Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 37 Minning: Kristján Eiríksson hœstaréttarlögmaður „Sælir eru dánir, þeir sem 1 Drottni deyja upp frá þessu." (Op. 14.13.) „Nú er ég búin að fara með bæn- irnar mínar. Guð gefi ykkur góða nótt." Þetta voru síðustu orð Sig- ríðar Guðjónsdóttur. Hún andað- ist á Landspítalanum 20. þ.m. í bæn til Drottins lagðist hún til hvíldar og sofnaði frá þessum heimi, til þess að vakna í himin- sælu fyrir krossdauða og upprisu frelsara síns og Drottins Jesú Krists. f bernsku hafði hún lært að biðja. Foreldrar hennar voru hjónin Engilbertína Hafliðadóttir og Guðjón Guðmundsson, Hrauni í Grindavík. Þau innrættu einka- dóttur sinni guðsótta og góða siði, sem hún varðveitti til hinstu stundar. Með foreldrum sínum fluttist hún til Reykjavíkur barn að aldri. Þar átti hún heima ætíð síðan, að undanteknum þeim árum, sem hún dvaldi með eiginmanni sínum í Kaupamannahöfn, þar sem hann stundaði nám. Eiginmaður Sigríðar er Sigur- karl Stefánsson, dósent við Há- skóla íslands og þekktur stærð- fræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband 28. ágúst 1926 og voru rómuð fyrir glæsileika. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hamingjuríka samleið í rúm 60 ár, sem ein- kenndist af gagnkvæmum kær- leika, trausti og virðingu. Barna- lán þeirra var mikið. Þau eignuð- ustu 6 böm, sem eru: Anna kenn- ari, gift sr. Magnúsi Guðjónssyni biskupsritara. Stefán lyfjafræð- ingur á Akranesi, kvæntur önnu Guðleifsdóttur lyfjatækni. Guðjón læknir á Selfossi, kvæntur Unni Baldvinsdóttur meinatækni. Sig- urður Karl framkvæmdastjóri Alm.trygginga, Rvík, kvæntur Svölu Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Gísli Kristinn lögfræðingur, Keflavík, kvæntur Arnheiði Ing- ólfsdóttur hjúkrunarfræðingi. Sveinn lögfræðingur, Keflavík, kvæntur Ragnheiði Jóhannesdótt- ur kennara. Barnabörnin eru 17 og 3 barna- barnabörn. Á þessu má sjá að verkefnin voru mörg á heimili Sigríðar. Oft var margt um manninn á Baróns- stíg 24, en þar bjuggu þau Sigríður og Sigurkarl í u.þ.b. 40 ár. Börnin voru mörg og gestagangur óvenju mikill. Gestir dvöldu þar iðulega vikum og mánuðum saman og gestrisni heimilisins var annáluð. Þegar ég kom til Reykjavíkur í Minning: Á mánudaginn síðastliðinn var til moldar borin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði Eva Fanney Jóhanns- dóttir. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða um skeið, samt vorum við aðstandendur ekki viðbúnir andláti hennar 21. október síðast- liðinn. í nokkrum línum vil ég minnast þessarar góðu konu, tengdamóður minnar, nú — þegar leiðir skilur eftir nær þriggja áratuga sam- fylgd og vináttu. Vináttu, sem varð mér eins og öðrum í nánasta umhverfi Evu ákaflega mikils virði. Eva fæddist í Hafnarfirði 18. ágúst 1914 og þar ól hún allan sinn aldur. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Jóhanns Tómassonar, sem bjuggu við Aust- urgötu. Barnahópurinn var stór eins og oft var í þá daga. Eva var fjórða elst níu systkina. Hún ólst upp við iðni og nægju- semi, sem einkenndu þá tima og hún alla tíð bjó að. Skólagangan varð með skemmra móti. Hún fór fljótt að starfa, réðst í vist eins og títt var um ungar stúlkur í þá daga, var á heimilum Ingólfs skóla óharðnaður unglingur utan af landi, tókst með okkur Önnu, dóttur Sigríðar og Sigurkarls, sú vinátta, sem varð til þess að ég fékk að ganga inn og út á þessu góða heimili. Eg átti því láni að fagna að fá að eta þar og drekka, sem heimilismaður væri, hvenær sem mér datt í hug öll mín skóla- ár. Þrátt fyrir allt annríki og um- stang höfðu hjónin alltaf tíma til að hlusta á glaðværar frásagnir og tal okkar unglinganna og ýmis vandamál leystu þau með okkur og lögðu okkur holl ráð. Þaðan kom mér m.a. hvatningin að halda áfram skólagöngu minni og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Ég veit að allt þetta mátu foreldrar mínir líka mikils og einlæg vin- átta tókst með hjónunum á Bar- ónsstíg og þeim. Sú vinátta entist svo lengi, sem foreldrar mínir lifðu. En þrátt fyrir mikil umsvif á heimili Sigríðar náði vettvangur hennar lengra. Hún var virk í starfi Kvenfélags Hallgríms- kirkju. Þar var hún ritari í mörg ár enda unni hún kirkju sinni og Guðs kristni heils hugar. Þegar börnin flugu úr hreiðri og heimilið minnkaði byggði Sigur- karl við Borgarholtsbraut 14 í Kópavogi. Þar bjuggu þau hjón sér hlýtt og fallegt heimili, sem alltaf stóð opið ástvinum þeirra og vin- um. Þar var engu síður gott að koma en á Barónsstíg. Sama hjartahlýjan og hógværðin streymdi alltaf frá þeim hjónum og einkenndi þau alla tíð. Fyrir okkur öllum liggur að flytjast burtu af þessari jörð, það eitt eigum við víst. Þá er gott að eiga orð Jesú, sem segir i 14. kafla Jóhannesar- guðspjalls 1. versi: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo þér séuð einnig þar sem ég er.“ Lof sé Guði fyrir það, að í þess- ari trú fékk Sigríður Guðjónsdótt- ir að sofna. Blessuð sé minning hennar. Sigurkarli og fjölskyldu hans allri sendi ég og ættingjar mínir dýpstu samúðarkveðjur. Við biðj- um Guð að styrkja þau og blessa i bráð og lengd. Kristín Magnúsdóttir Möller Flygenring og Bjarna Snæbjörns- sonar og hélt mikilli tryggð við það fólk æ síðan, enda var vinátta sú gagnkvæm. Gjafvaxta kynntist hún ungum manni frá Minni-Vatnsleysu, ólafi Kristni Sigurðssyni, og gengu þau í hjónaband á miðju sumri 1935. ólafur hafði þá keypt húsið að Kirkjuvegi 9 í Hafnar- firði, þar hófu þau sinn búskap og bjuggu til dauðadags. Þeim varð fimm barna auðið og komust þau öll upp. Elstur er Jó- hann, rennismiður, búsettur í Bandaríkjunum, kona hans er Edda ólafsson, Eðvar, rannsókn- arlögreglumaður, kvæntur undir- ritaðri. Sigurður, framkvæmda- stjóri, kvæntur Helgu Ár- mannsdóttur, Guðrún, húsmóðir, gift Guðmundi Vigfússyni, og Bryndís, húsmóðir, gift Hilmari Ágústssyni. Á yngri árum stundaði ólafur sjóinn, var á togurum, en varð að fara í land, þegar heilsan tók að bila en börnin enn ung. Var hann frá vinnu langtímum saman og var það mikið álag á Evu og reyndar fjölskylduna alla. Einstök Fæddur 7. september 1921 Dáinn 18. október 1984 Kristján Eiríksson hrl., Holts- götu 23 hér í borg, andaðist í Landspítalanum 18. október sl. eftir tveggja vikna þunga sjúk- dómslegu. Með honum er genginn einn hinn bezti vinur og bekkj- arbróðir, sem ég hefi eignast á lífsleiðinni, og finn ég mig því knúinn til að festa eftirfarandi línur á blað. Fundum okkar Kristjáns mun fyrst hafa borið saman er við vor- um börn að aldri, sennilega 7 til 8 ára, í gamla innbænum á Akur- eyri eða „Fjörunni" eins og hann er gjarnan kallaður. Ekki urðu þau kynni varanleg vegna þess að Kristján fluttist í fjarlægt bæj- arhverfi og ég skömmu síðar frá Akureyri. Það var svo haustið 1935 sem við settumst saman í 1., bekk í Menntaskólanum á Akureyri og fylgdumst við að allt til stúdents- prófs vorið 1941. Kynni mín af honum á þessum árum voru ein- göngu bundin við skólann og sam- neyti mitt við hann ekki umfram aðra bekkjarfélaga. Það var fyrst þegar hingað til Reykjavíkur kom, og við höfðum báðir innritast í lögfræðideild Háskóla Islands að kynni okkar urðu nánari. Þannig hittist á, að ég gat útvegað Krist- jáni og öðrum skólabróður okkar herbergi á Bergstaðastræti 82 hjá heiðurshjónunum Ragnhildi Jónsdóttur og Guðmundi Kristni Guðmundssyni, sem þar bjuggu í fallegu einbýlishúsi. Þar kom samheldni, æðruleysi og nægju- semi fleytti þeim þó yfir erfiðleik- ana. Ólafur komst aftur til starfa, var fiskimatsmaður þar til hann missti aftur heilsuna — og lést 8. ágúst 1974. Síðan bjó Eva ein á Kirkjuveginum. Þannig er hægt að stikla á stóru og rekja lífsferil þessara góðu hjóna í stuttu máli. En þetta var miklu meiri saga, því í því ein- falda og fábrotna lífi, sem lifað var á Kirkjuveginum, var fólgið svo margt af því, sem við erum öll hann sér svo vel, að þau hjón máttu helst ekki af honum sjá og þar dvaldist hann mestallan þann tíma, er hann var við nám í há- skólanum. Það var ekki bjart yfir stúd- entalífinu haustið 1941, þegar við Kristján hófum laganám okkar í háskólanum. Styrjöldin var í al- gleymingi, landið hersetið, eini stúdentagarðurinn í hers höndum sömuleiðis eini mannsæmandi samkomustaður bæjarins, Hótel Borg. Stúdentar höfðu mötuneyti í alls óhæfu húsnæði í kjallara há- skólans og þeir, sem ekki höfðu i annað hús að venda, sváfu í flat- sæng á gólfinu á efri hæðum skólabyggingarinnar. Maturinn í mötuneytinu var ekki uppá marga fiska, en hann var ódýr og það var höfuðatriði. En þrátt fyrir stríðsástand og erfiðleika á mörgum sviðum eru námsárin í endurminningu flestra okkar einhver sá skemmtilegasti tími, sem við höfum lifað. Við nut- um hins svokallaða akademíska frelsis í ríkum mæli, lausir við stundaskrár og strangan aga menntaskólaáranna. Kristján var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og glaðværð hans og glæsileiki sópuðu burt öllum áhyggjum á augabragði. Kristján lauk prófi í lögfræði frá Háskóla íslands í janúar 1948 með 1. einkunn. Hann stundaði nám í félagarétti í Frakklandi vet- urinn 1949—1950 og réðst stuttu síðar fulltrúi á málflutnings- skrifstofu Áka Jakobssonar. að leita að allt lífið — og margir finna aldrei. Friðurinn, þessi ró hjartans og þetta jákvæða viðhorf gagnvart öllum og öllu. Þau voru innilega sátt við lífið og nutu þess jafnvel í andstreyminu. Enginn, sem ég hef kynnst, hefur gefið jafnmikið af sjálfum sér og Eva. Hjá henni var ekki vítt til veggja, en þar sem hjartarýmið er mikið verður aldrei þröngt. öllum þótti gott að koma til Óla og Evu. Þau voru fyrir löngu samofin mannlíf- inu í Hafnarfirði og áttu mikinn fjölda vina allt um kring. Óli og Eva ræktuðu garðinn sinn vel, reyndar í tvöföldum skilningi, því tvívegis var garður- inn sunnan við húsið þeirra á Kirkjuvegi valinn fegursti garður Hafnarfjarðar. Að sinna plöntum og gróðri var þeim yndi — og óaf- vitandi, af hreinni eðlishvöt, rækt- uðu þau mannlífið í kring um sig með sömu umhyggju. Þegar ég tengdist þessari fjölskyldu, nánast barnung, var mér tekið af meiri alúð og vináttu en ég hef átt að venjast annars staðar — og ég veit að fleiri hafa þá reynslu. Og samband Evu við barnabörn sín, sem nú eru orðin 12, var með eindæmum náið og innilegt. Dæt- ur mínar missa miklu meira en ömmu, þegar Eva er fallin frá. En þetta er gangur lífsins og nú hafa þau óli og Eva bæði kvatt. Þau auðguðu líf samferðamanna sinna og gáfu vinum sínum eitt- hvað, sem lifir með þeim og heldur áfram að verma sálina. Guðbjörg Guðjónsdóttir Skrifstofa þessi hafði allmikil um svif um það leyti, sem Kristjái réðst þangað. Áki var löngu þjóðkunnur mað ur, er hér var komið sögu. Hani hafði verið bæjarstjóri á Siglu firði, alþingismaður og ráðherra en hafði fyrir nokkrum árum set á stofn málflutningsskrifstofu hé í borginni. Þarna voru því næt verkefni fyrir ungan og efnilegai lögfræðing. Kristján beið heldu ekki boðanna, var fljótur að afl: sér réttinda sem héraðsdómslög maður í nóv. 1950, og hefst þ; langur og giftudrjúgur ferill han sem málflytjanda. Það má segj; að aðstæður hafi verið Kristján hagstæðar strax frá byrjun. Nó| var af málum, sem biðu umfjöll unar, gagnasöfnunar og þess a< vera flutt fyrir hinum ýmsi dómstólum. En hann komst fljót að því, að málflutnigastarfið ei ekki bara dans á rósum. Þai krefst vinnu, mikillar vinnu, ár vekni og ekki sist brennand áhuga á starfinu. Ég held ekki ai Kristján hafi verið gæddur nein um sérstökum hæfileikum ti málflutnings umfram það, sem al- mennt gerist, og ég held að hanr hafi áttað sig snemma á því sjálf ur. En hann setti sér það mark mið, að verða góður málflutnings maður og ég er þess fullviss, ai það tókst honum. Ég er lika vis: um það, að ég er ekki einn un þessa skoðun. Kristján hafði mikla ánægju aí starfi sínu. Hann dreifði ekk kröftum sínum, heldur hélt sig vif sitt fag og náði þar ágætun árangri. Honum datt aldrei í hu; að hann gæti frelsað landið, hvai þá heiminn. Hann sagði oft, ai nóg væri af mönnum, sem teldi sig þess umkomna, og væri þv: best að láta þá um þá hlið málsins Hann var að eðlisfari mjög dului og bar ekki tilfinningar sínar í torg, hvorki í ræðu né riti. Hanr var rólegur og yfirvegaður í fram göngu, flutti mál sitt skilmerki lega og án allrar tilgerðar. Hanr brýndi ekki raustina eins og sum um hættir til í hita baráttunnai en kom þó öllu vel til skila, sen hann vildi sagt hafa. Kristján Eiríksson var hii mesta glæsimenni að vallarsýn o( klæddist manna best. Það var eft ir honum tekið hvar sem hann fór ekki síst af veikara kyninu. f júní 1952 kvæntist Kristjái eftirlifandi konu sinni, Eiríki Þórðardóttur, og reyndist þat eitthvert það mesta gæfuspor, sen hann steig á æfinni. Þau hjónii eignuðust á næstu sjö árum fjóra: fallegar og efnilegar dætur, sen nú eru allar giftar og farnar ú: föðurhúsum. Ég flyt eiginkonu hans og fjöl skyldu innilegustu samúðarkveðj ur á þessum erfiðu tímamótum oi ég veit að ég tala þar fyrir muni allra eftirlifandi bekkjarsystkin: okkar. Nú er Kristján búinn að kveðj; okkur vini sína um sinn, en minn ingarnar um hann lifa áfram oi þær eru svo sterkar, að jafnve dauðinn fær þær ekki afmáð. Magnús Fr. Árnason Leiðrétting Minningargrein um Fjólu N Reimarsdóttur, sem birtist i blað inu í gær, er eftir Erlu Kristjáns dóttur, en nafn hennar féll nið!R| Er beðist afsökunar á mistökun um. Eva Fanney Jóhannsdóttir Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.