman-
legt. Þetta fíngerða fima hand-
bragð Kínverja varð alltaf undr-
unar- og umhugsunarefni. Og víst
reyndi á sjálfstjórn hvers og eins
er alls konar silkivörur voru falar
á óþekkjanlega vægu verði.
Frístundahöllin svonefnda, sem
skoðuð var í Shanghai, er æsku-
lýðsmiðstöð fyrir börn á aldrinum
6 til 15 ára og ein af þrettán slík-
um í borginni. Þær eru opnar öll-
um börnum — einnig fötluðum.
Séð er fyrir getu og þörfum þeirra
allra, bæði úti á ieikvelli og innan
húss.
Skipulagt er á þann hátt að
deildir eru bæði til leikja og hvers
kyns náms.
Mikil kennsla fer fram í alls
konar listgreinum, hug- og
raungreinum. Og nemendum sem
fram úr skara á einhverju þessu
sviði eru veitt nægileg verkefni til
að fást við.
Þessar æskulýðsmiðstöðvar eru
jafnan opnar seinnipart dags og á
sunnudögum.
Þrengslin voru yfirþyrmandi úti
og inni þegar komið var i muster-
ið, hið eina sem eftir stóð að lok-
inni menningarbyltingunni.
Það stóð einmitt yfir íhugunar-
guðsþjónusta þar sem gyðja mis-
kunnseminnar í búddadómi var
tilbeðin.
Áhrifin frá þessum hljóðláta,
biðjandi mannfjölda voru ólýsan-
lega sterk.
Spilaleikur úti á gangstétt.
Mannflutningar — eða hvað?
Margskonar líf fór fram á götum og gangstéttum. Þvotturinn þveginn — og kjúklingurinn líka.
Þau sameinuðu nútíð og fortíð
og áréttuðu sannleiksgildi orða
hins kunna, breska hershöfðingja,
Charles G. Gordon, er reyndist
kínverskum yfirvöldum vinur og
ráðgjafi seinni hluta 19. aldar.
„Þeir tilbiðja Alvaldið af sömu
auðmýkt og ég og bænir til þeirra
Guðs eru því eins velþóknanlegar
og bænir mínar til okkar Guðs.“
Það var einmitt sú samkennd
sem olli því að hendur tóku á móti
reykelsi úr ókunnum höndum,
kveiktu á því og hugir skynjuðu
skyldleikann með öllum jarðar-
innar börnum. Alvaldið mikla í
hvers trú virtist ríkja í umhverf-
inu og sameina óskylda, ókunna til
bræðralags á þeirri stundu.
Heimsókn á kínversk verka-
mannaheimili í Shanghai var
skemmtileg.
í þröngum húsasundum voru
lágreistar samstæður húsa. Kín-
verska húsmóðirin tók á móti
gestum við útidyr, hreinlát með
hógværa gestrisni í svip og fasi.
Hún fylgdi þeim upp fornan tré-
stiga til lítillar stofu, sem minnti
á gömlu stofurnar á Islandi á
miðri öldinni, þar sem heklaðar og
saumaðar hannyrðir prýddu hvern
krók og kima.
Þrifalegt og vinalegt heimili —
en þröngt setið. Þrjár fjölskyldur
deila með sér eldhúsi og hreinlæt-
isaðstöðu. Fámennara er nú orðið
í kínverskum fjölskyldum. Sam-
kvæmt skipun stjórnvalda mega
hjón ekki eiga nema eitt barn.
Gert til að sporna á móti hinni
gífurlegu fólksfjölgun. Ýmis konar
réttindi og jafnvel atvinna er í
hættu ef út af þessu er brugðið.
skilning milli ólíkra þjoða. Hreyf-
ingar, hljómfall orða — tónræmi
— allt er þetta ómetanlegt til auk-
ins skilnings. Kínverskan er sér-
lega tónrikt mál, stundum er eins
og ljóðrænir tónar hennar segi
ókunnum efni þess sem í orðunum
felst.
Þessi óvissa sem hleðst í vitund
ferðamanns, er skynjar umhverfið
í samræmi við uppeldislegt og
vanabundið andrúmsloft síns eig-
in lands, getur orðið undarlega
sundurgreidd á svona stundum.
Áleitin spurning daganna? „Ríkir"
ferðalangar sem berast á, geta
keypt fyrir allt árskaup heima-
manns að honum áhorfandi, skilja
ekki þessa ró, þetta umburðar-
lyndi sem felst í framkomu og svip
þessa elskulega fólks hvar sem
komið er.
I lítilli stofu í Kína þar sem
samtíð sameinast íslenskri fortíð
liggur það svar ljóst fyrir að þekk-
ingarleysi skapar ekki óánægju.
Sá sem ekki þekkir önnur lífskjör
en sín eigin getur ekki verið
óánægður. En einnig hlýtur það að
verða svo í framtiðinni hér sem
annars staðar að þeir gluggar,
sem opnast bráðum upp á gátt til
þekkingar á lifnaðarháttum ann-
arra þjóða, hljóta að breyta við-
horfum og skapa vandamál — eins
og annars staðar i heiminum.
Veit kínversk alþýða að hin
máttugu vísindatæki sem maður-
inn hefur fundið upp til þess að
viðhalda lífinu og samfélaginu á
jörðinni getur snúist í höndum
hans til tortímingar og gjöreyð-
ingar?
Veit hún að taumlaus yfir-
Ljósmyndir: Þorv. Óskarsson
Margir leggja leið sína til Xian og
skoða leirhermennina sem þar fund-
ust.
Ennþá eru synir meira virði en
dætur í Kína.
Meðan setið var yfir tebolla í
litlu stofunni og leiðsögumaðurinn
túlkaði á milli gesta og húsmóður,
lýsti af þeim sannleikskjarna að
það er ekki málið eitt, sem vekur
Þar eru synir
meira virði en dætur