Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 4

Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 Dóra Ingvadóttir, formaður Starfsmannafélags útvarpsins: Vildum fá inn ákvæði um kaup- máttartryggingu „VIÐ GREIDDUM atkvæði gegn þessum samningi í samræmi við eindreginn vilja okkar félags- manna,“ sagði Dóra Ingvadóttir, formaður Starfsmannafélags út- varpsins, í samtali við blaðamann Mbl. að lokinni atkvæðagreiðslunni í gærkvöld. „Það, sem einkum réði afstöðu okkar, var að ekki skuli vera í samningnum ákvæði um kaupmáttartryggingu. Við það erum við alls ekki sátt. Það var ekki það, að við vildum fá meiri kauphækk- anir heldur að við vildurn tryggja betur, að kauphækkunin nú verði ekki strax tekin af okkur aftur.“ Dóra sagði að starfsmenn Ríkisútvarpsins hefðu viljað halda baráttunni áfram og freista þess að ná fram þessari tryggingu- „Það er mikill baráttuandi í fólkinu og það hef- ur lagt feiknarlega mikið á sig í verkfallinu. Það hefur alltaf verið reiðubúið að taka þátt í þeim að- gerðum, sem skipulagðar hafa verið. Það er að vísu orðið mjðg þröngt í búi hjá mörgum opin- berum starfsmönnum en samt hefur mikill fjöldi fólks lýst sig reiðubúinn til að halda barátt- unni áfram. Það er nefnilega staðreynd, að það vantar enn mikið upp á, að við séum með tærnar þar sem aðrir hafa hæl- ana kjaralega séð,“ sagði Dóra Á göngum Karphússins síödegis í gær: Albert Guðmundsson og Kristján Thorlacius skiptast á plöggum, Guðlaugur Þorvaldsson kemur af tveggja manna tali, blaðamenn bíða átekta. Mbl / Friðþjófur. Formaður BSRB um stuðning við samninginn: Mjög stöðu í samræmi við niður- 60 manna nefndarinnar KRISTJÁN Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagði m.a. á blaðamannafundi, sem Erfítt tíma- bil framundan — segir Albert Guðmundsson „ÞAÐ ER mér afskaplega mikill létt- ir að þessari deilu er lokið, þótt ég geti ekki beint sagt, að ég sé ánægður með samninginn, því hann á eftir að verða ríkissjóði þungur í skauti," sagði Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, eftir að samningar ríkisins og BSRB höfðu verið undir- ritaðir í gærkvöldi. „Ég held að framundan sé ákaf- lega erfitt tímabil. Menn gera sér grein fyrir því og þess vegna held ég að BSRB-fólk sé ekkert ánægt með þessa niðurstöðu heldur," sagði fjármálaráðherra ennfremur. „En það varð að ná samkomulagi. Launþegar innan BSRB þoldu áreiðanlega illa þetta langa verk- fall og hefði það staðið mikið leng- ur, hefði það áreiðanlega riðið mörgum heimilum að fullu. Það sem mér hefur verið ofarlega í huga þennan mánuð, sem verkfall- ið hefur staðið, er dapurlegt hlutskipti þeirra öldruðu einstakl- inga, sem hafa misst af fjölmiðla- þjónustu útvarps og sjónvarps og hafa búið í algjörri einangrun á meðan þetta ástand ríkti. En nú er þessu lokið og menn geta snúið aft- ur til sinna starfa. Ég vona að allir fagni því að hjól þjóðfélagsins fara nú að snúast eðlilega á ný,“ sagði Albert Guðmundsson. hann hélt eftir undirritun samninga BSRB og rikisins í gærkvöldi, ásamt þeim Haraldi Steinþórssyni og Albert Kristinssyni, að hann teldi niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiöslu BSRB um samninginn verða mjög í sama hlut- falli og afgreiðsla 60 manna samninganefndarinnar í gær. 36 greiddu þar atkvæði með samningn- um, 13 voru á móti en tveir sátu hjá. Þeir félagar sögðu, að þessi samningur væri ekki nógu góður að þeirra mati, en þó það besta sem þeir gætu fengið. Aðspurðir um hvort þeir teldu þennan samning hagkvæmari fyrir umbjóðendurna heldur en ef farin hefði verið skattalækkunarleið sögðu þeir, að þeim hefði aldrei staðið til boða skattalækkunarleiðin. Aðeins hefði verið rætt í upphafi um 600 millj. kr. lækkun, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir hefðu þeir aldrei fengið dæm- ið sundurliðað. Þetta hefði síðan komið mjög óljóst á borð til þeirra á ný, án nokkurra útreikninga. Kristján sagði ennfremur, að þeim hefði fundist allt mjög óljóst í kringum þessa leið, svo hún hefði aldrei orðið raunhæf til umræðu. Þeir voru þá spurðir, hvort BSRB hefði átt einhverja samvinnu við ASÍ varðandi val á leiðum. Kristján varð fyrir svörum og sagði að þeir hefðu borið saman bækur sínar, en BSRB hefði á þeim tíma orðið að vinna samkvæmt þeirri leið, sem þeir fylgdu. Samningamenn BSRB bíða eftir niðurstöðum vinnunefndar snemma í gær- morgun, sumir spila, aðrir leggja sig. Mbi / Arní Sæberg. Kristján var spurður, hvort hann teldi ekki hættu samfara því for- dæmi, að semja um nokkurs konar sakaruppgjöf, eins og gert var í gær. Hann sagði að ekki hefði verið samið um sakaruppgjöf. Aftur á móti þyldu samtök sem BSRB ekki að einstaklingum innan þeirra væri hótað, eins og gert hefði verið. Þess vegna hefði verið knúin fram yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um að hún myndi ekki beita einstaklinga hörðu vegna aðgerða í verkfallinu. Þeir félagar voru spurðir, hvort BSRB væri ekki orðið of viðamikið í íslensku þjóðlífi, þegar litið væri til þeirrar lömunar þjóðlífsins sem verkfall þeirra hefði valdið. Krist- ján sagði svo alls ekki vera. Nauð- synlegt væri að hafa sterk öfl launamanna gegn einræði ríkis- valdsins. Þá kvaðst hann ætla, að BSRB kæmi sterkara út úr þessari baráttu en ella. Þeir félagar báðu í lokin fyrir þakkir til allra þeirra sem lagt hafa BSRB lið. Þeir sögðu félaga marga hverja hafa lagt dag við nótt og BSRB hefði notið mikils stuðnings jafnt innlendra sem erlendra. Þeir tiltóku sérstaklega, að stuðningur frá Norðurlöndum hefði aldrei ver- ið meiri en nú. * A lokasprettinum f Karphúsinu í gær: Beðið, drukkið kaffi, prjónað, talað, reyktar vondar sígarettur og beðið enn Þriðjudagsmorgunn klukkan lið- lega tíu. Tómir kaffi- og súpuboilar um öll borð. Samninganefndar- menn rauðeygir og syfjulegir, illa rakaðir. Tóbaksleysið hafði ágerst — einhverjir þóttust hafa komist í öskubakka samninganefndar ríkis- ins og veifuðu digrum vindlastubb- um. Enn ekki komið samkomulag — en forystumenn úr báðum hópum töldu líklegt að málið yrði komið í höfn um hádegi. Ljósrit af samkomulagsdrögum farin að leka út frá einstökum aðildarfélögum. Til hvers var eiginlega verið að fara í verkfall ef við eigum svo að taka við þessu? spurði bálreiður Ríkisút- varpsmaður og veifaði plagginu. Otvarpsmenn voru harðir gegn drögunum en kennarar í samninga- nefndinni flestir fylgjandi þeim. Um hádegi var loks haldinn fund- ur í 10 manna viðræðunefnd BSRB og síðan voru samkomulagsdrögin borin upp á fundi í sextíu manna- nefndinni. Þegar umræður höfðu staðið í um þrjá stundarfjórðunga, og fréttir sagðar í hádegisútvarpi af því að undirritun samninganna væri örskammt undan, bar að hóp af verkfallsvörðum BSRB með Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðing í broddi fylkingar. Verk- fallsverðirnir sögðu frá því að í höf- uðstöðvum bandalagsins við Grettisgötu hefði fólk orðið sem steini lostið við fréttirnar og því væri fólk komið til að kanna hvort virkilega hefði rétt verið sagt frá, hvort það væri satt að fjögurra vikna verkfall skilaði ekki meiri árangri en fælist í samkomulaginu. Varð af talsverður hávaði við dyr salarins, þar sem samninganefndin stóra var á fundi, og endaði með því að ríkissáttasemjari bað alla óvið- komandi að víkja úr húsinu. Blaða- og fréttamenn gengu í „sóttkví" í fundarherbergi f vesturenda húss- ins. Umræðum frestað Þangað barst skyndilega sú fregn, að Kristján Thorlacius, sem hafði mælt með samkomulaginu við félagsmenn sína, hefði frestað frek- ari umræðum þar til skýr svör hefðu komið frá ríkisstjórninni um að verkfallsaðgerðir skyldu ekki hafa neina eftirméla gagnvart ein- staklingum innan BSRB. Fjármála- ráðherra hefði gefið yfirlýsingu hvað varðaði starfsfólk fjármála- ráðuneytisins „en við erum ekki að tala um þessar fáu hræður hjá Al- bert heldur alla einstaka félaga," sagði Haukur Helgason, skólastjóri og viðræðunefndarmaður. Spennan í húsinu fór vaxandi. Samninganefndarmenn stungu saman nefjum á göngum og í skot- um. Forystumenn lágu í símanum og Kristján Thorlacius lokaði að sér á meðan hann ræddi við forsætis- ráðherra í tvígang og fógeta á ísa- firði vegna hugsanlegrar málshöfð- unar á hendur símastúlkum við ísa- fjarðardjúp, sem sagt var frá f blöð- um í gær. í stóra salnum var heldur rólegt, konurnar prjónuðu eða gripu í spil á milli þess sem drukkið var mikið kaffi, reyktar bragðdaufar sígarett- ur og málin rædd. Kennarahóp bar að húsinu og samninganefndar- mönnum var færð áskorun á áskor- un ofan um að fella samkomulags- drögin. Látlausar sögusagnir svifu um húsið: ríkisstjórnin er á fundi — nei, fundinum hefur verið frestað — Albert er farinn á ríkisstjórnar- fund — Steingrímur er á leiðinni í húsið til að leysa málið ... Búgf vúgí Tíminn leið og plastmálin undan kaffi og pakkasúpum fylltu hverja ruslakörfuna á fætur annarri. And- stæðingar samkomulagsins urðu æ harðari í afstöðu sinni. — Hvernig á að vera hægt að ná aftur upp dampi í verkfallið ef þetta verður samþykkt og verkfallinu frestað? spurði samninganefndarmaður utan af landi. — Núna fyrst, eftir fjórar vikur, er verkfallið farið að hafa áhrif. Hvað tæki langan tíma að ná upp þeirri stöðu, sem við er- um í núna? Aldrei minna en mánuð! Uppi í sal reyndu útvarpsmenn- irnir Ólafur Þórðarson og Ævar Kjartansson að hressa upp á móral- jnn með píanóbúgí og „When the Saints Go Marching In“. Þá hafði fundurinn staðið i rúma 26 tíma og fæstir sofið dúr eða hvílst að nokkru ráði. Merkilegt hvað Óli var fingrafimur og röddin í Ævari tær! Loks barst staðfesting á því aö ríkisstjórnin væri á fundi og að væntanleg væri yfirlýsing, sem full- nægði kröfum Kristjáns Thorlaci- usar og annarra forystumanna BSRB. Enn var beðið og allt í einu komnar kvöldfréttir. Ekki minna en tólf tímar síðan raunsæismenn í samninganefndum töldu ljóst að hægt yrði að hefja umræður um samkomulagsdrögin. Á slaginu sjö barst fregn um að ríkisstjórnar- fundinum væri lokið. Fimm mínút- um síðar kom Guðlaugur Þor- valdsson út úr skrifstofu sinni og ávarpaði Kristján Thorlacius, sem sat og hlustaði á fréttir: „Kristján, ég er hér með yfirlýsingu, sem for- sætisráðherra hefur beðið mig að lesa fyrir 60 manna nefndina. Getið þið komið upp?“ Hann tók svo strikið og strollan á eftir honum. Reiði og vonbrigði á Grettisgötu Uppi las Guðlaugur svolátandi yfirlýsingu: „Af hálfu ráðherra inn- an ríkisstjórnarinnar eru ekki uppi áform um að beita einstaklinga inn- an BSRB aga- eða bótaviðurlögum vegna atvika, sem upp hafa komið við framkvæmd verkfalls BSRB.“ Nú hlaut að fara að koma að þvf að úr því fengist skorið hvort samn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.