Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 39 l>inghúsið í Washington. þeir einnig að greiða atkvæði um margs- konar málefni sem bundin eru við einstök ríki eða byggðarlög. Þannig eiga til dæmis kjósendur í Maine- ríki að greiða atkvæði um jafnréttisfrum- varp, sem valdið hefur miklum deilum. í raun miðar frumvarpið að staðfestingu á jafnrétti kynjanna, en andstæðingar þess óttast að verði það samþykkt, stuðli það að lögmætingu fóstureyðinga og hjónaböndum kynhverfra, og hafa þeir varið miklum fjár- munum til áróðurs gegn frumvarpinu. í Washingtonriki greiða kjósendur at- kvæði um það hvort skora eigi á Banda- ríkjaþing að nema úr gildi úrskurð alríkis- dómstóls þess efnis að Indíánar skuli eiga rétt á helmingi alls lax- og silungsafla í rikinu. í Montana eiga kjósendur að greiða at- kvæði um svonefnt „Initiative 97“, sem er Bandaríska þingið starfar í tveimur deildum, Öldungadeild (Senate) og Fulltrúadeild (House of Representatives). Öldunga- deildin er skipuð 100 þingmönn- um, eða tveimur frá hverju ríkja Kandaríkjanna. í Fulltrúadeild- inni sitja 435 þingmenn, sem skiptast milli ríkjanna í samræmi við íbúafjölda þeirra. Lætur nærri að fyrir hverja 530.000 íbúa fáist eitt sæti í Fulltrúadeildinni. Sem dæmi um hvernig þess- ar reglur um skiptingu þingsæta eru í framkvæmd má taka fámennasta ríkið, Alaska, og Kaliforníu, sem er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna. Bæði eiga þessi ríki sína tvo þing- mennina hvort i Öldunga- deildinni, Alaska með rúmlega 400 þúsund íbúa og Kalifornía með 24 milljónir. I Full- trúadeildinni hefur Alaska hinsvegar að- eins einn þingmann, en Kalifornía 45. Fulltrúadeildin Þingmenn Fulltrúadeildarinnar eru kosn- ir til tveggja ára í senn, og er því kosið i öll sæti deildarinnar við hverjar kosningar, sem eru annað hvert ár. Þingmenn Old- ungadeildarinnar eru hinsvegar kosnir til sex ára, og því ekki nema um þriðjungur þeirra í kjöri hverju sinni. Undanfarin 30 ár, eða frá miðju sfðara kjörtímabili Dwights D. Eisenhowers fyrr- um forseta, hafa demókratar ráðið meiri- hluta atkvæða í Fulltrúadeildinni, og ekk- ert bendir til þess að breyting verði þar á að þessu sinni, þótt repúblikanar geri sér vonir um að vinna þar nokkur sæti. Eftir þing- kosningarnar 1982 var staðan í deildinni þannig að demókratar skipuðu 268 sæti, en repúblikanar 167. Til að ná meirihluta yrðu repúblikanar þannig að bæta við sig að minnsta kosti 51 þingsæti, en jafnvel þeir bjartsýnustu i þeirra hópi gera sér í hæsta lagi vonir um að vinna 20—24 sæti. Talsmenn demókrata telja hugsanlegt að flokkur þeirra tapi nokkrum sætum í Full- trúadeildinni, ekki sízt ef svo fer sem skoð- anakannanir spá að Reagan vinni mikinn sigur í forsetakosningunum. Þeir telja að tapið verði helzt í þeim ríkjum þar sem Reagan á mestu fylgi að fagna, en segja jafnframt að repúblikanar vinni i mesta lagi 10 þingsæti. Öldungadeildin Kosningar til öldungadeildarinnar ein- kennast nú helzt af baráttu repúblikana fyrir því að halda þeim meirihluta sinum þar sem þeim tókst að vinna i kosningunum 1980 eftir að demókratar höfðu haft meiri- hluta í deildinni i 26 ár samfleytt. Eftir kosningarnar 1980 var staðan þann- ig, að repúblikanar höfðu 54 sæti f öldunga- deildinni, en demókratar 46. Þetta hlutfall breyttist svo f núverandi stöðu, 55—45, fyrir tveimur árum við lát demókratans Henrys M. Jacksons frá Washingtonriki, en sæti hans í deildinni hlaut repúblikaninn Daniel J. Evans. Samkvæmt stjórnarskránni er varafor- seti Bandarfkjanna einnig forseti öldunga- deildarinnar, en hann hefur aðeins atkvæð- isrétt í deildinni þegar skera þarf úr um og aðrar kosníngar í flestum ríkjum er hætt að nota blöð og blýanta við atkvsðagreiðslu, en í þess stað komnar sjálfvirkar atkvæðavélar, sem jafnframt telja atkvæðin. ágreiningsatriði og atkvæði falla jöfn, með og móti. Til að ná meirihluta í deildinni þurfa demókratar þvf að bæta við sig sex atkvæðum, fari svo sem horfir að Ronald Reagan nái endurkjðri og George Bush verði áfram forseti deildarinnar. Nái Mon- dale hinsvegar kjöri, og Geraldine Ferraro taki við forsetaembætti 1 deildinni, nægir demókrötum að vinna fimm þingsæti þann- ig að hvor flokkur hafi alls 50 þingmenn og atkvæði deildarforseta ráði úrslitum. Talsmenn demókrata telja ekki útilokað að þeim takist að endurheimta meirihluta f Öldungadeildinni, en af þeim 33 þingsætum i deildinni, sem nú er kosið um, skipuðu repúblikanar 19 og demókratar 14. Tals- menn repúblikana eru hinsvegar trúaðir á það að þeim takist að halda meirihluta f deildinni, en viðurkenna möguleika á 1—2 sæta tapi. Af 100 þingmönnum öldungadeildarinn- ar eru aðeins tvær konur, báðar úr flokki repúblikana. Þær eru Paula Hawkins frá Florida, en kjörtímabil hennar rennur út eftir tvö ár, og Nancy Landon Kassebaum frá Kansas, sem nú er í framboði til endur- kjörs. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að Kassebaum ætti að halda sæti sínu örugglega. Alls eru nú sjö aðrar konur í framboði, og hafa aldrei verið jafn marg- ar. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur að- eins ein þeirra möguleika á sigri, en það er demókratinn Joan Growe, sem býður sig fram gegn Rudy Boscwhitz, öldungadeildar- þingmanni repúblikana í Minnesota, heima- ríki Mondales. Margir þekktir stjórnmálamenn taka þátt í baráttunni um sætin 33 i öldunga- deildinni. Má þar til dæmis nefna repúblik- anana Charles H. Percy frá Illinois og Jesse Helms frá N. Carolina, sem báðir eiga i erfiðri baráttu fyrir endurkjöri. Percy er formaður utanríkismálanendar öldunga- deildarinnar en Helms formaður iandbún- aðarnefndar deildarinnar. Percy hefur átt sæti í Öldungadeildinni frá 1966. Mótframbjóðandi hans er demó- kratinn og fyrrum blaöaútgefandinn Paul Simon, og benda skoðanakannanir til þess að ekki sé mikill munur á fylgi þeirra. Mót- frambjóðandi Helms, sem setið hefur i öld- ungadeildinni frá 1972, er James B. Hunt, núverandi ríkisstjóri í N. Carolina, og er óvíst um úrslit. Víða hefur verið varið meira fé til kosningabaráttunnar en nokkru sinni fyrr, og má sem dæmi nefna að fram til 30. september sl. höfðu þeir Helms og Hunt samtals varið 20 milljónum dollara til keppninnar um sætið, og talsvert mun hafa bætzt við síðan. Meðal þeirra sem nú hverfa af þingi er Howard H. Baker jr. frá Tennessee, sem verið hefur talsmaður repúblikana I deild- inni undanfarið. Hann snýr sér nú að lög- fræðistörfum og undirbúningi að hugsan- legu forsetaframboði sínu eftir fjögur ár. Demókratar telja sig örugga um að vinna þetta sæti, en samkvæmt skoðanakönnun- um hefur frambjóðandi þeirra, Albert Gore, meira fylgi en Victor Ashe frambjóðandi repúblikana. Af demókrötum sem heyja hvað harðasta baráttu fyrir endurkjöri má nefna David Pryor frá Arkansas, Walter Huddleston frá Kentucky og Carl Levin frá Michigan. Það er í þessum þremur ríkjum sem repúblikan- ar eygja hvað mestar líkur á að vinna upp hugsanlegt tap annars staðar. Hinsvegar er talið fullvíst, að John D. (Jay) Rockefeller IV, sem verið hefur ríkisstjóri i Vestur- Virginiu undanfarin ár, eigi ekki i neinum vanda við að halda sæti demókrata i Öld- ungadeildinni, sem losnar við aö Jennings Randolph dregur sig nú i hlé eftir 52 ára þingsetu. Ríkisstjórar Af 50 ríkisstjóraembættum i Banda- ríkjunum er kosið i 13 að þessu sinni. Eins og er skiptast ríkisstjóraembættin 50 þann- ig að demókratar skipa 35 þeirra en repú- blikanar 15. Það skýtur þvi nokkuð skökku við að af þeim 13, sem nú er kosið í, hafa repúblikanar ráðið 7 en demókratar 6. Konur hafa ekki verið áberandi i rikis- stjóraembættum í Bandaríkjunum frekar en f þingsætum Öldungadeildarinnar. 1 tveggja alda sögu Bandaríkjanna hafa að- eins sex konur skipað embætti ríkisstjóra, og aldrei fleiri en tvær hverju sinni. Sem stendur er aðeins ein kona í embætti rfkis- stjóra, en það er demókratinn Martha Layne Collins, ríkisstjóri f Kentucky. Nú er önnur kona meðal keppenda um rfkisstjóra- embættin 13, en það er Madeleine Kunin, frambjóðandi demókrata f Vermont, þar sem Richard Snelling rfkisstjóri og repú- blikani gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Ætlar Kunin sér að verða fyrsta konan i sögu Vermontríkis sem hlýtur embætti rík- isstjóra. Kunin er nú vararíkisstjóri og býð- ur sig fram gegn frambjóðanda repúblik- ana, John J. Easton, sem nú gegnir embætti ríkissaksóknara í Vermont. Erfitt er að spá um úrslit rfkisstjóra- kosninga, enda falla atkvæði þar oft mjög á annan veg en f forseta- eða þingkosningum. Önnur mál Það er ekki aðeins að kjósendur á þriðju- daginn eigi að velja forseta, varaforseta, þingmenn til beggja deilda Bandarfkja- þings, rikisstjóra og fjölda embættismanna og þingmanna einstakra rfkja, heldur eiga tillaga um breytingu á ríkislögum varðandi falskar tennur. Samkvæmt breytingartil- lögunni er öðrum en tannlæknum og tann- smiðum heimilað að selja falskar tennur. Kjósendur í Colorado- og Washington- ríkjum eiga að ákveða hvort banna eigi að nota ríkisfjármuni til að kosta fóstureyð- ingar þegar ekki er um að ræða lffshættu móðurinnar. Og svo mætti lengi telja. Sums staðar er kosiö um hvort lögleiða beri happdrætti eða veðmál, hvort leyfa beri starfsemi spilavita, hvort dauðarefsingu skuli beitt i morðmál- um, hvort banna beri kapalsjónvörp, er sýni „bláar“ myndir, hvort takmarka eigi skatt- heimtu þess opinbera o.s.frv. Fjötdi kjörmanna ríkjanna 50 og hötuöborgarsvaeðisins í forsetakosningunum 6. nóvembor 1984: ALABAMA .... 9 ALASKA .... 3 ARIZONA .... 7 ARKANSAS .... 6 COLORADO .... 8 CONNECTICUT .... 8 OELAWARE .... 3 DISTRICT OF COLUMBIA .... 3 FLORIDA .. 21 GEORGIA .. 12 HAWAII .... 4 IDAHO 4 ILLINOIS .. 24 INDIANA ... 12 IOWA 8 KALIFORNÍA ... 47 KANSAS 7 KENTUCKY 9 LOUISIANA ... 10 MAINE 4 MARYLAND ... 10 MASSACHUSETTS ... 13 MICHIGAN ... 20 MINNESOTA ... 10 MISSISSIPPI 7 MISSOURI ... 11 MONTANA 4 NEBRASKA 5 NEVADA 4 NEW HAMPSHIRE 4 NEWJERSEY ... 16 NEWMEXICO 5 NEW YORK ... 36 NOROUR-CAROLINA ... 13 NORÐUR-DAKOTA 3 OHIO ... 23 OKLAHOMA 8 OREGON 7 PENNSYLVANIA ... 25 RHODE ISLAND 4 SUOUR-CAROLINA 8 SUÐUR-DAKOTA 3 TENNESSEE .... 11 TEXAS .... 29 UTAH 5 VERMONT 3 VESTUR-VIRGINIA 6 VIRGINIA 12 WASHINGTON .... 10 WISCONSIN .... 11 WYOMING 3 I SAMTALS .. 368
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.