Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 31. OKTÖBER 1984 17 Stjörnuhrap Kvikmyndir Árni Þórarinsson Rcgnboginn: The Lonely Lady. Bandarísk. Árgerd 1983. Handrit: John Kershaw, Shawn Handall, eftir skáldsögu Harold Robbins. Leikstjóri: Peter Sasdy. Aðalhlut- verk: Pia Zadora, Lloyd Bochner, Joseph Cali. f fyrra eða hitteðfyrra var hún á siðum allra blaða. Nú heyrist varla múkk um hana. Pia Zadora er sláandi dæmi um tilbúna stjörnu. Búlduleit lítil budda sem hittir rikan eiginmann og þau virkja auðæfi hans til að kaupa handa henni frægð i kvikmyndum. Skammgóður vermir. Pia Zadora gæti að vísu verið verri leikkona. En hún gæti líka verið betri. Hún leikur alveg einlægt frá hjartanu, en hefur enga burði til að tjá dýpt; túlkunarsviðið er of þröngt. Þannig er alveg útilokað að festa trú á hana í hlutverki The Lonely Lady, ungrar stúlku sem þarf að samrekkja ótal apakött- um af báðum kynjum í Holly- wood til að fá notið sín sem handritshöfundur; maður fær aldrei á tilfinninguna að hún hafi meiri hæfileika við ritvélina en í rúminu. Hún féll mun betur inn í hlutverk vergjarns lítils freistara i myndinni Butterfly sem hér var sýnd í fyrra og byggð var á sögu eftir James M. Cain. Annar amerískur æsi- sagnahöfundur, Harold Robbins ber ábyrgð á The Lonely Lady og herma fregnir að söguna hafi hann reist á ævi Jaqueiine Sus- ann, enn eins æsisagnahöfundar (Valley of the Dolls, Once is not Enough). Eins og í Butterfly er útkoman hér lágkúruleg flatn- eskja. Engar persónur myndar- innar vekja áhuga, hún hefur enga dramatíska framvindu, hún hefur ekki húmor og ekki spennu, hún er kvikmynduð eins og annars flokks pornómynd. Og haldi menn að hún sé „djörf“ þá verða þeir fyrir vonbrigðum. Þótt Pia Zadora sýni þar á sér bossann og búburnar kemur það ekkert „dirfsku" við. Hún fer reyndar ansi oft í sturtu í mynd- inni, en er þá helst í kjólnum. Það er ekki mjög æsandi. Það er bara kattarþvottur. Rodney Dangerfield nýtur lífsins á veðreiðum með vinum sínum. GRÍNLAUS GRÍNARI Austurbæjarbíó: Pundið fé —Easy Money ☆ Bandari.sk. Árgerð 1983. Handrit: Rodney Dangerfield, Michael Endler, PJ. O’rourke, Dennis Blair. Leikstjóri: James Signorelli. Aðalhlutverk: Rodney Danger- field, Joe Resci, Geraldine Fitzger- ald, Candy Azzara. Rodney Dangerfield er amer- ískur næturklúbbagrínisti. Hann getur vafalaust verið skemmti- legur ef menn eru að létta sér upp, helst við skál, margir sam- an. Rodney Dangerfield ætti að halda áfram að vera nætur- klúbbagrínisti. Hann ætti ekki að reyna að skrifa kvikmynda- handrit, jafnvel þótt hann fái þrjá kunningja sína til að leggja í púkkið. Easy Money er semsagt mis- heppnuð mynd. Dangerfield fer með hlutverk mikils lífsnautna- manns sem þarf að neita sér um allar nautnir til að skilyrðum erfðaskrár tengdamóður hans sé fullnægt og eiginkonan eignist milljónir. Þetta er ókei hug- mynd. En öll útfærsla er ósköp fálmandi. Það vantar einbeit- ingu í söguna, skerpu í per- sónurnar og hnyttni i samtölin. Þessi mynd fer öll út og suður, og lendir hvergi. Einn og einn ljós punktur, eins og Taylor nokkur Negron, sem ólukkulegur tengdasonur Dangerfields, kveikir bros á stöku stað. Dang- erfield sjálfur gerir það líka, en hann verður þreytandi í einhæf- um „leik“ sinum — stressuðum „stand-up comic“-stíl, sem felst í fátæklegu kækjasafni, rykkjum og hnykkjum sem hljóta að hafa valdið klipparanum miklum höf- uðverk að fá samfellu i frá einu skoti til annars. Og þegar upp er staðið er áhorfandinn líka kom- inn með höfuðverk og hálsríg. Góður vibbi Tónabíó: Innri óhugnaður — The Beast Within. ☆☆ Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Tom Holland. Leikstjóri Philippe Mora. Aðalhlutverk: Ronny Cox, Bibi Besch, Paul Clemens, L.Q. Jones, R.G. Armstrong, Don Gord- on. Þetta er einhver svæsnasta hryllingsmynd sem ég hef séð í mörg ár. Nafnið blekkti mig. Innri óhugnaður, The Beast Within, benti til hrollvekju af sálfræðilegu sortinni, þar sem helvíti mannshugarins er undir smásjá frekar en ytri ógnir, skrímsli og afturgöngur. En það var nú eitthvað annað. The Beast Within er með allt útbyrðis. Hér eru hrottafengnustu nauðganir og morð, þar sem hausar slitna frá bolnum, innyflin sogast út og blóð spýtist upp um allt tjaldið. Handrit Tom Hollands, sem síðan hefur skrifað handrit velmetinna mynda eins og Psycho II og Cloak and Dagger, snýst um gamalkunnugt hroll- vekjustef — mann sem haldinn er illum anda. í upphafi er ungt par í brúðkaupsferð um afskekkt fenjahérað í Tennessee. Konunni er nauðgað af einhverju ókenni- legu ferlíki. Afgangurinn af myndinni gerist svo um það bil tveimur áratugum seinna. Sonur hjónanna er haldinn torkenni- legum sjúkdómi, sem svo kemur á daginn að er andi hins raun- verulega föður, forynjunnar í fenjunum. Brátt tekur þessi ófreskja völdin af piltinum og litla þorpið í Tennessee breytist í blóðvöll. Sagan er ekki rökheld. Til dæmis er raunverulegt eðli ófreskjunnar, hefndarþörf henn- ar og fjölskyldutengsl meira og minna í lausu lofti. En því gleymir áhorfandi í öllum látun- um. Þetta er á köflum þræl- andskoti magnað; spennan helst til loka og mikilli tækni- og förð- unarkúnst beitt, ekki síst þegar ókindin brýst út í líkama pilts- ins. The Beast Within nýtur trausts leikhóps, þar sem gamlir kunningjar í hópi bandarískra skapgerðarleikara eru i auka- hlutverkum eins og L.Q. Jones, R.G. Armstrong, Don Gordon og Luke Askew. Og Paul Clemens tjáir angist piltsins afbragðs vel. The Beast Within er sumsé dálítið lunkinn viðbjóður. Þeir sem eru viðkvæmir ættu að halda sig heima og hlusta á veð- urfréttirnar í útvarpinu. Hinir fara bara í bað að sýningu lok- inni. NÝSPARIBÓK MEÐ SÉRVÖXTUM V€NIANL£CUM MANAEftMOTlN. LAUS BÖK MEÐ HÆKKANDI AftSCTTJN BÚNAÐARBANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.