Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
31
Barátta og harka í frá-
köstum styrkleiki íslenskra
körfuknattleiksmanna
— spjallað við Bill Kotterman
fyrrum leikmann UMFN og
eiginkonu hans á heimili þeirra
í Ohio í Bandaríkjunum
þannig aö þegar samningstíma
lýkur getur viökomandi leikmaður
alltaf „selt sig“ sjálfur. Liöiö kemur
þá ekki nálægt sölunni og leik-
maöurinn stingur aurunum í eigin
vasa. „Þetta er eitt af því góöa viö
aö leika hér í Frakklandi," sagöi
Teitur.
Síöastliöiö vor vildu nokkur fé-
lagsliö fá Teit í sínar raöir, þ.á m.
vestur-þýska liöiö Mannheim,
franska liðið Bastia og öster, liöiö
sem hann geröi garöinn frægan
meö á sínum tíma í Sviþjóö. „öster
geröi mér freistandi tilboö, ég
heföi getaö gert tveggja til þriggja
ára samning, og mér var boðin
góö atvinna, en Cannes vildl ekki
aö ég færi. Meiöslin settu einnig
strik í reikninginn. Eins og ég sagöi
áöur er meiddur knattspyrnumað-
ur einskis viröi, ekkert félag fjár-
festir í slíkum leikmanni."
15 bolta leikmadur!
Er Teitur fór í víking til Svíþjóöar
var þaö ekki algengt aö íslenskir
leikmenn færu erlendis. „Ég held
aö aöeins Ásgeir og Matthías Hall-
grímsson hafi verið erlendis á þeim
tíma, og ég man hve gáttaöir for-
ráöamenn Jönköping voru er Ak-
urnesingar fóru ekki fram á neina
greiöslu fyrir mig. Þeir spuröu mig
hvernig þeir gætu hugsanlega
hjálpaö ÍA og eftir aö hafa íhugaö
máliö mundi ég eftir því aö boltar
voru rosalega dýrir heima, og
bolta var alltaf bras aö fá. Jönköp-
ing sendi þá 15 bolta til ÍA. Þetta
varö frægt," sagöi Teitur og hló.
Haföi greinilega gaman af aö rifja
upp upphaf ferilsins á erlendri
grund.
Heiðursborgari
Ein myndanna sem prýddu vegg
stofunnar var „táknræn fyrir
þetta," sagöi Teitur. Mynd af bolta.
„Hana fékk ég aö gjöf frá Jön-
köping-liöinu er ég fór frá Svíþjóö,
eftir að hafa veriö hjá öster. Ég
minnist þess aö er ég fór til Frakk-
lands var haldinn kveöjuleikur fyrir
mig; og þangaö komu allir þeir
sem höföu veriö mér svo ógleym-
anlega velviljaöir þar í landi. Ég
vissi ekkert um aö þetta stæöi til.
Þetta er mér allt saman mjög eftir-
minnilegt," segir Teitur, einn heiö-
ursborgara Vaxjö í Svíþjóö. „Já,
viö vorum allir geröir aö heiöurs-
borgurum, leikmennirnir, eftir
þriðja Svíþjóðarmeistaratitilinn."
Kvörtuöu sáran
Hann var í fjögur og hálft hjá
liöinu og þrír meistaratitlar unnust
á meöan. Vissulega glæsilegur
árangur, enda kvörtuöu Svíar
oftlega sáran undan því aö Teitur
væri ekki Svíi. Þaö var þegar
broddinn vantaöi í sókn landsliös-
ins þeirra. En sem betur fer var
hann ekki Svíi, því viö Islendingar
vildum nota hann í okkar landsliö.
„Ég man nú alltaf eftir þvi, áöur
en ég fór til Svíþjóöar, aö Ellert
Schram, formaöur KSÍ, þakkaöi
mér sérstaklega fyrir frammistöðu
mína í landslíöinu fram aö því, þvi
landsliösferillinn væri nú sjálfsagt
aö enda kominn. 2. deildarleik-
maöur í Svíþjóö yröi varla kallaöur
í landsleikil En svo fór þó, og ég
átti eftir aö leika talsvert af leikjum
með liöinu eftir þettal"
Margt annaö ræddum viö sem
ekki þarf endilega aö setja á prent.
Textinn gæti eflaust oröiö helmingi
lengri, en einhversstaðar veröur aö
setja punkt.
Dísa kona Teits kom heim, og
komst ég þá aö því að heimurinn
er þrátt fyrir allt ekki svo stór. Hún
er þá Akureyringur eins og óg. Og
hún hélt svo sannarlega uppi heiöri
akureyrskra matargeröarlista-
manna, sjaldan hef ég farlö eins
mettur úr nokkurri heimsókn. Þaö
var ánægjulegt aö sitja meö fjöl-
skyldunni aö snæöingi úti í sól-
skininu.
Bowling Qnin, Ohk>, f NptMnbw.
í NOKKUR ár voru bandarískir
leikmenn og þjálfarar mjög
áberandi í íslenskum körfu-
knattleik. í fyrstu voru aöeins
örfá félög í Reykjavík sem fóru
út í þaó fyrirtæki aö ráöa
bandaríska leikmenn. Þegar
síöan kom mikill uppgangur í
körfuknattleiksíþróttina, fjölg-
aöi sífellt þeim fólögum sem
réöu tíl sín leikmenn og þjálfara
frá Bandaríkjunum. Þau réöu þá
ýmist í gegnum umboösmenn
erlendis eöa gegnum persónu-
leg sambönd sem þau höföu
komíö sér upp. Fyrir u.þ.b. fjór-
um árum má segja aö öll Úr-
valsdeildar- og 1. deildar félög-
in hafi haft bandaríska leik-
menn á sínum snærum og
höföu þá nokkur þeirra þá þeg-
ar haft reynslu af mörgum slík-
um á undangengnum árum.
Svo kom þó aö vegna fjár-
hagslegra erfiöleika margra höf-
uöborgarfélaganna uröu félögin
innan KKÍ aö hætta þessum inn-
flutningi á bandarískum leik-
mönnum og fyrir rúmu ári sam-
þykkli ársþing KKf aö erlendum
leikmönnum skyldi óheimilt aö
leika i íslenskum körfuknattleik.
En hvaö varö svo um þessa
bandarísku leikmenn þegar þeir
sneru heim? Þessarar spurningar
hafa margir körfuknattleiksunn-
endur spurt sín á milli nú undan-
farin ár, enda eignuöust þessir
strákar marga góöa vini heima á
islandi. Undirritaöur komst i
kynni viö allnokkra þessara
leikmanna og nú fyrir stuttu átti
ég því láni aö fagna aö hitta einn
almestan heiöursmann þessara
Bandaríkjamanna, Bill Kotter-
man. Bill lék meö UMFN keppn-
istímabiliö 1982—83 og var hann
ákaflega prúöur leikmaöur, svo
mjög aö umtalað var á íþrótta-
síöum íslensku dagblaöanna
helgi eftir helgi.
Ég hitti hann á býli hans í aðal
kornræktarhéraöi þeirra Banda-
ríkjamanna, Ohio. Bill stundar
þar korn- og baunarækt á 1500
ekrum lands í samvinnu viö fööur
sinn. Og þótt nú sé kominn sept-
embermánuöur í Ohiofylki er hit-
inn rúmlega 30 gráöur á Celsíus
og loftiö rakt og óþægilegt. Viö
komum okkur því fyrir inni í loft-
kældu húsi kappans á meöan
grillkolin hituöu nægilega fyrir
„barbecue“-steik sem hann og
kona hans, Tami, voru aö undir-
búa. Ég lagöi nokkrar spurningar
fyrir hann á meöan:
Hvernig komst þú í samband
vió UMFN á íslandi?
„Hilmar Hafsteinsson hafði
haft samband viö þjálfarann hjá
háskólaliöinu sem ég lék meö og
spurst fyrir um mig. Ég haföi síö-
an samband beint viö Hilmar og
féilst á aö koma upp tíl islands
nær strax. Ég haföi líka samband
viö Brad Miley, sem haföi leikiö á
islandi, eftir aö annar aöili haföi
bent mér á hann.
Brad bar landi og þjóö vel
söguna, svo viö hjónin ákváöum
aö slá til, þar sem uppskerutím-
inn var búinn og viö höföum eng-
in ákveöin áform þann veturinn.
Svo undarlega vildi til aö aöeins
skömmu seinna skorti Keflvík-
inga leikmann og fengu þeir ein-
mitt Brad Miley til sin. Fyrsta
skiptiö sem ég hitti hann svo í
eigin persónu var í upphitun fyrir
leik UMFN og IBK í einum af
fyrstu leikjunum mínum!"
Hvaóa hugmyndir hafðir þú
gert þér um íalenskan körfu-
knattleik áóur en þú fórst til is-
lands?
„Brad haföi gefiö mér nokkrar
upplýsingar um þaö. Hann sagöi
gæöin í úrvalsdeildinni svipuö og
hjá minni háskólaliöunum hér i
Bandaríkjunum. Þetta yröi því
góöur skóli fyrir mig."
Hvernig fannst þér svo gæói
körfuboltans á íslandi þegar þú
byrjaóir aó spila?
„Þiö islendingar spiliö nokkuö
ólíkt því sem viö höfum gert í
skólakeppnum fram aö þessu,
þó leikurinn sé aö breytast núna
hér í Bandaríkjunum. Þiö setjiö
ekki eins mikiö upp af leikkerfum
og viö gerum; leikurinn hjá ykkur
er hraöari og mun meiri harka i
fráköstum. En ég get sagt ykkur
Islendingum þaö til hróss, aö þiö
eruð mjög áhugasamir um aö
læra af öörum og þaö bjargar
miklu."
Hver er þá helsti styrkleiki
annars vegar og mesti veikleiki
hins vegar í körfuboltanum á ís-
landi að þinu mati?
„Helsti styrkleikinn hjá ykkur
felst í baráttu leikmanna og
hörku í fráköstum. Aöalveikleiki i
íslenskum körfubolta er hins veg-
ar skortur á valdi yfir undirstööu-
atriöunum í leiknum, þ.e. knatt-
reki, sendingum og aö setja
tálma (screen). Inn í þetta bland-
ast líka aö nokkur harka kemur
oft upp í leikjum, sem skapast
fyrst og fremst af því aö þiö eigið
alltof fáa dómara."
Nú er þaó kerfi sem vió is-
lendingar höfum á þjálfun og
keppni hjá ungum krökkum
nokkuð ólíkt því sem er hér í
Bandaríkjunum. Hvernig lýst
þér á skipulag þessara mála á
Islandi?
„Mesti munurinn á þessum
kerfum felst í minni-boltanum á
islandi. Þetta er mjög góö hug-
mynd og þaö er ekkert slikt
skipulag hérna fyrir krakka á
þessum aldri (10—12 ára). Þetta
aö lækka hæö körfunnar og aö
nota minni knetti leiöir til þess aö
krakkarnir eiga mun auöveldara
meö aö ná valdi á undirstööuat-
riöunum. Þaö atriöi ætti því aö
fara aö batna hjá ykkur. Þiö ætt-
uö því aö leggja áhersiu á þessa
þjálfun."
Nú ver kappanum farió að
veróa umhugaó um grillkolin
góóu úti í garói, svo við gerðum
smá hlé á samtalinu. Mér þótti
þá vió hæfi aó spyrja þau hjónin
bæói hinnar sígildu íslensku
spurningar þegar þau komu aft-
ur: Hvaó finnst ykkur um island
og Íslendínga?
Bill varö fyrst fyrir svörum:
„Viö vissum ákaflega lítiö á
hverju viö ættum von þegar viö
kæmum til Islands. En þaö var
vel séö um okkur og okkur leiö
ákaflega vel þarna. Landiö ykkar
er ákaflega fallegt, en því miöur
tókst okkur ekki aö feröast mikiö
um þarna yfir veturinn."
Tami sagöist hafa tekiö sér-
staklega eftir því fyrst hversu
ólíkir íslenskir krakkar væru i
klæöaburöi miöaö viö bandarisk.
„Þetta á þó sennilega viö um
flest önnur lönd Evrópu líka. En
annars áttum viö von á þvi aö á
Islandi væri allt í snjó og miklir
kuldar. En svo reyndist nú ekki
vera, þvi hér í Ohio er oft ansi
kalt á veturna."
Hvað hafiö þió aóhafst síöan
þið fóruó frá íslandi?
„Viö hjónin eignuöumst okkar
fyrsta barn, Mat, sl. vetur. Þá
festum viö kaup á þessum bæ
hérna og ég rækta hér korn og
baunir í samvinnu viö fööur
minn," sagöi Bill. „Ég vinn líka í
glerverksmiöju hér í nágrenninu.
Á veturna spila ég körfubolta i
deild hérna í Ohio. Þaö er mikiö
af fyrrverandi háskólaleik-
mönnum í þessari deild, svo
þetta er ákafiega skemmtileg
keppni."
Einhver góó ráó til islensks
körfuknattleiks aó lokum?
„Þiö eruö á réttri leiö, finnst
mér aö mörgu leyti. Þiö þurfið
greinilega aö fjölga dómurum,
þvi leikmenn þreytast á því aö fá
sífellt sömu dómarana helgi eftir
helgi. Annars er mikilvægast fyrir
ykkur aö þjálfa undirstööuatriöin
vel og minni-boltinn er svo sann-
arlega vettvangurinn til þess.
Leggiö áhersluna á hann og
haldiö áhuganum gangandi, þá
kemur þetta allt saman."
Þá voru grillkolin oröin nægi-
lega heit og steikin tilbúin, svo
viö slitum viötalinu hér. Þau
hjónin sögöust hafa eignast
marga góöa vini á islandi og
báöu kærlega aö heilsa þeim öll-
um.
Þegar ég kvaddi þau hjónin
var sólu farið nokkuö aö halla.
Samt var enn 27 gráöu hiti úti. Á
hlaöinu leit ég yfir endalausa
kornakrana hér á flatneskjunni i
Ohio.
G.Val.
— Skapti.