Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 6

Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Lér Síðari laugardagskvikmynd sjón- varpsins að þessu sinni reyndi tölu- vert á augnlok árrisulla, því henni lauk ekki fyrr en klukkan hálf tvö um nóttina. 0 þó, Lér kóngur eftir Shakespeare er ekki beint svefnmeð- al áhugamönnum um Shakespear- es-efni, en undirritaður telur sig í hópi þeirra manna, þótt brauðstritið skyggi nú nokkuð orðið á fræði- mennskuna svona uppá síðkastið. En sá tími er ekki gleymdur, þá setið var yfir Arden-útgáfu King Lear, milli þess er hlýtt var á fyrirlestra sérfróðra um Shakespeare-heiminn. Sá sem eitt sinn hefur ratað inn í þann heim, á nefnilega vandratað út aftur, því það er engu líkara en Shakespeare hamfletti samfélagið og sýni okkur innviði þess, slíka er aðeins opinberast hversdags- mönnum í styrjöldum, langvinnum vinnudeilum, náttúruhamförum eða annarri óáran. Fangí valdsins Lér kóngur var einn slíkur hvers- dagsmaöur, að vísu í æðstu valda- stöðu, en orðinn blindur á hin dýpri svið veruleikans, sökum smjaðurs undirsátanna. Aðeins hans yngsta dóttir Cordelia, hirðfíflið og jarlinn af Kent segja honum sannleikann. En Lér er þá orðinn fangi valdsins, og það er ekki fyrr en hann rekur sig á óheilindi eldri dætranna, Regan og Goneril, að hann sér í gegnum þann blekkingarhjúp, sem samfélagið er hjúpa sveipað hvunndags. Þegar svo er komið, fer hinn aldni kóngur hamförum og afklæöist sínum tigna persónuleika, uns hann er orðinn nánast eins og ómálga barn. Þá er eins og hann skynji lífið uppá nýtt og unir sér best í faðmi náttúrunnar innan um dýr merkurinnar. Hér kemur fram afar merkilegur skilningur Shakespeares á samfélag- inu, því með algerri niðurlægingu Lés og síðar sáttum hans við Guð og menn útí náttúrunni, gefur Shake- speare skít í tignarstöður og há- timbraöa yfirbyggingu samfélags- ins. Aðeins heilindin og hin sdanna vinátta skipta máli í mannlegu samfélagi, og það er jafnvel verra að vera kóngur umkringdur smjöðrur- um en eignalaus maður umkringdur vinum í jarðholu. Það hlýtur að teljast djarft teflt af Shakespeare að draga þannig dár að valdhafanum, sérstaklega þegar haft er í huga að King Lear var fyrst sýndur á jólahátfð hjá James I Bretakóngi 1606. En Shakespeare hafði vaðið fyrir neðan sig i þessu efni, því skömmu fyrir aldamótin 1600 hafði leikverk er nefndist The True Chronicle History of King Leir birst á ensku leiksviöi og raunar var arfsögnin um Lé kóng vel þekkt á þessum tíma, kom fyrst fyrir í ann- álum Geoffrey of Monmouth: Hist- oria Britonum 1135. Shakespeare sækir hinsvegar efnið í Annála Hol- insheds, í Mirror for Magistrates (1574-útgáfuna), í Faerie Queene Edmund Spenser og Arcadiu Philip Sidney. Að mínu viti hefur úrvinnsla Shakespeare úr téðum heimildum ekki gengið sem skyldi, persónulega finnst mér hann ofmeta arfsögnina og gera illmennin nánast að ófreskj- um, en góða fólkið að englum. Einnig finnst mér meistarinn skjóta yfir markið f lokaatriðinu, þegar helstu persónur verksins eru stráfelldar, á nokkrum mínútum, ekki nema von að Lér hafi fengið „happy end“ á ensku leiksviði allt frá 1681 til 1838, að William Macready endurvakti frumtextann. Annars er heimur Lés svo forn og ógnvænlegur, að þar get- ur allt staðist, sérstaklega þegar til- lit er tekið til þess, að þarna er kannski fyrst og fremst verið að Iýsa innri heimi aldraðs vonsvikins manns. Sir Laurence lýsti þessum heimi á full fágaðan hátt á laugar- dagskvöldið var enda nýtur Lér sín ekki í kvikmyndarlíki nema í svart/hvítu á breiðtjaldi. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP/SJÓNVARP Á THE STORYOF a AfricA Fimmti þáttur myndaflokks- ___ins Saga Afr- íku er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld og nefnist hann Biblían og byssan. f þessum þætti fjallar stjórnandinn, Basil Davidson, um þrælaversl- un, landkönnun og kristniboð Evrópubúa í Afríku. Hann greinir frá því hvernig þrælaverslun- in breytti þjóðfélags- mynstrinu, ættbálkaerjur hófust og mikil fólks- fækkun átti sér stað. f kjölfar þrælaverslun- arinnar varð Afríka fyrir ýmsum nýjum áhrifum frá Evrópu. Fyrst komu landkönnuðirnir, m.a. Stanley og Livingstone, sem lögðu mikið á sig til þess að kanna leyndar- dóma hinna miklu fljóta og vatna Afríku. Síðan komu trúboðarnir í hund- raða tali, ákveðnir í því að breyta lífi negranna til „batnaðar". Þeir fluttu ekki eingöngu inn trúna, heldur einnig lyf og menntun. Einnig komu til Afríku menn sem höfðu meiri áhuga á auðæfum álfunnar, svo sem gulli og demöntum, en sálum íbú- anna. Þeirra á meðal var Cecil Rhodes. Þýðandi og þulur þátt- anna er Þorsteinn Helga- son. f kvöld flytur útvarpið fyrsta þátt fram- haldsleikrits fyrir börn. Leikritið nefnist „Anti- lópusöngvarinn" og er eft- ir norska rithöfundinn Ingebricht Davik. í leik- ritinu segir frá landnema- fjölskyldunni Hunt, sem á miðri síðustu öld er á leið- inni þvert yfir Bandaríkin til að finna sér nýjan samastað. f fyrsta þætti kynnast hlustendur Hunt-hjónunum, börnum þeirra tveimur og frænku. Þau hafa slegið upp tjöld- um í eyðimörkinni áður en þau leggja á fjallagarðinn mikla, sem skilur þau frá Gósenlandinu. Eins og aðrir landnemar óttast þau mjög árásir indíána- flokka, sem hafa aðsetur sitt á þessum slóðum. Leikstjóri „Antilópu- söngvarans" er Þórhallur Sigurðsson, en þýðinguna gerði Sigurður Gunnars- son. Með stærstu hlutverk fara Steindór Hjörleifs- Saga Afríku „Antilópusöngvarinn son, Kristbjörg Kjeld, Há- kon Waage, Jónína H. Jónsdóttir, Stefán Jóns- son, Árni Benediktsson og Þóra Guðrún Þórsdóttir. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Hörður Jónsson. NJOSNARINN REILLY Sidney Reilly Sam Neill 2f«. í kvöld verður sýndur 5. þátt- ur breska framhaldsmyndaflokksins um njósnarann Sidney Reilly. Hann var talinn af mörgum, m.a. breskum blöðum, mesti njósnari sögunnar og hugrakkasti maður þeirra tíma. Reilly er sagður fæddur í Odessa árið 1874. Sem ungur maður komst hann að því að hann var óskil- getinn. Móðir hans hafði staðið í leynilegu ástar- sambandi við lækni nokk- urn, Rosenblum, og var hann ávöxtur þeirra funda. Þetta olli honum miklum vonbrigðum. Hann lét líta svo út sem hann hafði framið sjálfsmorð og sigldi til Suður-Ameríku. f Brasilíu uppgötvuðu nokkrir breskir leyniþjónustu- menn tungumálahæfi- leika Reillys og var það til þess að hann fór að starfa í leyniþjónustu Breta. f síðasta þætti var Reilly í París þar sem hann deildi við fulltrúa Frakka um rétt Breta til olíuvinnslu í Persíu. Þar hitti hann Önnu hálfsystu sina. ÚTVARP ÞRIÐJUDkGUR 6. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leiktimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregn- ir. Morgunorö: — Þorbjörg Danielsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Breiðholtsstrákur ter i sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- tregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfrlöur Sigurðardóttir á Jaöri sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 Hljóðdósin Létt lög leikin af hljómplöt- um. Umsjón: Ólafur Þórðar- son. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman Umsjón: Gunnvör Braga. 13J0 Gösta „Snoddas" Nordgren, Vestmenn frá Færeyjum, Les Paul, Mary Ford og fl. leika og syngja. 14.00 „A Islandsmiðum" eftir Pierre Loti Séra Páll Pálsson á Berg- þórshvoli les þýöingu Páls Sveinssonar (9). 14J0 Miðdegistónleikar „Moldau", sinfónlskt Ijóö eft- ir Bedrich Smetana. Fllharm- ónlusveit Berllnar leikur; Herbert von Karajan stj. 1445 Upptaktur — Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurtregnir. 16.20 Islensk tónlist a. Þrfþætt hljómkviöa op. 1 eftir Jón Leifs. Sinfónlu- hljómsveit íslands leikur; Bohdan Wodiczko stj. b. Lög eftir Pétur Sigurðsson frá Sauðárkróki. Svala Niel- sen og Friðbjörn G. Jónsson syngja. Guörún Kristinsdóttir leikur á planó. 19.25 Mika. Ellefti þáttur. Sænskur fram- haldsmyndaflokkur I tólf páttum um samadrenginn Mlka og ferö hans með hreindýrið Osslan til Parfsar. Þýöandi: Jóhanna Jó- hannsdóttir. Þulur Helga Edwald. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20J0 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Saga Afrlku 5. Bibllan og c. Lög ettir Eyþór Stefáns- son og Sigurö Agústsson. Ólafur Þ. Jónsson og Guö- mundur Jónsson syngja. d. Sónata fyrir fiölu og planó eftir Hallgrlm Helgason. Howard Leyton-Brown og höfundur leika. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson sér um þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Antllópusöngvarinn" eftir Ruth Underhill 1. þáttur: Hver var N jmml? Þýðandi: Sigurður Gunn- arsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurös- son. Persónur og leikendur: Kristbjörg Kjeld, Steindór ÞRIÐJUDIkGUR 6. rtóvember byssan. Breskur heimilda- myndaflokkur I átta þáttum. I þessum þætti fjallar Basil Davidson um þrælaverslun- ina, landkönnun og kristni- boð Evrópubúa. Þýðandi og þulur: Þorsteinn Helgason. 2145 Njósnarinn Reilly. 5. Baráttan um bryndrek- ana. Breskur framhaldsmynda- flokkur I tólf þáttum. Aöal- Hjörleifsson, Jónlna H. Jónsdóttir, Hákon Waage, Anna Einarsdóttir, Þórhallur Sigurösson, Stefán Jónsson, Þóra G. Þórsdóttir og Arni Benediktsson. 20.30 Horn unga fólksins I umsjá Þórunnar Hjartar- dóttur. 2040 Kvöldvaka a. Spjall um þjóðfræöi Dr. Jón Hnefill Aöalsteinsson tekur saman og flytur ásamt Guörúnu Bjartmarsdóttur. b. Ur Ijóöahandraðanum Rannveig Löve velur og les. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.10 Planóleikur Robert Szidon leikur Sónötur i gls-moll og es-moll eftir Al- exander Skrjabin. 21.30 Utvarpssagan: „Hel“ eft- ir Sigurö Nordal Arni Blandon byrjar lesturinn hlutverk Sam Neill. I slðasta þætti bitust Rothschild bar- ón fyrir hönd Frakka og Reilly fyrir Breta um rétt til olluvinnslu I Persiu og höfðu Bretar betur. I Parls hitti Reilly Önnu, hálf- systur slna. Þýöandi: Kristmann Eiðsson. 22.35 Þingsjá. Umsjón: Páll Magnússon. 23.25 Fréttir I dagskrárlok. (1). Páll Valsson flytur for- málsorð. 22.00 Tónlist 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar Anton Rubinstein og Henryk Wieniawski, ferill þeirra I tón- um og tali. Kynnir: Knútur R. Magnússon. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 ÞRIÐJUDKGUR 6. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur Múslk og meðlæti Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Asgeir Tómasson. 14.00—15.00 Vagg og velta Létt lög at hljómplötum. Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með sinu lagi Lög leikin af fslenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Komið viö vltt og breitt I heimi þjóðlagatónlistarinnar Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarö Ingólfs- son. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.