Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 34

Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 34
46 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Fjölbreyttar fræðslukröfur Þeir sem hafa starfað að fræðslu- og skólamálum í meira en hálfa öld gleðjast á hverju hausti, þegar skólar taka til starfa. Jafnvel þótt horft sé þangað úr fjarlægð verður margs að minnast, margs að sakna og óska. Þarna er sjálfur grunnur og hornsteinar þjóðmenningar til umhugsunar. Margt er breytt frá því sem áður var og er þá auðvitað hægt að gleðjast yfir allri fjölbreytni einkum á sviði iðnaðar og tækni. Og eitt skyldi ekki gleymast, að þakka og gleðjast yfir, sem er alveg sérstætt til menningar og þroska einmitt hér á þessu litla, erfiða og fjölbreytta landi. Það er hið langa sumarleyfi, sem er jafnframt nær ósjálfrátt hinn ágætasti skóli og mikið nám til eflingar verktækni og skilnings á samfélagsháttum og afkomu sinnar eigin framtíðar og ætt- jarðar um leið og unnið er. Um allt slíkt skyldi staðið helgan vörð hjá þessari frjálsu, gáfuðu þjóð á friðarvegum. Mikið er einnig hægt að gleðj- ast yfir fjölbreytni skólastarfs- ins sjálfs nú í samanburði við nær einhliða bóknám í gamla daga. Oft var sárt og fátæklegt, að hafa fátt eða ekkert viðfangs- efni handa þeim nemendum, sem féll ekki bóknámið og gátu orðið því fjarlægir og andsnúnir, því meir, sem meira var krafist úr námsbókum. Stundum gátu þetta verið stórgáfaðir og góðir nemendur, ef þeir fengu að njóta sín. Nú geta víst flestir eignast þarna eitthvað nær hæfi í hinum svonefndu fjölbrautaskólum og er það vel. Ekki skyldi þó gleymast, að „örskammt er öfganna milli". Nokkrar bóknámsgreinanna má aldrei fela í skuggum og fylgsnum að baki hins hvers- dagslega tæknináms, þótt sjálf- sagt sé. En einmitt á síðastliðnu vori urðu nokkrar umræður um víxlspor í þá átt. Vonandi hafa þær orðið til að vekja og hvetja til hugsunar og framkvæmda gagnvart þeim námsgreinum, sem allt annað vió gluggann eftirsr. Árelíus Nielsson verður að hafa að bakhjalli til að skapa gróandi þjóðlíf. Þær eru annað meginatriði skólastarfsins og nefnast: Móð- urmál, kristinfræði og saga., En fyrst og síðast er svo auðvitað fólkið sjálft í skólunum: Nem- endur og kennarar. Sú aðstaða, sem veitir hverj- um ráðrúm til þroska og áhrifa, eftir sínum gáfum, hæfni og menntunarþrár. Ekkert verkefni er vandasamara og um leið æðra hverri þjóð, en það að þekkja sjálfa sig, viðurkenna gáfur og hæfileika, þroska þær eftir föng- um og veita þeim viðfangsefni. Einmitt þannig skapar frjálst fólk forlög sín og frama allan í nútíð og framtíð. Þar má enginn gleymast, eng- inn verða út undan og um leið olbogabarn sinnar frjálsu móð- ur, þjóðarinnar, og glatast henni um leið að gáfum og atgjörvi. Þess vegna verður samfélagið, sem heild að koma öllum til að- stoðar. Og um leið hverjum ein- stökum, finna ráð til að upp- götva hans sérstöku hæfileika og skipa honum sinn sess meðal samferðafólks á lífsleiðinni, án þess að skerða eða eyðileggja hans sérstaka persónuleika. Nú heyrist oft rökrætt, hvern- ig haga þurfi fræðslunni eftir „magni” og „gæðurn", eins og hægt væri að orða það. Að baki þeirri umræðu felst sú skoðun, að hvert samfélag verð- ur að velja um, hvort veita skuli nokkrum tiltölulega fáum frá- bæra menntunaraðstoð eða öll- um fjöldanum sæmilegan þroska. Það mætti því ætla, að ekki væri unnt að sameina og sam- ræma hvort tveggja. En þroskað þjóðfélag þarf ein- mitt að eiga það að takmarki. Hver einstakur þarf að eiga kost á að þroskast að fullu, án tillits til þess hvort gáfur hans eru smáar eða miklar. Oft er rætt um jöfnuð manna á meðal. En aldrei verður unnt að fullyrða alla jafna á persónulegu sviði gáfna og hæfni. „Þar er hver sér um sefa.“ Við erum fædd misjöfn og með sérstætt gáfnafar og náum því aldrei öll jafnlangt á þroska- braut. Þarna verður því að miða við jöfnuð hið ytra, jafnar aðstæður og stuðning, sem einmitt sé mið- að við þá staðreynd, að engir tveir eru eins frá náttúrunnar hendi, og ná því mislangt á námsbraut og starfshæfni. Þar verður að veita hverjum einstaklingi sitt frelsi og svig- rúm á sínu sviði. Það er einmitt í krafti þessa frelsis einstakling- um til handa, sem heppnast hef- ur að skapa hið stærsta og æðsta meðal mannkyns á jörðu. í slíkri viðleitni kemur margt til greina, sem aldrei má gleym- ast á sviði fræðslu og náms. Þar má fyrst og fremst minna á aðstoð til lista og vísinda, hvort sem það nefnist heim- speki, hljómlist, handíðir, tækni eða skipulagsstarfsemi og upp- götvanir. Þar verða meðfæddar gáfur og listfengi einstaklingsins að eiga samleið og átak með stuðningi stjórnenda og samfélags til að njóta sín. Það mega teljast und- ur hve langt slíkt samstarf getur komizt jafnt við íþróttir og erfiði sem uppgötvanir, vísindi og list- ir. En síðast og fyrst má aldrei gleymast að mismunur að gáfum og atgjörvi er ekki hið sama og mismunur á manngildi og manngöfgi og efling þess. Þess vegna verðnr að hafa í huga að undirstaðan sé réttleg fundin. Það varðar mest til allra orða, svo sem kveðið var í ár- daga. Þar eru í skólanum hornstein- arnir þrír með nöfnum hvers- dagslegra námsgreina, svo sem nefnt var hér í upphafi um fjöl- breyttar fræðslukröfur: Móð- urmál, kristinfræði og saga. Sé þetta fært til nútímahátta, vil ég bæta einum við, því hornsteinar hárra sala verða helzt að vera fjórir: Það er verk- tækni. Þeir verða þvi: Móðurmál, kristinfræöi, saga og verktækni, með öllum sínum fjöl- þættu undrum. raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð 2. og síöasta á b/v Óskari Magnússyni Ak 177 eign Útgeröarfélags Vesturtands hf„ fer fram aö kröfu Gytfa Thorlaclus hrt. o.fl. og hefst á skrifstofu efmbættisins aö Suöurgötu 57, Akranesi, föstudaginn 9. nóvember nk. kl. 14.30. Bœlarfógellnn A Akranesl. Kópavogur — Spilakvöld — Kópavogur Okkar vinsælu spilakvöld halda áfram þriöjudaglnn 6. nóvember i Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1 kl. 21 stundvíslega. Góö kvöld og heildarverölaun. Kaffiveitingar. Fjölmennum. Stlórn Slálfstæólsfélags Kópavogs. Vörður FUS Akureyri Aðalfundur veröur haldinn 8. nóvember í húsnæöi flokksins í Kaupvangi vtö Mýrarveg kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnln. Stefnir — Hafnarfirði Akureyri Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins í Noröurlandskjör- dæmi Eystra veröur haldinn dagana 10. og 11. nóvember 1984 aö Kaupangi viö Mýrarveg, Akureyri. Fundurinn hefst laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Halldór Blöndal alþingismaöur, ræöir stjórnmálaviöhorfln. 3. Björn Dagbjartsson alþingismaöur, ræöir atvinnumál. 4. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leggur fram breytingar á prófkjörsregl- um flokksins. 5. Svanhildur Björgvindóttlr kynnlr störf landssambands sjálfstæö- iskvenna. 6. Kynning á starfsseml ungra sjálfstæölsmanna. 7. Formaður stóriöjunefndar Birgir isleifur Gunnarsson alþingismaö- ur, ræöir stðöuna i stóriöjumálum. 8. Stjórnarkosningar. 9. Önnur mál. Stjórn kjördaamlsráös. bátar — skip Hvöt — aðalfundur Aöalfundur Bátar til sölu Aöalfundur Hvatar fólags sjálfstæöiskvenna í Reykjavík veröur hald- inn í Valhöll þriöjudaginn 13. nóvember 1984 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Ræöa: Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráöherra 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Fundurstjóri veröur Ingibjörg Rafnar. Félagskonur fjölmennió. St/órnin. Aóalfundur Stefnis. fólags ungra sjálfstæöismanna í Hafnarfiröi, verö- ur haldinn i Sjálfstæöishúsinu, þriöjudaglnn 6. nóvember nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aóalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins veröur Friörik Frióriksson f. varaformaöur SUS og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæöisflokksins. Stjómln. 140 tonna stálskip, 57 tonna eikarbátur, 42 tonna eikarbátur, 15 tonna plastbátur, 11 tonna súöbyröingur, 10 tonna súöbyrðingur, 9 tonna súðbyröingur, 7 tonna plastbátur. Fasteignamiöstööin, Hátúni 2B, sími 14120. 0% DREGIÐ 9 IDAG @Iqg Happdrættí 84- 85 i-------------------------r------------------------1------------------------:-------------------------r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.