Morgunblaðið - 30.10.1984, Qupperneq 44
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Ast er ...
\' ' /
... að lofa honum að
öskra.
TM fWg U.S. Pat. Off.—All rlghls rassrved
C 1977 Lo« AngMM Tlmas Lj'
Með
morgunkaffinu
þessa leið: Vinur, þú þarft ekki
að takast á við þetta, enda vafa-
samt fyrir mann á þínum aldri.
— Og þá ... bara ...
HÖGNI HREKKVtSI
C 1*84
MeNa'ig’ t Synd.. Inc.
,,‘HAnjn tekoí? LJtís^ir 4F hi/eisri /vu)s sem
HANN VElE>tR."
Fundur samninganefndar BSRB hjá sáttasemjara.
Verkfalls- og sáttafundavísur
Guðmund A. Finnbogason,
Hrafnistu í Hafnarfirði, langar
að koma á framfæri verkfalls-
og sáttafundavísum sem hann
eitt sinn orti og nú eiga vel við á
þessum verkfallstímum.
/
Sátu þeir á sáttafundum,
syfjaðir um iangar nætur
á hámögnuðum hörkustundum,
heilavitið undan lætur.
Þegar komið svo var sinni
sættir fóru brátt að vakna,
skortur varð á skynseminni,
skyldi fljótt úr öllu rakna.
Það sem áður þótti frekja,
það var engum nú til miska,
syfjaðir þeir sundur rekja
sínar kröfur á að giska.
Hver vill annars byrðar bera,
brátt nú munum semja drengir,
allir skulum vinir vera,
verkfallið oss saman tengir.
Þar var ei í mysu myglan,
miklu vildu allir fórna,
hvers eins brotin hrokasiglan,
í heiðarleika best að stjórna.
Allir fá, og allir láta
öllu hreint að jöfnu skipta,
friðarandinn fram úr máta
fjandans girndum burt kann svifta.
Syfjaðir loks samning skráðu,
sá var ekkert klaufatetur,
allur hreint á efstu gráðu,
engum hefði tekist betur.
Heim svo allir héldu glaðir
hlæjandi með sigur fenginn,
og settust brátt í sínar raðir,
um sigurlaunin veit þó enginn.
Svona fór um sáttgjörð þessa,
sæla minning best að geyma,
upp á land og lýðinn hressa,
lagfæringar gerðar heima.
Háþróuðum hæfir menning
hálu þótt á svelli standi,
syfjaöra hin sanna kenning
sæmir best á voru landi.
Illa þýddar myndir
Markús skrifar:
Sjaldan hef ég farið jafn oft í
kvikmyndahús og að undanförnu
þar sem skrúfað hefur verið fyrir
ríkisfjölmiðlana og ég er ekki svo
lánsamur að eiga myndsegulband,
sem ég gæti setið við á tilbreyt-
ingarlausum haustkvöldum. Því
hef ég sem fyrr segir lagt leið
mína óvenju oft í kvikmyndahús
frá því að verkföll hófust og séð
margar misgóðar myndir.
En ef það væri nú bara vanda-
málið, að myndirnar væru oft á
tíðum lélegar, þá hefði mér ekki
fundist ég hafa tilefni til að taka
mér penna í hönd og hella úr skál-
um örvæntingar minnar, heldur er
það svo, að í öllu mynda- og
myndbandafárinu virðist texta-
Haustvísa
Sólveig frá Nikur hringdi og
langaði til að koma eftirfarandi
vísu á framfæri sem varð til á Víf-
ilsstöðum fyrir stuttu:
Ég er að fagna fegurðinni
og fínna til með blómunum,
því haustið er í hógværðinni
að hrekkja þau með gómunum.
Þá kunni Sólveig aðra vísu sem
hún vildi koma á framfæri, en hún
fjallar um afleiðingar verkfalls
BSRB.
Ég syrgi ekki sjónvarpið
sitthvað mér líkar betur,
ég elska meira útvarpið
í það minnsta Jón og Pétur.
þýðingin oft fara fyrir ofan garð
og neðan. Fyrir mitt leyti kemst
ég vel af, er vel að mér í tungu-
málum og greini því það sem
rangt er farið með á augabragði.
Öðruvísi er því þó farið með
marga, sérstaklega ungt fólk, sem
minna kann í framandi tungum og
hlýtur oft á tíðum að misskilja
margt í myndum.
Um daginn fór ég t.d. ásamt
kunningja mínum í kvikmyndahús
og var myndin með ensku tali.
Kunninginn, sem vart getur talist
sleipur í ensku, var sífellt að mis-
skilja gang myndarinnar, og vissi
að lokum ekki hvað var að gerast.
Hann átti til að mynda bágt með
að skilja hvers vegna morðinginn
var allt í einu orðinn „hún“. Hafði
„hún“ virkilega dulbúið sig sem
maður allan tímann eða var hann
kynhverfur? Margt annað fór
fyrir ofan garð og neðan hjá bless-
uðum manninum og fór svo að lok-
um að ég varð að endursegja sögu-
þráðinn fyrir hann og kom þá
margt annað kyndugt í ljós.
Þykir mér þetta bagalegt þegar
svona er og þó bitnar það alls ekki
á mér, heldur er ég með hina í
huga sem minna kunna í tungu-
málum. Ekki má heldur gleyma
því þegar textinn kemur á tjaldið
löngu áður en leikarinn fer með
hann og oft jafnvel löngu á eftir.
Áður en ég læt lokið máli mínu
má ég til með að skjóta öðru að
sem ergir mig ekki síður, og það
nær daglega. Á ég hér við þýð-
ingar á erlendum fréttaskeytum í
dagblöðum en þar þykir mér oft
sem að slæmar þýðingarvillur
slæðist inn í. Má raunar oft á tíð-
um sjá úr hvaða erlendu orði hef-
ur verið þýtt og hvaða íslenskt orð
hefði betur staðið þar. Slíkt hefur
jafnvel komið fyrir í okkar ágæta
og virta blaði, Morgunblaðinu,
sem þó má teljast til fyrirmyndar
hvað fréttaflutning og annað efni
varðar.
Með von um að tungumálasér-
fræðingum þjóðarinnar takist bet-
ur upp í framtíðinni.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekkí við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfong
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.