Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
210. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
OPEC semur
um niðurskurð
Genf, 30. nóvember. AP.
OLÍURÁÐHERRAR OPEC-ríkjanna
náðu í kvöld bráðabirgðasamkomu-
lagi um að minnka olíuframleiðslu
um tæplega 9% frá 1. nóvember.
Áður höfðu Nígeríumenn lýst
því yfir að þeir mundu ekki taka
þátt í niðurskurði, en Suborto
sagði að allir mundu eiga aðild að
honum.
Líklegt er talið að samkomulag-
ið komi í veg fyrir verðfall í vetur.
En sumir sérfræðingar telja að
orkukostnaður muni halda áfram
að lækka, ef OPEC stenzt ekki þá
freistingu að auka framboð á olíu
þegar eftirspurn eykst yfir vetr-
armánuðina.
Búizt er við að Saudi-Arabar
minnki framleiðslu sína mest, þar
sem þeir eru stærsti framleiðand-
inn.
Olíuráðherra sagði að Nígería,
frak og íran mundu ekki taka þátt
í niðurskurðinum.
AP/Símamynd
Francois Mitterrand Frakklandsforseti (t.v.) og Helmut Kohl kanzlari Vestur-Þýzkalands á bladamannafundi
við lok viðræðufunda þeirra. Sjá nánar frétt um fund þeirra... „Hvetja til viðræðna milli stórveldanna" á bls.
21.
Evrópubandalagið:
Stórfelld aðstoð
til hungursvæða
Briimrl. 30. oklóbef. AP.
EVRÓPUBANDALAGIÐ gerði
opinbert í dag, að það hygðist
senda gögn og nauðsynjar að and-
virði 41,6 milljónir dollara til
þurrkasvæðanna í Eþíópíu, Márit-
aníu, Níger, Mali og Chad, þar sem
milljónir manna búa við hungurs-
neyð.
Edgar Pisani, talsmaður
bandalagsins, sagði á frétta-
mannafundi í dag, að neyðin
væri ótrúleg. f Eþíópíu blasti
Hnugginn Pólverji leggur blóm við mynd af Jerzy Popieluszko presti, sem
fest hefur verið í múrinn umhverfis kirkju heilags Stanislaws Kosta í Varsjá.
Lík prestsins fannst síðdegis í gær í uppistöðulóni í ánni Vislu, 11 dögum
eftir að honum var rænt. Þrír starfsmenn pólsku leynilögreglunnar stóðu að
ráninu og morðinu.
Lík prestsins lá
í jökulkaldri ánni
Varsjá, 30. október. AP.
LECH Walesa leiðtogi Samstöðu sagði að „það versta sem fyrir gat komið
hefði gerst“ skömmu eftir að fréttist í kvöld að lík pólska prestsins Jerzy
Popieluszko hefði fundist í jökulköldu uppistöðulóni í ánni Vislu, 11 dögum
eftir að þrír leynilögreglumenn rændu honum og myrtu.
Walesa hvatti til stillingar og
bauðst til að segja af sér sem leið-
togi Samstöðu, óháðu verkalýðsfé-
laganna, ef það mætti verða til að
greiða götuna fyrir nýjum viðræð-
um yfirvalda og þjóðarinnar um
aukin lýðréttindi, en Popieluszko
var kunnur fyrir stuðning sinn við
málstað Samstöðu.
Yfirvöld ýjuðu að þvi í dag að
banamenn Popieluszko kynnu að
hafa verið viðriðnir víðtækara
samsæri. Einn þeirra var höfuðs-
maður í leynilögreglunni og hinir
tveir lautinantar. Höfðu þeir
bruggað launráð sín „fyrir löngu"
og reyndu að hylma yfir með því
að falsa lögregluskýrslur. For-
sprakki þeirra dró fyrr í dag til
baka fyrri vitnisburð sinn og neit-
aði því að hafa vegið prestinn,
heldur hefðu þeir skilið hann eftir
á þjóðvegi nærri ránsstaðnum.
Líkið fannst hins vegar á þeim
stað sem morðingjarnir höfðu áð-
ur vísað á.
Vestrænir sendifulltrúar í
Varsjá spáðu því að mál þetta
muni leiða til hreinsana og breyt-
inga í forystu pólska kommúnista-
flokksins. Þremenningarnir hafa
verið settir í einangrun og yfir
þeim öflugur vörður til að koma í
veg fyrir að samsærismenn, sem
kynnu að leika lausum hala, reyni
að koma í veg fyrir að þeir geti
ljóstrað upp um þá.
hungurdauði við 6 milljónum
manna, eða 15% þjóðarinnar, og
svipað væri ástatt fyrir nær
þremur milljónum íbúa annarra
ríkja Sahel-svæðisins.
Með þessu hafa ríki Evrópu-
bandalagsins varið jafnvirði 100
milljóna dollara til hjálparstarfs
á hungursvæðunum í Afríku á
árinu, mest af því við Eþíópíu.
Á næstu dögum verður byggð
loftbrú flugvéla til að flytja 3.000
lestir af matvælum og öðrum
hjálpargögnum til Eþíópíu, og
eru það ýmsar kirkjudeildir sem
að því standa. Búist er við því að
í nóvember og desember verði
fluttar 160.000 lestir af korni til
Eþíópíu, en aðeins er hægt að
skipa upp 30 þúsund lestum á
mánuði í höfnum landsins og
vörubílar í landinu geta ekki
flutt meira en 15.000 lestir á
mánuði til hungursvæðanna. Tal-
Afganistan:
Náðu vopnum
frelsisaflanna
Nýja-Dehlhí, 30. október. AP.
STJÓRNARIIERMENN i AfganisUn
tóku til fanga hóp frelsissveitarmanna
í dag í bardaga við sovézku landamær-
in, að sögn útvarpsins í Kabúl.
Einnig fundu hermennirnir
vopnabúr frelsissveitanna og gerðu
upptækt mikið magn vopna og skot-
færa, að sögn útvarpsins.
ið er að 45.000 lestir þurfi á mán-
uði til að fæða sveltandi Eþíópíu-
menn.
Útvarpið í Addis Ababa sagði
að Konstantin Chernenko hefði
tjáð Mengistu Haile Mariam í
dag að Sovétmenn ætluðu að gefa
Eþíópíumönnum 300 vörubíla, 12
flutningaflugvélar og 24 þyrlur
til þess að auðvelda hjálparstarf
í Eþíópíu.
Stúlkubarn
úr lífshættu
Loma l.inda, 30. október. AP.
Sm’lLKUBARNlÐ Fae er ekki
lengur i lífshættu, fjórum dögum
eftir að grætt var í hana bavíana-
hjarta, og hefur enginn, sem þegið
hefur dýrshjarta, lifað lengur.
Drakk stúlkan, sem er 18 daga
gömul, vatn úr pela í dag og tók
brjóst síðdegis.
„Hún tekur miklum framför-
um og þetta er mjög spennandi,"
sögðu læknar í læknadeild Loma
Linda-háskólans i Kaliforníu,
þar sem aðgerðin var fram-
kvæmd. Er hún ekki lengur í
öndunarvél.
„KCn hefur þegar lifað lengur
en við gerðum ráð fyrir og sér-
hver klukkustund er kraftaverk,"
svöruðu læknarnir er þeir voru
spurðir hversu lengi stúlkan
kynni að lifa. Hefur aðgerðin og
hvernig að henni var staðið verið
gagnrýnd.
Sjá „Skurðlæknar sæta há-
værri gagnrýni" á bls. 22.