Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Fjölmennur fundur um hagsmunamál heimavinnandi húsmæðra ályktar: Heimavinnandi húsmæðrum verði ekki mismunað SÍÐASTLIÐINN laugardag hélt Hagsmunanefnd heimavinnandi kvcnna, scm starfar á vegum Banda- lags kvenna í Reykjavík, fund á Hót- el Sögu undir yfirskriftinni: Umraeó- ufundur um réttinda- og hagsmuna- mál heimavinnandi húsmæóra. Fundinn sóttu um 230 konur hvaó- anaeva af landinu og var í lok fund- arins samþykkt ályktun þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða skatta- og tryggingalöggjöfina með tilliti til hagsmuna heimavinnandi húsmæðra og heimila þeirra. Á fundinum voru flutt fjögur framsöguerindi. Guðrún Er- lendsdóttir hrl. talaði um eigna- og erfðarétt í óvígðri sambúð; Margrét Thoroddsen, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, ræddi um rétt heimavinnandi til sjúkradagpeninga, fæðingarorlofs og fleira; Sigurbjörn Þorbjörns- son, rikisskattstjóri, ræddi um skattamál og Margrét Matthías- dóttir, húsmóðir, ræddi um stöðu heimavinnandi húsmííðra í þjóð- félaginu í dag. Að lo.<num fram- söguerindum voru síian frjálsar umræður. Á fundinum kom meðal annars fram að heimavinnandi húsmæður fá í barnsburðarleyfi 5.289 krónur á mánuði í fæðingarorlof á meðan konur sem vinna utan heimilis í fullu starfi fá 15.866 krónur, eða þrisvar sinnum meira. Heima- vinnandi konur fá 37,86 krónur í sjúkradagpeninga á dag og 10,72 krónur með barni á meðan konan sem vinnur í fullu starfi utan heimilis fær fjórum sinni meiri dagpeninga, eða 151,44 krónur á dag auk 41,10 með barni. Þá kom fram í sambandi við skattamál að verulegu máli skiptir hvort annað hjóna aflar tekna utan heimilis eða hvort þau gera það bæði. Sett var upp dæmi þar sem tekjur tveggja heimila voru 396 þúsund krónur á ári. Ef annað hjóna afl- aði teknanna eru skattgreiðslur tæpar 110 þúsund krónur en ef hvort hjóna aflaði helmings tekn- anna eru skattgreiðslur rúmar 84 þúsund krónur. Munar því tæpum 26 þúsund krónur á skattgreiðsl- um heimilanna eftir því hvernig vinnutekjur skiptust á milli hjón- anna. Jósefína Helga Guðmundsdótt- ir, formaður hagsmunanefndar- innar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Okkur þykir þessi mismunur á tryggingabótagreiðsl- um ansi mikill þegar litið er til þess að þetta eru greiðslur af al- mannafé. Okkur þykir það einnig hróplegt ranglæti að heimilin skuli skattlögð svona mismun- andi. Okkur finnst það opinbera lítilsvirða störf heimavinnandi húsmæðra svo augljóslega með þessu misræmi. Þetta er búið að brenna á öllum konum lengi og varð til að farið var af stað með þessa vinnu. Það kom berlega í ljós á fundinum að konur gerðu sér almennt ekki grein fyrir þess- um mikla mun. Við vonumst til að þessi fundur, sem svona fjölmenn samtök standa að, hafi orðið til þess að opna augu fólks fyrir þessu og geti orðið til þess að mynda þann þrýsting sem nauð- synlegur er til að breytingar fá- ist.“ í ályktun fundarins var þeim tilmælum beint til Alþingis að skatta- og tryggingalöggjöfin verði endurskoðuð, þannig að heimavinnandi húsmæðrum og heimilum þeirra verði ekki lengur mismunað miðað við aðra skatt- þegna og tryggingabótaþega eins og raunin er nú. Dæmin erij í hrópandi andstöðu við þá megin- reglu að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum, segir í ályktuninni. Eins og aður segir voru 230 konur á fundinum og komu þær af Suð- urlandi, Akranesi og Akureyri, auk höfuðborgarsvæðisins. For- Revkjavík^erljnnur Schram^Ág- M hinum fjölmenna fundi Hagsmunanefndar heimavinnandi kvenna, sem starfar i vegum Bandalags kvenna í ústsdóttir Reykjavík, sem haldinn var i Hótel Sögu um helgina. Nú seljum við síðustu bílana af SUZUKI SWIFT árgerð 1984 og bjóðum 25.000 9 KR verðlækkun og góð lánakjör SUZUKI SWIFT GL m/útvarpi. Verð aðeins KR. 265.000 (áður kr. 290.000). SUZUKI SWIFT GL m/stereo útvarpi, kassettutæki og snúningshraðamæli. Verð aðeins KR. 273.000 (áður kr. 298.000). SUZUKI SWIFT er rúmgóður, kraftmikill og ótrúlega sparneytinn - eyðir aðeins 4.2I á 100 km. SVEINN EGILSSON HF. b\/°SUZUKI Skeifunni 17. Sími 685100.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.