Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 13 Guðrún Kristmannsdóttir og Kristján Franklín Magnús í hlutverkum llallmar Sigurðsson leikstjóri ræðir við leikara á æfíngu. Önnu og Péturs. Fyrsta framsýning Leikfélags Reykjavíkur annað kvöld: Dagbók Önnu Frank ANNAÐ KVÖLD, laugardags- kvöld, verður fyrsta frumsýningin í Iðnó á þessu hausti, en ekki hefur verið unnt að hefja sýningar fyrr vegna verkfalls brunavarða. Þá verður frumsýnt hið sann- sögulega leikrit, Dagbók önnu Frank, byggt á dagbók gyðinga- stúlkunnar, sem dvaldist í felum á þriðja ár í síðari heimsstyrjöldinni ásamt foreldrum sínum og fleira fólki á geymslulofti í Amsterdam vegna gyðingaofsókna nasista. Dagbókin var gefin út að Önnu látinni og vakti þegar í stað gífur- lega athygli. Leikritið, sem byggt er á dagbókinni, sömdu bandar- ísku rithöfundarnir Frences Good- rich og Albert Hackett 1955 í sam- ráði við föður Önnu, Ottó Frank, en hann var sá eini gyðinganna átta á geymsluloftinu sem lifði af. Leikritið hlaut Pulitzer-verðlaunin, einnig verðlaun gagnrýnenda sem besta leikrit ársins auk fjölda ann- arra verðlauna. Þá hefur einnig verið gerð kvikmynd eftir leikrit- inu. í kynningu Leikfélags Reykja- víkur á verkinu segir m.a.: „í dagbók sinni lýsir Anna daglegu lífi á geymsluloftinu, þar sem átta mannverur leynast og verða að hafa hljótt um sig alla daga meðan unnið er á skrifstofunum á neðri hæð hússins og geta ekki farið að athafna sig fyrr en á kvöldin þegar starfsdegi þar lýk- ur. Á þriðja ár tókst þeim að leynast þarna með aðstoð fjög- urra starfsmanna fyrirtækisins í húsinu uns þau voru handtekin i ágúst 1944 og flutt í útrým- ingarbúðir nasista. Dagbókin er þó síður en svo lýsing á hörm- ungum og eymd, heldur er hún dagbók ungrar stúlku, sem býr yfir næmi og ríku skopskyni í frásögnum sfnum af sambýlis- fólkinu, ungrar stúlku, sem við þessar óvenjulegu og erfiðu að- stæður kynnist fyrstu ástinni og lifir í bjartsýni og von um betra mannlíf allt til hinstu stundar." í hið vandasama hlutverk Önnu Frank hefur verið valin 16 ára stúlka frá Selfossi, Guðrún Kristmannsdóttir, en hún hefur leikið í nokkrum sýningum hjá Leikfélagi Selfoss, þar á meðal hlutverk Önnu fyrir tveimur ár- um. Aðrir leikarar eru Sigurður Karlsson og Valgerður Dan, sem leika foreldra Önnu, Ragnheiður Tryggvadóttir leikur Margréti systur hennar, Jón Sigurbjörns- son og Margrét Helga Jóhanns- dóttir leika hin hjónin á loftinu og Kristján Franklín Magnús leikur Pétur, son þeirra. Gísli í Iðnó Halldórsson leikur Dussel tann- lækni og Jón Hjartarson og María Sigurðardóttir leika skrifstofufólkið sem aðstoðar gyðingana átta. Þær Ragnheiður og María leika nú í fyrsta skipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur en þær hafa báðar lokið prófi frá Leiklistarskóla íslands. Leikstjóri sýningarinnar er Hallmar Sigurðsson, sem áður hefur m.a. leikstýrt sýningum Að sjá til þín, maður, Undir álm- inum og Hart í bak fyrir LR. Leikmynd og búninga gerir Grétar Reynisson, sem í fyrra gerði leikmynd í Gísl, en þýðandi leikritsins er Sveinn Víkingur og hefur Stefán Baldursson endur- skoðað hana fyrir sýninguna nú. 2. sýning á Dagbókinni er á sunnudagskvöldið, 3. sýning á þriðjudagskvöldið og 4. sýning á miðvikudagskvöldið. —AZai— BMW 732-1 árg. 1981 Silfurgrár, ekinn 56 þús. km er- lendis. Sjálfskiptur meö öllum dýrasta útbúnaöi, sóltopp, plussklæöningu, litaö gler, tölvustýringu o.fl o.fl. Mercedes Benz 230-E árg. 1983 Dökkrauöur, ekinn 35 þús. km erlendis. Sjálfskiptur, meö öll- um þeim búnaöi er hæfir Benz t.d. sóltopp. Volvo 240 GLT árg. 1983 Ekinn 25 þús km. Litur er Ijós- kremaöur. Sjálfskiptur með afl-hemlum og -stýri o.fl. Við nefnum ekki verö á þessum bílum enda er það breytilegt. Stað- greíðsla, lán eða bíla- skipti. A%ai ^íQafcaftait v/Miklatorg, sími 19-1-81 og 15-0-14. Höfðum óskað vaxtabreytinga fyrir ákvörðun Seðlabankans — segir Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans „ÞAÐ vill nú þannig til, að áður en kom til þessarar ákvörðunar Seðla- bankans um samræmingu vaxta inn- lánsstofnana, hafði Iðnaðarbankinn sent bréf til Seðlabankans þar sem sótt var um þessa sömu breytingu. Við vorum búnir að ákveða að lækka okkar verðtryggðu vexti,“ sagði Bragi Hannesson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu ákvað Seðlabank- inn lækkun vaxta af verðtryggð- um lánum um 1 til 2% og hækkaði vexti af eldri lánum um 1% fyrir skömmu. Bragi var spurður hvers vegna Seðlabankinn hefði haft frumkvæði um þessar breytingar, þrátt fyrir ákvæði um frelsi við- skiptabanka til ákvörðunar vaxta: „Þegar ákvörðun vaxta var gef- in frjáls innan ákveðinna marka áskildi Seðlabankinn sér rétt til að ákveða vexti af bréfum, sem gefin voru út fyrir 11. ágúst síðastliðinn í þvi sjónarmiði, að samræma þá þeim vöxtum, sem kynnu að verða ákveðnir af öðrum lánum. Við höf- um alltaf verið þeirrar skoðunar og látið það í ljós, að innan tíðar myndu vextir viðskiptabankanna verða svipaðir, enginn einn banki gæti boðið allt aðra vexti en aðrir, þegar til lengri tíma væri litið. Því yrði það ósköp svipað í framtíð- inni, sem bankarnir byðu. Það væri frekar þjónustuúrvalið, sem breyttist við þetta frelsi. Með þessum breytingum, lækkun vaxta á nýjum lánum og hækkun á þeim eldri, er verið að samræma kjör- in,“ sagði Bragi. Bragi sagði ennfremur, að- spurður, að vanskil hefðu vaxið nokkuð að undanförnu, einkanlega hjá fyrirtækjum. Aukinna van- skila einstaklinga hefði lítið gætt, enda mætti bankinn erfiðleikum fólks eins og unnt væri með fram- lengingu lána. íSÍA auglýsingastofum. Hinsvegar vil ég leiðrétta eitt atriði sem stendur í upphaflegu auglýsingunni frá þessu fyrirtæki. Tímabær er ekki aðili að SlA, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, og hefur þess vegna ekki að- gang að könnunum og annarri sambærilegri vinnu sem SÍA hef- ur látið vinna fyrir félagsmenn sína og viðskiptavini þeirra. Eg get þó ekki séð að neitt sé því til fyrirstöðu að auglýsingastofan geti gengið í sambandið, þó ég viti reyndar ekki nóg um fyrirtækið til að geta fullyrt um það. Ég tel það sjálfsagðan hlut að sem flestar auglýsingastofur gangi I samtök okkar. Við leggjum áherslu á það að halda uppi góðum mælikvarða í okkar atvinnumennsku og höfum til hliðsjónar siðareglur og aðrar reglur sem sambærileg atvinnu- samtök hafa,“ sagði ólafur Steph- ensen. Tímabær ekki — segir formaöur sambandsins „AUÐVITAÐ fínnst okkur félögun- um það mjög forvitnilegt þegar ný stofa fer af stað og virðist ætla að hasla sér völl á dálítið öðru sviði en aðrar auglýsingastofur," sagði ólaf- ur Stephensen, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við Mbl. þegar álits hans var leitað á stofnun auglýsingastofunnar Tfma- bær sem auglýst hefur einfaldari og ódýrari þjónustu á sviði auglýsinga- gerðar en almennt þekkist á auglýs- ingastofum. „Þarna er ef til vill um að ræða stofu sem leggur meira upp úr uppsetningu auglýsinga en minna upp úr skipulagningu, undirbún- ingi og markaðssamhengi. Ég geri ráð fyrir að þessi stofa komi til með að ná best til þess hóps sem aðallega hefur samið sínar auglýs- ingar sjálfur eða fengið til þess ókeypis aðstoð hjá fjölmiðlunum. Þetta eru í mörgum tilvikum viðskiptavinir sem ekki hafa verið í viðskiptum hjá hinum almennu Þyrlan heitir TF-SIF ÁKVEÐIÐ hefur verið að hin nýja þyrla Landhelgisgæslunnar verði skráð með einkennisstöfunum TF-SIF. Hafa stafirnir þegar ver- ið málaðir á þyrluna. Fór hún í sitt fyrsta æfingaflug hér á landi í gær og gekk flugið vel. Við höfum opnað að nýju eftir gagngerðar J breytingar og sýnum nú stærri og miklu skemmtilegri búð, fulla af góðum og vönduðum vörum. r N Verö kr. 4.150.-. KAPUSALAN BORGARTÚNI 22 Næg bílastæði. SlMI 23509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.