Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Semele — „hálf- óperau Hándels Sígildar skífur Konráð S. Konráðsson George Friderich Hándel: Semele A.R Johnson (ten) Júpíter, N. Burrowes (sop) Semele, D. Jones (m-sop) Júnó o.fl. Monteverdi Choir Englis Baroque Soloists Stjórnandi: Jobn Eliot Gardiner Erato: Stu 714453 (3) Útgifuár: 1983 Það er um 1840 að tímamót verða í tónlistarsköpun G.F. Hándel. 1941 er síðasta ópera hans, Deidamia, færð upp í Lundúnum. Hvað það er, sem veldur því að Hándel, sem á 40 árum hefir samið jafnmargar óperur, snýr baki við því tónlist- arformi sem þá var svo vinsælt er óvíst. Enda þótt óperur Hánd- els nytu margar hverjar mikilla vinsælda þá var óperuhald fjár- hagslega áhættusamt fyrirtæki, auk þess sem samstarf hans við söngstjörnur samtímans var með eindæmum stormasamt. Fjárhagsleg skakkaföll, reip- drættir og hverful hylli óperu- unnenda mun þannig hafa haft sitt að segja sem orsök þess að Hándel fann sér nýtt tjáningar- form: óratoriumið. óratoríum er venjulega skilgreint sem um- fangsmikið tónverk fyrir ein- söngvara, kór og hljómsveit þar sem flytjendur leika ekki hlut- verk sín, og textinn er af trúar- eða veraldlegum toga. Skyldleik- inn við óperuna er þannig auð- sær. Á dögum Hándels var þó um byltingu að ræða. Þó hann í fyrstu verkum sínum notaðist við italska stórsöngvara í sum aðalhlutverkanna þá hurfu þeir fljótt og eftir stóð tónverk, sem sungið var af Englendingum á ensku, enska óratoríumið. Gnæfa þar hæst verk Hándels: „Israel in Egypt" og „Messiah", sem bæði eru raunar samin á þessu umbrotaskeiði tónskálds- ins um 1740. Það enska söngfólk, sem Hándel hafði við flutning verka sinna var af öðru húsi en þær stórstjörnur ítölsku og ensku, sem hann hafði haft við að kljást í óperuuppfærslum sínum áður. Stjörnunum þeim stóðu allar dyr opnar á Englandi, sem og annars staðar í Evrópu og samkennd John Eliot Gardiner þeirra með Hándel ekki ýkja mikil né djúpstæð. öðru máli gegndi með enska söngfólkið, sem var honum til ráðstöfunar ólíkt því sem hann hafði haft áð- ur að venjast. Þannig mótaðist samstilltur hópur með Hándel í forsvari, sem sameiginlega vann óratoríuminu feikilegra vin- sælda meðal áheyrenda, sem raunar voru ekki heldur af sama sauðahúsi og aðdáendur óper- unnar. Það óratoríum sem vikið skal að hér, Semele, er á stundum nefnt „hálfópera", enda samið við upphaflegan óperutexta William Congreve. Söguþráður- inn er af veraldlegum toga: Um brottnám Júpíters eða Seifs á kóngsdótturinni Semele, sem með þrá sinni eftir ódauðleik fékk svo illan endi. Jean-Louis Martinoty skrifar pistil með skífunum og færir í texta sínum m.a. rök að þeirri skoðun að með óratoriumum sínum: „Susanna", „Solomon" og „Semele“ hafi Hándel verið að veitast að frillu- haldi konungs síns og skjól- stæðings Georgs II. Hvort eitthvað er til í því, eða Hándel er með verki sínu aðeins að skemmta áheyrendum veit ekki ég. Hitt er þó með eindæmum að sýningar á óratóríuminu urðu aðeins fjórar við frumupp- færsluna 1744. Svo hressileg og með eindæmum fögur sem tón- list Hándels er við texta Con- greve um hina lostafullu Semele. Þó textinn á stundum minni óneitanlega á afmorsvisur jafn- vel i blautlegra lagi, samanber ariu Semele, þar sem hún syngur um sælu sína með Jupíter: ■lo H \I-.N 1)1.1. SEMELF (<\KltlNI K „Endless plesure, endless love Semele enjoys above! On her bosom Jove reclining, useless now his thunder lies; John Eliot Gardiner stofnaði Monteverdi-kórinn þegar á Há- skólaárum sinum í Cambridge og er í þessari uppfærslu síst að merkja þreytu i samstarfi kórs og stjórnanda. Fremur er söngur kórsins aðalsmerki þessarar ágætu útgáfu. Eiginkona Gard- iner, Liz Wilcock, er í forsvari fyrir hljómsveitinni, English Baroque Soloists. Upptakan, sem einkar tær og áferðarfalleg gerir sitt til að styðja skýran og fagr- an söng kórsins og fjörugan leik hljómsveitarinnar. Leggur og Gardiner sig fram um að gæða tónlist Hándels því fjöri sem svo nauðsynlegt, er svo þunglama- legt sem óratóríumformið er í garð sinni. Einsöngvararnir fara og vel með hlutverk sín með þau Norma Burrowes (Semele) og Anthony Rolfe Johnson (Júpíter) þar fremst í flokki. Má þar sem dæmi nefna næmni Johnson í „Where’er you walk“ og glæsi- legan flúraðan söng Burrowes í „Myself I shall adore“. Hlýtur að lokum að telja hér um að ræða einkar athyglisverða útgáfu, sem höfðar hvað frekast til þeirra sem hrífast vilja af tónlist Handels, en um leið kíma að gamni Congreve. BÚNAÐARDEILD SAMBANDSINS hefur opnaö skrifstofur aö Ármúla 3 (Hallarmúlamegin) Styrktarsjóöur ísleifs Jakobssonar auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóönum. Til- gangur sjóðsins er aö styrkja iönaöarmenn til aö fullnema sig erlendis í iön sinni. Umsóknir ber aö leggja inn til lönaöarfélagsins í Reykjavík, Hall- veigarstíg 1, Reykjavík fyrir 25. nóvember nk., ásamt sveinsbréfi í löggiltri iðngrein og uppl. um fyrirhugaö framhaldsnám. Stjórnin. Sérsviö okkar er búvélar landbúnaöartæki og fjölbreyttar rekstrarvörur fyrir landbúnaöinn, svo sem fóöurvörur og fræ Markmiö okkar er aö veita bændum sem fullkomnasta þjónustu á öllum sviöum BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 ^í.m M Gódan dag 85 41 'sf •s KRISTJRn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGl 13. REYKJAVIK. SIMI 25870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.