Morgunblaðið - 31.10.1984, Page 43

Morgunblaðið - 31.10.1984, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 43 1 f t j,|ni * « - x KKn * ? wwSsSíB * * Verum ánægð á meðan stórborgarbragurinn er enn ekki mikill Mikið var ég undrandi er ég sá bréf, sem „borgarbúi" ritaði í Velvakanda á sunnudag. Þar er skammast yfir því, að Austur- stræti sé fullt af skranhlutum og fatadruslum, sem bréfritari seg- ir að sé í hróplegu ósamræmi við þann stórborgarbrag, sem er að koma á Reykjavík. Ég get ekki orða bundist: Veit bréfritari ekki, hvernig lífið er í svo mörg- um strætum stórborganna, sem hann vill að Reykjavík líkist? Hvar sem komið er í stærri borgir heims má sjá flóamarkaði og söluskála eins og bréfritari er sem mest á móti og þykir sá þáttur borgarlífsins einatt einn hinna líflegustu. „Borgarbúi" virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir, að við erum blessun- arlega laus við annað einkenni stórborga, klámbúllumar og vændið. Vill bréfritari máski skipta, losna við skranið og fata- druslurnar, sem hann segir ein- kenna Austurstrætið og fá í staðinn klámbúllurnar, þar sem fólk er rúið sjálfsvirðingu? Vill bréfritari fremur sjá „stór- borgardömur" bíða eftir við- skiptavinum en þá, sem selja saklausa hluti á útimarkaði Austurstrætis? Nei, bágt á ég með að ímynda mér það. Við skulum ekki fjasa yfir smábúð- um, sem engan saka, heldur vera þakklát fyrir það, að Reykjavík skuli ekki enn vera orðin eins og svo margar stórborganna. Það vill oft gleymast, hve lánsöm við erum hér á Islandi. Við skulum keppast við að gera borgina okkar stórborgarlega að því leyti sem vel er, t.d. með fjölskrúðugu lífi í göngugötunni, en jafnframt vara okkur á því sem miður er. Lengi lifi útimarkaðurinn í Austurstræti, á meðan starfsemi hans miðast einungis við „skran og fatadruslur". Þessir hringdu . . „Hve langt nær hugsunin?" Gömul kona hringdi og kvaðst vilja leggja nokkrar spurningar fyrir þá, sem nú eru að karpa um laun og kjör opinberra starfs- manna: „Hafið þið gert ykkur grein fyrir því að yfirstandandi verk- fall bitnar miskunnarlaust á þeim sem síst skyldi? Hvað eigum við, sem erum bíllaus og höfum ferðast með strætisvögnum, nú að gera? Hafið þið hugsað til þeirra, sem eru blindir og geta ekki lesið og hafa haft ánægju af því að hlusta á útvarp? Og þeirra, sem eru lamaðir og njóta sjónvarpsins þegar það er í gangi? Getið þið sett ykkur í spor fá- tæks fólks og farlama, hvernig þetta allt bitnar á því? Hafið þið hugsað til þeirra, sem eru í sjúkrahúsum og lang- legudeildum? Ég bið guð að fyrirgefa þeim, sem bera ábyrgð á því hvernig þessu fólki líður nú.“ Drottinsdegi ...“ LV. hringdi og hafði þetta að segja: „Sunnudaginn 28. okt. 1984 stendur á stðu 94 í Morgunblaðinu: „Boðskapur Jesú felst ekki í hnyttnum, skörulega fluttum ræð- um, heldur ...“ o.s.frv. „Og Jesú væntir þess ekki að við tileinkum okkur svo og svo mikið af kenning- um hans eða sýnum þess merki að við höfum skilið trixið i þessari eða hinni frásögninni. Nei, ...“ o.s.frv. Þessi skrif samrýmast ekki boðskap Biblíunnar. Er þetta kennsla í guðfræðideild Háskólans í dag? Ég vil biðja Félag guðfræði- nema og aðra umsjónarmenn síð- unnar, sem ábyrgir eru, að svara því.“ ftbmbou t)aó þehKist á bragóinu Föm/FRI FEwumm FERÐAMMÖÐINNI FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM! OSLO Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga STOKKHÓLMUR Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga 1 JJlili .835. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. GLASGOW HELGARFERÐIR: brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð 8.935. í tvíbýli frá kr. mmn 9.370. HELGARFERÐIR: Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00 LUXEMBOURG 10.765. Helgar- og vikuferðir. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00. um 14.241. HELGAR- OG VIKUFERÐIR Flogið um Luxembourg til Parísar. HELGARFERÐ: Flu gog gisting m/morgunv. Verð í tvíbýli frá kr. 14.241.00. KAUPM.H0FN 10.334. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00. k I 15.568. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00. EHM Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00. Alltaf er nú notaiegt að skreppa til Kanaríeyja úr skammdeginu á Islandi. - Fjölbreytt úrval gististaða, margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá okkur um ferðamátann, sem hentar þér. SKIDAFERDIR 22.098. — Viku-, 2ja vikna og 3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar 26. janúar. — Góðir gististaðir í Mayrhofen. Verð í tvíbýli m/hálfu fæði í 2 vikur frá kr. 22.098.00. FERÐA.. MIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 lanvaravo wmvtb

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.