Morgunblaðið - 30.10.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 30.10.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 55 Erfðalögin: Maki fái rétt til að halda eigin húsnæði LAGT hefur verið fram í neðri deild Alþingis frum- varp til laga um breytingu á erfðalögum, þannig að eftir- lifandi maki eigi ævinlega rétt til að halda eigin heimili, það er íbúðarhúsnæði sínu Persónu- afsláttur tvöfaldaður TVEIR þingmenn Alþýðuflokks, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Bald- vin Hannibalsson hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lög- um um tekju- og eignarskatt, en þar er lagt til að þeim, sem eru að kaupa eigið húsnæði í fyrsta sinn, verði veittur tvöfaldur persónuafsláttur, er dregst frá reiknuðum skatti. 1 greinargerð með frumvarpinu, kemur fram að fyrir hjón eða sambúðarfólk, sem sameiginlega er að afla sér húsnæðis, yrði um 59 þúsund króna viðbót að ræða, er gengi upp í greiðslu álagðra skatta. Að mati flutningsmanna má lauslega áætla að ákvæði frumvarpsins um tvöfaldan per- sónuafslátt þýði um 55—60 millj- ón króna skattalækkun til hús- byggjenda. ásamt húsmunum, sem þar voru við andlát maka, þó að búskipta sé krafist á öðrum eignum búsins. Flutningsmenn eru Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi, Birgir Isleifur Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Einarsson, Bandalagi jafnað- armanna, Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista og Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki. Endurskoðun erfðalaganna stendur nú yfir, en í greinargerð segja flutningsmenn að sú endurskoðun geti tekið langan tíma og því sé nauðsynlegt að stöðva nú þegar það óréttlæti, sem getur viðgengist við bú- skipti. Frá þingsetningu Talið frá vinstri: Halldór Reynisson, forsetaritari, Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, en þetta var hans fyrsta þingsetning, Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmalaráðuneytinu, og séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. Úrskurði Kjaradeilunefndar hægt að áfrýja til Hæstaréttar FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur ver- ið lagt fram í neðri deild Alþingis. Flutningsmenn eru Jón Baldvin Ha- nnibalsson, Alþýðuflokki, og Guð- mundur Einarsson, Bandalagi jafn- aðarmanna. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef ágreiningur rís vegna úrskurðar kjaradeilunefndar geti deiluaðilar kært úrskurðinn til Hæstaréttar, er kveði án tafar upp Starfsheiti kennara verði lögverndað FRUMVARP til laga um lögverndun á starfsheiti kennara hefur verið lagt fyrir neðri deild Alþingis. Flutn- ingsmenn eru Hjörleifur Guttorms- son, Alþýðubandalagi, Jóhanna Sig- urðardóttir, Alþýðuflokki, og Kristó- fer Már Kristinsson, Bandalagi jafn- aðarmanna. í greinargerð með frum- varpinu segir, að með því að setja lög þess efnis, að eingöngu þeir, sem hafi tilskilin réttindi beri starfsheit- ið kennari, megi ætla að staða kenn- ara eflist og að meiri áhersla verði lögð á að búa vel að þeim svo unnt sé að manna skólana fólki sem hef- ur undirbúið sig undir kennarastarf- ið. í frumvarpinu er lagt til að óheimilt sé að ráða til kennslu- starfa á vegum opinberra aðila aðra en þá sem rétt hafa að bera starfsheitið kennari, þó er gert ráð fyrir að veita megi þeim sem þegar stunda kennslu án réttinda þegar lögin öðlast gildi tímabund- ið leyfi til að sinna henni áfram. Lág laun og erfiðar vinnuað- stæður ráða, að mati flutnings- manna, mestu um það, að aðeins hluti þess fólks sem aflað hefur sér kennararéttinda sækist eftir kennslustöðum. Þá hafa engar hömlur verið settar við ráðningu réttindalausra til kennslu, og seg- ir í greinargerðinni að nú séu um 400 réttindalausir kennarar starf- andi á grunnskólastigi. fullnaðarúrskurA. Kæru vegna vanhæfni nefnd- armanna í kjaradeilunefnd í ein-' stökum málum ber með sama hætti að skjóta til Hæstaréttar. í lögum um kjarasamninga Bandalags starfsmanna rikis og bæja er, eins og segir í greinar- gerð með frumvarpinu, ekki að finna neitt ákvæði er kveður á um að unnt sé að áfrýja úrskurðum kjaradeilunefndar og að mati flutningsmanna hefur þessi mis- smíði komið berlega í ljós í yfir- standandi kjaradeilu. Þá benda flutningsmenn á, að þær deilur sem risið hafa upp vegna ein- stakra nefndarmanna vegna tengsla þeirra við hagsmunaaðila hafi átt sinn þátt í að tefja fyrir samningaviðræðum. AIÞinGI Frumvarp um tannlækningar HeilbrigAisráAberra, Matthías Bjarnason, mælti fyrir frumvarpi til laga um tannlækningar í efri deild Al- þingú síAastliAinn mánudag, en þar er gert ráA fyrir aA þeir einir fái aA stunda tannlækningar á fslandi og kalla sig tannlækna, sem hafa til þess leyfi heil- brigAisráAherra. Leyfi þetta verAur veitt þeim, sem lokiA hafa prófum frá tannlæknadeild Háskóla íslands, og skal leita umsagnar deildarinnar um hæfni umsækjanda. Sé hún neikvæA er ráAherra beimilt aA synja um leyfi. í 3. grein frumvarpsins er heimild til ráðherra að veita þeim tann- læknaleyfi, sem að mati tann- læknadeildar Háskóla íslands hefur lokið sambærilegu prófi erlendis og í tannlæknadeild. Umsækjandi kann aö þurfa að sanna deildinni hæfni sína með próftöku. Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða verður hann að sanna hæfni sína i íslenskri tungu. KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA RAFMAGNSREIKNINGA? OSRAM Ijós og lampar eyöa broti af því rafmagni sem venjuleg Ijós eyða og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent Ijós eyöa 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo endast þau miklu lengur. OSRAM DULUX handhægt Ijós þar sem mikillar lýsingar er óskaö. Mikiö Ijósmagn, einfalt í uppsetningu og endist framar björtustu vonum. OSRAM CIRCOLUX ” stílhreint, fallegt Ijós sem fæst í ýmsum útfærslum, hentar stundum í eldhús, stundum í stofu eöa hvar annars staöar sem er - allt eftir þínum smekk. OSRAM COMPACTA - (y,s, og fremst nytsamt Ijós sem varpar Ijósgeislunum langt og víöa jafnt innanhúss sem utan. * GLÓEY HF. OSRAM LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.