Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 WkíMMtim- m. ERI5ENDUM CMMÍK! AMERIKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 14. nóv. Laxfoss 16. nóv. City of Perth 28. nóv. Bakkafoss 5. des. NEW YORK Bakkafoss 12. nóv. Laxfoss 14. nóv. Cify of Perth 26. nóv. Bakkafoss 3. des. HALIFAX Bakkafoss 16. nóv. Bakkafoss 8. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 4. nóv. Eyrarfoss 11. nóv. Álafoss 18. nóv. Eyrarfoss 25. nóv. FEUXSTOWE Álafoss 5. nóv. Eyrarfoss 12. nóv. Álafoss 19. nóv. Eyrarfoss 26. nóv. ANTWERPEN Álafoss 6. nóv. Eyrarfoss 13. nóv. Álafoss 20. nóv. Eyrarfoss 27. nóv. ROTTERDAM Álafoss 7. nóv. Eyrarfoss 14. nóv. Álafoss 21. nóv. Eyrarfoss 28. nóv. HAMBORG Álafoss 8. nóv. Eyrarfoss 15. nóv. Alafoss 22. nóv. Eyrarfoss 29. nóv. GARSTON Fjallfoss 9. nóv. LISSABON Vessel 23. nóv. LEIXOES Vessel 24. nóv. BILBAO Vessel 25. nóv. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 2. nóv. Lagarfoss 9. nóv. Skógafoss 16. nóv. Lagarfoss 23. nóv. KRISTIANSAND Skógafoss 5. nóv. Lagarfoss 12. nóv. Skógafoss 19. nóv. Lagarfoss 26. nóv. MOSS Skógafoss 6. nóv. Lagarfoss 9. nóv. Skógafoss 20. nóv. Lagarfoss 23. nóv. HORSENS Skógafoss 8. nóv. Skógafoss 22. nóv. GAUTABORG Skógafoss 7. nóv. Lagarfoss 14. nóv. Skógafoss 21. nóv. Lagarfoss 28. nóv. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 9. nóv. Lagarfoss 15. nóv. Skógafoss 23. nóv. Lagarfoss 29. nóv. HELSINGJABORG Skógafoss 9. nóv. Lagarfoss 16. nóv. Skógafoss 23. nóv. Lagarfoss 30. nóv. HELSINKI 16. nóv. irafoss 17. des. irafoss GDYNIA _ irafoss 21. nóv. - irafoss 21. des. - TOR8HAVN r Skógafoss 1. des. N. KÖPING | irafoss 19. nóv. É irafoss 19. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP Nicaraguæ Dularfullar sprengjuárásir Managua, Nkarapia. 1. nóvember. AP. IBUAR Managua, höfuðborgar Nic- aragua, vöknuðu upp við vondan draum í morgun, drunur og dynkir heyrðust og jörðin skalf undir fótum þeirra. Svo varð allt kyrrt. Stjórn- völd tilkynntu í útvarpi að „nokkrar óþekktar flugvélar" hefðu varpað sprengjum, en þær hefðu flogið yfir Fundarstaður hefur ekki verið ákveðinn og fundartími ekki held- ur. Hins vegar eru báðir aðilar sagðir ólmir að koma fundum þessum af stað. Talsmaður Sam- einuðu þjóðanna sem ekki vildi láta nafns getið sagði ástæðu til bjartsýni um árangur fundanna, því Líbanonstjórn hefði aldrei landamærin frá Hondúras. íbúar í borginni Granada urðu einnig varir við tvær sprengingar áður en ósköpin dundu yfir Man- agua, en stjórnvöld minntust ekk- ert á það. Kona sem ekki vilda láta nafns getið hringdi í bandaríska fréttamanninn Michael Kienitz og fallist á slíka fundi ef Sýrlend- ingar hefðu ekki gefið þeim grænt ljós. Það benti til samningsvilja hjá Sýrlendingum, en þeir hafa jafnan lýst því yfir að þeir muni ekki hverfa með sitt herlið frá Lí- banon fyrr en Israelsmenn hafi horfið á brott með sitt lið. sagði honum að hún hefði séð litla rellu varpa sprengju að olíu- hreinsunarstöð i útjaðri Managua. Sprengjan hæfði ekki mannvirkið, en tendraði eld í gróðri í námunda þess, eftir því sem forstöðumaður stöðvarinnar sagði. Fréttamenn fengu ekki að koma nærri stöð- inni, en sáu þó að reykjarbólstrar stigu til himins. Það þótti því álitamál hvort upplýsingar for- stöðumannsins væru marktækar. Um manntjón fréttist ekkert. Þeir sex flokkar sem bjóða fram til forseta- og þingkosninga gegn sandinistum í Nicaragua eftir 4 daga funda nú um leiðir til að samræma aðgerðir. Stendur til að leggja drög að auknu frelsi og bættu lýðræði í landinu. Þeir flokkar sem lýst hafa yfir að muni ekki taka þátt í kosningunum telja það engum tilgangi þjóna, að vera með í kosningum, eða að funda með þeim hætti sem hér um ræðir, aðstæður bjóði ekki upp á slíkt, kosningarnar verði aldrei sann- gjarnar eða marktækar og sandin- istar muni aldrei bjóða upp á auk- ið lýðræði. Filippseyjar: Lögreglumenii vegnir Dayao-borg, Filippseyjum, 1. nóvember. í DAG gerðu kommúnískir uppreisnarmenn sjö manna lögreglusveit fyrirsát og skutu á hana úr sprengjuvörpum. Létu fjórir lögreglumannanna lífið en hinir voru afvopnaðir. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar særðist einn hinna þriggja sem lifðu af árásina, en tveir sluppu ósárir. Noregur: Atvinnuleysi í október 3,5 % Osló, 1. nóvember. í LOK októbermánaðar var at- vinnuleysi í Noregi um 3,5% af heildarvinnuafli og hafði minnkað um 0,2% frá því í september. í október í fyrra var atvinnuleysisstigið 3,6%. í október á þessu ári voru 60.200 skráðir atvinnulausir og voru 7.200 af þeim fjölda ungmenni undir tvítugsaldri. Eru það óbreyttar tölur frá því á sama tíma í fyrra. í septem- bermánuði á þessu ári voru 62.300 skráðir atvinnulausir. Pólland: Aukin vodkaneysla Varajá. AP. VODKANEYSLA hefur aukist mikið í Póllandi síðustu mánuð- ina þrátt fyrir tilmæli frjálsu verkalýðsfélaganna og kaþólsku kirkjunar um að fólk sniðgengi þessa vöru. 1 ágústmánuði einum drukku Pólverjar 12,2 milljónir lítra af hreinu áfengi. Neyslan í júlí- mánuði var um 11,1 milljón lítra. „Okkur þykir miður, að þessi tilmæli skuli ekki hafa fengið hljómgrunn," sagði Jerzy Ur- bans, talsmaður stjórnarinnar. „Við yrðum ánægðir með það, ef fólk yrði við þeim.“ Filippseyjar: Manntjón í hótelbruna Mmnila, Filippoeyjum. 1. nóvember. AP. MIKILL ELDSVOÐI varð I 15 hæða lúxusgistihúsi í Manila í nótt, eldur gleypti gersamlega sjöundu hæðina og tíu manns létu lífið, en 20 slösuðust meira eða minna. Um 200 manns voru innan dyra er eldurinn varð laus og þó hann hafi einungis logað á 7.hæð, varð uppi fótur og fit er skelfing greip um sig, þvf mikinn reyk lagði um alla ganga. Elds- upptök eru ókunn, en það er langt því frá að íkveikja hafi verið útilokuð. Um 80 gesta hót- elsins voru úr hópi Maharishi, Innhverfrar íhugunar, og lög- reglan I Manila telur að ein- hverjir kunni að hafa viljað gera þeim hópi skráveifu. örfáir þeirra fengu væga reykeitrun, en aðrir sluppu með skrekkinn. Sex hinna tíu látnu voru hótel- starfsmenn, tveir voru arabískir ferðamenn og tvö lík voru of brunnin til að hægt væri að bera kennsl á þau, að öðru leyti en því að talið var að um erlenda ferða- menn væri að ræða. Fjórir hót- elstarfsmannanna létust er þeir stukku út um glugga á 7. hæð- inni. Bandaríkin: Hagvöxtur jókst um 0,1 % í september Washington, 1. nóvember. AP. STJÓRNVÖLD sögðu í dag, að hagvöxtur í septembermánuði hefði verið 0,4%. Endurskoðaðar tölur ágústmánaðar gáfu hins veg- ar til kynna lítils háttar samdrátt og er það í samræmi við það sem var þrjá mánuðina þar á undan og talið var geta bent til áframhald- andi og vaxandi samdráttar. Viðskiptaráðuneytið kvað septemberbatann koma í kjölfar 0,1% samdráttar í ágúst, 1,7% í júlí og 0,9% í júní. Stjórn Ronalds Reagan for- seta, svo og margir hagfræð- ingar, hafa bent á, að spár sem þessar séu langt frá því að vera óskeikular; þær hafi oft gefið til kynna að samdráttur yrði, þegar hið gagnstæða hafi svo orðið raunin. Bjartsýnismenn í hópi efna- hagssérfræðinga benda á, að engin ástæða sé til að óttast samdrátt, þó að hagspár bendi til að lítils háttar hægi á hag- vexti í bili. Aðrir telja samdrátt augsýnilega yfirvofandi, þegar hagvöxtur sé orðinn svo hægur, að atvinnuleysi fari vaxandi. Stjórnvöld sögðu einnig frá því í dag, að viðskiptahalli í september hefði verið 12,6 millj- arðar dollara, eða um 27% hærri en í ágústmánuði, en aðeins lægri en í júlí, sem var metmán- uður að þessu leyti, þegar við- skiptahallinn fór upp í 14,1 milljarð dollara. Funda um brotthvarf ísraelska hersins frá Suður-Líbanon Sameinuóu þjóóunum, 1. nóvember. AP. RÍKISNTJORNIR Líbanons og ísrael hafa fallist á aö sendinefndir hátt- settra herforingja landanna eigi fundi á næstunni þar sem rætt verði um möguleika á brotthvarfi fsraelshers frá suöurhluta Líbanon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.