Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 23 Frí bálfor Indira Gandhi, sem fram fór í laugardag. Til hliðar ?ið bálköstinn stendur fjölskylda hinnar látnu. Maðurinn með hvítu húfuna er Rajiv Gandhi, sonur frú Gandhi, sem tekið hefur við af móður sinni sem forsætisráðherra Indlands. Morðið á frú Gandhi þáttur í umfangsmiklu samsæri? Nýju Delhí, 5. nóvember. AP. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, fór í morgun að kulnuðum bálkesti móður sinnar, Indiru Gandhi. Eftir að hafa stökkt heilögu vatni úr Ganges-fljóti á öskuna af jarðneskum leifum hennar safnaði hann saman öskunni og tók hring móður sinnar. Fór þetta fram við há- tíðlega athöfn að indverskum sið. Einn maður beið bana í óeirðum í Nýju Delhí í dag. Meiri kyrrð er samt að komast á i landinu eftir morðið á frú Gandhi, en í óeirðun- um undanfarna fjóra daga er talið, að yfir eitt þúsund manns hafi beð- ið bana, flestir síkhar. Við sérstaka athöfn í dag var ösku Indiru Gandhi komið fyrir I þar til gerðum öskjum, sem síðan verða sendar til allra 22 fylkja Indlands, þar sem efnt verður til minningarathafnar um hinn látna leiðtoga. Öskunni verður síðan safnað saman aftur og hinn 11. nóvember nk. verður henni dreift yfir Himalajafjöll, sem frú Gandhi unni mjög. Orðrómur um, að morðið á Ind- iru Gandhi forsætisráðherra hefði verið þáttur í umfangsmiklu sam- særi innan indverska hersins, fékk byr undir báða vængi á sunnudag, en þá staðhæfðu ýmis blöð á Ind- landi, að valdarán hefði staðið fyrir dyrum. Blaðið Hindustan Times, eitt út- breiddasta blað Indlands, sem gefið er út á ensku, hélt því fram í gær að Satwant Singh, annar þeirra tveggja síkha, sem sakaðir hafa verið um morðið á frú Gandhi, hefði gefið upplýsingar um víðtækt samsæri er hann var yfirheyrður af starfsmönnum indversku leyni- þjónustunnar. Þá hefði kona hans verið handtekin í Punjab-fylki, þar sem síkhar eru áhrifamestir og er henni gefið að sök að hafa átt hlutdeild í samsærinu. „Einhver hershöfðingi úr hern- um var aðalmaðurinn að baki morðsamsærinu," sagði i Hindust- an Times. Jafnframt var þó tekið fram að kona Singhs hefði ekki get- að tilgreint þann, sem skipulagði samsærið, frekar en maður hennar. Blaöið „Indian Express", sem er stærsta óháða dagblað Indlands, hélt því fram í gær, að síkhar bú- settir erlendis hefðu átt þátt i morðsamsærinu í siðustu viku. Sagði blaðið að maður, sem gengi undir nafninu „Giani" væri talinn einn af helstu samsærismönnun- um, en hann hefði farið frá Ind- landi fyrir 10 dögum. Framburður Satwant Singhs, sem getið var hér að framan, væri hins vegar um margt villandi. Hann hefði í yfir- heyrslum hvað eftir annað nafn- greint menn sem þátttakendur í samsærinu er væru látnir eða hefðu aldrei verið til. Singh er nú i sjúkrahúsi, en hann hlaut þrjú skotsár er lífverðir frú Gandhi reyndu að hindra hann í að myrða hana. Hann er þó ekki sagð- ur í neinni hættu. Hindúar og síkhar taka höndum saman. Hindúar og síkhar fjölmenntu f göngu um götur Nýju Delhí á sunnudag til þess að sýna einingu og eindrægni sín á milli. Trúarleiðtogar úr báðum trúflokkunum stóðu að þessari göngu í von um að binda með því enda á ofbeldisaðgerðirnar, sem orðið hafa um gjörvallt Indland í kjölfar morðsins á frú Gandhi. Ríkarður III sýknaður Loadoa, 5. nóvember. AP. BRESKUR kviðdómur hefur hreinsað Rfkarð þriðja af 500 ára gamalli „ákæru“ um morð á frændum hans tveimur, en frændurnir voru barnungir er atburðir þessir urðu og stóðu þeir frændur í vegi fyrir, að Ríkarður hlyti konungstign. „Kviðdóm" þennan kallaði bresk sjónvarpsstöð, London Weekend Television, saman og kvað hann upp úrskurð sinn eftir fjögurra stunda vitnaleiðslur í „réttarsal". Dómari og lögfræðingar í „rétt- arhöldunum yfir Ríkarði þriðja** voru allir þekktir lögmenn og vitnin sagnfræðingar og réttarfarsfræð- ingar. Var sjónvarpaö frá atburðin- um á rás fjögur á sunnudagskvöld. Það hefur ævinlega verið mönnum ráðgáta og deiluefni hvað kom fyrif prinsana, Edward V, 12 ára gamlan og ókrýndan, og 10 ára gamlan bróður hans, Ríkarö. Og í þvi sambandi hefur sagan farið ómjúkum höndum um frænda þeirra, Ríkarð þriðja, en hann tók völdin 1483, þritugur að aldri, og ríkti í tvö ár. Hann féll svo fyrir hermönnum Hinriks sjöunda, fyrsta konungsins af Tudor-ættinni, í orustunni um Bosworth, en í þeirri orustu lyktaði Rósastríðunum svonefndu. Shakespeare, sem var þegn Eliza- bethar fyrstu, skrifaði leikrit, þar sem hann lýsir Rikarði þriðja sem ágjörnum, skapillum og oft huglaus- um kroppinbak. Filippseyjar: Ver og 26 aðrir ákærðir Muila, FilipfMejjum, 5. nóvember. AP. Ákænivald Filippseyja tilkynnti í dag, að ákærur hefðu verið lagðar fram á hendur Fabian Ver, fyrrum for- seta herráðs landsins, og 25 öðrum. Eru þeir sakaðir um að hafa myrt tvo menn, Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, svo og raeintan banamann hans. Manuel Herrera, einn þriggja saksóknara, sagði að mönnunum 26 hefði verið gert að skila málsvörn sinni innan 10 daga. Munu saksókn- ararnir taka ákvörðun um framhald málsmeðferðar á grundvelli þess, sem þar kemur fram, og með tilliti til annarra gagna. Þeir geta einnig vísað málinu frá. ‘f'ircstonc ______AUKIN______________________ ______SIYFNA,____________________ _______BEIRI_____________________ HEMLUN Firestone vetrarhjólbarðar veita öfluga spyrnu, örugga hemlun og þeir hafa frábæra endingu. Þú ert í fararbroddi með örugga og endingarmikla Firestone hjólbarða. ____FIRESTONE — ÖRYGGI OG ENDING_ Útsölustaðir um land allt. JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KOPAVOGI SIMI42600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.