Morgunblaðið - 06.11.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
19
Um erlend nöfn á ís-
lenskum fyrirtækjum
— eftir Sigurgeir
Sigurjónsson
í Morgunblaðinu þann 9. sept-
ember sl. birtist athyglisverð
grein eftir hr. Ólaf Oddsson, kenn-
ara og islenskufræðing, undir
fyrirsögninni: „íslensk tunga í ís-
lenskum kaupstað! — hugleið-
ingar og nokkrar spurningar til
skrásetningarvaldsmanna og hlut-
aðeigandi yfirvalda".
Greinarhöfundur bendir rétti-
lega á, að með lögum nr. 57 frá 12.
maí 1982 hafi lögum um firmu o.fl.
nr. 42/1903 og lögum nr. 53/1963
um veitingasölu o.fl. verið breytt á
þá leið, að hverjum þeim, er reki
verslun, handiðnað, verksmiðju-
iðnað eða gistihúsarekstur, skuli
skylt að sjá til þess að nafn það, er
hann noti við fyrirtækið eða at-
vinnuna, sé íslenskt nafn, sem
samrýmist íslensku málkerfi og
falli auk þess að hljóðkerfi og
beygingum í íslensku máli.
Greinarhöfundur bendir einnig
á, að vilji Alþingis í þessum efnum
hafi reyndar legið allljós fyrir allt
frá árinu 1959, sbr. lög nr.
24/1959, en þrátt fyrir þessi laga-
ákvæði hafi þeim í raun aldrei
verið framfylgt, hvorki af almenn-
ingi né heldur valdsmönnum, því
„ef menn gangi um helstu verslun-
argötur hér í borg, þá blasi hvarv-
etna við nöfn á íslenskum verslun-
um, veitingastöðum eða at-
vinnustarfsemi, sem séu beinlínis
erlend, að hluta eða jafnvel að öllu
leyti".
Er þá nokkur furða þótt grein-
arhöfundur, sem eins og flestum
{slendingum er annt um íslenskt
mál, spyrji hvort skrásetningar-
valdsmönnum og hlutaðeigandi
yfirvöldum sé ekki kunnugt um
lög nr. 57/1982? Auðvitað er þess-
um valdsmönnum og yfirvöldum
full kunnugt um þessi lagaákvæði.
Skýringin á því, að þessum laga-
ákvæðum hefur ekki verið fram-
fylgt fellst hinsvegar ekki í ókunn-
ugleika þessara valdsmanna á lög-
unum sjálfum. Svara við þessari
spumingu greinarhöfundar verð-
ur því að leita annars staðar.
Allt frá því að verslun var gefin
frjáls hér á landi og verslunin
komst í hendur landsmanna
sjálfra hafa íslendingar að tölu-
verðu leyti kosið að velja fyrir-
tækjum sínum erlend nöfn jafnt
og íslensk, sbr. Versl. Godthaab,
Liverpool, Manchester, Bristol og
London, svo að nokkur dæmi séu
„Hugsum okkur t.d., aö
Hilton-samsteypan hefði
áhuga á að semja við
okkur um að byggja hér
nýtísku hótel, sem ekki
er víst vanþörf á, ef mið-
að er við þá aukningu
erlendra ferðamanna,
sem árlega á sér stað
nú. Auðvitað myndi
þessi hótel-hringur aldr-
ei samþykkja annað en
að slíkt hótel héti sama
nafni og í öðrum þeim
löndum þar sem þessi
samsteypa hefur þegar
byggt hótel sín, þ.e.
„Hilton Hotel“.“
tekin. Auðvitað má um það deila
hversu smekklegt þetta er eða
þjóðlegt, en spurningin er, hvort
slíkar nafngiftir geti í raun haft
svo skaðleg áhrif á íslenskt mál,
að nauðsynlegt sé fyrir löggjafann
að banna þær með lögum að við-
lagðri refsingu. Ég held ekki.
Þessi erlendu nöfn fyrirtækja eru
sem betur fer áreiðanlega í mikl-
um minni hluta meðal íslenskra
fyrirtækja og séu þessar erlendu
nafngiftir athugaðar nánar, virð-
ist mér koma í ljós, að þær séu þá
bundnar við alveg sérstakar at-
vinnugreinar, eins og t.d. skemmt-
anaiðnaðinn og þess háttar starf-
semi, sem þá einnig höfða til er-
lendra ferðamanna, sbr. veit-
ingastaðina „Hollywood". „Man-
hattan“ og „Broadway". f slíkum
nafngiftum fellst að sjálfsögðu
töluvert auglýsingagildi, sem er
óhjákvæmilegt í sambandi við all-
an rekstur, þar sem frjáls sam-
keppni ríkir.
Hugsanlegt er einnig, að þetta
séríslenskra lagaákvæði í íslenskri
firmalöggjöf gæti komið sér illa í
viðskiptum íslendinga við erlenda
aðila. Hugsum okkur t.d. að
Hilton-hótelsamsteypan hefði
áhuga á að semja við okkur um að
byggja hér nýtísku hótel, sem ekki
er víst vanþörf á, ef miðað er við
þá aukningu erlendra ferða-
manna, sem árlega á sér stað nú.
Auðvitað myndi þessi hótel-
hringur aldrei samþykkja annað
en að slíkt hótel héti sama nafni
og í öðrum þeim löndum þar sem
þessi samsteypa hefur þegar
byggt hótel sín, þ.e. „Hilton
Hotel“. Ef til slíkrar byggingar
kæmi, yrði þá annaðhvort að
breyta þessu lagaákvæði eða þá
hreinlega að skrá nafnið í and-
stöðu við iögin, eins og gert hefur
verið af skráningaryfirvöldum í
svo mörgum tilvikum undanfarna
áratugi.
Þá er oft um það kvartað hér á
landi, að löggjafinn sé óspar á boð
og bönn. Auðvitað ber löggjafan-
um að fara varlega í þeim efnum
sem öðrum. Ósanngjörn boð eða
bönn, sem ekki samrýmast rétt-
armeðvitund almennings eða allur
almenningur fellur sig ekki við,
eru hættuleg og skapa ekki virð-
ingu fyrir lögunum, sbr. t.d. áf-
engislögin, en sum ákvæði þeirra
eru áreiðanlega brotin daglega af
almenningi og jafnvel sjálfum
valdhöfunum, sbr. söluna á bjór á
Keflavíkurflugvelli.
Að mínu áliti eru fyrrgreind lög
um skyldu fyrirtækja til þess að
bera islensk nöfn óþörf og van-
hugsuð og reyndar algerlega
óframkvæmanleg eins og reynslan
sýnir.
Fyrirmæli um þetta efni öðluð-
ust fyrst gildi með lögum nr.
52/1959. Þau lagafyrirmæli komu
að engu haldi og héldu kaupmenn
og aðrir atvinnurekendur áfram
að skíra fyrirtæki sín erlendum
nöfnum og virðast þeir hafa fengið
slík erlend nöfn skráð í verslana-
skrár án nokkurrar fyrirstöðu,
eins og fyrrgreindur greinarhöf-
undur bendir réttilega á, að hægt
sé að sjá með því að lesa Lögbirt-
ingablaðið. Þannig hafa þessi
óskynsamlegu lög verið þverbrotin
í 25 ár og verða það áreiðanlega
áfram.
Greinarhöfundur segir, að er-
lend málaáhrif séu enn á ný afar
sterk hér á landi og komi það fram
með ýmsum hætti, en ein mynd
þeirra séu erlend nöfn á íslenskum
fyrirtækjum. Einnig segir grein-
arhöfundur að skoðanir manna
séu líklega skiptar í þessu efni
sem löngum fyrr. Sumir vilji ekk-
ert gera, en aðrir vilji veita hér
viðnám.
Ég er að sjálfsögðu sammála til-
vitnun greinarhöfundar um að „ís-
lensk tunga á best við í íslenskum
kaupstað", en það er mín skoðun
að lagaþvinganir séu ekki besta
leiðin til þess að viðhalda íslenskri
tungu.
Sigurgeir Sigurjónsson er hæsta-
réttarlögmaður í Reykjarík.
GOTT VEGGRIP
GÓÐ ENDING
ÖÐHDM ŒBOP
Hvort er mikilvægara griphæfni hjól-
baröans eöa ending?
Hvortveggja skiptir miklu og þess vegna
eru báðir þessir eiginleikar í hámarki i
Goodyear Ultra Grip börðunum. Þetta eru
hjólbarðar með sérstæðu munstri, sem
gefur ótrúlega fast grip, jafnvel í bröttum
brekkum. Þeir standa einstaklega vel á
hálku og troða lausamjöll vel undir sig.
Munsturgerðin og hin sérstaka
gúmmíblanda valda því að barðinn 0
heldur eiginleikum sínum að fullu M
út allan endingartímann, sem er 0
mjög langur. Munsturraufarnar eru Ö’
þannig lagaðar, að þær hreinsast af @
sjálfu sér í snjó og krapi.
Á auðum vegi eru Ultra Grip >§ri
barðarnir mjúkir og hljóðlátir.
Á Ultra Griþ hefuröu öryggið meö í 'íSex
förinni.
Goodyear gerir enga málamiðlun,
þegar um er að ræða umferðar-
öryggi.
Konur athugið:
NUDD - NUDD - NUDD
Megrunar- og afslöppunarnudd. (10 líma kúrar).
Megrunarnudd, vöövabólgunudd, partanudd og
afslöppunarnudd.
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill.
Opið til kl. 10 öll kvöld.
Bílastæöi. Sími 40609. Nudd- og sólbaösstofa
Ástu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85, Kópavogi
— Öll hjólbarðaþjónusta fyrir f ólksbíla og sendibfla —
S?
£
T