Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 \JOTOS PARA PRESIDENrt V VICÍ PRfSIDiNTI /OTOS PAB mmm vsum-* Eþíópía: Flýtt verði fyrir matvæladreifíngu Atkvæðin talin í Managua. iyad AP. Sandinistar fagna sigri Bretland: En stjórnarandstaðan sat heima Nir»ragua, 5. nóvember. AP. JAFNVEL áður en kjörstöðum í Nic- aragua var lokað efndu stuðnings- menn sandinista-stjórnarinnar til mikillar hátíðar í höfuðborginni þar sem þeir fögnuðu sigri i kosningun- um með flugeldum og öðru „fírverk- eríi“. Einn leiðtogi stjórnarandstöð- unnar sagði um kosningarnar, að þær væru „skrípaleikur". Fyrstu tölur, sem yfirkjörstjórn lét frá sér fara, bentu til að sandin- istar myndu vinna með miklum yf- irburðum og hafði Daniel Ortega, leiðtogi herstjórnarinnar, sam- kvæmt þeim fengið um 68,1% at- kvæða. Ekkert var hins vegar sagt um hvernig atkvæði hefðu skipst milli hinna smáflokkanna fimm, sem buðu fram. Helstu stjórnar- andstöðuflokkarnir tóku ekki þátt í kosningunum vegna ofsókna, sem margir frambóðendur þeirra urðu fyrir og vegna margskonar tak- markana á tjáningarfrelsi í land- inu. Blaðið Barricada, sem styður sandinista, sagði í dag að kosn- ingarnar hefðu verið „ein þjóðhátíð um landið allt“ og stjórnarblaðið Nuevo Diario sagði „Fólkið vann“ í sérstakri aukaútgáfu í dag. End- anlegar niðurstöður úr kosningum verða þó ekki kunnar fyrr en á fimmtudag. í Nicaragua eru allir kosningabærir menn skyldir til aö skrá sig en ekki til að kjósa. Enginn efast um, að sandinistar muni sigra í kosningunum, en vegna fjarvistar stjórnarandstöð- unnar er ekki víst, að þeim takist að afla sér þess trausts, sem þeir stefndu að. „Það var aðeins tvennt, sem sandinistar vildu með kosningun- um. Að fá löglegan stimpil á bylt- inguna og koma alþjóðlegum stofn- unum og öðrum þjóðum til að hætta að fylgjast með þróun mála í landinu," sagði vestrænn sendi- maður í Managua. „Svo virðist þó sem þeir hafi hvorugu takmarkinu náð og ég held, að þeir átti sig á því.“ Washington, 5. nóvember. AP. STJÓRNVÖLD í Eþíópíu hafa heit- ið því að flýta sem mest fyrir því, að matvælasendingar frá vestrænum þjóðum berist sem fyrst til svelt- andi íbúa landsins. Tilefnið er fyrst og fremst þær áhyggjur, sem bandaríska stjórnin hefur látið í Ijós um, að matvæla- og lyfjasend- ingar til þeirra 6 millj. íbúa lands- ins, sem berjast við hungurvofuna, berist of seint. Eftir tveggja daga viðræður við fulltrúa þeirra hjálparstofnana, sem skipuleggja matvæladreif- inguna, hafa stjórnvöld í Eþíópíu nú lofað að leggja fram miklu fleiri vörubifreiðir en þær 300, sem áður höfðu verið útvegaðar i þessu skyni. Hefur þessi bílakost- ur reynst allt of naumur og er talið að hann þurfi að vera helm- ingi meiri. Þá hefur uppskipun á matvælasendingum frá Vestur- löndum þótt ganga allt of hægt í höfnum Eþíópu og því verið ha- ldið fram að aðrar vörur, eins og sement, hafi verið látnar hafa forgang um uppskipun. Hafa stjórnvöld heitið því að ráða bót á þessu, þannig að matvælum verði skipað upp fyrst. Jafnframt hafa stjórnvöld lof- að því að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum til allra hluta landsins. Ásakanir hafa komið fram um að fólk í Eritreu og á Tigran-svæðinu hafi verið skilið út undan, sökum þess að á þess- um svæðum hafi aðskilnaðar- sinnar haldið uppi baráttu gegn stjórnvöldum árum saman. ERLENT Eru námamenn búnir að fá nóg af löngu verkfalli? Lundúnum, 5. nóvember. AP. ÞAÐ TALDIST til tíðinda í Bret landi í dag, að alls 710 kolanámu- verkamenn héldu til vinnu sinnar á ný, en það voru 18 verkamenn í Suður-Wales, þar sem verkfalls- menn hafa til þessa átt sitt sterkasta vígi, sem tóku af skarið. Þeir fengu lögreglufylgd til vinnu sinnar og kom til smávægilegra ryskinga er verkfallsverðir reyndu að skipta sér af. Talsmaður bresku kolanámu- samtakanna sagði að allt að 53.000 hinna 178.000 námuverkamanna landsins ynnu i trássi við verkfall- ið og því benti brotthvarf manna til vinnu í Suður-Wales til þess að Margar skýringar á Moskvuför Svetlönu Til fundar við son sinn eða vegna fyrir- hugaðrar endurreisnar Stalíns, fóður hennar? London, 5. nóvember. AP. Svetlanda Alliluyeva Peters, dóttir Jósefs Stalíns, sem sneri aft- ur til Sovétríkjanna eftir 17 ár á Vesturlöndum, reifst heiftarlega við 13 ára gamla dóttur sína, Olgu, nóttina áður en - þær mæðgurnar fóru. Er það haft eftir einum ná- granna þeirra. Peter Mansfield, sem býr í íbúðinni fyrir ofan mæðgurnar í háskólabænum Cambridge, heyrði um nóttina hávært rifr- ildi milli þeirra en gat þó ekki alltaf greint orðaskil. Hann heyrði þó Olgu hrópa: „Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá því? Hvers vegna hefurðu ekkert tal- að um það við mig?“ og telur það gefa til kynna, að móðir hennar hafi þá í fyrsta sinn verið að segja henni, að hún ætlaði aftur til Sovétríkjanna. „Það hlýtur að hafá verið erfitt fyrir 13 ára gamlan ungling," sagði Mans- field. Donald Denman, prófessor við Cambridge-háskóla og nánasti vinur Svetlönu, sem hann hefur lýst sem „140% Bandaríkja- manni“, sagði um frásögn Mans- fields, að hún væri heldur óhugguleg og engu líkara en hún, Olga, hefði verið neydd til að fara. Hann benti á, að hún væri bandarískur ríkisborgari og gæti því sjálf ráðið því hvar hún dveldist hvað sem móður hennar liði. Breska blaðið The Sunday Times sagði frá því um helgina, að Svetlana hefði skrifað vini sínum bréf og kvartað undan því við hann, að starfsmenn banda- rísku leyniþjónustunnar færu með hana eins og hún væri þeirra „einkaeign“ og „kjöltu- rakki". Blaðið Observer hefur það eftir enskum vini Svetlönu, að það hafi helst vakað fyrir henni með því að snúa aftur til Sovétríkjanna að finna son sinn, Jósef, sem hún skildi eftir fyrir austan þegar hún flúði. Hann hafði verið alvarlega veikur en er nú aftur kominn til heilsu. Tass-fréttastofan sovéska sagði frá því sl. föstudag, að Svetlana væri komin til Moskvu og að borgararéttindi hennar, sem hún var svipt árið 1969, hefðu verið endurvakin. Auk þess hefði æðsta ráðið ákveðið, að Olga, dóttir hennar, væri full- gildur, sovéskur þegn. John Woods, skólastjóri skól- ans, sem Olga sótti í Cambridge, segir um hana, að hún hafi verið „hamingjusamur og eðlilegur unglingur", vel gefin, vinsæl og góður sellóleikari. Olga stundaði nám í frönsku og þýsku en talaði enga rússnesku. Faðir hennar, William Wesley Peters, mikils metinn arkitekt við Frank Lloyd Wright-stofnunina, var þriðji eiginmaður Svetlönu. Þau skildu árið 1973 eftir þriggja ára hjóna- band, en hún hélt áfram að nota nafn hans. I breskum blöðum hafa verið miklar vangaveltur um hvers vegna Svetlana hafi kosið að snúa aftur til Sovétríkjanna. Daily Mail segir t.d. að það hafi að sumu leyti ekki komið á óvart, að hún hyrfi aftur. „Sumir sov- ésku útlagarnir, sem tilheyrðu mjög þröngum og útvöldum hópi í landi sínu, komast seinna að því, að þeir geta ekki lifað utan þessa samvalda hóps.“ Svetlana Stalín Guardian er með aðra kenn- ingu og styðst í því efni við frétt- ir frá Moskvu. „Þegar Svetlana snýr altur til Sovétríkjanna á sér stað þar mikil endurskoðun á sögu síðustu áratuga," segir blaðið. „í undirbúningi er meiri áróðursherferð en dæmi eru um áður og ástæðan er sú, að i maí á næsta ári verða 40 ár liðin frá ósigri Hitlers. Hápunktur hátiðahaldanna verður endur- reisn Stalíns sem hins mikla hershöfðingja styrjaldarinnar og leiðtoga Sovétmanna." þolinmæði verkfallsmanna kunni að vera að bresta, enda hefur verkfallið staðið í 8 mánuði og tíu tilraunir til að ná sáttum í deil- unni hafa farið út um þúfur. „Þessir menn sjá ekki fram á ann- að en dimman og kaldan vetur,“ sagði hinn ónafngreindi talsmað- ur. Vitað er að það freistar margra kolanámumanna tilboð fyrrgreindra samtaka, að veita hverjum þeim er snýr aftur til vinnu veglegan Jólabónus“. Til tíðinda dró í breska sjón- varpsþættinum „Good Morning Britain", þar sem hinn kunni sjón- varpsmaður David Frost ræddi við Arthur Scargill, hinn baráttu- glaða leiðtoga kolanámumanna. Er Frost spurði Scargill um fjár- stuðning Líbýumanna við verk- fallsmenn hljóp stífni í samtalið, Frost sakaði Scargill um að fara í kring um hlutina og svara loðið, Scargill sagði Frost ekki kunna sitt fag. Vakti þátturinn mikla at- hygli. Túnis: Bourguiba for- seti á spítala Túnisborg, Túnis, 5. nóvember. AP. Í DAG var Bourguiba forseti lagður inn á sjúkrahús og settur í hjarta- gæslutæki, að sögn hinnar opinberu fréttastofu í Túnis. Bourguiba er 81 árs að aldri og hefur verið forseti landsins frá því að það hlaut sjálfstæði. Ekki var nánar getið um jíðan forsetans, aðeins sagt að hann hefði verið lagður inn til að tryggja að hann hlyti bestu hugsanlega umönnun. t opinberri fréttatilkynningu seinna í dag sagði að Bourguiba hefði verið fyrirskipað að fara vel með sig í nokkra daga „vegna lít- ilsháttar lasleika og ofþreytu". Gjalddagi eignatrygginga l.okt Takiö ekkiáhættu -geriðskilsemfyrst. var HACTRYCGING HF Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavik, simi 85588.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.