Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Abdrborg, 1. nóvember. AP. ALSÍRMENN minntust þess í dag med gl»silegri hersýningu í höfuA- borginni, að 30 ár eru liðin frá upp- hafi byltingarinnar gegn frönskum yfirráðum í landinu. Nokkur hundr- uð erlendra sendimanna voru við- staddir hátíðarhöldin auk tugþús- unda borgarbúa og annarra lands- manna. Forseti Alsír, Chadli Bendjedid, fylgdist með hersýningunni úr há- tiðarstúku og til hvorrar handar honum stóðu þeir Habib Bourgu- iba, Túnisforseti, og Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO. Af öðrum má nefna Jalloud, sem gengur næstur Khadafy, Líbýuleiðtoga, Donald P. Hodel, orkumálaráðherra Banda- ERLENT „Óraunverulegt og óhugnan- legt, eins og annars heims“ — segir leikarinn Peter Ustinov, sem beið Indiru í garðinum þegar hún var myrt New York, 1. nóvember. AP. BRESKI leikarinn Peter Ust- inov var staddur í aðeins 100 metra fjarlægð frá Indiru Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, þegar hún féll fyrir byssu- kúlum morðingjanna í gær- morgun. Segir hann, að allt hafi gerst „í skjótri svipan“, „engin hróp, engin kvein“. „Mér virtist atburðurinn svo óraunverulegur þar sem ég var staddur í yndisfögrum garði og ekk síst vegna þess, að ég hafði séð myndina um Gandhi, sem líka mætti endalokunum innan um tré, blóm og grænar grundir," sagði Ustinov í viðtali við fréttamann NBC-sjónvarpsstöðvarinnar bandarisku. Ustinov er enn í Ind- landi og var viðtalið tekið í gegn- um gervihnött. „Fuglasöngurinn hljóðnaði ekki og engin styggð kom að íkornunum við byssuhvellina. Þetta var allt svo óraunverulegt og óhugnanlegt, eins og annars heims, og því var öllu lokið á stuttri stund, skelfilega stuttri stund," sagði Ustinov, en hann var kominn ásamt kvikmyndatöku- manni til að eiga viðtal við Indiru Gandhi og beið hennar í garðin- um. „Við áttum við hana stefnumót klukkan níu og hún hafði sagt okkur að bíða sín á skuggsælum stað í garðinum. Sjö eða átta mín- útum yfir níu heyrðum við þrjá dimma hvelli, sem Indverjarnir, sem með okkur voru, töldu vera frá púðurkerlingum. Strax á eftir komu svo önnur hljóð, sem við vissum að voru frá hríðskotabyss- um. Skyndilega var fólk á hlaup- um í garðinum, m.a. hermenn, en það var allt svo ósköp hljótt, engin hróp, engin kvein," sagði Ustinov. Byltingarinnar minnst í Alsír Herinn á varðbergi Hermenn voru hvarvetna á verði í höfuðborginni, Nýju-Delhí, í gær, daginn eftir að Indira Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, var vegin. Víða um land hefur komið til óeirða og uppþota í kjölfar morðsins og hefur af þeim sökum verið sett á útgöngubann í mörgum borgum. ríkjanna, og Alexander Kouldou- nov, marskálk og aðstoðarvarn- armálaráðherra Sovétríkjanna. Fulltrúi Frakka var Claude Cheysson, utanríkisráðherra, en í Frakklandi urðu miklar deilur um ferð hans því að mörgum Frökk- um, sem neyddust til að flýja Alsír í byltingunni og eftir hana, finnst enn sem þeir eigi harma að hefna. Það kom þó meira á óvart, að Bel- aziz, utanríkisráðherra Marokkó, skyldi vera viðstaddur því að Mar- okkóstjórn hafði áður hafnað boð- inu. Stafar það af því, að Alsír- menn styðja skæruliða Polisario- hreyfingarinnar í baráttu þeirra gegn yfirráðum Marokkómanna. Vill fá að deyja í náttfotunum Kaleigh. I. nóvember. AP. Lögfrcðingar reyndu hvað þeir gátu í dag til að fá komið í veg fyrir aftöku Velmu Barfield, sem fara á fram á morgun, föstudag. Ef hún verður tekin af lífi verður hún fyrsta konan í Bandaríkjunum í 22 ár, sem hlýtur þau örlög. Hefur hún óskað þess að fá að deyja f bleiku baðmullarnáttfötunum sín- um í stað fangelsisklæðanna. Frú Barfield, sem er 52 ára, fær dauðasprautuna fyrir að eitra fyrir kærasta sínum. Þrjár tilraunir í þessari viku til að fá dauðadómnum breytt hafa reynst árangurslausar. Hún hef- ur játað á sig þrjú morð til við- bótar, þ.á m. að hafa stytt móður sinni aldur, en hefur ekki verið sótt til saka fyrir þau. Á þriðjudag voru tveir morð- ingjar teknir af lífi f Louisiana og Texas, og hafa þá 28 menn verið aflífaðir frá því Hæstirétt- ur Bandaríkjanna leyfði dauða- refsingu að nýju. í kjölfar morðsins óeirðir hafa verið um gervallt Indland eftir morðið á Indiru Gandhi og fólk af trúflokki síkha ofsótt og hrakið. Þessi mynd af rústum brennandi húss var tekin í Gömlu-Delhí. Vitað er um ellefu manns, sem hafa látið lífið f óöldinni í landinu. London: Lögregla fann vopn og skotfærabirgðir Veður víða um heim Akureyri +1 skýjað Amaterdam 17 heiöskirt Aþena 16 skýfað Barcelona 20 heiöskírt Berlín 12 hsiöskírt Brussel 17 heiöskirt Chicago 11 heiöskirt Dublm 15 rigning Faneyjar 16 heiöskírt Franklurt 6 rigning Genf 10 skýjað Halsinki 10 rigning Mong Kong 26 heiöskfrt Jerúsalem 1« skýjað Kaupmannahöfn 13 skýiað Las Palmas 24 Mttskýjaö Lissabon 21 Skýjað London 18 heiöskírt Los Angeles 21 tkýiað Malaga 20 mistur Mallorca 22 Iðttskýjaö Miami 26 skýjaö Montreal 14 tkýjaö Moskva 5 skýjsö New York 23 skýjaö Osló 10 akýjað París 1« heiöakírt Peking 17 heiöskirt Reykjavík +1 hálfskýjsö Rjo de Janeiro 32 rigmng Rómaborg 21 hsiðskín Stokkhólmur 13 skýjaö Sydney 21 skýjað Tókýó 18 skýjað Vfnarborg 8 skýjaö bórshöfn 8 skúrir ítalski leikstjór- inn Eduardo de Filippo látinn Kóm. I. BÓvember. IGÆRKVÖLDI lést Eduardo de Fil- ippo leikari, leikstjóri og kvik- myndahöfundur á sjúkrahúsi í Róm, 84 ára að aldri. Hann var geysivin- sæll gamanleikari og leikritahöfund- ur á Ítalíu, oftast aðeins kallaður „Eduardo“. Var honum margvísleg- ur sómi sýndur heima fyrir. Eduardo de Filippo vann einnig með þekktum kvikmyndaleikstjór- um, gerði m.a. myndirnar „Yest- erday, Today and Tomorrow“ og „Marriage Italian Style“ í sam- vinnu við landa sinn Vittoria de Sica. Jóhannesarborg: Reynt að binda endi á óeirðir Jókaaaesarborg, I. aóvember. AP. HER og lögregla réðust inn í blökkumannahverfi í útjaðri Jóhannesarborgar, í annað skipti á tveimur dögum, í því skyni að binda endi á óeirðir, sem þar hafa staðið nær linnulaust í tvo mánuði, að sögn lögregluyfirvalda. 1 gærkvöldi og í dag hefur lög- reglan sett upp vegatálma og farið í eftirlitsferðir í Sebokeng, Sharpeville, Boipatong og Bophal- ong. í óeirðunum sem urðu fyrir 10 dögum voru um 350 manns handteknir. f Tembisa, sem er fyrir austan Jóhannesarborg, reyndu um 300 ungir blökkumenn að hlaða götuvígi, en hröktust á brott undan lögregluliði. boadoa, I. aóvember. LÖGREGLAN skýrði frá því í dag, að hún hefði fundið vopn og sprengiefni á byggingarlóð í vest- urhluta Lundúnaborgar. Var það í annað sinn á sama sólarhring, sem slíkan fund rak á fjörur lög- reglunnar. Telur lögreglan að hryðju- verkamenn hafi átt þessi skot- færi, en þar á meðal voru hand- sprengjur, hríðskotabyssur og marghleypur, auk skotfæra og sprengiefnis. „Við höldum, að aðilar frá Miðausturlöndum hafi átt þetta og komið því þarna fyrir alveg nýlega," sagði talsmaður lög- reglunnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Töldu heimildir innan lögreglunnar, að skotfær- in væru á vegum „Líbýumanna eða Armena", en það fékkst ekki útskýrt nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.