Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 „V, þel an dan ná) lið kk tar; í e n af er láti ið“ — segir Sveinbjörn I. Baldvinsson um leikrit sitt „Þetta verður allt í lagi“ SJÓNVARPIÐ sýndi sl. sunnu- dagskvöld nýtt íslenskt leikrit eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöf- und sem nefnist „Þetta verður allt í lagi“, en Sveinbjörn er íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur sem umsjónarmaður „Gluggans". Blm. spjallaði lítil- lega við Sveinbjörn um leikritið og framtíðaráform hans. „Þetta er fyrsta leikritið sem ég samdi en hugmyndina að því fékk ég árið 1978,“ sagði Svein- björn. „Hún hefur síðan verið að þróast í gegnum árin og tekið miklum breytingum fra því að ég skrifaði verkið fyrst. Árið 1981 auglýsti sjónvarpið eftir hand- ritum eða drögum að sjónvarps- leikritum og sendi ég þá inn lýs- ingu á verkinu. Því var sýndur áhugi svo að ég dreif mig í að fullvinna handritið . í fyrravor hófust síðan upptökur og var þeim lokið þá um haustið." Hver var kveikjan að verkinu? „Ég hef stundum velt því fyrir mér sjálfur hvort það hafi verið eitthvað sérstakt atvik sem varð til þess að hugmyndin fæddist, en satt að segja held ég að svo hafi ekki verið. Ég fór smám saman að sjá sögupersónurnar fyrir mér í huganum og þetta þróaðist loks út í leikritun. Eftir að ég fór að vinna að verkinu hef ég hins vegar heyrt ótal margar sögur af fólki sem lent hefur í svipaðri aðstöðu og hjónin í leik- ritinu, og eru vandamál af þessu tagi mun algengari en af er lát- ið.“ Hvert er þitt aðalstarf? „Ég leitast nú við að líta á mig sem rithöfund og hef það að að- alstarfi. Þriðja ljóðabókin mín kemur út núna fyrir jólin og nefnist hún „Lífdagatal", en áð- ur hafa komið út ljoðabækurnar „í skugga mannsins" ’76 og „Ljóð handa hinum og þessum" ’81. Það hefur hins vegar reynst erf- itt að hafa ritstörfin að aðal- tekjulind og hef ég því fengist við ýmislegt annað jafnhliða þeim. Þar á meðal má nefna blaðamennsku og ýmis fjöl- miðlastörf, s.s. umsjón Gluggans í sjónvarpinu. Þá hef ég þýtt tvær bækur eftir Kurt Vonnegut og sömuleiðis fengist nokkuð við hljóðfæraleik." Hvað er svo framundan hjá þér? »Ég er nú með ýmislegt á prjónunum. Uin þessar mundir vinn ég við annan mann að gam- anleik fyrir leikhús. Þá er ég að velta fyrir mér útlínum að öðru Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöf- undur. leikverki af alvarlegri toga. Núna finnst mér mest spennandi að skrifa verk fyrir sjónvarp, kvikmynd eða leikhús. Ég var fyrst nokkuð óhress með það hve langur tími leið frá því að upp- tökum lauk og leikritið var loks- ins sýnt, sem var rúmt ár, en að ýmsu leyti finnst mér viðeigandi að sýna það einmitt núna, þegar að kreppir hjá almenningi," sagði Sveinbjörn að lokum. Dr. Sigmundur Guðbjarnason, prófessor, sem vann að rannsóknunum ásamt Eddu Benediktsdóttur, Elsu Bene- diktsdóttur Og Guðrúnu Skúladóttur. Morgunblaftift/Árni Sæberg „Áhugaverð efni, sem virð- ast m.a. geta dregið úr hættu á myndun blóðtappa“ Þorskalýsið og hjartað: — segir dr. Sigmundur Guðbjarnason „RANNSÓKNIR okkar gefa til kynna, að þorskaiýsi geti dregið úr hsttu á hjartatitringi og skyndi- dauða hjá kransæðasjúklingum,“ sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason, prófessor í efnafrsði við Háskóla ís- lands, er blm. Morgunblaðsins hafði samband við hann vegna rannsókna Raunvísindastofnunar Háskólans á þorskalýsi og áhrifa þess á starfsemi hjartans. Rannsóknir þessar hafa staðið í nokkur undanfarin ár og leitt til athyglisverðrar niðurstöðu, eins og greint er frá í frétt Morgun- blaðsins á baksíðu. Dr. Sigmundur var beðinn um að greina nánar frá rannsóknunum og niðurstöðum þeirra. „Tilraunadýr, albino-rottur, voru alin á fóðri með mismunandi feitmeti, þ.e. smjöri, jurtaolíu eða þorskalýsi í minnst 4 mánuði. Þeg- ar dýrin voru 7—8 mánaða gömul eða um 0,5 kg. að þyngd var þeim gefið streituvaldandi lyf sem veld- ur hjartatitringi og skyndidauða í um helming dýranna. Þessi aðferð er m.a. notuð hjá „Fæðu- og lyfja- eftirliti Bandaríkjanna" (FDA) við rannsóknir á lyfjum til varnar gegn hjartatitringi og skyndi- dauða. Niðurstöður tilraunanna voru þær, að rottur, sem voru ald- ar á lýsi dóu miklu síður af völd- um hjartatitrings en rottur aldar á öðru feitmeti. Rottur aldar á fóðri með 10% jurtaolíum höfðu um þrefalt hærri dánartíðni en rottur aldar á lýsisríku fóðri. Nánari rannsóknir sýndu, að þorskalýsið veldur töluverðum breytingum á fitusamsetningu í frumuhimnum í hjartanu. Er nú verið að kanna hvort og hvernig þessar breytingar í frumuhimnu gætu dregið úr hættu á skyndi- dauða af völdum þessa streitu- valdandi lyfs. Niðurstöður þessar hafa verið kynntar og ræddar á ráðstefnum erlendis í sumar, á ráðstefnu um „Streitu og hjartað" í Winnipeg í júní og á ráðstefnu í Genf í sept- ember. Einnig hef ég flutt fyrir- lestra um þessar og aðrar rann- sóknir okkar víðar í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum í vor og sumar. f þorskalýsi eru efni sem þykja mjög áhugaverð, eru það einkum fjölómettaðar fitusýrur. Ein þess- ara fitusýra tefur blóðstorknun og virðist geta dregið úr hættu á myndun blóðtappa, t.d. í kransæð- um. Önnur slík fitusýra virðist eiga þátt í að draga úr hættu á hjartatitringi og skyndidauða, en það er ekki sannað enn. Fleiri áhugaverð efni eru í lýsinu og er- um við að kanna hvaða efni koma til að greina, setja fram vinnutil- gátur og prófa þær. f lýsi og raunar í fiski almennt eru efni sem virðast draga úr hættu á myndun blóðtappa og hættu á hjartatitringi og skyndi- dauða. Hafa ber í huga, að í lýsi er einnig mikið af D-vítamíni, sem getur hraðað æðakölkun ef of mik- ils er neytt af því. Of mikið lýsi veldur sjúkleika í tilraunadýrum, mismiklum eftir tegund tilrauna- dýra. Þetta á sennilega einnig við um notkun á fóðurlýsi. Hófsemi er hér, sem og í öðrum efnum, far- sælust. Hóflegt magn af lýsi fyrir okkur er sennilega um 5 millilítr- ar á dag að jafnaði,” sagði dr. Sig- mundur Guðbjarnason og vildi að lokum geta sérstaklega sam- starfsmanna sinna við rannsókn- irnar, en það eru Edda Bene- diktsdóttir, Elsa Benediktsdóttir og Guðrún Skúladóttir. „Hef líklega sýkst af leik- listarbakteríunni í æsku“ Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi sl. laugardagskvöld leikritið „Dagbók Önnu Frank“ eftir F.Goddrich og A. Hackett, en saga þessarar hugrökku gyðingastúlku er vafalaust mörgum kunn. Athygl- isvert er að aðalhlutverkið er í böndum 16 ára lítt þekktrar leik- konu frá Selfossi, Guðrúnar Krist- mannsdóttur. Blm. spjallaði við leikkonuna ungu á dögunum og innti hana fyrst eftir því hvað hefði orðið til þess að hún var fengin til að leika Onnu Frank. „Ég hef alltaf verið viðloðandi leiklistina, lék t.d. önnu Frank þegar Stefán Baldursson, leik- hússtjóri, leikstýrði verkinu hér á Selfossi," sagði Guðrún. „Þá var ég 14 ára og hafði árið áður leikið í „Fjölskyldunni", sem leikstýrt var af Ásdísi Skúla- dóttur. Þá lék ég lítið hlutverk í — segir Guðrún Kristmannsdóttir sem leikur Önnu Frank í Iðnó leikritinu „Þið munið hann Jör- und“ eftir Jónas Árnason, þegar það var sett upp hér í fyrra. Ég hef alltaf haft gaman af því að leika, hef líklegast sýkst af leik- listarbakteríunni í æsku. Stefán Baldursson, leikhússtjóri, hafði svo samband við mig sl. vor og spurði hvort ég gæti hugsað mér að taka þátt í sýningu Leikfé- lagsins á „Dagbók önnu Frank“. Frá því að ég lék Önnu Frank fyrir tveimur árum hef ég hugs- að mjög mikið um hana, hvernig líf hennar hefur verið o.s.frv. Því var ég strax til í að vera með í sýningu Leikfélagsins, þó að ekki væri þá víst hvort ég fengi hlut- verk Önnu Frank eða ekki. Síðan var ég prófuð og fékk að vita skömmu síðar að hlutverkið væri mitt. Á fyrstu æfingunum fannst mér dálítið skrýtið að vera innan um alla þessa þekktu leikara en þeir voru allir mjög vinsamlegir og ég kynntist þeim fljótt.“ Bjóstu í Reykjavík í sumar á meðan á æfingum stóð? „Nei, ég bjó allan tímann hér á Selfossi og ferðaðist daglega á milli í rútu. Ég hef sama háttinn á núna, tek rútu í bæinn fyrir sýningar og fer svo aftur heim á Selfoss að sýningu lokinni. Þetta er nú ekki nema klukkutíma akstur á milli svo að verra gæti það verið.“ Nú ertu í Fjölbrautaskólanum á Selfossi, hvernig tekst þér að samræma námið og leiklistina? „Ég sá það fyrir strax í sumar að ég kæmist ekki í skólann á meðan á æfingum stæði og ákvað því að sitja utanskóla fram að áramótum. Núna eftir að sýningar hófust hef ég þó frí á daginn og sæki þá tíma sem ég get.“ Hvernig leið þeir frumsýn- ingarkvöldið? „Þó að ég sé nú nokkuð sviðs- vön var ég mjög óstyrk í fyrsta atriðinu, hélt meira að segja að ég myndi ekki hafa það af. En sviðsskjálftinn hvarf fljótlega og ég var orðin sallaróleg undir lok- in.“ Hvernig er Anna Frank? „Mér finnst hún frábær, hún er mjög sérstök og eiginlega óútreiknanleg. Hún er líka sér- lega þroskuð miðað við aldur og bæði skynsöm og greind. Það er vissulega erfitt að leika hana en jafnframt mjög skemmtilegt." Á að leggja leiklistina fyrir sig? „Ég veit það nú ekki. Ég er rétt að hefja nám í Fjölbrauta- skólanum og ætla mér að verða stúdent áftur en en ég ákveð nokkuð um framtíðina," sagði Guðrún að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.