Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Verkhyggni og vísindi Fátt stoðar manninn jafn lítið og að binda bjargfasta „skoðun“ eða „trú“ við einhverja tiltekna lausn í fræðimennsku. Að sjálf- sögðu hafa bæði lærðir og leikir vissa „skoðun" ellegar „trú“ á réttmæti ýmissa þekkingaratriða, en að tengja skoðun eða trú á þann hátt heiðri sínum eða æru, að vart megi við hrófla, er ekki leiðin til farsældar við rannsókn- arstörf. Afstaða þessarar tegundar er þó algeng, og er hana einkum að finna í rannsóknum á trúarbrögð- um og menningarsögu. Afstaða trúaðra er ekki óeðlileg: flestir sem við rannsókn trúarbragða fást, aðhyllast einhverja trú sjálf- ir og leitast við að vernda hana. — eftir Einar Pálsson Afstaðan til menningarsögunnar er torskildari, en þó af sama toga. Flest forn rit eru gagnskotin goð- sögnum og táknrænum merking- um; trú fjölmargra á heimilda- gildi slíkra sagna fer eftir því hvernig goðsagnirnar eru túlkað- ar, hver merking er lögð í táknin. t slíkum tilvikum rekumst vér ein- att á trú, sem eigi gefur eftir trúnni á Abraham, Isak og Jakob. í íslenzkum fræðum veldur þessu einkum sú staðreynd, að á þeim er gat: engin fræði teljast rétt unnin, ef einhver veigamikill þáttur þeirra er látinn órannsakaður. Þetta er algild regla í vísindum: tslenzkan hefur verið stunduð þannig, að merkingar goðsagna hafa orðið útundan að mestu, táknmál þeirra ekki skilgreint. Af sjálfu leiðir, að maður sem rann- sakar fornt rit, sem hlaðið er táknmáli, les textann með hulu nútíðarmerkinga fyrir augum; hann botnar hvorki upp né niður í mikilvægustu gátum sem fyrir honum liggja. Þetta lærði ég fyrir fjörutíu árum. Vandi fræðimannsins Fjölmörg dæmi eru þess, að fræðimaður sem rannsakað hefur ákveðin þekkingaratriði án þess að taka tillit til mikilvægra stað- reynda, hrökkvi i baklás, þá er honum verður ljóst, að áratugum hefur verið eytt í vanhugsuð verk- efni. Slíkum manni þykir sem grundvellinum sé kippt undan lífsstarfi sínu; honum finnst hann á berangri; vafalítið spyr hann sjálfan sig hver hann eiginlega sé, og hverjir verðleikar hans teljist — fyrst verk hans var fyrir gýg unnið. Er staða slíks manns lítt öfundsverð, raunar vart bærileg. Því eru siðareglur háskóla svo strangar: bannað er að berjast gegn nýjum leiðum til þekkingar, bannað er að þegja um það sem unnið er. Freisting þess sem hlekkist á er sterk; það mikilvæg- asta sem honum leyfist ekki — er að breiða yfir mistökin. Hérlendis hefur skapazt örðugri staða en víða erlendis vegna þess að húmanistum hefur skotizt yfir eðlilegustu leið til að koma í veg fyrir harmleiki framangreindrar tegundar: aðferð þá sem kennd er við hypótesti — Tilgátuformið. Verklag Tilgátunnar merkir, að fræðimaður setur niðurstöður fram til að þær séu PRÓFAÐAR, ekki til að þeim sé TRÍJAÐ. Frá vísindalegu sjónarmiði er verklag Tilgátunnar m.ö.o. andstæða „skoðunar“ eða „trúar“. Sá sem leggur fram Tilgátu segir þar með ekkert um það, hvort hann sjálfur „trúi“ á tiltekna lausn. Hann setur fram Tilgátu svo að hann megi bera við það efni sem fyrir liggur og rannsakað skal. Svo gjörólik „skoðun“ er Tilgátan, að sá sem hana setur fram fer þess beinlinis á leit, að allir sem hug hafa á reyni að FELLA HANA. Það sem leitað er eftir er rétt niðurstaða — ekki „sæmd“ einstaklings sem tel- ur sig hafinn yfir gagnrýni. Hví Tilgáta? Frá fræðilegu sjónarmiði er það þannig EKKI meginatriði, hvort einhver sérstök tilgáta stendur eða fellur. Að sjálfsögðu er mikil- vægast alls að finna þá Tilgátu sem stenzt prófanir. En það rýrir ekki á neinn hátt heiður vísinda- manns, þótt hann setji fram til- gátu sem ekki reynist sú lausn sem leitað er að. Oft og einatt eru Tilgátur beinlínis settar fram til þess að þær séu felldar — til að sá möguleiki sem í þeim felst sé úti- lokaður. Þetta leiðir af líkum: Menn vita ekki ætíð fyrirfram hvers leita ber. Alla möguleika verður að skoða. Eða hvernig í ósköpunum ætti að leita lækninga við örðugum sjúkdómum, ef ekki mætti prófa margskonar lyf, sem óháð eru „skoðun" og „trú“ rannsakandans? Til dæmis um það, hversu nauðsynleg slík próf- un er, skal hér til nefnt lyfið colcic- ini, sem gigtarsjúklingar taka: i skýrslu frá Mayo Clinic í Ameríku stendur að enginn skilji enn i dag, hvernig það lyf verkar á manns- líkamann: það eitt hafi menn fundið við prófanir, að sé það not- að, þá lini það þjáningar sjúkl- ingsins. Ekkert skilst hins vegar um það HVERNIG Á ÞESSU STENDUR. Hvernig fyndist nú lesandanum þeim vísindamanni launað, sem fann þessa náðargjöf til handa þjáðum meðbræðrum sínum, ef hann væri hundeltur með ósannindum og rógburði fyrir að hafa prófað lyf, sem enginn „trúði á“ að fyrrabragði??? En slíkt hafa hugvísindamenn mátt þola hvað eftir annað. Afstaða „trúaðra“ til menningar- og hugmyndafræði er ólíkt hrotta- fengnari að þessu leyti en afstaða raunvísindamanna til rannsókna hvers annars. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að níutíu og níu af hverjum hundrað vísindamönnum mundu missa bæði æruna og stöð- una, ef Tilgátuformið væri ekki leyft. Menn mundu sökkva upp að hálsi í órökstuddum getgátum og hugarburði. Skoðun og álit Hversu mikilvægt Tilgátuform- ið er, sjá menn bezt á því, hve mikið er sett fram af „skoðunum" um ólíkustu efni hérlendis. Sá sem setur fram „skoðun" um flókin fræðileg efni er í rauninni að til- kynna, að hann hafi vit á því sem um er rætt. Verður „álit“ slíks manns einatt eins konar stimpill á hann sem persónu. Rfgheldur hann því jafnan í trú sína. Þegar öllu er á botninn hvolft fellur hann í gengi, ef náunginn sér, að myntin er fölsk. Stjórnmálaumræður hafa slævt nokkuð vitund almennings um vís- indalega rökfærslu. Alþýðumanni Einar Pálsson sýnist „skoðun" eðlileg: honum þykir fróðlegt að vita hverju lærð- ir menn „trúa“ um tiltekin þekk- ingaratriði. Hann á von yfirveg- aðrar niðurstöðu. Og hann vill gjarnan skipa sér í flokk — um trú á tiltekið efni. En til að „skoðun" sé einhvers virði þarf löng óháð rannsókn að búa að baki. „Skoðun- ar“ er alls ekki þörf fyrr en studd hefur verið rökum — ellegar til- gáta sett fram til prófunar. „Álit“ þeirra sem ekki hafa kynnt sér rök leiðir jafnan til blaðurskenndra bollalegginga um yfirborðskennd aukaatriði. Mikið er um slikt í islenzkum „bókmenntarannsóknum". Heiður fræðimanns Hnykkja þarf á mikilvægi Til- gátuformsins vegna þeirrar sjálf- heldu sem sá maður lendir í, er telur sóma sinn við liggja, að hann hafi „á réttu að standa“. í flestum tilvikum er þar á „skoðun" byggt — ekki athugunum, hvað þá held- ur áratuga rannsóknum. Væri unnt að ásaka hvern þann er setur fram Tilgátu um að hann TRYÐI sjálfur á hvert smáatriði, sem hann setur undir próf, yrði vís- indastarfsemi einn allsherjar and- legur hænsnakofi. Menn stæðu þá gaggandi hver framan í annan. Sómamanninum er sárt um það, er „álit“ hans, „skoðun" eða „trú“ fær ekki staðizt, og þykir minnk- unn að. Er vísast, að þar álykti hann rétt — að vinum hans og fjölskyldu þyki allmjög verra, þeg- ar kenningum hans er kollvarpað. Eru þess þannig dæmi, að fræði- menn verji bull og vitleysu langt um efni fram í þeirri trú, að þeir glati virðingu sinni, þá er upp kemst að „skoðun" þeirra er skökk. Slík blygðun er skiljanleg — en hún er sjálfskaparvíti. Fræðimað- urinn átti annars kost. Hann gat notað verklag Tilgátunnar. Skekkt jafnvægi? Sé það skýrt fram tekið við rannsóknir, að unnið sé í sam- ræmi við verklag Tilgátunnar, er vísindamaðurinn frjáls. Einn mik- ilvægasti kostur þess er sá, að rannsakandinn þarf hvorki að ganga of langt, né OF SKAMMT í ályktunum. Frelsið felst ekki í óheftu hugarflugi, heldur í mögu- leikanum á því að geta ályktað af nákvæmni. Ef „skoðun" ein lægi til grundvallar, væri nær óhugs- andi að setja fram rökrétta álykt- un; bilið milli möguleika og senni- leika yrði ein gapandi gjá. Einkum á þetta við um rannsókn íslenzkr- ar fornmenningar, sem telja verð- ur nánast ókannað svið. Sá sem þetta ritar hefur af slíku mark- tæka reynslu; nánast ekkert af því sem hann lærði í skóla hefur stað- izt prófanir. Hvernig hefði nú ver- ið unnt að setja fram helztu niður- stöður af frumrannsóknum RÍM sem „skoðun“ — þegar flestar þeirra voru í beinni andstöðu við þá skoðun sem athugandanum hafði verið innrætt??? Langsam- lega mikilvægast við þann vanda er, að hefðu „skoðanir" einar ráðið ferð, hefði orðið að DRAGA ÚR ÖLLUM ÁLYKTUNUM og þannig skekkja jafnvægið og nákvæmn- ina. Svo gjörólík voru viðhorfin eftir rannsóknina, að nánast ekk- ert kom heim og saman við eldri trú. Samkvæmt viðtekinni skoðun kunnu landnámsmenn íslands nær ekkert í þeim fræðum sem í ljós komu við prófun. Oft kannað- ist rannsakandinn eigi við þau heldur fyrst er þau birtust af rannsóknarefninu. Eldri „skoðan- ir“ hljóta þannig ætíð að draga úr áræði þess er kannar ókunna stigu. Á Tilgátu þarf hins vegar engan dragbít. Vandamál vísindanna Raunar má finna ágætar lýs- ingar á vandamálum og verklagi vísinda í kennsluefni, sem íslend- ingar hafa aðgang að. Þannig get- ur að líta mjög athyglisverða mynd af þessu í þýddu liffræðiriti fyrir menntaskóla, svo segir þar: „ „Hvað er þetta?" „Hvernig er þetta búið til?“ eru algengar spurningar barna. Þessi barnslega forvitni er einn af aflvökum vís- indanna. Vísindamenn eru forvitnir og sí- spyrjandi. Réttu svörin eru að sjálfsögðu vandfundin. En mörg- um finnst enn þá vandasamara að spyrja réttu spurninganna. Þú hlýtur að hafa fundið það oft hve erfitt er að segja nákvæmlega það sem þér býr i brjósti. Vísinda- menn finna tiltakanlega til þessa. Þeir verða að marka spurningu sína eða vandamál mjög skýrt áð- ur en þeir geta leitað lausnar. Al- bert Einstein sagði t.d.: Að skilgreina vandamál er oft miklu erfiðara en að finna lausn þess. Venjuleg reikningshæfni eða þjálfun í tilraunastarfi eru oft nægileg til að leita lausnarinnar. En að spyrja nýrra spurninga, sjá fyrir nýja möguleika eða líta göm- ul sannindi frá nýju sjónarhorni krefst skapandi imyndunarafls. Og það er það sem fleytir vísind- unum fram á við.“ Spurningarnar Örðugt mundi ýmsum þykja að bæta um orð snillingsins. En svo vill til, að Einstein hittir þarna vanda islenzkra menningarrann- sókna i hjartastað: Það sem að var stefnt með rannsóknum RÍM var einmitt að leita RÉTTRA SPURN- INGA og afla svara við þeim. Þeir sem kynnt hafa sér staðnað hjakk norrænunnar um „sagnfestu" og „bókfestu” undanfarna hálfa öld — deilu sem telja má einskonar allsherjar karíkatúr á heilabú mannsins — munu umsvifalaust skilja hversu brýnt verkefni þar blasir við. Andóf þeirra sem reyrt hafa sig í sagnfestu og bókfestu mætti nefna heilafestu: þeir fá sig ekki leyst. Spurningin var fyrst og fremst hvernig unnt væri að höggva á hnútinn. Sá sem þetta ritar var alinn upp við tungumálanám; kennsla og nám í tungumálum hafa verið honum í senn lifibrauð og skemmtan frá unga aldri. Ekki þótti honum allt viturlegt sem kennt var „fræðilega" í tungumál- um, enda víða stuðzt við úreltar aðferðir síðustu aldar. Helzta un- unin var orðsifjafræðin, saman- burður á orðum og uppruna þeirra. í norrænum fræðum féllu merkingar hins vegar hvarvetna niður um svarta holu þýðinga á goðfræðilegu efni og fornum hugarheimi: Þar höfðu engar grundvallarrannsóknir verið unn- ar. Að auki þekktist ekki orðsifja- fræði í merkingu nútímamanna fyrr en með þeim Bopp, Rask og Grimm á fyrri hluta síðustu aldar; Verkhyggni og vfeindi öll fornöldin byggði á gjörólíkum forsendum. Sú afdrifaríka ákvörðun var þannig tekin að breyta ekki einasta sjónarhorn- inu, heldur snúa því gjörsamlega við; snara aðkomunni hundrað og áttatíu gráður: hefja rannsókn með HUGMYNDINNI (þ.e. EKKI rituðu orði á bók túlkuðu á nú- tímavísu) — og bera hana síðan við efni eftir því sem aðstæður leyfðu. Þessi aðferð krafðist rök- festu raunvísinda: verklags Til- gátunnar. Það er árangur þessarar aðferð- ar sem íslendingar hafa nú fyrir augum. Forvitnin Sennilega er það einmitt for- vitnin sem tekur ungan mann slík- um heljartökum, að honum finnst sem ekki sé unnið dagsverk, nema rannsakaðar séu forsendur eldri ályktana — og leit að skynsam- legri svörum hafin. Eru orð Ein- steins um forvitnina fágætt efni til íhugunar. Það er talið aðals- merki vísindamanns, að hann FAGNI HVERRI NÝRRI TIL- RAUN til lausnar vanda, að sér- hver óvænt hlið viðfangsefnis verði honum aflvaki frjórrar hugsunar. Þennan kvarða ættu íslendingar að bera við móttökur þær sem for- vitnin vekur við menntastofnanir þjóðar vorrar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þarf engan Ein- stein til að skýra það fyrir óspillt- um hugsandi manni, að nýjar skilgreiningar, nýjar hugmyndir, nýjar rannsóknarleiðir — eru sjálft gull fræðimennskunnar. Sá sem lítur hornauga þá sem for- vitnir eru og síspyrjandi, á ekki erindi í vísindastofnanir. Maður sem bindur sig einstrengingslega eldri „trú“ eða „skoðun" vegna þess, að einhver mætur prófessor lét sér slíka hugsun um höfuð líða fyrir hálfri öld, hefur í rauninni fært sig sjálfviljugan í fangelsi. Dýflissan er eigin hugarheimur; þaðan á enginn afturkvæmt nema hann opni skilningarvitin. En það sýnist þrautin þyngri. Og þó er málið ekki flóknara en þetta: and- leg nautn vísindamannsins er for- vitnin. Mælikvarði á tilgátu Stór skemmtan er að vinna að tilgátusmíð; einkum vegna þess, að hvað eftir annað þarf maður að setja fram niðurstöður, sem eru í engu samræmi við það sem áður hafði verið vænzt. Þannig er bein- línis óhugsandi að vinna sam- kvæmt aðferð Tilgátu öðruvísi en þannig að láta eigin trú lönd og leið. Er þetta fróðlegur reynslu- skóli. Við æfingu þjálfast menn í þessu, og venjast fyrr en varir á að halda sér eingöngu að niðurstöð- um raka, hvort sem þau koma heim við skoðanir þeirra eða ekki. Hefur rannsakandinn við þrjár meginreglur að styðjast: 1. Tilraunina verður að mega endurtaka. 2. Kenningin verður að segja rétt fyrir um það hvað finnast muni. 3. Skýringin verður að vera ein- föld. Sá sem óskar að fella tilgátu hefur ofangreinda þríliðu að leið- arljósi. Vart ætti sú viðmiðun að vera örðug til skilnings: því oftar sem endurtaka má tilraun — í þessu tilviki, því oftar sem finna má sams konar hugsun undir svipuð- um kringumstæðum — að ekki sé talað um hitt, að því fleira sem Tilgáta spáir fyrir að finnast muni — og sem síðar FINNST — því öruggari þykir niðurstaðan. Og því einfaldari sem skýringin er, því betur sem hún kemur heim við menningarhætti sinnar aldar, því skynsamlegri þykir hún. örðug- leikarnir á íslandi eru einkum þeir, að nær enginn virðist áður hafa rannsakað hugmyndafræði fornaldar og miðalda svo nokkru nemi með islenzk fornrit til hlið- sjónar. Þetta svarthol í stjörnu- þoku íslenzkra fræða hefur blind- að ýmsa á það, HVAÐ eðlilegt má teljast í heimi landnámsaldar Is- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.