Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 7

Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 7 „Gott mannlíf er undirstaða alls“ — segir Einar Guðfinnsson, Bolungarvík, en 60 ár eru nú liðin frá því hann stofnaði fyrirtæki sitt, Einar Guðfinnsson hf. ÞAKKLÆTI til samferðamannanna, hlýhugur og ánægja í garð afkom- cndanna og síðast en ekki sízt bjart- sýni á nútíð og framtíð Bolungar- víkur, auk lands og þjóðar, er ríkj- andi í huga hins aldna athafna- manns, Einars Guðfinnssonar í Bol- ungarvík, á merkum tímamótum í lífi hans. Sextíu ár eru liðin frá þvl hann stofnaði fyrirtæki sitt, Einar Guðfinnsson h/f, og ræddi blaða- maður Mbl. við hann í því tilefni á hcimili hans í Bolungarvík á afmæl- isdeginum sl. fimmtudag, 1. nóv- ember. Einar er 86 ára og þrír synir hans, Guðfinnur, Jónatan og Guð- mundur Páll, hafa mörg undan- farin ár annazt daglegan rekstur hins umfangsmikla fyrirtækis, en Einar fylgist daglega með, þó heilsunni sé farið að hraka. Að- spurður sagði Einar, að sér liði vel að undanskilinni sjóndeprunni. „Ég sé ekki framan í ykkur," sagði hann, snéri sér við og leit út um stofugluggann, „en útlínur fjalls- ins hinum megin við víkina sé ég.“ Einar bætti því við, að sjóndepran skerpti hugann, þvi hennar vegna yrði hann að muna símanúmer barnanna, númerið á vigtinni o.fl. Reisn er enn yfir allri framkomu Einars, þrátt fyrir háan aldur, viðmótið alúðlegt og stutt er i kímnina í glettnum tilsvörum. Þrátt fyrir að hann hefði sjálfur á orði að hann væri farinn að kalka stóð ekki á svörum og auðheyrt að atburðir líðandi stundar fara ekki fram hjá honum. Saga Einars og þar með Bolung- arvíkur er ævintýri líkust. Hefur henni ítrekað verið gerð skil, bæði hér á síðum Mbl., t.d. itarlega í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins 1. nóvember 1974, og með ævisögu hans, sem kom út ár- ið 1978. Verður sögu hans því ekki gerð skil hér, en okkur lék hins vegar hugur á að kynnast hug og skoðunum þessa reynsluríka manns á ævikvöldinu. Staða þjóðmála kom fyrst til umræðu og viðurkennist að spurn- ingar voru ekki lausar við svart- sýnistóntegund. Einar minnti á að verkföll og verkalýðsbarátta hefðu ætíð verið hluti af atvinnurekstri. Varðandi nýyfirstaðin verkföll og kjarabaráttu sagði hann: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður. Ég trúi því að þetta leysist, en hvaða afleiðingar það hefur er önnur saga. Þá kemur að því að leysa úr því, en þetta er allt ákaflega líkt og fyrrum." Sú saga er sögð af Einari, að eitt sinn er útgerð og fiskvinnsla var sögð á heljarþröm var hringt í hann af einu dagblaðanna, auk annarra útgerðarmanna landsins. óskað var yfirlýsinga um hið ægi- lega ástand. Einar er sagður hafa svarað fáu til og er hann var í „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaö- ur,“ segir hin aldna kempa, Einar Guðfinnsson, og er þar áreiðanlega ekki ofmælt, eins og fram kemur í viðtalinu. lokin spurður, hvort gjaldþrot blasti ekki við honum eins og hin- um mun hann hafa svarað: „Éf við förum á hausinn, þá gerum við það steinþegjandi og hljóðalaust." Uppgjöf er enn fjarri Einari, — það mátti greina í öllum svörum hans, eins og þeim hér að framan. Einar hefur í gegnum tíðina verið einn sterkasti máttarstólpi einkaframtaksins og dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann rifjaði upp með auðheyranlegri ánægju störf á ár- um áður í þágu flokks í héraði og sýslu, enda Bolungarvik sögð eitt órjúfanlegasta virki sjálfstæðis- stefnunnar á landinu. Hann var i umræðunni um flokkinn spurður, hvort rétt væri, sem margir af hans kynslóð héldu fram, að flokk- urinn væri i dag aðeins svipur hjá sjón miðað við leiðtogatíð ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. „Nei, ég hef trú á flokknum og forustu hans i dag, og ég veit að þeir munu standa sig,“ sagði hann. Við spjölluðum nokkuð um sögu Einars og aðkomuna i Bolungar- vík fyrir 60 árum, en þá voru þar aðeins fáein hús á fjörukambi. 1 dag er Bolungarvik eitt myndar- legasta pláss á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað og má sjá merki Einars á velflestu, sem til heilla hefur horft. En hver er galdurinn eða uppskriftin að slíkri vel- gengni? Gefum Einari orðið: „Gott fjölskyldulíf. Ég tel það mína mestu gæfu í lifinu að hafa átt góða konu, Elísabetu Hjaltadóttur (hún lézt í nóvember árið 1981, innskot Mbl.), og góð börn, tengdabörn og barnabörn. Ég tel þau mína mestu gæfu og þau eru styrkjandi í ellinni.“ Einar og Elísabet eignuðust átta börn og eru niðjar þeirra orðnir samtals 74 í dag, en það sjötugasta og fjórða, bamabarnabarn, fæddist þennan sama dag sem viðtalið var tekið, afmælisdaginn 1. nóvember sl. Einar vildi sjálfur nota hærri tölu. „Ég vil telja tengdabörnin með. Eg hef alltaf litið á þau sem börnin mín,“ sagði hann, þegar spyrill benti á staðreyndir ætt- fræðinnar. Í Bolungarvík búa um 1.300 manns. Af þeim vinna hátt á fjórða hundrað hjá fyrirtæki Ein- ars Guðfinnssonar. Einar er heið- ursborgari Bolungarvfkur og eftir- tektarverð er sú virðing í garð gamla mannsins, sem fram kemur í viðtölum við starfsmenn fyrir- tækisins. Var Einar m.a. hylltur með langvarandi lófataki, er hann yfirgaf veizlu, sem fyrirtækið efndi til að kvöldi afmælisdagsins í félagsheimilinu í Bolungarvík. Verkstjórar fyrirtækisins heim- sækja hann daglega á heimili hans, gefa honum yfirlit yfir afla- brögð og nýjustu tíðindi í atvinnu- lifinu. Einari er tíðrætt um sam- starfsfólkið og segir m.a., að eitt af því sem hann þakki hinni góðu Frá Bolungarvík. samvinnu sé, að hann hafi ætíð stuðlað að því að eiga atvinnutæk- in í félagi við starfsmennina, allt frá bátunum — með formönnun- um — upp í íshúsfélagið. — „Þá hef ég aldrei ráðið fólk vegna stjórnmáIaskoðana,“ bætti hann við og rifjaði upp nöfn góðra starfsmanna sinna, sem öndverðir voru í pólitík, og með fylgdu nokkrar góðar sögur. „Gott mann- líf er undirstaða alls,“ sagði hann til ítrekunar í lok viðtalsins. Einar ólst upp í stórum systk- inahópi við lítií efni. „Mín mennt- un er 12 mánuðir í barnaskóla hjá farkennara. Hann bauðst til að koma mér i gagnfræðaskóla á Ak- ureyri, en ég varð að svara honum á þá leið, að ég yrði að fara að vinna.“ — Hefði skólaganga breytt einhverju um feril Einars? „Ég mundi endurtaka þetta allt, ef ég væri að byrja upp á nýtt,“ svar- aði hin aldna kempa — og við- stödd dóttir hans, Halldóra, skaut inn í: „Og ég er ekki viss um að löng skólaganga hefði gert þig far- sælli, pabbi minn.“ Fyrirtæki Einars Guðfinnsson- ar, sem er eitt hið stærsta á land- inu, var gert að hlutafélagi fyrir tuttugu árum og þá skráð eign Einars, Elísabetar, eiginkonu hans, og þriggja sona, þeirra Guð- finns, Jónatans og Guðmundar Páls. Auk þess að annast eigin starfsemi annast fyrirtækið rekst- ur tshúsfélags Bolungarvíkur h/f, Baldurs h/f og Völusteins h/f. Sextíu ára afmælisins var minnzt i Bolungarvík með þeim mynd- arskap, sem einkennir allan af- rakstur ævistarfs hins aldna brautryðjanda. Verður hátíða- höldunum gerð skil í Mbl. síðar. FP Fiskeldi í Kleifarvatni? PÓLARLAX hf., sem rekur fisk- eldLv og hafbeitarstöð í Straums- vík, hefur sótt um leyfi til Bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar til að setja pramma með 10 til 12 nótum í Kleifarvatn til geymslu á seiðum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa hug á að gera síðar tilraunir með fisk- eldi í vatninu. Bæjarstjórnin hefur ekki svarað erindi Pólarlax. Pólarlax- menn hugsa sér að geyma full- vaxin seiði i nótum i vatninu til að þurfa ekki að geyma þau i húsi sínu í Straumsvik. Þá hefur Pólarlax einnig sótt um leyfi til að auka við starfsemi sína i Straumsvikurhöfn en laxeldis- tilraunir sem fyrirtækið hefur verið með þar hafa gengið vel. | E RA kæliskápar TILB0D! HLJOMBÆR - -w HUOM • HEIMILIS* SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SiMI 25999 J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.