Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 30
42
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
Fjórir ungir
myndlistarmenn
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í eystri sal Kjarvalsstaða, sem
kenndur er við sjálfan meistar-
ann, sýna fjórir ungir myndlist-
armenn nýjustu framleiðslu
sína. — Fjórmenningarnar, sem
allir hafa látið heillast af hinu
svonefnda »nýja málverki"
ásamt ýmsum tiltektum í rúm-
taki, sem stefnunni fylgir, eru
þeir Árni Ingólfsson, Daði Guð-
björnsson, Kristján Steingrímur og
Tumi Magnússon.
Fátt eiga hinir ungu menn
sameiginlegt annað en að vinna
eins og guð blæs þeim í brjóst
hverju sinni — láta allt flakka á
myndflötinn, er þeim dettur í
hug, og útkomuna ráðast af
geðslagi og hughrifum einum
hverju sinni.
Þetta eru fullgild viðhorf og
einkum ef viðkomandi hafa að
einhverju leyti mótað með sér
ákveðinn persónuleika og stíl-
einkenni, jafnvel þótt flakkað sé
á milli hinna ólíkustu stílbragða
— eins og sumir aðalforgöngu-
menn stefnunnar gera.
Listrýnirinn skoðaði fyrst
framlag Daða Guðbjörnssonar,
sem kom honum á óvart, því að
hér virðist um mikla framför að
ræða frá því sem áður hefur sést
frá hendi hins unga manns.
Myndir Daða eru margar hverj-
ar í senn frjálslega vel unnar og
mjög lífrænar fyrir augað. Helst
að þær minni á köflum á vinnu-
brögð Paul Klee í tónrænni ljóð-
rænu sinni. Myndir Daða eru all-
ar unnar í grafík og vinnur hann
af merkilegri fjölbreytni, sé tek-
ið mið af einhæfni margra ís-
lenzkra grafík-listamanna f
tæknibrögðum. Það er mjög heil-
brigt að einskorða sig ekki of
mikið við ákveðin tæknibrögð og
þrengja þar með að sér um list-
ræna breidd, þótt myndirnar
verði fyrir vikið ekki jafn sam-
stæðar.
Hressilegt framtak hjá Daða
Guðbjörnssyni.
Næst skoðaði ég hinar stóru
og umbúðalaust máluðu myndir
Tuma Magnússonar. Hér er um
nokkuð stórkarlalegar og
glannalegar myndir að ræða er
virka ekki sérlega mótaðar og
eru tæknilega frekar máttlausar
í útfærslu. Til að slíkar myndir
geti orðið voldugar og sterkar
þarf viss tæknibrögð, svo sem ég
ef sannfærst um við skoðun ný-
bylgjumálverksins ytra.
— Krafturinn skín úr mynd-
um Kristjáns Steingríms og
hinn ungi myndlistarmaður
virðist í mikilli sókn. Hann not-
ar mikið dökka litatóna á móti
hvítri birtu — hvell umskipti frá
ljósi í myrkur, sums staðar
leiftra hvítir ljósglampar, dopp-
ur eða línur á dökkum fletinum
og nær hann hér sterkum áhrif-
um. Ég nefni hér einkum tvær
hrifmiklar myndir, sem eru þær
„Irisarvor" (4) og myndin nr. 6,1
myndaröðinni „Yggdrasill“. Hér
er um ört vaxandi málara að
ræða. Framlag hins hugmynda-
ríka Árna Ingólfssonar er ekki
eins sterkt og stundum áður —
hann virðist hafa sprengt sig í
viðleitni sinni til að vera frum-
legur. Maður er hér einfaldlega
ekki með á nótunum. En Árni
hugsar stórt í myndum sínum og
ætlar sér mikinn hlut og vísast á
hann eftir að mæta sterkari til
leiks.
Þessi sýning er skemmtilega
frábrugðin hinum tveim að
Kjarvalsstöðum, Septem- og
glermunasýningunni og á vissu-
lega fullan rétt á sér.
Bragi Ásgeirsson
Sigurmars flónskunnar
Erlendar
bækur
lllugi Jökulsson
Barbara W. Tuchman:
The March of Folly
From Troy to Vietnam
447 bls. — Michael Joseph 1984
Hinir fagurbrynhosuðu Akkear
eru loks horfnir frá Príamsborg —
að því er virðist. Eftir stendur á
ströndinni hross eitt mikið; það er
úr tré og ýmislegt bendir til þess-
að ef Trjójumenn draga það inn i
borg sína muni þeim hlotnast
allra handa gæfa. Ymislegt, en þó
er miklu fleira sem gefur til kynna
að innan í hrossinu leynist úr-
valssveit Akkea undir forystu hins
ráðsnjalla ódysseifs og muni það
verða banabiti Tróju ef þessari
sveit tekst að opna borgarhliðin
svo hersveitir Atreifssona geti
ruðst inn. Stjórnendur Trjóju taka
fyrri kostinn og kalla yfir sig ógn
og dauða. Hvers vegna?
Það er von spurning af þessu
tagi hafi leitað á Barböru Tuch-
man. Hún hefur þegar skrifað
nokkrar bækur þar sem ótal
stjórnvöld gera sífellt hverja rós-
ina á fætur annarri — þó vænlegri
kostur ætti að vera öllum augljós.
(Flestallir áhugamenn um út-
lenska sagnfræði hljóta að þekkja
bækur Barböru Tuchman: The
Guns of August, The Proud Tower,
A distant Mirror o.s.frv. Henni
hefur með sjaldgæfum hætti tek-
ist að sameina fyrirtaks fræði-
mennsku og afburða stíl.) Tuch-
man fann fjögur dæmi í sögunni
þar sem stjórnvöld hafa, að henn-
ar mati, látið stjórnast af fíflsk-
unni einni saman; ekki flotið sof-
andi að feigðarósi heldur beinlínis
tekið stefnu upp í brim og boða.
Hún tekur í þessari nýju bók sinni
aðeins dæmi þar sem önnur leið,
og viturlegri, lá ljós fyrir þegar
stjórnvöld hófu sinn fíflamars — í
fyrsta lagi segir hún frá því uppá-
tæki Trjójumanna að toga hrossið
innantóma í borg sína, í öðru lagi
er greint frá sex Endurreisnarpáf-
um sem auðveldlega hefðu getað
komið í veg fyrir Siðskiptin á sex-
tándu öld, þá segir frá því þegar
forráðamenn breska heimsveldis-
ins ollu því að þrettán nýlendur í
Ameríku stofnuðu sjálfstæð
Bandaríki, og loks fordæmir Tuch-
man allan framgang þeirra sömu
Bandaríkja í Víetnam. Syndalist-
inn er langur.
Ekki kemur á óvart að bókin er
stórskemmtileg aflestrar, en kafl-
arnir eru þó misgóðir. Trjójuþátt-
urinn er vitaskuld fyrst og fremst
með til gamans, og gaman er að
honum. Umfjöllun Tuchman um
Endurreisnarpáfana er nytsamleg
endursögn tímabils sem gífurlega
mikið hefur þegar verið skrifað
um — þar kem ég auga á fátt
frumlegt. Hins vegar sé ég ekki
betur en skrif hennar um aðdrag-
andann að stofnun Bandaríkjanna
séu hin mætustu enda þekkir hún
þar greinilega afar vel til, fer á
kostum eins og sagt er. Sama er
uppi á teningnum í lokakaflanum
um Víetnamstríðið en þar tekst
henni eiginlega að vera á m'óti öll-
um málsaðilum og heggur ótæpi-
lega á báðar hendur! Gagnlegur
kafli, ekki síst vegna þess að það
sem lá að baki Víetnamstríðinu
hefur viljað gleymast að baki frá-
sögnum af skæruhernaði, loftár-
ásum, mótmælagöngum o.s.frv.
Fyrirtaks bók, en vantar eitt-
hvað? Niðurstaða getur víst engin
orðið, nema sú sem litlaus Banda-
ríkjaforseti — John Adams —
setti fram fyrir margt löngu að
„stjórnsýsla nú á dögum er litlu
betur af hendi leyst en fyrir þrjú
eða fjögur þúsund árum“. Svona
niðurstaða kemur ekki á óvart.
Illugi Jökulsson
Den onde lykke eft-
ir Tove Ditlevsen
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Tove Ditlevsen:
Den onde lykke, noveller
Útg. Gyldendal
Tove Ditlevsen var ákaflega dáð
með löndum sínum fyrir ritstörf.
Um það þarf ekki að fara mörgum
orðum. Rithæfni hennar er óum-
deilanleg og skilningur hennar á
manneskjunni dýpri en flestra.
Henni tókst að koma næmi sínu á
tilfinningum sínum og annarra til
skila í fjöldamörgum bókum, sem
eftir hana standa. Viðfangsefni
hennar, hvort sem er í ljóðum eða
sögum, er jafnan manneskjan og
innstu hugrenningar hennar. Oft
er myrkt yfir frásögninni, þó aldr-
ei svo að raunsæi skorti á að ekk-
ert er alvont og ekkert algott.
í sjálfsævisögu sinni sem
spannaði raunar yfir margar bæk-
ur fer þó undir hið síðasta að gæta
beizkju og vonbrigða sem á stund-
um, og kannski sérstaklega í „Vil-
helms værelse" tóku af henni ráð-
in.
Den onde lykke kom fyrst út
fyrir um það bil tuttugu árum og í
henni eru ellefu smásögur, sumar
öldungis meistaralega gerðar.
Undirtónninn er óttinn og kúgun-
in í yfirfærðri merkingu oftast.
Hér er heldur ekki átt við þá kyn-
ferðislegu kúgun sem dönskum
skáldkonum hefur orðið tíðskrifað
um, kúgunin er af tilfinninga-
legum toga, mannréttindalegum
toga, eiginlega öllu öðru en þvi
hinu kynferðislega.
í sögunum laðar hún fram
magnað andrúmsloft, sem verður
minnisstætt. Hvort sem er í fyrstu
sögunni um litla drenginn sem
Tove Ditlevsen
týnir hnífnum sínum og óttast
reiði föðurins, í sögunni um systk-
inin tvö sem vitja föður síns á
banabeði, sektartilfinningu þeirra
gagnvart móðurinni og sektina
vegna þess að þau fá ekki afborið
að leggja það af mörkum, sem
móðirin krefst af þeim tilfinn-
ingalega.
Ég hef ekki lesið þessar smásög-
ur Tove Ditlevsen áður, enda hafa
þær ekki verið endurútgefnar fyrr
en nú. Tove Ditlevsen varð einnig
kunn fyrir stormasamt eigið líf.
Viðkvæmt blóm sem stóð lengi af
sér veður, sem aðrir hefðu stælzt í,
enn aðrir látið bugast. Og brotn-
aði að lokum. En allt sem hún hef-
ur að segja okkur er mannbæt-
andi.
Nu og aldrig eft-
ir Jytte Borberg
Jytte Borberg: Nu og aldrig, skáld-
saga.
ÍJtg.: Gyldendal.
Þetta skyldi þó ekki vera bók
um stööu konunnar í nútímaþjóð-
félagi rétt ein enn? Ó, jú raunar.
Og bara liðlegri og gædd meiri
kímni og sjarmerandi firð en
margar sem ég hef lesið lengi.
Ketty er fráskilin og er auðvitað
hálffertug. Maðurinn hennar átti
verslun og misnotaði Ketty og var
hvumleiður. Hún hefur komið sér
fyrir á nýjum stað og vinnur ekki í
byrjun bókar. Hún og nágranni
hennar Betty verða miklar vin-
konur. Betty er átján ára og alltaf
að upplifa eitthvað mjög spenn-
andi, að mati Kettyar. Til dæmis
heldur hún sambandi við mann
sem þarf alltaf að byrja á því að
berja hana áður en hann getur
sofið hjá henni. Sonur Kettyar býr
í kommúnu, hann hugsar ekki,
vinnur ekki, vill ekkert. Leiðinlegt
a tarna. Með þeim Ketty og Betty
tekst kyndugur kunningsskapur.
Gömlu lummurnar — 2
Besti vestrinn
Árni Þórarinsson
„Do not forsake me oh my darl-
ing“ (farð’ekki frá mér ó’mín kæra),
syngur Tex Ritter í lagi Dimitri
Tiomkio, seiðandi og angurværu
leiðarastefi High Noon, hinnar sí-
gildu kvikmyndar Fred Zinneman
og í mínum huga besta vestra sem
gerður hefur verið. Þetta undariega
kyrrláta lag slær rétta tóninn frá
upphafi og vegur þungt í rafmögn-
uðu andrúmslofti myndarinnar með
þvf aö vera andstæða þeirrar ytri
spennu sem myndmálið tjáir. Lagið
lýsir þeim tilfinningum sem bærast
innra með aðalpersónu myndarinn-
ar og ekki eru látnar uppi með öðr-
um hætti. Að ýmsu leyti minnir
High Noon á lögmál íslenskra forn-
bókmennta þar sem allt tilfinn-
ingaflæði er beygt undir harða stað-
reyndafrásögn. Enda eru vestrar,
eins og menn vita, sögur af sköpun
nýs þjóðfélags alveg eins og okkar
fornbókmenntir.
Gary Cooper sýnir hér sársauka-
fullan, hófstilltan leik (Oscarsverð-
launaleik reyndar) í hlutverki lög-
reglustjóra sem á efri árum ákveður
að draga sig í hlé og gifta sig. Hann
er búinn að „hreinsa" þorpið;
óþjóðalýðurinn er flúinn og borgar-
arnir geta um frjálst höfuð strokið.
Myndin gerist öll á einum degi, —
brúðkaupsdegi Coopers og Grace
Kelly.
Hún gerist eiginlega á um tveim-
ur klukkutímum, þ.e. þeim tíma sem
myndin tekur í sýningu, og há-
punktinum er náð á hádegi, eins og
nafn hennar gefur til kynna. Þá er
von á fjórum alræmdum byssubóf-
um sem snúa aftur til þorpsins og
ætla að hefna harma sinna á lög-
reglustjóranum sem bolaði þeim
burt. Gagnvart þessu stendur Coop-
er þegar hlutverki hans er í raun
lokið. í stað þess að fara burt með
brúði sinni eins og til stóð ákveður
hann að mæta ribböldunum. Og þá
ganga þeir úr skaftinu sem síst
skyldu. Þorpið snýr við honum bak-
inu og brúðurin með.
í handriti Carl Foreman og leik-
stjórn Zinneman eru þessir atburðir
byggðir upp með hnitmiðuðum
hætti, þar sem klukkur eru í megin-
hlutverki: Myndin hefst klukkan
hálf ellefu um morguninn og spenn-
an eykst jafnt og þétt eftir þvf sem
dregur að hádegi. Sfðasti hálftfminn
er afburða vel saman settur þar sem
Zinneman klippir milli lögreglu-
stjórans, vígamannanna og hinna
ýmsu þorpsbúa sem eru að undirbúa
sig fyrir styrjöld í bænum.
High Noon er í svart-hvítu, gerð
1952. Hún er til á flestum mynd-
bandaleigunum. Því miður eru spól-
urnar unnar eftir danskri útgáfu,
þar sem tekið er neðan af myndflet-
inum og íslenskur texti þrykktur
ofan í þann danska á svartri rönd.
Þótt allri tæknilegri tjáningu á
blóðsúthellingum hafi mjög fleygt
fram síðan 1952 hefur tilfinning
fyrir frásagnartækni myndmáls
ekki aukist að sama skapi. Ég get
varla mælt með betri spennumynd,
þar sem jafnframt er borin virðing
fyrir fólki og miðli. Þetta er einföld
mynd í sjálfu sér, stundum kannski
barnaleg, en hún er aftur á móti til
marks um alvöru kvikmyndagerð.
Ekki fiff og gróðahyggju og hug-
myndaleysi Hollywood-iðnaðarins
núna.
Stjörnugjöf: High Noon
Gary Cooper fékk Óskarsverðlaunin
fyrir afbragðs túlkun á hinum hrjáða
lögreglustjóra í High Noon.
ar með fornbókasalanum Sten,
þau kynni þróast síðan hægt og
rólega í að vera meira en bara
hjólreiðar. En það ævintýri endar
heldur ömurlega, þegar fornbóka-
salinn fer að renna hýru auga til
Bettyar. Þar með er vináttan
þeirra Ketty og Betty enn fyrir
hendi, en hún verður ekki rækt
áfram. Ketty leitar á náðir systur
sinnar og sambýlismanns, tveir
furðufuglarnir enn. Svo fær hún
vinnu í bókasafni, eftir nokkra
hrakninga á lífsins ólgusjó. Hún
flytur á brott, reynslunni ríkari en
í öllu hjónabandi sínu. Hún sýnist
ætla að vera sterk og þrátt fyrir
ýmsa auömýkingu, áætlanir sem
eilíflega voru að fara út um þúfur,
telur hún sig hafa meira að byggja
á en fyrr. „Eitthvað hlýt ég að
hafa lært, þótt allt sé einum of
raunverulegt til að ég geti haft
stjórn á því öllu,“ segir í niður-
lagsorðum bókarinnar. Nu og al-
drig er verulega læsileg bók, auð-
mýkt Kettyar og einfeldni í upp-
hafi er að vfsu á mörkunum. En
höfundurinn hefur tak á sínu fólki
og skilur við Ketty í bókarlok,
vænni manneskju og við sjálfa sig
sáttari en í upphafi ferðar.