Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 5 Kjarasamningur BSRB HÉR Á EFTIR fer aðalkjarasamn- ingur BSRB og fjármálaráðherra sem undirritaður var um klukkan 22 í gærkveldi: Fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gera með sér svo- felldan aðalkjarasamning. 1. gr. Aðalkjarasamningur aðila frá 29. febrúar 1984 ásamt bókunum framlengist til 31. desember 1985 með þeim breytingum sem í samn- ingi þessum greinir. 2. gr. Frá 1. nóvember 1984 gildir eft- irfarandi launatafla sem miðast við að 3,5% séu á milli launa- flokka og að heildarhækkun sé 10% reiknuð frá þeirri launatöflu sem gilti í ágúst 1984. Lfl. 1. þrep 2. þrep 3. þrep 1 11.287 12.063 12.177 2 11.714 12.177 12.365 3 12.063 12.365 12.795 4 12.177 12.795 13.243 5 12.510 13.243 13.706 6 12.795 13.706 14.186 7 13.243 14.186 14.683 8 13.706 14.683 15.197 9 14.186 15.197 15.729 10 14.683 15.729 16.280 11 15.197 16.280 16.850 12 15.729 16.850 17.440 13 16.280 17.440 18.050 14 16.850 18.050 18.682 15 17.440 18.682 19.336 16 18.050 19.336 20.013 17 18.682 20.013 20.713 18 19.336 20.713 21.438 19 20.013 21.438 22.188 20 20.713 22.188 22.965 21 21.438 22.965 23.769 22 22.188 23.769 24.601 23 22.965 24.601 25.462 24 23.769 25.462 26.353 25 24.601 26.353 27.275 26 25.462 27.275 28.230 27 26.353 28.230 29.218 28 27.275 29.218 30.241 29 28.230 30.241 31.299 30 29.218 31.299 32.394 31 30.241 32.394 33.528 32 31.299 33.528 34.701 33 32.394 34.701 35.916 34 33.528 35.916 37.173 35 34.701 37.173 38.474 36 35.916 38.474 3. gr. 39.821 inganefndin féllist á samkomulagið. Umræður um það hófust strax og var haldið áfram, með stuttu mat- arhléi, fram eftir kvöldinu. Klukk- an um tíu í gærkvöld var loks geng- ið til atkvæða: 36 greiddu atkvæði með samningnum, 13 voru á móti, 2 sátu hjá. Atkvæði voru ekki fleiri — fjarstaddir voru að sjálfsögðu fulltrúar þeirra sveitarfélaga, sem þegar hafa gert samninga heima i héraði. Það var erfitt að meta stemmn- inguna eftir atkvæðagreiðsluna. Andstæðingar samkomulagsins voru sárir og reiðir. — Við þurfum greinilega að standa í samningavið- ræðum við einhverja aðra en ríkis- valdið, sagði dugmikil kona úr verkfallsvörslunni. — Reiðin og vonbrigðin niðrá Grettisgötu eru alveg ótrúleg. Fólk trúir varla að þetta sé að gerast. Við stöndum jafn illa eftir verkfallið og fyrir það. Það var þá ekki til neins eftir allt saman ... Ánægður? svaraði einn úr forystusveitinni. Það veit ég ekki. Nei, eiginlega ekki en ég sé ekki að við förum lengra í þessari atrennu. Því miður. Hitt er annað mál, að baráttunni verður haldið áfram — samtökin eru líklega sterkari nú en nokkru sinni áður. Um stundarfjórðungi eftir klukk- an tíu var skrifað undir. Verkfall- inu var frestað og fjármálaráðherr- ann, sem að vísu sagðist „hund- óánægður", kvaðst vonast til að nú gætu menn farið til síns heima og tekið upp eðlilegt líf á nýjan leik. — ÓV. 4. gr. Um miðjan nóvember 1984 greiðist sérstök persónuuppbót að upphæð 4.000 kr. þeim starfs- mönnum í fullu starfi sem hófu störf eigi síöar en 1. september 1984 og eru enn í starfi. Gegni starfsmaður hlutastarfi skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall. 5. gr. 1. desember 1984 hækka mánað- arlaun samkvæmt launatöflu í lið 2 um 800 krónur. 6. gr. 1. maí 1985 hækka allir starfs- menn um 1 launaflokk. 7. gr. Vaktaálag skv. grein 1.6.1 mið- ast við 15. lfl. 2. þrep. Lágmarks- upphæð orlofsfjár skv. grein 1.6.5 miðast við 13. lfl. 3. þrep. Persónu- uppbót skv. grein 1.1.13 verður 25% af desemberlaunum í 13. lfl. 3. þrepi. 8. gr. Nefnd skipuð fulltrúum aðila skal vinna að endurskoðun á launakerfi ríkisins og skili áliti ' eigi síðar en 1. júní 1985. Endur- skoðunin skal m.a. taka til: 1. Endurmats og samræmingar á bili milli launaflokka. 2. Einföldunar og samræmingar starfsaldursreglna. Gerð verði hreinni skil í því efni milli aðal- kjarasamnings og sérkjara- samninga. 3. Endurmats á vægi ýmissa álaga svo sem álags fyrir yfir- vinnu, vaktir, útkallsvaktir o.fl. 4. Meginreglna til viðmiðunar um röðun í launaflokka. 9. gr. Gerð sérkjarasamninga fari fram þegar aðilar hafa staðfest aðalkjarasamning þennan. Gild- istími þeirra verður frá 1. nóv- ember 1984 til 31. desember 1985. 10. gr. Samningur þessi gildir til 31. desember 1985. Aðilar eru sam- mála um að fylgjast sameiginlega með þróun kaupgjalds og verðlags á samningstímanum og leggja mat á kaupmáttarbreytingar. Hvor aðili um sig getur óskað viðræðna um kaupliði samnings- ins eftir 1. júní 1985. Náist ekki samkomulag milli aðila fyrir 1. júlí 1985 um breytingar kaupliða skal heimilt að segja upp liðum samningsins frá og með 1. sept- ember 1985. Fyrirvari BSRB Aðalkjarasamningur þessi, milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem gildir til 31. desem- ber 1985 er af hálfu BSRB undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna í allsherj aratkvæðagreiðslu. Reykjavík, 30. október 1984. Kristján Thorlacius Fyrir septembermánuð 1984 skal starfsmaður í fullu starfi fá greiddar 2.500 kr. Gegni starfs- maður hlutastarfi, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall. flutningaþjónustu Jafnskjótt og Eimskip er bundið við bryggjupolla í einhverri af 122 viðkomuhöfnum sínum er það orðinn hluti af stórri og flókinni heild. Fullkomin flutningstæki hafa verið búin undir komu skipsins og eru reiðubúin að dreifa farminum undir tölvustýrðu eftirliti 306 umboðs- manna og aðalskrifstofu Eimskips í Reykjavík. Sérhæfð tæki í landi tryggja skjóta og örugga losun. Áður en síðasti flutningsbíllinn hverfur af hafnarsvæðinu er lestun nýs farms langt komin og í næstu höfn er undirbúningur fyrir móttöku skipsins þegar hafinn. Þannig er unnið í öllum höfnum samkvæmt þaulhugsaðri áætlun Eimskips. Við höfum valið viðkomustaði okkar af kostgæfni og myndað þéttriðið þjónustunet áætlunarhafna, þjónustuhafna og umboðsmanna í 22 löndum. Þannig tryggjum við farsælan flutning um allan heim. Flutningur er okkar f ag EIMSKIP Sími 27100 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.