Morgunblaðið - 31.10.1984, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
Leonard Baily yfirskurðlæknir.
Bavíanahjartaþegiim heldur heilsu:
Skurðlæknar sæta
háværri gagnrýni
Loma Linda, Kaliforníu. 30. október. AP.
FAE LITLA, kornabarnið sem í
var grætt hjarta úr bavíana um
helgina, gerir það gott og vax-
andi vonir eru um að hún muni
ná sér aö fullu og lifa eðlilegu
lífi. Læknar, sem stóðu að að-
gerðinni á hinni þá dauðvona
Fae, sæta nú harðri gagnrýni
fyrir að athuga ekki að hjarta úr
öðru barni var til reiðu.
Hvað svo sem gagnrýni líður,
eru læknar litla barnsins afar
ánægðir með árangurinn til
þessa. Fae hefur verið tekin úr
öndunarvél sem hún var sett í
strax að aðgerð lokinni og hún
er ekki lengur í ströngustu gjör-
gæslu.
En gagnrýnisraddirnar eru af-
ar háværar sem stendur. Komið
hefur í ljós, að hjarta úr tveggja
mánaða gömlu barni hafi verið
til reiðu sama dag og aðgerðin á
Fae var gerð. Læknar hennar
segja að það hefði engu breytt,
þvi umrætt hjarta hafi verið of
stórt. Gagnrýnendur segjast vita
það mæta vel, en nefna það til
þess að undirstrika að kannski
hefði verið hægt að fá manns-
hjarta ef leitað hefði verið. Paul
Teraski, prófessor í skurðlækn-
ingum við UCLA, fordæmdi að-
gerðina, hann sagði: „Þeir leituðu
ekki einu sinni að mannshjarta
því þeir höfðu ákveðið að nota
bavíana." Lucy Shelton, talsmað-
ur dýraverndarsamtaka í Kalif-
orníu, sagði að læknar Fae litlu
hefðu ætlað sér að gera þessa til-
raun hvað sem það kostaði.
„Þetta er hræðilegt, ekki það
besta fyrir barnið, fjölskyldu
þess, hvað þá það besta fyrir full-
komlega heilbrigðan bavíana að
vera fórnað með þessum hætti,"
sagði frú Shelton.
En ekki eru allir á eitt sáttir.
Robert Levine, doktor við lækna-
deild Yaleháskóla, sagði: „Flestir
hjartagjafar eru fólk sem ferst
af slysförum. Algengast er að um
bílslys sé að ræða og sjaldgæft að
smábörn á þessum aldri farist
með þeim hætti. Ég skil því vel
að ekki skyldi hafin leit að
hjartagjafa með þeim fyrirvara
sem var, það hefði aldrei gengið
upp.“ Og Jack Provoshna, yfir-
maður læknadeildar þeirrar sem
umræddir skurðlæknar starfa
við, sagði það hæpið að fara að
leita að hjarta sem passaði um
öll Bandaríkin og finna það
kannski ekki, en standandi
frammi fyrir því að barnið muni
deyja á næstu klukkustundum,
„þeir urðu að grípa til þess sem
til var og þeir stóðu sig aðdáun-
arlega," sagði Provoshna.
HELCAR
Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp-
um tækifæri til að njóta lífsins á nýstárlegan og skemmti-
legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- g
um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið
í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar.
Síðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga-
stað og dansar fram á nótt.
Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða!
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug-
leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
FLUGLEIÐIR