Morgunblaðið - 30.10.1984, Qupperneq 34
42
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Minnkum báknið, fækkum al-
þingismönnum og ráðherrum
— eftir Guðjón
F. Teitsson
í grein, sem ég fékk birta í
Morgunblaðinu 23/11 ’82, lýsti ég
fyllsta stuðningi við þá ákvörðun
núverandi meirihluta í borgar-
stjórn Reykjavíkur að fækka borg-
arstjórnarfulltrúum úr 21 í 15 við
næstu borgarstjórnarkosningar,
og í framhaldi af því benti ég á, að
hliðstæðum samdrætti og sparn-
aði þyrfti að koma á í yfirstjórn
ríkisins.
Lagði ég til, að alþingismönnum
yrði fækkað úr 60 niður í 30—40
og ráðherrum úr 10 niður í 4—5,
þar eð yfirbygging hins fámenna
íslenzka þjóðfélags væri orðin al-
gerlega hóflaus og full þörf að
spyrna við fótum.
Ekki taldi ég eða tel vandkvæð-
um bundið að jafna vægi atkvæða
eftir landshlutum, þótt aiþingis-
mönnum sé fækkað, og hefi ég lýst
fylgi mínu við einmenningskjör-
dæmi um land allt til að fá hreinni
línur um ábyrgð á stjórnarstefnu
og forðast upplausn, sem því mið-
ur virðist oft fylgja í kjölfarið,
þegar ríkisstjórn verður ekki
mynduð nema með sambræðslu-
samningum flokka, þar sem hver
otar sínum tota og enginn þykist
bera ábyrgð á óstjórn, þegar upp
er staðið.
Enga menn skyldi kjósa til setu
á Alþingi, sem ekki hafa mann-
kosti og hæfni til að vinna þar
fyrst og fremst að heill og ham-
ingju þjóðarinnar í heild, og slíkur
hópur 30—40 alþingismanna ætti
að vera alveg nógu stór til stjórn-
unar ofan við hin ýmsu ráðuneyti
með föstu starfsliði.
Skoðanakannanir
Einhverjir kunna að hafa talið
mig fara með fleipur um vilja
kjósenda hér á landi í áður
nefndri grein, en í því sambandi
skal bent á, að greinin fékk öflug-
an stuðning í skoðanakönnun
Dagblaðsins seint f febrúar 1983,
sem gaf til kynna, að 70,2% spurð-
ra kjósenda vildu fækka alþingis-
mönnum, og samkvæmt annarri
skoðanakönnun, sem 15.000 manns
tóku þátt f og birtist 1. marz 1983
á vegum áhugamanna, vildu 61,9%
fækka alþingismönnum.
En um það leyti sem þessar
skoðanakannanir birtust, voru
leiðtogar stjórnmálaflokkanna á
Alþingi, enn f verðbólguvímu, að
kokka samkomulag um 5—15%
fjölgun þingmanna, og varð lægri
talan ofaná, sennilega beinlínis
vegna áhrifa frá nefndum
skoðanakönnunum. Viðbrögð
stjórnmálaleiðtoganna voru samt
ófullnægjandi og í eðli sínu alröng
miðað við skoðanakannanirnar, og
þurfa því kjósendur nú að ræða og
ákveða hvernig launa skal snopp-
unginn.
Dýrari embættismenn
en áður
Ein orsök þess, að fjöldi kjós-
enda telur rétt að fækka alþingis-
mönnum, er sú, að þeir eru nú
orðnir tiltölulega miklu dýrari
embættismenn en áður. Hafa t.d.
á síðustu tveim áratugum bætt
hlutfall sitt í fastalaunum um
100—150% í samanburði við ýmsa
aðra fastráðna embættismenn
ríkisins í hinum hærri launaflokk-
um (svo sem kringum launafl. 30
B).
Skal ekki hér lagður dómur á
réttmæti þeirrar launahækkunar,
sem alþingismenn hafa fengið, en
ekki er óeðlilegt að ýmsir telji
réttmætt að krefjast meira vinnu-
framlags út á hana.
Fastalaun alþingismanna, sem
reiknast mánaðarlega allt árið,
þótt skyldustarfið krefjist varla
umfram 7—8 mánaða vinnu ár-
lega, nema nú á miðju sumri 1984
kr. 41.079 á mánuði, en auk þess
greiðast mismunandi bætur fyrir
kostnað.
Lífeyrisréttindi
Alþingismenn hafa tryggt sér
meiri lífeyrisréttindi en gilda
fyrir flesta aðra embættismenn á
vegum ríkisins, sem yfirleitt fá
mest 2% réttindi fyrir hvert
starfsár og margir, með hinn
lengsta starfsaldur, þó aðeins að
meðaltali svo sem 1,6—1,8% á ári
vegna takmörkunar við 60 eða
64% hámark, þegar samanlagður
líf- og starfsaldur verður 95 ár. En
iðgjaldagreiðslur falla þá niður,
þótt starf haldi áfram með fullum
launagreiðslum og auknum lífeyr-
isréttindum.
Það er sérkennilegt við reikning
starfsaldurs alþingismanna í sam-
bandi við nefnt 95 ára mark, að
hjá þeim tvöfaldast starfstíminn
til að ná markinu. T.d. hefir 65 ára
gamall maður, sem verið hefir al-
þingismaður í 15 ár, náð nefndu 95
ára marki, sem flestir aðrir
starfsmenn ríkisins þurfa 30 ár til
að ná.
Að öðru leyti þetta um lífeyris-
réttindi alþingismanna: Fyrir
þingsetu allt að:
9 árum 30%, samsv. 3,75% á ári.
12 árum 40%, samsv. 3,64% á ári.
15 árum 50%, samsv. 3,57% á ári.
18 árum 55%, samsv. 3,24% á ári.
21 árum 60%, samsv. 3,00% á ári.
Síðan réttindaaukning um 2% á
ári í 70% hámark á 25 árum, og þá
samsvarandi 2,8% meðaltalsaukn-
ingu réttinda á ári.
Berið þetta svo saman við flesta
aðra samkvæmt því sem áður er
sagt.
Svikamylla í
lífeyrismáiinu
Við samanburð lífeyrisréttinda
alþingismanna og annarra er auk
framangreinds vert að benda á
fleira.
Fram til 1967 hafði það tíðkast
um áratugaskeið, að hinir hæst-
launuðu starfsmenn ýmissa ríkis-
stofnana, svo sem í 1. og 2. sæti,
unnu undir nær algeru banni við
aukagreiðslum fyrir störf í emb-
ættum sínum, þótt gífurleg yfir-
vinna væri oft látin í té umfram
fastan vinnutíma, sem fyrrum var
sumpart miklu lengri en nú, t.d.
unnið fyrir og eftir hádegi á laug-
ardögum — a.m.k. til kl. 16 án
kaffihlés, — og einnig lengur en
nú aðra virka daga.
Þá voru sumar ríkisstofnanir
svo tengdar almennum atvinnu-
rekstri í landinu, svo sem sú, er ég
starfaði lengst við, og meðan ég
var þar, að ekki þótti annað við
hæfi en fylgja vinnutíma, sem
tíðkaðist á almennum vinnumark-
aði, þótt sumar ríkisstofnanir eða
embættismenn tækju að helga sér
styttri vinnutíma.
En í hráskinnaleik stjórnmála-
mannanna við verðbólguóstjórn,
sem þeir báru vissulega mesta áb-
yrgð á sjálfir, Ieituðu þeir með at-
beina hjálparmanna sinna í
stjórnarráðinu ýmissa bragða til
að blekkja launþega, einkum hina
lægra launuðu. — Var eitt úrræð-
ið, sem með einræðislegum hætti
var fest í framkvæmd á áttunda
áratugnum, að brjóta niður laun
ýmissa hinna hærra launuðu rík-
isstarfsmanna í svo nefnd „föst
laun“, ómælda yfirvinnu og bitl-
inga í embættunum sjálfum, þótt
sumir hlutaðeigandi launþegar
hefðu áður um áratugaskeið skilað
lengri vinnutíma fyrir tiltölulega
hærri einföld fastalaun, jafnvel
þótt ekki væri borið saman við al-
þingismenn.
Var með þessu svo stórlega veg-
ið að réttindum a.m.k. sumra
launþega til eftirlauna, að ósæmi-
legt hlýtur að teljast samkvæmt
almennri venju um viðskipti
vinnuveitenda og launþega eða
önnur mannleg samskipti.
En lítum í þessu sambandi á
Guðjón F. Teitsson
„Var með þessu svo
stórlega vegið að rétt-
indum a.m k. sumra
launþega til eftirlauna
að ósæmilegt hlýtur að
teljast samkvæmt al-
mennri venju um við-
skipti vinnuveitenda og
launþega eða önnur
samskipti.“
stöðu alþingismanna, sem á und-
anförnum árum hafa fengið kjör
sín bætt, svo sem áður er greint.
Alkunnugt er, að alþingismenn
hafa oft töluvert óreglubundinn
vinnutíma og eru t.d. ósjaldan á
fundum utan dagvinnutíma á
virkum dögum og um helgar, þar
af leiðandi hefði mátt búast við
því, að jafnvel verulegur hluti af
umræddum launum alþing-
ismanna hefði verið heimfærður
undir ómælda yfirvinnu. — En var
það ekki gert? — Nei, ekki ein ein-
asta króna af nefndum mánaðar-
launum alþingismanna hefir verið
heimfærð undir ómælda yfir-
vinnu, og verða þeir því ekki fyrir
áður nefndri skerðingu lífeyris-
réttinda, sem framkvæmdavalds-
menn í stjórnarráðinu, undir
handleiðslu pólitískra ráðherra,
hafa leyft sér að beita gagnvart
ýmsum öðrum launþegum á veg-
um ríkisins.
Ég ræddi þetta eitt sinn við
velmetinn fyrrverandi alþing-
ismann, sem í því sambandi lét
orð falla eitthvað á þessa leið: „Þið
(og átti þar við embættismenn
ríkisins aðra en alþingismenn)
áttuðuð ykkur ekki á þvi hvaða
tilgang það hafði að breyta launa-
grundvellinum í föst laun, ómælda
yfirvinnu og e.t.v. bitlinga, í stað
áður einfaldra fastalauna, yfir-
leitt án réttar til greiðslna fyrir
yfirvinnu og/eða aukastörf f emb-
ættum ykkar, en við alþingismenn
áttuðum okkur á þessu og féllum
því ekki í sömu gryfju og þið.“ —
Munu ummæli þessi verða lesend-
um íhugunarefni.
Verður ekki hjá því komist að
hugleiða síðast nefnt atriði jafn-
hliða því, að alþingismenn hafa
með lagasetningu áskilið sér hrað-
ari söfnun lífeyrisréttinda en
flestallir aðrir launþegar á vegum
ríkisins eiga kost á, að undan-
skildum ráðherrum, sem, auk
söfnunar eftirlaunaréttinda sem
alþingismenn, safna 6% réttind-
um á ári miðað við ráðherralaun,
til 50% réttinda af þeim launum á
rúmlega 8 árum (takmörkun varð-
andi ráðherra skv. lögum 1982, há-
markið áður 70%).
Til dæmis um mismunandi
hraða söfnun lífeyrisréttinda, vil
ég geta þess, að ég hefi fyrir mér
dæmi um lífeyrisþega á vegum
ríkisins, sem þurfti samkvæmt al-
mennum kjörum 42 ár til 70%
réttinda af þeim hluta heildar-
launa, sem stjórnarráðinu þókn-
aðist einhliða að kalla „föst laun“,
meðan alþingismaður nýtur 70%
lífeyrisréttinda fyrir 25 ára starf
og án þess að stjórnarráðið undir
handleiðslu ráðherra kljúfi niður
áður nefnd laun hans í „föst laun“,
ómælda yfirvinnu og bitlinga í
embætti með þeim afleiðingum, að
fyrst nefndi liðurinn einn veiti líf-
eyrisréttindi.
Mun ég eiga hlut að því, að mál
út af þessu komi bráðlega til úr-
skurðar dómstóla þar sem, „ríkis-
lögmaður" mun væntanlega verða
til varna af hálfu stjórnarráðs og
lífeyrissjóðs, en stöðuheiti þessa
embættismanns var birt með ein-
faldri reglugerðarbreytingu í
stjórnartíðindum á vegum forsæt-
is- og fjármálaráðherra í byrjun
þessa árs. Fer vel á því, að maður
með hinu nýja stöðuheiti, sem
vonandi hefir ekki fært honum
sjálfum launalækkun í áframhald-
andi starfi í stjórnarráðinu, fái
það hlutverk að verja sóma hinnar
opinberu stjórnunar í umræddu
máli.
Óska ég ríkislögmanni velfarn-
aðar og vona að rétt kveðin (fram-
anfrá kveðin) sléttubandavísa,
sem nýlega var rifjuð upp í blaða-
skrifum hér, verði leiðarljós hans í
störfum. En vísu þessa lærði ég
ungur sem hér greinir:
Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stunda sóma, aldrei ann
ðrgu pretta-táli.
10 ráðherrar með 6
einkafulltrúa
f kringum 1930 og fram til 1939
minnist ég, að hér á landi voru
aðeins 3 ráðherrar í embættum.
En 1939 var ráðherrum fjölgað í 5,
og er til minnis um það svo hljóð-
andi góðlátleg gamanvísa eftir
heiðursmanninn Skúla Guð-
mundsson:
Ég sat eitt ár, en sumir voru skemur,
því sætið það er regni og vindum háð,
en mér er ljúft að þoka fyrir þremur,
sem þrá að komast upp í stjórnarráð.
Nú eru ráðherrarnir 10 og 6
þeirra með einkafulltrúa til að
hafa svona að nokkru leyti ofan
við ráðuneytisstjóra og annað
fastráðið starfslið ráðuneyta, sem
flestir álíta verið hafa nægjanlegt
fyrir til að valda verkefnum. —
Mörgum þótti því miður viðfelldin
sú yfirlýsing núverandi forsætis-
ráðherra skömmu eftir stjórnar-
myndun, að hann teldi eðlilegt að
allir ráðherrarnir réðu sér einka-
fulltrúa.
Laun ráðherra hér á landi eru
byggð upp með nokkuð undarleg-
um hætti, þar sem laun fyrir setu
á Alþingi eru reiknuð sér og eru
nokkru hærri en hin svo nefndu
ráðherralaun, en þau eru nú á
miðju sumri 1984 sem hér greinir:
Hver 9 ráðherra á mánuði:
Þingmannslaun kr. 41.079
Ráðherralaun kr. 35.195
kr. 76.274
Forsætisráðherra:
Þingmannslaun kr. 41.079
Ráðherralaun kr. 39.560
kr. 80.639
Ekki er ljóst hvaða laun yrðu
greidd ráðherrum, sem ekki væru
jafnframt alþingismenn, en ólík-
legt sýnist, að hægt væri að ætla
þeim lægri heildarlaun. Þeir hefðu
meiri tíma til starfa og fram-
kvæmda í stjórnarráðinu, en
þyrftu ekki eins mikinn tíma í
sambandi við Alþingi, þar sem
vissulega er oft setið yfir litlu.
Þá virðist núverandi grundvöll-
ur að reikningi lífeyrisréttinda
fyrir ráðherra harla undarlegur.
Meðan iðgjaldaskylda hvílir á
þeim, greiða þeir sem aðrir 4%
iðgjald, jafnt af alþingismanns-
parti sem ráðherraparti launanna,
þótt lífeyrisréttindi fyrir hvorn
part séu mismunandi og þó í báð-
um tilvikum miklu meiri en al-
mennt til annarra launþega, sam-
anber áður greint. Svo hefir
raungildi umræddra launa sum-
part stórlega breyst til hækkunar
og sennilega einnig hlutföll í sam-
setningu launa ráðherra, en ein-
hvern veginn er þetta afgreitt hjá
lífeyrissjóði miðað við nútíma-
laun, án tillits til þess hve mikil
iðgjöld voru greidd lengst af áður.
Er þetta ofurlítið skylt því, sem
sagt er að tíðkast hafi nokkuð í
sambandi við fólk, sem sumpart
hefir verið lengi í einhvers konar
partstörfum hjá ríkinu, og hefir
rétt og góð sambönd, að það sé,
skömmu áður en það kemst á líf-
eyrisaldur, gert að fastráðnu mán-
aðarkaupsfólki og fái svo síðar líf-
eyri, eins og það hefði verið fast-
ráðið hjá ríkinu frá upphafi.
„Ómældar utanferðir“
og bflahlunnindi
En það er ekki eingöngu í sam-
bandi við lífeyri, að ráðherrar
hafa sérstæð hlunnindi, og skal
nefna „ómældar utanferðir" og
rétt til að kaupa bíla án toll-
greiðslna. Þykir næstum sjálfsagt,
að ráðherra fái einn slíkan bíl að
eigin vali, þótt stuttan tíma sé set-
ið í embætti, en hinir útsjónars-
ömustu hafa á síöasta áratug og
þeim, sem nú er nærri hálfnaður,
krækt sé í 3 bíla með nefndum
hætti á svo sem 6 árum í embætt-
unum.
Mun skattaeftirlitið lítið hafa
skipt sér af því þótt bílar þessir
skiptu um eigendur, t.d. innan
fjölskyldu ráðherra, á hinu væga
verði.
Töframeðalið „ómæld
yfirvinna“
Ekki skal dregið í efa, að áður-
nefndir einkafulltrúar, sem ráð-
herrar hafa valið sér, séu slíkum
starfshæfileikum búnir, að þeir
myndu eiga kost á allháum laun-
um á almennum vinnumarkaði, og
virðist því ljóst, að þeir verða ekki
ráðnir til umræddra fulltrúa-
starfa án tillits til þess.
Af alkunnum ástæðum mega
samt hin svonefndu „föstu laun“
ekki skrifast með eðlilegum hætti,
vera eðlilega há, en það hefir ekki
vafist fyrir valdhöfum nú um
skeið, því að þeir hafa uppgötvað
töframeðal, sem heitir „ómæld yf-
irvinna".
f stöðum umræddra einka-
fulltrúa er yfirleitt ungt fólk, sem
á langa leið í eftirlaunaaldur og
lætur sig því litlu skipta hvernig
tekjurnar sundurliðast i orði kveð-
nu, bara ef þær eru viðunandi í
heild. Býst einnig við mörgum
breytingum á lífeyrislögum, og
þegar það sjálft komist á eftir-
launaaldur muni réttur þess
byggjast á launum í allt öðrum
embættum, e.t.v. ráðherraemb-
ættum, enda má jafnvel búast við
að þau verði þá orðin 20 að tölu.
En það er um hina „ómældu yfir-
vinnu“ í stjórnarherbúðunum lfkt og
deyfilyf. Það þarf alltaf að nota
meira og meira af því, ef sjúkdómur
ekki dvínar og hverfur. — Mikil
leynd hvflir yfir þessum vettvangi,
og mega þeir, sem Ijóstra upp því
sem óhreinast er, búast við hinu
versta.
Hér þarf að taka til hendi. Það er
ekki verjandi að láta stjórnarráðið,
undir leiðsögn misjafnra ráðherra
hverju sinni, malla með launakjör
ríkisstarfsmanna, eins og tíðkast
hefir að undanförnu.
Að stjórnarráðið semji um eða
ákveði einhliða án alls samráðs við
launþega, sem algengt mun vera,
greiðslur fyrir verulega „ómælda yf-
irvinnu", sem fyrir fram er vitað og
ekki ætlast til að sé í té látin, heyrir
nánast undir bókhaldssvik, og getur,
þegar svo er á haldið, vegið mjög að
áratugaréttindum einstakra laun-
þega til eðlilegs lífeyris. — Bók-
haldslegt mall af þessu tagi ætti því
að vera algerlega óleyfilegt og refsi-
vert. Launagreiðslur eiga að vera
rétt skilgreindar, en ekki sviksam-
lega.
Launþega með rétt til greiðslna