Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 10-29 „Gve^vdur .. 'Attu til 90o rtitlur af I?c<sari „ é-fceinePtiriXkihQuT " ... ab minnast hans í draumi TM Rafl. U.S. Pat. Off.—all rights reservoó • 1979 Loa Angetes Times Syndicate I»ad var búid að loka fyrir raf- magnið hjá okkur þegar við kom- um heim í kvöld ... HÖGNI HREKKVÍSI HAKIM VILL HELST BORE>A1£E> OfSýNI yp/f? FXÓANN." Til hvers eru lögreglusamþykkt- ir ef ekki er farið eftir þeim? Hafnfirskur borgari kvartar m.a. yfir, að ekki sé fylgt ákvæðum um notkun Ijósa á reiðhjól í Hafnarfirði. Þessi stúlka virðist þó fara að settum reglum, enda fer nú mesta skammdegið í hönd og fúll þörf á varúðarráðstöfunum. Hafnfirskur borgari skrifar: „Fjarðarpósturinn heitir blað, sem gefið er út af nokkrum menntamönnum í Hafnarfirði. í síðasta tölublaði, október 1984, er óskemmtileg lýsing á samskipta- og umgengnisháttum varðandi ungmenni bæjarins. Þar segir m.a.: „öldruðu fólki er ógnað með símhringingum og skemmdum á eigum þess. Eignir einstaklinga og opinberra aðila eru skemmdar og eyðilagðar fyrir hundruð þúsunda. í fæstum tilfellum fást bætur fyrir. Afgreiðslufólk í verslunum þarf í vaxandi mæli að hafa af- skipti af ungum þjófum, sem virð- ast lítið annað hafa fyrir stafni en að fara milli verslana og stela. Börn niður í 6 ára aldur eru úti án athugasemda foreldra til klukkan tólf á miðnætti og jafnvel lengur. Ung börn hafa orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi, að þau þora ekki út svo dögum skiptir." Ófagur er sá lestur, en allir hér vita að hann er sannur og ætti auðvitað fjölmargt fleira til að tína. Þeim er þetta ritar er efst í huga ástandið við eitt fjölfarnasta hverfi bæjarins, þ.e. Miðvangur- Hjallabraut. Nokkur atriði: Á síð- astliðnu vori var rituð grein í Velvakanda um árásir skelli- nöðrupilta á umferðaröryggi og heimilisfrið ibúa. Eitthvað hefur lögreglunni þótt réttmætt í um- kvörtuninni, því sett voru upp bannskilti við gangbrautir til varnar gegn þessum ökuföntum. Þrisvar voru þau rifin niður af lögbrjótunum og þrisvar sett upp aftur. Nenntu þá skellinöðrugæjar ekki að rífa oftar niður skiltin, því það kostaði nokkurt erfiði, en gripu til þess ráðs að hunsa með öllu fyrirmælin og létu sem ekkert væri og það jafnvel ófyrirleitnari en nokkru sinni. Það hefur staðið mánuðum saman án afskipta lög- reglunnar, sem daglega horfir að- gerðalaus á ósómann. Hvað veld- ur? Hér eru á ferð aðeins fjórir eða fimm piltar, sem lögreglan þekkir mæta vel. Hvað um þriðja kafla lögreglu- samþykktar Hafnarfjarðar? Á því svæði, sem hér um ræðir, er krökkt af börnum á reiðhjólum allt niður í fimm til sex ára aldur og þá til miðnættis eins og stað- fest er í tilvitnuðum ummælum Fjarðarpóstsins. Auðvitað mega krakkar stunda hjólreiðar sér til gamans, ef fylgt er skráðum regl- um. Nú er skammdegi og lög- Heimilismaður á Grund skrifar: Fimmtíu ár eru nú liðin frá því að Gísli Sigurbjörnsson forstjóri hóf starf sitt á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund. Mun hann hafa orðið forstjóri fljótlega eftir að hann kom þangað til starfa. Gísla Sigurbjörnsson þarf ekki að kynna. Hann þekkja allir af störfum hans og skrifum um líkn- armál. Hann mun vera eini mað- urinn hér á landi, sem hefur gert það að lífsstarfi sínu að reka og byggja heimili fyrir aldraða án aðstoðar hins opinbera. Árið 1922 gengust nokkrir áhugamenn fyrir rekstri elliheim- ilis í litlu húsi við Kaplaskjólsveg í Reykjavík, sem hlaut nafnið Grund. í starfi þessara framsýnu manna og kvenna, sem studdu þá framkvæmd með ráðum og dáð, finnum við öryggi okkar ellidaga hér. Ég kynntist aldraðri konu, sem var starfsstúlka á Grund, þegar núverandi forstjóri hóf starf sitt skipaður ljósatími. Hér er ástand- ið þannig, að örugglega eru um 90% reiðhjóla án ljósabúnaðar. Lögreglan veit það. Hvernig ber að skilja þetta? Einn af vinum þeirra í skellinöðrufylkingunni leikur sér kvöld eftir kvöld að aka ljóslaust eftir götum og gangstíg- um fyrir framan augun á lögregl- unni. Hvað veldur? Þegar litið er yfir lögreglusam- þykkt Hafnarfjarðar, má heita að hvert atriði sé þverbrotið daglega. Hinn almenni borgari verður ekki var fyrirbyggjandi aðgerða. Hvers vegna ekki? I nefndri lögreglusamþykkt seg- hér. Sagði hún, að margt hefði breyst til hins betra, hvað varðaði alla reglusemi, og Gísli hefði lagt mikla áherslu á, að allt væri gert til að heimilisfólkinu liði sem best. Á hverjum fimmtudegi er eitthvað gert til skemmtunar heimilisfólki í hátíðarsalnum. Mánaðarlega er spilað bingó og á þrettándanum ár hvert er jóla- trésskemmtun með glæsilegum veitingum. Margt fleira er gsrt, t.d. er rekin hárgreiöslustofa og fótsnyrting, en öll er þessi þjón- usta ókeypis. Öldrunarþjónusta Grundar ekki bundin við neinn sérstakan landshluta, heldur hafa öll héruð landsins notið góðs af henni. Tel ég, að þjóðin standi í mikilli þakk- arskuld við frumherjana að þessu mikla liknarstarfi. Vil ég að síðustu minna á nafn Sigurbjörns Á. Gíslasonar, sem mun hafa verið sverð og skjöldur þessarar stofnunar til dauðadags. ir í 7. kafla: „Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri eft- ir klukkan 20 (frá september til maí). Börn yngri en 15 ára ekki lengur en til 23.“ Á nefndu svæði er „sjoppa“, sem opin er til kl. 23.30 hvern dag. Hún er í lang- stærstu íbúðablokk hverfisins, ótrúlegt en satt, og þá væntanlega með leyfi bæjarstjórnar, þott furðulegt sé. Þangað safnast kvöldskríllinn sem samkvæmt lög- um ætti að vera heima hjá sér, innan dyra, en ekki æpandi og hrópandi, troðandi illsakir við hvern sem er og truflandi heimil- isfrið og nætursvefn annarra. í lögreglusamþykktinni segir svo: „Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heim- flutningur er bönnuð, að viðlagðri ábyrgð þess, sem þjónustuna veit- ir. Barnaverndarnefnd skal vera lögreglu til aðstoðar við að sjá um að ákvæðum þessum sé hlýtt.“ Engin aldurstakmörk virðast vera viðhöfð í nefndri „sjoppu“, sem dag hvern er opin til kl. 23.30. Hvers vegna ekki? Fjarðarpósturinn getur þess, að margir aðilar hafi sett sig í sam- band við blaðið og óskað þess að málinu yrðu gerð einhver skil og að þörf sé fyrir sameiginlegt átak allra bæjarbúa til lagfæringa í þessum efnum. Blaðið birtir myndir af stórfelldri skemmdar- starfsemi máli sínu til sönnunar. Þegar litið er yfir lögreglusam- þykkt Hafnarfjarðar, sem nýlega hefur verið send í flest eða öll íbúðarhús hér, þá verður ekki hjá því komist að álykta sem svo, að eitthvað hljóti að vera athugavert við löggæslu bæjarins, í svo hróp- andi misræmi eru þar ákvæði og athafnir. Nálega stendur þar ekki steinn yfir steini, þgar lestri sam- þykktarinnar lýkur. Til hvers er verið að birta almenningi svona lögreglusamþykkt, þegar ekki er farið eftir henni, svo heitið geti?“ Á 50 ára starfsaf- mæli Gísla á Grund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.