Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 2
2__________ Kröflusvæðið MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Enn eru umbrot í iðrum jarðar ELDSUMBROT eiga sér enn stað í iðrum jarðar i Kröflusvsðinu sam- kvsmt niðurstöðum, sem fram hafa komið á ráðstefnu í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, þar sem jarðvísinda- menn og fleiri sátu á rökstólum nú í vikunni og rsddu Kröflueida. Ráð- stefnur af þessu tagi hafa verið haldnar árlega síðan 1981 og var að þessu sinni einkum rstt um gosið í ágúst sl. og áhrif þess. „Á þessari ráðstefnu ræðum við um það sem gerst hefur, það sem lærst hefur og reynum að gera áætlanir og finna þær leiðir sem líklegastar eru til árangursríks Rafreiknideild Iðnaðarbankans í Hótel Borg framhalds," sagði Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar. Hann kvað einnig rætt um áhrif síðasta goss á svæðinu og var álit manna að gosið hefði ekki breytt neinu til hins verra, a.m.k. eftir því sem séð væri nú. Þá hefði einn- ig verið um það rætt, hvort gos væri endanlega búið á svæðinu eða ekki. „Menn hallast helst að því að eldsumbrot séu enn í gangi á Kröflusvæðinu, en hvort þau koma upp á yfirborðið eða ekki geta þeir ekkert um sagt,“ sagði Einar Tjörvi. Þá gat hann þess, að alltaf væru að koma fram nýjar stað- reyndir í þessum efnum og því erf- itt að mæla lengra fram { tímann en tvo til þrjá mánuði. Land væri byrjað að risa á ný á svipaðan hátt og áður. Mikið er byggt en ljóst að fjármagn er ekki til — segir skrifstofustjóri BYKO. Áberandi vanskil hjá bönkum og greiðslukortafyrirtækjum Iðnaðarbankinn hefur tek- ið á leigu nokkur herbergi á efstu hæð Hótel Borgar fyrir rafreiknideild bankans. Er nú unniö að lagningu tölvu- kapals frá bankanum til Hót- el Borgar. Valur Valsson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að rafreikni- deild bankans væri á efstu hæð bankans í allt of þröngu húsnæði. Þeir hefðu með leigu herbergj- anna á Hótel Borg fundið ágæta lausn á húsnæðisvandræðum bankans enda stutt á milli hús- anna. Valur sagði að í rafreikni- deildinni störfuðu kerfisfræðingar bankans. Þar væri sá tæknibúnað- ur sem þörf væri á í samskiptum við Reiknistofu bankanna, sá búnaður sem stæði á bak við af- greiðslukerfi bankans og standa muni á bak við nýja tölvubankann. „VELTAN í greiðslukortavið- skiptum var svipuð í október og undanfarið. Hins vegar er áber- andi, að fólk hefur notað kortin í verzlun á brýnustu nauðsynj- um. Því hefur verið haldið fram, að fólk hafi fjármagnað verkfall- ið með greiðslukortum, en greinilegt er að fólk hefur dregið úr innkaupum á öðrum vörum,“ sagði Einar S. Einarsson, for- stjóri Visa-greiðslukorta, f sam- tali við Mbl. „Fjöldi fólks er í vanskilum, því er ekki að leyna en þúsundir fengu ekki greidd laun i október vegna vinnustöðvana og þess vegna ekki hægt að dæma strax hversu við- varandi þetta ástand er. Við höf- um reynt að greiða götu þessa fólks eins og kostur er,“ sagði Ein- ar. Hjá bönkunum hefur i vaxandi mæli borið á vanskilum og reka þeir hundruð mála fyrir Bæjar- þingi Reykjavikur, en þar hefur málarekstur vegna vanskila stór- aukist og sett starfsemina úr skorðum. Hjá einum bankanum fengust þær upplýsingar, að mála- fjöldi hefði aukist stórlega og væri svo langt gengið, að fjölmargir hirtu ekki einu sinni um að sinna beiðnum um að semja um greiðslu skulda. Mbl. hafði samband við Rós- mund Jónsson, skrifstofustjóra Byggingarvöruverzlunar Kópa- vogs, og spurði hvort mikil vanskil væru vegna byggingarfram- kvæmda. „Því er ekki að leyna að i vaxandi mæli hefur borið á van- skilum. Menn verða að hafa i huga að ástandið er óeðlilegt að því leyti, að til vinnustöðvana kom i október og ríkisfyrirtæki greiddu ekki reikninga, bæði til okkar og verktaka, auk þess að póstsam- göngur lágu niðri. Miklar byggingarframkvæmdir hafa verið í ár en ljóst er að þegar dæmið verður gert upp, þá er ekki til fjármagn fyrir öllum þessum framkvæmdum," sagði Rósmund- ur Jónsson. Gallar á yfirbyggingu strætisvagna í skoðun Þórshafnartogarinn fjármagnaður með piindum í stað dollara: 44 milljón kr. gengismis- munur útgerðinni til góða Á FUNDI borgarstjórnar i fyrradag kom til umræðu skýrsla, sem fram- kvæmdastjóri Strætisvagna Reykja- víkur hefur unnið um galla á yfir- byggingum sem Nýja Bflasmiðjan hf. befur smíðað yflr vagngrindur strætisvagna frá Volvo, sem eru i eigu borgarinnar. Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR, sagði að ekki væri timabært að fjalla um þessa skýrslu í borgarstjórn. Réttum að- ilum hefði ekki verið gerð grein fyrir þessari skýrslu strax, stjórn SVR og borgarráði, forstjóri SVR hefði aðeins nýlega fengið vitn- eskju um málið. Þetta mál væri á frumstigi, en ástæða væri til að ætla að gallarnir væru ekki svo alvarlegir, sem skýrslan bæri vott um, m.a. að áliti höfundar hennar. Verið væri að afla gagna um þetta mál í stjórn SVR. Samkvæmt skýrslunni eru þess- ir gallar fólgnir i að vatnsleka hef- ur orðið vart í 26 vögnum og ófull- nægjandi nælonhúðun á stóla- grindum. Guðrún Ágústsdóttir (G) sagði m.a. að mál þetta væri hið furðu- legasta og sú spurning hlyti að koma upp nú, hvers vegna svo vandlega hefði verið þagað yfir þessum göllum. Skýrslan er frá 1. október sl. og ítrekaði Davið Oddsson borgar- stjóri það, að alvarlegt væri að réttum aðilum hefði ekki verið gerð grein fyrir málinu þá þegar. „Ef Þórshafnartogarinn svo- kallaði hefði verið fjármagnað- ur í Bandaríkjadollurum hefði hann ekki verið veðhæfur. Hann var fjármagnaður í ensk- um pundum og gengismunur- inn einn frá miðju ári 1981 er hvorki meira né minna en tæp- ar 44 milljónir króna,“ hefur Akureyrarblaðið Dagur eftir Þóróllí Gíslasyni, kaupfélags- stjóra á Þórshöfn. Þórólfur tók þátt í almennum stjórnmála- umræðum á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Húsavík í fyrra mánuði og bætti þar við frásögn sína, að sér sýndist upphæðin samsvara launum um 200 opinberra starfs- manna. Dagur segir að Þórólfur hafi verið, með þessu dæmi, að benda á hversu ógætilega hefði verið farið í erlendum lántökum á undanförnum ár- um. þ.e. að of mikið hefði verið tekið af lánum í bandarískum dölum. Hann hefði varpað því fram „hvort hagfræðingar hefðu ekki leitt þjóðina um of inn á þessa braut og að þess vegna væru skuldir þjóðarinn- ar svo hrikalegar sem raun ber vitni“. Stýrimannaskólanemar: Missa af jólatúrnum Djúpsprengjan úr Helga S. sprengd VEGNA styttra jólaleyfis í Stýri- manna8kólanum í Reykjavík í kjölfar verkfalls BSRB komast nemendur skólans ekki á sjóinn yfir hátíðirnar og missa þar með af góðum tekjum sem hjálpað hafa mörgum þeirra til að standa undir skólakostnaðinum. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að nemendur hefðu yfir- leitt verið lausir úr skólanum um 16. desember og þeir sem ekki hefðu þurft að fara i upp- tökupróf hefðu ekki þurft að koma í skólann aftur fyrr en 7. til 10. janúar. „En þetta raskast verulega vegna verkfallsins því við verðum að standa við lög um tilskilda kennslu til að mögulegt sé að gefa út atvinnuleyfi að námi Ioknu,“ sagði Guðjón Ár- mann. Hann sagði að nú yrði að kenna á laugardögum fram að áramótum, nýta tímann fram til 21. desember til fulls og fresta upptökuprófum fram á vor þannig að allir nemendur þyrftu að mæta aftur strax eftir ára- mót. Sagði hann að nemendur gætu augljóslega ekki notað þetta stutta jólaleyfi til að fara á sjóinn eins og margir hefðu gert, þó slikt hefði minnkað í seinni tíð vegna takmörkunar þorsk- veiða yfir hátfðirnar. Sagði hann að sumir nemendanna hefðu komist á sjóinn í verkfalli BSRB en ekki nærri allir, og hefðu allir komið til náms aftur að loknu verkfalli nema einn eða tveir nemendur. TORKENNILEGUR hlutur, sem vélbáturinn Helgi S. frá Keflavík kom með til hafnar á föstudaginn og sagt var frá i blaðinu i gær, reyndist vera djúpsprengja frá stríðsárunum, skv. upplýsingum Landhelgisgæslunnar. For- sprengju vantaði á sprengjuna, þannig að hún var óvirk. Sprengjusérfræðingur Gæslunn- ar sprengdi hana í loft upp á æf- ingasvæði hersins seint á föstu- dagskvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.