Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 LisUfólkið hyllt að sýningu lokinni. Ljósm. Mbl. RAX. CARMEN Georges Bizet Tónlist Jón Ásgeirsson í minnsta óperuhúsi í heimi rækja menn skyldur sínar við menninguna, þó á móti blási og gefast ekki upp, fullir lífsþrjósku og smágerður heið- argróður, sem ekkert fær kalið né kæft en blómstrar við hverja smá sólarglætu, litfagur og stór í sinni smágerðu fegurð. Óperan Carmen er galdraverk og sannarlega fluttu íslenskir lista- menn þessu söngfögru óperu af glæsibrag. Að þessu sinni var óperan flutt í leikstjórn Þórhildar Þor- leifsdóttur, sem hefur við ótrú- lega erfið skilyrði náð að skapa góða sýningu. í leikstjórninni, svo sem undirritaður skilur af sýningunni, virðist Þórhildur leggja meira upp úr leikrænni túlkun en að spila t.d. á kyn- hrifsnóturnar og tókst henni að fá fólkið allt til að túlka geðhrif, sem spanna frá gamansemi til örvæntingar, án þess nokkurn tíma að ofgera efninu. Það er óhætt að segja að Þórhildur 'hef- ur skapað fallega sýningu og umfram allt manneskjulega. Þeir sem áttu hlut að ytri gerð leik- verksins með Þórhildi voru Jón Þórisson, með haganlegri sviðsmynd í samspili við David Walter er sá um ágætlega út- færða lýsingu. Búningar voru verk Unu Collins og voru þeir einn sterkasti þátturinn í litgerð sýningarinnar, þar sem spilað var á fingerð litbrigði, sem eins konar mótvægi við glysveröld nautabananna. Hulda Kristín Magnúsdóttir aðstoðaði Unu Collins við þessa ágætu búninga- gerð. Sá sem rak þessa sýningu svo áfram og hafði auk þess æft og unnið með söngvurum í marg- ar vikur var hljómsveitarstjór- inn Marc Tardue, enda bar öll sýningin merki góðrar fag- mennsku hans. Stjórn Tardue var markviss en á köflum nokk- uð gætin í hraðavali og með hon- um vann hljómsveitin sitt verk mjög vel undir leiðsögn Szymon Kuran sem konsertmeistara. Hljómsveitin var góð og á köflum frábær. Má þar sérstak- lega nefna fallegan flautueinleik er Bernhard Wilkinson framdi með glæsibrag. í Carmen eru margir góðir kórþættir, sem all- ir voru vel sungnir, auk þess sem kórinn átti mikinn þátt i lifandi leikgerð verksins. Með kórnum var bamakór, sem sðng og lék stórkostlega vel og gaf sýning- unni lit af galsa og gleði er tók til hjartans. Carmen var í túlkun Sigríðar Ellu Magnúsdóttur umfram allt manneskja, en ekki sú „sex- brúða“, sem oft má sjá í Carm- en-uppfærslum. í viðbót við heil- steypta leiktúlkun, söng Sigríður Ella fríbærlega vel. Garðar Cort- es var stórkostlegur Don José og stilltur inn á sömu leikútfærslu og Carmen, manneskjulegur i staðinn fyrir glæsitýpuna er um síðir verður kolgeggjaður, sam- kvæmt gömlu „klisjunum". Leikur og söngur Sigríðar Ellu Áhorfendur klöppuðu söngrurum og öðrum aðstandendum sýningarínnar á Carmen óspart lof í lófa að lokinni sýningu i föstudagskvöldið. Margunblaðið/RAX og Garðars var þess vegna mjög sannfærandi og umfram allt manneskjulegur að inntaki. Micaela var sungin af ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og var söngur hennar mjög góður. Mercedes og Frasquita voru sungnar af Sieglinde Kahmann og Katrínu Sigurðardóttur og var söngur þeirra góður, sér- staklega i spáspilaatriðinu og i smyglarakvintettinum. Smygl- ararnir Dancaire og Remendado voru skemmtilega útfærðir af Kristni Hallssyni og Sigurði Björnssyni. Nautabaninn Esc- amillo var sunginn af Simon Vaughan, sem skilaði hlutverk- inu þokkalega, án þess að gera hann að þvi glansnúmeri sem menn hafa vanist. Aðrir söngmenn höfðu á hendi smáhlutverk og var Halldór Vilhelmsson ágætur i hlutverki Moraels en nær óreyndur söngv- ari, ólafur ólafsson, fór með hlutverk Zuniga. Allir agnúar sem sífellt má af- saka með slæmri aðstöðu, féleysi og ýmsu öðru, verða aukaatriði i sýningu sem þessari, því það er fyrst og fremst söngurinn og elskulegt yfirbragð sýningarinn- ar sem gefur henni gildi. Það er rétt að íslenskir söngvinir gefi því gaum. að sú tilraun sem hér er verið að gera með rekstur óperuhúss verður tæplega endurtekin á næstu árum ef þessi atrenna misheppnast og þá er það ekki vegna vangetu söngvaranna okkar, heldur vegna afskiptaleysis hlustenda og annarra utan hússins. Þessi sýning sannar ágæti íslensku óperunnar og íslendingum bera að varðveita þann gróður sem sáð hefur verið til og koma í veg fyrir að að okkur leggist vetur menningarlegrar landauðnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.