Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 47 Jón Karl Helgason skrifar frá ísrael: Hriktir í stoðum Yitzak Shamir Ariel Sharon Yoran Aridors Loks eftir sjö vikna stjórnar- kreppu er ísraelskur almenningur búinn að fá úrlausn úr kosningum sínum. Mynduð hefur verið stjórn sem öðru fremur byggist á jafn- réttháu samstarfi tveggja stærstu flokkanna, Herud-Likud og Verka- mannaflokksins. Það kom þó í ljós á fyrstu dögum stjórnarinnar að innan Likud-flokksins eiga sér nú stað miklir flokkadrættir sem gætu i framtíðinni haft alvarleg áhrif á stjórnarsamstarfið. Herut-Likud flokkurinn á sér langa en nokkuð einhæfa sögu að baki. Hann var sköpun Menachem Begins í lok fimmta áratugarins og laut forystu hans um 35 ára skeið uns Begin dró sig skyndilega og óvænt í hlé fyrir rúmu ári. Síð- astliðin sjö ár hefur flokkurinn haldið um stjórnartaumana i ísra- el, nú síðast undir forsæti Yitzhak Shamirs sem tók við af Begin i fjarveru hans. Samband flokks- formannsins við flokksmenn sfna hefur alla tíð átt sér tilfinninga- legri rætur en gengur og gerist I öðrum flokkum. Hann hefur þann- ig höfðað til þeirra sem „Banai", sona sinna, og þeir kallað hann „Hamefaked", leiðtoga. Flokkur- inn hefur haft sömu formreglur og aðrir stjórnmálaflokkar, en sú hefur verið raunin að Begin gat farið í kringum þær að vild sinni. Þannig frestaði hann flokksþingi ítrekað svo flokkurinn vinnur enn samkvæmt niðurstöðu flokks- þingsins frá 1978 en næsta þing átti upphaflega að fara fram 1982. Þær þrengingar sem flokkurinn gengur í gegnum núna eru í raun I beinu framhaldi af fráhvarfi Beg- ins. Sumir vilja taka þannig til orða að Herut hafi hent ein verstu örlög sem hent geta stjórnmála- flokk, þau örlög eins manns flokks þegar eini maðurinn yfirgefur hann. Baráttan um brauðiö Kapphlaupið um formannssætið er því hafið. Áskorendur Shamirs eru þeir Ariel Sharon og David Ley, sem báðir gegna ráðherra- embættum í hinni nýju stjórn auk Yoram Aridors fyrrverandi fjár- málaráðherra. Þeir, ásamt fjöl- mörgum flokksmönnum, sætta sig engan veginn við forystu Shamirs. Hefur Shamir, sem gegnir emb- ætti varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra, sætt frá þeim mikilli gagnrýni fyrir skipan í embætti þau sem Herut hefur um- sjón með innan stjórnarinnar; þar sem hann sé hvorki raunverulegur flokksformaður né forsætisráð- herra hafi hann ekki umboð til slíkra skipana. ólgan lét fyrst á sér bera í ítrekuðum árásum Aridors á Shamir. Honum hafði verið lofað lykilembætti innan stjórnarinnar, en þegar ráðherralistinn var birt- ur varð ljóst að Aridor sat utan stjórnar. Árásir hans á Shamir báru því mjög persónulegan blæ og er hann sagður njóta vissrar samúðar innan flokksins meðan mestur hluti landsmanna furðar sig á, að sá sem talinn er bera mesta ábyrgð á núverandi stöðu efnahagsmála (yfir 400% verð- bólgu), skuli telja sig svo verðan. Shamir hefur svarað með því að láta í það skína að hann vilji leysa Aridor frá embætti sínu innan flokksins, en þeir Levy og Sharon hóta hörðum viðbrögðum, fari svo. Aðalágreiningsefnið hefur und- anfarið verið skipan fulltrúaráð- herra. Tillögur Shamirs í þeim efnum hafa leitt til þess að hann hefur verið sakaður um að koma fram sem fulltrúi þröngs hags- FRISKk /MÍN Nýr heilsuvökvi fyrir böm og fulloröna. Frískamín er blanda rík af A-, B-, C- og D-vítamínum. Hæfilegur skammtur uppfyllir vítamínþörf allraaldurshópa. Dagleg notkun Frískamíns kemur í veg fyrir vítamínskort á vaxtarskeiöi barna og unglinga. Frískamín meö fersku ávaxta- bragði fæst í næstu matvöruverslun. munahóps, fremur en flokksins í heild sinni, en „kandidatar" hans í fulltrúaráðherraembætti varnar- málaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, þeir Michael Dekel og Ronnie Milo, eru báðir nánir stuðningsmenn hans. Það veikti stöðu Shamirs nokkuð þegar kom í ljós að næstum helm- ingur Herut-þingflokksins studdi Dr. Eliyatu Ben-EIissar í fyrr- nefnda embættið frekar en Dekel. Shamir heldur því sjálfur fram að ástæðurnar sem leiddu til þessa „misskilnings" séu af lítt mikil- vægum toga spunnar, þær réttlæti ekki innanflokksstríð. Hann segir ólguna ekki í neinu sambandi við stjórnarsáttmálann. Þetta sé ein- ungis rifrildi um störfin, sem hefði jafnauðveldlega getað átt sér stað þó Herut sæti einn að völdum. Viðbrögð hans við ásök- unum um klíkuskap voru á þann veg að hann taldi ósanngjarnt að þeir Dekel og Milo þyrftu að gjalda fyrir kunningsskap sinn við hann, þeir væru vel kostum búnir. Niðurstaða málsins varð sú að flokkurinn fól þeim ráðherrum, Shamir, Sharon og Levy, að kom- ast að samkomulagi um umrædd embætti ásamt fjórða ráðherra flokksins, en alls hefur Herut sex ráðherra í hinni nýju stjórn. Flokksþing á næsta leiti Nú er loks ákveðið að næsta flokksþing skuli fara fram snemma á næsta ári en þar verður kosið I miðstjórn og nefndir. Binda menn vonir við að þinginu auðnist að staðfesta nýtt jafnvægi í flokknum. öruggt er talið að Begin hafi endanlega yfirgefið sviðsljósið, hann hefur átt við veikindi að stríða og gekkst nú ný- verið undir uppskurð. Spurningin er hvort Shamir haldi einn velli sem höfuð flokksins. Sýnist sitt hverjum. T.a.m. lét David Magen, þing- maður Herut, sem álitinn er einn dyggasti stuðningsmaður Shar- ons, þau orð falla fyrir stuttu að ferli Shamirs væri lokið. Á hinn bóginn líta menn Shamirs með bjartsýni til flokksþingsins en ljóst er að við ramman reip er að draga. Togstreita síðastliðinna vikna hefur staðfest að þeir Ley og Sharon ætla að gera Shamir eins erfitt fyrir og þeim er mögulegt. Sjálfur viðurkennir hann að hann sé enginn Begin, og veikari staða hans innan flokksins slævði stöðu flokksins í stjórninni. Meðan þetta sálfræðistríð geis- ar blasa vandamálin við hinni nýju ríkisstjórn. Mikil uppstokkun í forystu Herut-Likud getur auð- veldlega valdið úrsögu flokksins úr stjórn þannig að þessar svipt- ingar snerta ekki einungis framtíð hans heldur þjóðarinnar allrar. J.K.H. Bferða MIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.