Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 45

Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 53 ^L^AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Oryggis- vaktin sem gleymdist Öldruð hjón komu að máli við Velvakanda og vildu ræða um „ör- yggisvaktina í útvarpinu". Þau töldu góðra gjalda vert að þeir, sem málum ráða, skyldu hafa veitt undanþágu til að tilkynna ef skip væru í sjávarháska, kalla þyrfti út björgunarsveitir eða náttúru- hamfarir stofnuðu lífi og limum manna í hættu. Einnig væri aldrei of oft brýnt fyrir mönnum að fara gætilega í umferöinni, ekki síst núna, þegar vetur gengi í garð. „En það er ein öryggisgæsla, sem hefur gleymst," sögðu þau, „og hún varðar sálarlíf manna. Það er niðurdrepandi fyrir aldrað fólk, sem helst hefur stytt sér stundir við að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp, að vera svipt hvorutveggja. Það öryggisleysi sem við það skapast, það tómarúm og einmanaleiki, getur haft alvar- legar afleiðingar engu síður en sú hætta sem býður slysum heim. Þessu hafa hinir valdamiklu Aldraðir sakna sjónvarps og útvarps. herrar gleymt," sögðu hjónin, „enda trúlega langt þangað til þeir verða aldraðir." Vafalaust hafa margir ekki of mikið handa á milli frekar en við og finnst kannski það, sem ekki snertir efnahaginn, ómerkilegt nöldur. En þetta er al- varlegt mál, sem snertir öryggi fjölda heimila svo ekki sé talað um aldraða einstæðinga. Við hjónin erum svo heppin að hafa hvort annað, en án þess er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Við höfum lesið dálítið hvort fyrir annað, en nú eru bóka- söfnin lokuð svo einnig þar er steinn lagður í götu okkar. Það er þó mikil bót í máli að blöðin eru farin að koma út aftur. Aldrei hefðum við trúað því að við sökn- uöum þeirra jafn mikið og raun ber vitni. Skammdegið leggst þungt á marga. Við teljum það mikinn ábyrgðarhluta að þyngja þær and- legu byrðar, sem á marga eru lagðar. Það er hægt að benda á það öryggi sem vaktin veitir eins og hún nú er. En það tjón, sem orðið hefur vegna þeirrar örygg- isvaktar sem gleymdist, verður seint metið.“ Lægri skattar þýða lægri félagsgjöld innan BSR6 Ragnar Bergþórsson skrifar: Margur maðurinn hefur undrast hversu tregir forystumenn BSRB eru til að samþykkja svokallaða skattalækkunarleið í staðinn fyrir launahækkunarleið I samningum við ríkið. Farið er stöðugt fram á að minnsta kosti 30% kauphækk- un og eftir því sem samninga- nefnd ríkisins nálgast kröfur BSRB-inga þá hækka þeir frekar kröfuna en hitt. Samningur prentara fyrir viku er dæmigerður launahækkunar- samningur sem skilur ekkert eftir sig og kemur í raun aldrei til framkvæmda sem kjarabót, því ávinningur hans hverfur í kostnað við verkfallið og hverfur í verðlag- ið áður en hann fæst greiddur í launaumslagið. Þannig er samið um 10% kauphækkun strax og þrisvar sinnum 3% á næsta ári auk peningagreiðslu eða gjafar upp á 4.500 krónur. Láglaunafólk fær svo 600 krónur aukalega. Prentarar fengu 1400 krónur á viku úr verkfallssjóði. Verkfallið hefur hins vegar kostað prentara sex vikna laun eða 12% af árslaununum. Þá stóð prenturum til boða að fá 3% hækkun í september og aðra 3% hækkun i janúar. Þannig eru 18% farin af hugsanlega 20 til 22% hækkun launa og er þá alls ekki allt talið. Alvarlegasti þáttur við samn- ingagerð eftir launahækkunar- leiðinni er að þessi 20% hækkun á kaupi fer beint út i verðlagið. Þannig eru prentsmiðjur nú að semja nýja gjaldskrá og miðað við Metabo Endlng-Kraf tur-öryggi þær þrjár prentsmiðjur sem ég hef haft spurnir af hækka taxtar í prentverki um a.m.k. tíu prósent að meðaltali. Þannig hverfur ávinningur prentara strax í þess- um mánuði. Ef þessi launahækkunarstefna gengur i gegn um alla komandi kjarasamninga má búast við 10% hækkun yfir linuna og samsvar- andi gengislækkun fyrir fisk- vinnsluna. Þá standa menn aftur i sömu sporum en prentarar hafa líklega tapað um 5% af tekjum fyrir verkfall núna strax fyrir áramót. Og verðbólgan verður komin á skrið, þetta 20—30% að minnsta kosti og sér ekki fyrir endann á henni. Eina leiðin til að vernda kaup- mátt launa er að halda verðbólg- unni niðri svo hún éti ekki upp allar kjarabætur sem um semst. Það er aðeins gert með því að lækka skatta eða með öðrum sam- bærilegum aðferðum öðrum en beinni launahækkun. Forysta BSRB hefur verið á móti þessari stefnu frá upphafi og haldið fast við 30% beina kaup- hækkun sem þýðir óðaverðbólgu. Ástæðan fyrir þessari afstöðu BSRB-inga er mér ekki ljóst þó að vitaskuld eigi hún sér eðlilega skýringu. Kunningi minn einn hefur bent á að skýringin sé ein- föld: Með skattalækkun verði dregið verulega úr ríkisútgjöldum, bákn- ið minnkar og starfsmönnum hins opinbera fækkar. Þannig fækki fé- lagsmönnum í BSRB og öðrum undirfélögum opinberra starfs- manna. Reglan um félagsgjöld sé almennt sú að hver félagsmaður gjeiðir um 1% af launum sínum til viðkomandi stéttarfélags, i þessu tilfelli til hinna ýmsu félaga innan BSRB og svo fær BSRB- stjórnin hluta af upphæðinni. Miðað við um 18.000 opinbera starfsmenn þýðir 1% af launum þeirra að félagsmenn greiði um 180 manus laun á skrifstofum fé- laga sinna innan BSRB. Heil 180 árslaun eru greidd í félagsgjöld, hvorki meira né minna. Er það nema vona að stjórn BSRB og aðildarfélaga vilji ekki semja upp á lægri skatta. í>essir hringdu . . Óraunhæfar tölur Aðstoðarstúlka f prentsmiðju hringdi og hafði eftirfarandi að sega: Eg las grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. þ.m. þar sem rætt var við Þorgeir Ibsen, skólastjóra, og verð ég að segja að ég á allerfitt með að kyngja þeim tölum sem hann setur fram í viðtalinu. Hann segir orðrétt: „Byrjun- arlaun grunnskólakennara eru 16 þúsund krónur á mánuði og eftir 23ja ára starf 21.700, sem er svipað kaup og allra lægst laun- uðu aðstoðarmenn prentara hafa.“ Ég hef verið aðstoðarstúlka í prentsmiðju í rúm þrjátíu ár og laun mín fyrir verkfall voru, samkvæmt 15 ára taxta, 14.495 krónur á mánuði. Því langar mig til að vita hvaðan Þorgeir Ibsen hefur þær tölur að lægst laun- uðu aðstoðarmenn prentara hafi um 21.700 krónur í mánaðarlaun. Appleworks Appleworks er nýr hugbúnaður fyrir Apple //e og Apple //c tölvur, sem sameinar í einu kerfi ritvinnslu, töflu- reikni og gagnavinnslukerfi. Þessi samtenging kerfanna í eina samstæða heild býður uppá áður óþekkta mögu- leika við tölvuvinnslu og er til mikils hagræðis fyrir notandann. MARKMIÐ: Á námskeiðinu verður farið yfir öll grundvallaratriði við vinnu í Appleworks og allar skipanir kerfisins útskýrðar. Tilgangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum góða undirstöðuþekkingu á Appleworks, þannig að þeir geti að námskeiði loknu unnið við alla verkþætti kerfisins hjálp- arlaust. EFNI: — Ritvinnsla. — Gagnavinnsla. — Áætlanagerð og útreikningar — Flutningur gagna milli verkþátta — Útprentun — Varðveisla gagna — Meðferð búnaðar ÞÁTTTAKENDUR Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á að kynnast og þjálfast í notkun Appleworks. LEIÐBEINANDI: Ellert Steindórsson, stjórnsýslu- fræðingur. Lauk prófi frá Uppsalaháskóla 1983 en starfar nú hjá hagdeild Fjárlaga og Hag- sýslustofnunar. Tími — Staður: TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930. 12.—15. nóvember kl: 9—13. Síðumúla 23. tSTJÓRNUNARFÉLAG SvíSlANDS l«o23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.