Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 35

Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÖBER 1984 43 fyrir mælda yfirvinnu, myndi óviða haldast uppi til langframa að oftelja þessa vinnu án þess að missa starfið, og ættu síst minni viðurlög að gilda gagnvart valda- mönnum á vegum ríkisins, sem beita vísvitandi svikum í skil- greiningu greiddra launa. Litid til annarra landa Varðandi tillögu um fækkun ráðherra hér á landi, hefi ég stundum áður bent á það, að í Sviss, sem hefir nærri 30 sinnum fleiri íbúa, eru aðeins 7 ráðherrar. En þrátt fyrir það eöa eins og margir telja, einmitt vegna þess, hefir á undanförnum áratugum varla þekkst nokkur verðbólga í Sviss, en þjóðin búið við nokkuð jafnan hagvöxt, almennt kaup- gjald verið hátt og efnahagur með blóma. Sviss hefir ekki verulegar nátt- úruauðlindir aðrar en fegurð landsins. Þar eru t.d. ekki svo vit- að sé kol, verðmætir málmar né olíulindir í jörðu, og iðnaður að mestu leyti háður innfluttri orku og hráefnum, sem úr er unnið af slíkri kostgæfni, að áletrun um framleiðslu í Sviss er vítt um lönd álitin tákna gæði, sem megi treysta. Er ánægjulegt að fylgjast með því, að íslendingar virðast vera að ávinna sér gott álit í sambandi við útflutningsvörur sínar erlendis, svo sem í fisk- og ullariðnaði, og er vonandi að framhald verði á þessu og í öllum öðrum iðnaði. Á móti óblíðu veðurfari eiga ís- lendingar mikinn auð í hafinu kringum landið og í áframhald- andi virkjun fallvatna og jarð- varma. En með jarðvarmanum er t.d. líklegt að tvöfalda megi árlegt núverandi verðmæti fiskafurða á næstu 10—20 árum, samanber þegar fengna reynslu Norðmanna, sem eru einna fremstir þjóða á þessu sviði. — Vil ég geta þess hér, sem ég hefi ekki séð fréttir um í íslenzkum blöðum, að Norðmenn og Skotar hafa samvinnu um mjög mikla tilraunastöð fyrir fiskeldi við Clyde-fjörð, þar sem byggt er að verulegu leyti á volgu eða heitu afgangsvatni frá kjarnorkustöð við Glasgow. En heitt undirdjúpa- vatn fslands ætti að vera hag- stæðara í notkun en vatn hitað með kjarnorku erlendis. fslendingar geta því gert sér bjartar vonir um framtiðina, ef þeir kunna á að halda, en þeir ættu að varast að reisa sér hurð- arás um öxl með hóflausri eyðslu- semi og óhollu yfirstjórnarbákni á þjóðarbúinu. Guðjóa F. Teitsson er fyrrverandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 * Biskup Islands vígði fjóra guðfræðinga til prests FJÓRIR guðfræðingar voru vígðir til prests við hátíðlega athöfn í Dóm- kirkjunni síðasta sunnudag septem- bermánaðar. Það voru þeir Helgi Hróbjartsson, prestur í Hrísey, Örn Bárður Jónsson, aðstoðarprestur í Garðasókn, Gunnlaugur Garðars- son, prestur á Þingeyri, og Einar Kyjólfsson, safnaðarprestur við Frí- kirkjuna í Hafnarfirði. Við athöfnina í Dómkirkjunni voru fjórir vígsluvottar, sr. Jakob Jónsson, sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son, sem er bróðir Helga Hró- bjartssonar, sr. Lárus Þ. Guð- mundsson og sr. Bernharður Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son, Dómkirkjuprestur, þjónaði fyrir altari, en biskup fslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, annaðist vígslu. Mikið fjölmenni var við at- höfnina og hundruð manna gengu til altaris. • • það sé ekki endilega góður siður að skrifa í En hinn endingargóði málmoddur hans um kleift að skrifa við erfið og undarleg svo sem í miklum haila. Og hin létta, mjúka hönnun framkallar jafnframt skörp afrit. Hann er til með svörtu, bláu, rauðu eða grænu bleki. Skriftin mis- heppnast ekki með þessum penna. MITSUBISHI PENCIL CO.. LTD. JAPAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.