Morgunblaðið - 31.10.1984, Side 33

Morgunblaðið - 31.10.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIK UDAGUR 31. OKTÓBER 1984 33 Oldrimarþjónusta í Reykjavík Reykjavíkurborg, fjöldi félagasamtaka og safnaða sinna málefnum aldr- aðra í Reykjavík. Samt er fjöldi fólks sem veit ekki hver þjónustan er né hvar hún er veitt. Upplýsingaþjónustu og fræðslu um málefni aldraðra hefur of lítið verið sinnt fram til þessa. Málefni aldraðra Félagsmálastofnu n Reykjavíkurborgar Eins og áður hefur verið getið er yfirstjórn félagsmála í Reykjavík í höndum félagsmála- ráðs Reykjavíkurborgar. For- maður þess er Markús Örn Ant- onsson. Félagsmálastjóri er Sveinn H. Ragnarsson. Fjöldi aldraðra Reykvíkinga vex hröðum skrefum. Háaldraðir Reykvíkingar hafa aldrei verið fleiri. Árið 1982 voru 204 konur 90 ira og eldri og 84 karlar eða sam- tals 288. Á sama ári voni íbúar Reykjavíkur 80—89 ára samtals 2.198. Á árinu 1982 voru því íbúar Reykjavíkur 80 ára og eldri sam- tals 2.486. 1. des. 1983 voru íbúar í Reykja- vík 67 ára og eldri 9.819. Við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar starfar sér- stök deild sem sinnir málefnum aldraðra og hefur deildin skrif- stofur sínar að Tjarnargötu 11, í sama húsi og heimilisþjónusta Reykjavíkurborgar hefur skrifstofur sínar. Deild sú sem sinnir velferðarmálum aldraðra hefur einnig méð uppbyggingu og skipulagningu ásamt rekstri félags- og tómstundastarfs aldr- aðra að gera. Verður hér stiklað á stóru varðandi þátt Reykjavík- urborgar á þessu sviði. Félags- og tómstunda- starf aldraóra Félags- og tómstundastarf aldraðra hefur verið rekið um 15 ára skeið. Er starfið rekið bæði yfir vetrar- og sumarmánuði og öllum íbúum Reykjavíkurborgar 67 ára og eldri heimil þátttaka í starfinu. Reynt hefur verið að sinna þessum þætti öldrunarþjónustu sérstaklega og gefa honum sér- stakan gaum þar sem augljóst er 2. grein að með hækkuðum lífaldri verða æ fleiri sem þurfa á aðstoð, um- önnun, ráðgjöf og þjónustu að halda. Á árinu 1984 rekur Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar fjórar félagsmiðstöðvar í borginni og jafnframt rekur Reykjavíkurborg félags- og tómstundastarf fyrir aldraða í Breiðholti í Menningar- miðstöðinni við Gerðuberg. Fjölbreytni í starfi er mikil og nægir að nefna: handavinnu af ýmsu tagi, smíði, útskurð, smelti, leirkerasmiði, bókband, leðurvinnu og skermagerð, enskukennslu, leikfimi, sund- námskeið og þannig mætti lengi telja, að ógleymdri félagsvist og dansi. Ættu því flestir að finna eitthvert starf við hæfi. Þá er einnig um hársnyrtingu og fótaaðgerðir að ræða á þess- um stöðum ásamt með and- litssnyrtingu og böðun fyrir þá sem eiga erfitt með eða geta ekki komist í bað hjálparlaust. Á eftirtöldum stöðum fer fram félags- og tómstundastarf fyrir aldraða á vegum Reykjavíkur- borgar: 1. Norðurbrún 1. Þar eru höfuð- miðstöðvar félags- og tóm- stundastarfs Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Forstöðumaður er Helena Halldórsdóttir, sími 686960. 2. Lönguhlíð 3. Félags- og tóm- stundastarf hefst þar kl. 13.00 e.h. Forstöðumaður er Lára Vilhelmsdóttir, sími 24161. 3. Furugerði 1. Þar hefst starfið einnig að öllu jöfnu kl. 13.00. Forstöðumaður er Anna Þrúður Þorkelsdóttir, sími 36040. 4. Oddfellow-húsið við Vonar- stræti. Þar hefur starf verið rekið einn dag vikunnar, - á mánudögum, frá kl. 13.00- —17.00 og sér forstöðumaður í Norðurbrún 1 um starfið ásamt aðstoðarforstöðu- manni, Kristínu Jónasdóttur. 5. Menningarmiðstöðin við Gerðu- berg. Þar hefur starfið verið rekið á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 13.00- —17.00. Forstöðumaður er El- ísabet Þórisdóttir, sími 79140. Matarþjónusta Margir aldraðir eiga erfitt með að elda sér hádegismat. Reykjavíkurborg hefur reynt að koma til móts við þarfir þessa fólks með þvi að gefa því kost á að kaupa sér máltíðir i félags- miðstöðvum aldraðra. í Norðurbrún 1, Lönguhlíð 3, og Furugerði 1 er unnt að fá heita máltið í hádegi alla virka daga vikunnar. Við Þjónustu- íbúðir aldraðra á Dalbraut og á vistheimilinu að Droplaugar- stöðum er unnt að fá máltíð alla daga vikunnar. Er starfíö nógu öflugt og fjölbreytt? Hér hefur verið stiklað á stóru í þessum mikilvæga þætti öldr- unarþjónustu. Meðan aldraðir eru virkir í starfi þjálfast bæði hugur og hönd, vellíðan eykst og þeir geta notið lífsins í ríkara mæli. Því er eðlilegt að spurt sé: Er starfið nógu fjölbreytt? Hvað um sérnámskeið fyrir aldraða og verðandi ellilífeyrisþega? Er þörf á námsflokkum fyrir aldr- aða? Fáir launaðir starfsmenn byggja starfið á þátttöku á um 100 sjálf- I»órir S. (Juóbergsson „Vér göngum svo léttir í lundu". Leikfími er afar mikilvægur þáttur í heilsurækt aldraðra boðaliða sem leggja ómetanlegan skerf að mörkum og verður starf þeirra seint fullþakkað. Þjálfa þarf góða starfsmenn, greiða þeim sómasamleg laun fyrir mikilvægt starf, efna til nám- skeiða fyrir sjálfboðaliða og meta starf þeirra enn betur en gert hefur verið. Og hvað segja síðan aldraðir sjálfir? Þeir eiga að njóta þjón- ustunnar. Hvar kreppir skórinn? Hvar má betur gera? Hvað er vel gert og á hvað þarf að leggja enn meiri áherslu? Grænland: Drykkjuskap- urinn keyrir um þverbak (■rænlandi, 29. október. Frá NiLs Jörgen Bruun, rréCUriUra Mbl. BÆJARSTTJÓRNIN í Scoresbysund á austurströnd Grænlands hefur ákveðið að banna alla áfengissölu í bænum. Er ástæðan sú, að mikið hefur verið þar um morð og sjálfs- morð að undanförnu vegna óhófíegs drykkjuskapar á bæjarbúum. Geng- ur bannið í gildi nk. fímmtudag. Á grænlenska landsþinginu eru nú ákafar umræður um hvernig unnt er að draga úr drykkjuskapn- um í landinu en ekki er búist við ákveðnum tillögum um það að svo stöddu. Verður beðið niðurstaðna sérstakrar ráðstefnu um vanda- málið, sem brátt verður haldin. Otto Steenholdt, leiðtogi stjórnar- andstöðuflokksins Atassut, hefur beitt sér mjög fyrir þessu máli og sagði á þingi, að hann vildi heldur, að Grænlendingar gætu sér orð erlendis fyrir góðan fisk en fyrir það að eiga heimsmet í drykkju- skap, morðum, sjálfsmorðum og líkamsmeiðingum. Engin eftir- mál af sprengju- leiknum London, 29. október. AP. FRANSKl öryggislögregluforinginn, sem kom fyrir sprengjum til að kanna árvekni breskra starfsbræðra sinna, verður ekki látinn svara til saka fyrir uppátækið. Talsmaður Scotland Yard skýrði frá þessu í gær, en sprengjunum kom Frakkinn fyrir á lóð hússins þar sem franska sendinefndin dvaldist meðan á heimsókn Mitterrands Frakklands- forseta stóð. „Við gerum okkur að góðu út- skýringar hans og þar með er mál- ið úr sögunni," sagði talsmaður Scotland Yard. Franski lögreglu- foringinn var yfirheyrður í fjóra tíma hjá bresku lögreglunni en ekkert hefur verið gert uppskátt um ástæðurnar, sem hann hafði fyrir verknaðinum. Franskir emb- ættismenn segja, að sprengjunum hafi verið komið fyrir til að prófa getu Bretanna og segja sumir, að þeir siðarnefndu hafi vitað hvað til stóð. Þetta mál setti leiðindasvip á heimsókn Mitterrands til Bret- lands og Thatcher hafði þau orð um það, að það hefði verið „al- rangt" að koma sprengjunum fyrir. BRunmði -AFÖRYGGISÁSTÆÐUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055 /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.