Morgunblaðið - 31.10.1984, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
Sinfóníutónleikar:
Jón Leifs, Lalo
og Prokofíev á
efnisskránni
AÐRIR tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands i þessu starfsári
verða í Háskólabíói á morgun,
nmmtudaginn 1. nóv. 1984, og hefj-
ast þeir kl. 20.30.
Efnisskráin verður sem hér seg-
ir: Jón Leifs: Geysir, forleikur;
Edouard Lalo: „Symphonie Esp-
agnole" fyrir fiðlu og hljómsveit;
Sergei Prokofiev: „Rómeó og
Júlía“ svíta nr. 1.
Hljómsveitarstjóri tónleikanna
er franski hljómsveitarstjórinn
Jean-Pierre Jacquillat. Hann hef-
ur verið fastur aðalstjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar fslands síðan
1980. Hann hefur stjórnað ýmsum
hljómsveitum í mörgum stórborg-
um Evrópu. Ennfremur óperusýn-
ingum víða um lönd, m.a. í Metro-
politan-óperunni í New York.
Einleikari er franski fiðlusnill-
ingurinn Pierre Amoyal. Hann er
einn af eftirsóttustu fiðluleikurum
í heiminum í dag. Hann hóf ungur
nám í fiðluleik í sínu heimalandi
og síðar var hann í 5 ár nemandi
hins heimskunna fiðluleikara
Jascha Heifetz í Los Angeles.
Pierre Amoyal hefur haldið tón-
leika í flestum stærstu borgum
Evrópu og Ameríku svo og Japan.
Hann hefur auk þess komið fram
með ýmsum þekktum hljómsveit-
um svo sem Lundúna Fílharmón-
íunljómsveitinni, Berlínar Fíl-
harmóníunni o.fl. og leikið undir
stjórn George Solti, Seiji Ozawa
og von Karajans svo einhverjir
séu nefndir.
Ragnar Jóhannesson,
fyrrum forstj. látinn
RAGNAR Jóhannesson, fyrrverandi
forstjóri, lést í Borgarspítalanum
þann 29. október síóastliðinn, 66 ára
að aldri. Ragnar fæddist í Reykjavík
þann 26. janúar 1918. Hann hóf ung-
ur verslunarstörf og árið 1942 hóf
hann nám í Bandaríkjunum í versl-
unarfræðum. Þar kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni, Stasíu Jóhann-
Árið 1946 stofnaði hann fyrir-
tækin Tékkneska bifreiðaumboðið
hf. og síðar Jöfur hf. og R. Jóhann-
esson hf. Hann veitti þessum
fyrirtækjum forstöðu til ársins
1972 er hann lét af störfum sökum
heilsubrests.
Athugasemd frá
ritstjóra NT
1 FRÉTT Morgunblaðsins á bls. 2 í
dag 30.10. undir fyrirsögninni „Vit-
leysa“ — segir forsætisráðherra um
leiðara NT í gær, kemur m.a. eftir-
farandi fram:
„Ég hef verið að reyna að ná í
ritstjórann til að fá að vita, hvaðan
hann hefur þessa vitleysu, því ég er
manna harðastur gegn því að tekn-
ar verði upp kaupmáttartrygg-
ingar,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra.
í fréttinni kemur einnig fram, að
tilefni spurningar Mbl. sé leiðari
NT þar sem fram á að hafa komið,
að forsætisráðherra á að hafa
heimilað fjármálaráðherra að setja
uppsagnar- eða verðtryggingar-
ákvæði í samninga BSRB og ríkis-
ins.
Öllum þeim sem fylgst hafa með
þessu máli er ljóst, að sé rétt eftir
forsætisráðherra haft, hefur hann
ekki lesið viðkomandi íeiðara NT.
Varla getur það talist ásökunar-
vert en hitt er verra að Mbl. skuli
bera upp leiðandi og villandi spurn-
ingar. Staðreyndin er sú, að í áður-
nefndum leiðara NT er hvergi
minnst á hugtakið „verðtryggingar-
ákvæði", heldur aðeins uppsagnar-
ákvæði, en á þessum tveimur hug-
tökum er grundvallarmunur eins og
öllum er Ijóst.
Reyndin hefur einnig orðið sú, að
í samningi BSRB og ríkisins er upp-
sagnarákvæði, nákvæmlega eins og
sagt hafði verið til um í leiðara NT.
Með þökk fyrir birtinguna, Magn-
ús Ólafsson, ritstjóri NT.
Aths. ritstj.:
1 forystugrein NT á mánudag
sagði: „Samkvæmt heimildum NT
hefur forsætisráðherra nú heimilað
fjármálaráðherra að setja uppsagn-
arákvæði, þ.e. rautt strik í samning-
inn til að greiða fyrir gerð hans.
Þetta atriði verður varla metið til
fjár fyrir BSRB-menn þvi svo mik-
ilvægt er það til að vernda kaupmátt-
araukningu samningsins.** (Letur-
breytingar Mbl.)
Eins og sjá má af þessari tilvitn-
un hélt NT því fram, að forsætis-
ráðherra hefði fyrir sitt leyti sam-
þykkt verðtryggingarákvæði í
samningunum við BSRB. Athuga-
semd Magnúsar Ólafssonar, rit-
stjóra NT, er gersamlega út í hött
og engu líkara en að hann hafi ekki
lesið forystugrein blaðs síns!
Sfldarútvegsnefnd:
BLskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, setur kirkjuþingið í Safnaðarsal Hallgrímskirkju.
Mbl./Júlíus.
Kirkjuþingið hafið:
Þjóðkirkjan kaupir hús
Krabbameinsfélagsins
15. KIRKJUÞING Þjóðkirkjunnar
var sett í Safnaðarsal Hallgríms-
kirkju í gær, að lokinni guðþjón-
ustu, þar sem sr. Þorbergur Krist-
jánsson predikaði.
í setningarræðu sinni minnt-
ist biskup íslands, herra Pétur
Sigurgeirsson, sérstaklega Ólafs
Jóhannessonar, fyrrverandi
kirkjumálaráðherra, sem lést á
árinu. Þá flutti biskup sérstakar
þakkir til Baldurs Möller, ráðu-
neytisstjóra í kirkjumálaráðu-
neytinu, fyrir áratugastörf hans
og þjónustu að kirkjunnar mál-
um, en hann lætur af embætti
innan mánaðar.
Að setningarræðunni lokinni
flutti kirkjumálaráðherra, Jón
Helgason, ávarp. Þar kom fram
að aðeins eitt mál sem varðar
kirkjuna fékk afgreiðslu á Al-
þingi á síðasta ári. Ráðherra
sagði þó að þau mál sem döguðu
uppi hefðu verið endurflutt og
kvaðst hann vonast til þess að
þau mál fengju afgreiðslu á
þessu þingi. Þá greindi ráðherra
frá því að sérstök kirkjueigna-
nefnd væri starfandi sem gerði
könnun á eignum kirkjunnar og
var starfsmaður í fullu starfi
mest allt síðasta ár, sem aflaði
sögulegra heimilda um þessi
mál. í lok fundarins var kosið i
nefndir þingsins og varaforsetar
voru kjömir, sr. Jón Einarsson
prófastur í Saurbæ og Gunn-
laugur Finnsson frá Hvilft í ön-
undarfirði.
Fundir kirkjuþingsins verða
haldnir í Safnaðarsal Hallgríms-
kirkju og mun þinghald standa í
10 daga. Þingfulltrúar eru kjörn-
Hús Krabbameinsfélagsins við Suðurgötu sem þjóðkirkjan hefur nú fest
kaup á. Mbl./Friðþjófur.
ir úr kjördæmum landsins og
eru jafnmargir leikmenn og
prestar. Auk þess eru fulltrúar
frá guðfræðideilda Háskólans og
prestum í sérþjónustu. Vígslu-
biskupar og kirkjumálaráðherra
eiga einnig sæti á kirkjuþingi
auk biskups sem stýrir þinginu,
en alls eru kirkjuþingmenn 23 i
ár.
Að sögn sr. Bernharðs Guð-
mundssonar liggja þegar fyrir
kirkjuþinginu mörg mikilvæg
mál. Kirkjuráð leggur fyrir sex
mál til umfjöllunar og má þeirra
á meðal nefna svonefnt starfs-
mannafrumvarp kirkjunnar,
sem kveður á um verksvið og
stöðu hinna ýmsu starfsmanna
kirkjunnar. Þá má nefna frum-
varp um innheimtulaun al-
mennra kirkjugjalda og um veit-
ingu prestsembætta, en síðar-
nefnda fumvarpið hefur hvað
eftir annað dagað uppi á Alþingi,
að sögn Bernharðs. Þá leggur
kirkjuráð fyrir þingið tillögu um
að samstarfsnefnd kirkju og
þingflokka, sem skipuð er af Al-
þingi, verði falið að skipa undir-
búningsnefnd fyrirhugaðra há-
tíðarhalda árið 2000, í tilefni af
þúsunda ára kristni á íslandi.
Sagði Bemharður að ekki væri
ráð nema í tíma væri tekið enda
kræfust slík hátíðahöld mikils
undirbúnings. Auk mála kirkju-
ráðs leggja einstakir þingmenn
frumvörp fyrir þingið, sem síðar
verða kynnt.
Kirkjumálaráðherra upplýsti í
ræðu sinni að fest hefðu verið
kaup á húsi Krabbameinsfélags-
ins við Suðurgötu í Reykjavík
sem Kristnisjóður mun eignast
með aðstoð ríkisins. í þessu húsi
mun Biskupsstofa, Hjálpar-
stofnun kirkjunnar, Æsku-
lýðsstarf þjóðkirkjunnar og
fleiri hafa aðsetur.
Staðfesting fengin á sölu
225.000 tunna af saltsíld
söltun á mánudagskvöld nam 130.000 tunnum
NÚ HEFUR fengist staðfesting á
sölu i 185.000 tunnum af saltsíld til
Sovétríkjanna. Er það meira magn
en nokkru sinni hefur verið selt af
Suðurlandssfld þangað. Alls liggja
nú fyrir staðfestir samningar um
fyrirframsölu á 225.000 tunnum á
salLsfld af yfirstandandi vertíð. í
frétt frá Sfldarútvegsnefnd segir, að
á mánudagskvöld hafi verið lokið
við að salta í 130.000 tunnur.
Hér fer á eftir frétt Síldarút-
vegsnefndar um stöðu söltunar og
sölu saltsíldar:
Hinn 9. þ.m. var undirritaður í
Reykjavík fyrirframsamningur
um sölu á 200.000 tunnum af salt-
aðri Suðurlandssíld til Sovétríkj-
anna, þar af 160.000 tunnur til af-
greiðslu á 1. ársfjórðungi 1985 og
40.000 tunnur til afgreiðslu í des-
ember nk.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá var samningurinn undirritað-
ur með þeim fyrirvara af hálfu
sovézku samninganefndarinnar að
formlegt samþykki viðkomandi
sovézkra stjórnvalda þyrfti fyrir
þeim 40.000 tunnum sem afgreið-
ast eiga í desember.
Síldarútvegsnefnd hefir nú ver-
ið tilkynnt að staðfesting sovézkra
stjórnvalda liggi nú fyrir varðandi
25.000 tunnur af desemberaf-
greiðslunni, þannig að
heildarstaðfesting sé nú fengin
fyrir kaupum á 185.000 tunnum en
óvissa ríkir enn um það hvort
staðfesting sovézkra stjórnvalda
fæst fyrir mismuninum eða 15.000
tunnum.
Það saltsíldarmagn sem þegar
hefur fengist staðfesting á er
meira en nokkru sinni áður hefur
verið selt af Suðurlandssíld til
Sovétríkjanna.
Auk þessa hafa samningar tek-
izt um fyrirframsölu á um 40.000
tunnum til Svíþjóðar og Finnlands
og á sú síld að afgreiðast á tíma-
bilinu frá desemberbyrjun til
marzloka. Hluti af síldinni, sem
afgreiða á til Svíþjóðar, er sér-
verkuð flök.
Samtals liggja nú fyrir staðfest-
ir fyrirframsamningar um sölu á
225.000 tunnum af saltaðri Suður-
landssíld frá yfirstandandi vertíð.
I gærkveldi var lokið við að
salta í um 130.000 tunnur og mjög
mikil söltun stendur nú yfir á svo
til öllu söltunarsvæðinu. Heildar-
söltun á allri vertíðinni í fyrra var
um 245.000 tunnur og fóru þá um
60% síldaraflans til söltunar, 37%
til frystingar og 3% til bræðslu en
það sem af er þessari vertíð hefir
svo til allur síldaraflinn farið til
söltunar.
Fituinnihald síldarinnar hefur
verið mun minna en á sama tíma í
fyrra og sáralítið hefir verið af
stórri síld í aflanum. Þá hefir það
víða valdið erfiðleikum við söltun í
ár hve mikil áta hefir verið í síld-
inni frá sumum veiðisvæðunum,
og er það óvenjulegt miðað við
árstíma.
Vegna langvarandi verkfalls er
nú orðin hætta á að söltun geti
stöðvast vegna skorts á ýmsum
rekstrarvörum sem tilsíldarsölt-
unarinnar þarf.