Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 36
48 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Afmæliskveðja: Guðrún Ásmunds dóttir kaupkona Að þú skulir vera orðin 80 ára, elskulega vinkona mín, Guðrún, er harla ótrúlegt, en þetta er víst rétt í kirkjubókunum, fædd 1. nóvem- ber 1904 og bókstafurinn blífur. Þegar ég lít til baka, er svo ótrúlega stutt síðan við hjónin, nýgift, fluttum inn í íbúð uppi á lofti í Kaupfélaginu. Þar bjuggu líka þið Einar Ólafsson ásamt kornungum syni, Einari Jóni, einnig Asmundur Gíslason og fjöl- skylda og Halldór Backmann og Jóhanna. Þarna ríkti elskulegt viðmót og gleði og friður. Mikið var nú oft kátt á ganginum í Kaupfélaginu. Þá var setið í stig- anum opið inn í bæði eldhúsin hjá Ingu og Gunnu, rabbað saman og borðaðar upprúllaðar pönnukökur, sem Gunna hafði bakað, og þær pönnukökur voru alveg sérstakar, því þær áttu helst að fljóta í sykri, þannig voru þær bestar. — Eða þá, þegar það voru bitaðir ofaní mann þessir líka fínu saltkjötsbit- ar og baunasúpa hjá Gunnu og Einari. Hún var í sérflokki, hún var engu lík. Á þessum tímum þurfti nú mannskapurinn aldeilis ekki að hugsa um línurnar. Það var nú eitthvað annað. Ég veit, við munum þetta allt, vinkona. Rausn ykkar. Það var svo sem allt í lagi þó hún Gunna léti heldur meira í pottinn, því unglingarnir við hlið- ina myndu ábyggilega ekki lasta það, sagði Einar. Svona var nábýl- ið á þeim bæ og ekki slæmt fyrir okkur, sem vorum að byrja lífið og búskapinn að fá þessa fyrirmynd í starfinu. Nokkrum árum seinna urðum við aftur nágrannar, er þau Guð- rún og Einar byggðu íbúðar- og verslunarhús á Skagabraut 9. Ég held að ekki hafi á byggðu bóli verið liðlegra og almennilegra verslunarfólk en þau Guðrún og Einar. Verslunin var auðvitað opin á eðlilegum timum, en ótrú- legu ónæði urðu þau hjón fyrir frá okkur fólkinu í kring og fleirum, sem höfðu gleymt sér fram yfir lokunartíma. Má mikið vera að þau hafi setið ótrufluð að matar- borði, en aldrei heyrðist óvildar- orð frá þeim vegna ónæðis, enda voru þau hjón afar vinsæl og öll- um hlýtt til þeirra. Sonurinn, Ein- ar Jón ólafsson, er fyrir löngu tekinn við versluninni og rekur hana og nýtur sömu vinsælda og foreldrar hans. Er verslun Einars Bókin „Næring og vinnsla nAtnplnnnn — eftir Bjarna Þjóðleifsson Næring og vinnsla. Höfundur dr. Jón Óttar Ragnarsson. Helgafell september 1984. í bók Halldórs Laxness, Ungur ég var, er að finna lýsingu á mat- arsmekk tslendinga fyrr á öldinni. H.L. er að koma í fyrsta skipti til útlanda og kemur á heimili Scheu- ermann hjónanna í Kaupmanna- höfn. „Maturinn var kominn á vendilega dúkað borð. Þar var hin dægilegasta nautakjötssúpa á borðum, soðin með allskonar garð- jurtum, sem ég bar ekki kennsl á. þar á meðal seljurót og blaðlauk. í körfu á borðinu stóðu flöskur með Gamlakarlsberg, sem ég þekkti í sjón frá því ég var lítill áður en bjórbannið kom á ísland 1912. Er þar skemmst frá að segja að ekk- ert var hér á borðum sem ekki vekti mér hroll þegar í stað; jafn- vel nautakjöt hafði ég aldrei getað látið innfyrir mínar varir. Ég reyndi að taka til mín þessa ný- stárlegu fæðu og láta sem ekkert væri, en þegar ég hafði tuggið fyrsta bitann af þessu kjöti sem bragðlaukum mínum var ókunn- ugt, um leið og lyktin af þessum voðalegu matjurtum í súpunni lék um vit mér vissi ég ekki fyrr til en ég var byrjaður að kúgast." Og síðar segir: „Þegar farið var að yf- irheyra mig um matarvenjur og talinn upp fjöldi krása sem ég þekkti ekki og bauð við að heyra nefndar. Þá kom uppúr dúrnum að ég gat helst ekkert hugsað mér að borða nema kindakjöt." Nú eru breyttir tímar og Islend- inga klígjar ekki lengur við fram- andi kræsingum. Þeir hafa sest að veisluborði heimsins og tekið vel til matar. Þessa sjást merki á mörgum sviðum. Fjöldaferðir til sólarlanda hafa útsett þá fyrir matarvenjum framandi þjóða. Framboð á matvöru innanlands hefur margfaldast. Lambakjöt heldur ennþá velli sem algengasta kjöttegundin, en aðrar kjötteg- undir vinna sifellt á. Seljurót og garðlaukar nálgast nú að vera dagleg fæða og vekja ekki lengur athygli í ávaxtadeildum kjörbúða. Nýir og framandi ávextir eins og kiwi, avocado, ugli, papaya og mango vekja hinsvegar forvitni og er ekki aö sjá annað en þeir gangi vel út þó dýrir séu. Skýrasta dæm- ið um vaxandi matarmenningu er að finna í hinum fjölmörgu mat- sölustöðum, sem upp hafa sprottið víðsvegar um landið og framreiða fjölbreyttan og ágætan mat. Tilefni þessara hugleiðinga er lestur nýútkominnar bókar hjá Helgafelli, Næring og vinnsla eftir dr. Jón óttar Ragnarsson, en áður er komin út bókin Næring og heilsa eftir sama höfund. Báðar þessar bækur fjalla um hina fræðilegu hlið matarins þ.e. nær- ingarfræði og matvælafræði. ís- lendingar hafa ekki þurft fræði- bækur til að breyta mataræði sínu, þar hafa bragðlaukarnir ráð- ið ferðinni eftir að fjötrar fátækt- ar og einangrunar voru brotnir. Á seinni árum hefur komið fram mikill áhugi meðal almennings á hollustu matar. Ekki hafa verið til á íslensku aðgengileg fræðirit og lítil skipulögð kennsla er í skóla- kerfinu um þessi mál. ÝMislegt hefur einnig skort á þekkinguna varðandi samband fæðu og heilsu- fars, en mikið hefur áunnist á seinustu árum. Það var reyndar sögulegt slys að matvælavinnsla þróaðist á undan næringarfræð- inni og þannig urðu fæðutegundir eins og hvítur sykur og hveiti stór þáttur í daglegri fæðu og mótuðu matarsmekk áður en vitað var um 40 manns á tölvunám- skeiði hjá Bókaskemmunni AknuieM isepL " Að undanförnu hefur Bóka- skemman á Akranesi staðið fyrir tölvunámskeiðum á Akranesi. Mikill áhugi er á tölvum á Akranesi, sem trúlega er tilkominn vegna tölvu- kennslu í Fjölbrautaskólanum á Akranesi á undanförnum árum en þar hefur fjöldi manns numið tölvu- fræðL Það er Guðmundur Ragnar Guðmundsson tölvukennari hjá Tölvumennt sem annast hefur kennslu á þessum námskeiðum, annars vegna grunnnámskeiði og hinsvegar Basic-námskeiði. Bókaskemman starfrækir sér- staka deild þar sem seldur er tölvubúnaður, þar fást nær allar helstu tegundirnar eða BBC, El- ectron, Sinclair Spectrum, Comm- andore 64, Dragon 32, Sharp MZ 700, Spectra video og BIT 90. Einnig eru til sölu bækur og blöð um tölvur. Að sögn Braga Þórðarsonar sem sér um tölvudeild Bókaskemm- unnar var áhugi bæjarbúa fyrir tölvum það mikill að honum þótti full ástæða til að efna til þessara tölvunámskeiða. Alls hafa nær 40 manns sótt þessi námskeið. Þar er um að ræða fólk á öllum aldri og úr fjölmörgum starfsgreinum, allt frá unglingum upp í fram- kvæmdastjóra fyrirtækja. Bragi sagði að lokum að eftir því sem best er vitað muni nú vera fleiri heimilistölvur á Akranesi en í hliðstæðum bæjarfélögum utan Reykjavíkursvæðisins. Verslunar- stjóri Bókaskemmunnar er Elín Þorvaldsdóttir. j(j hollustugildi þeirra. Nú eru mat- vælafræðin og næringarfræðin meir í takt en áhrifa frá misvægi þessara greina fyrr á öldinni gæt- ir enn í mataræði okkar. Við lestur þessara bóka sést margt í nýju samhengi, sem sér- stakt er fyrir matarvenjur og matarvinnslu íslendinga fyrr á tímum. Það er vel þekkt að skyr- gerð er séríslenskt fyrirbrigði, en skyremysan var síðan notuð við súrsun á matvælum, einkum sauðfjárafurðum. Nú kemur í ljós að súrsun er ein hagkvæmasta og hollasta vinnsluaðferð sem til er; jafnvel beinin nýtast. Þessi aðferð gerði mögulegt að gjörnýta sauð- kindina til matar og hafa fáar þjóðir náð lengra í þeim efnum, enda lá lífið við fyrr á öldum. Það er vonandi að smekkur fyrir skyri, mysu og súrsuðum mat glatist ekki í því veisluhaldi sem nú geng- ur yfir. Það er góðra gjalda vert að kunna skil á hollustu og vinnslu matar þegar setið er við veislu- borð, en það eru reyndar mun veigameiri ástæður fyrir íslend- inga til að kunna góð skil á þess- um fræðum; Lífsafkoma okkar byggist á útflutningi matvæla. í þeim öru breytingum, sem nú ganga yfir á neysluvenjum, mat- vælavinnslu og vöruþróun þá stenst engin þjóð samkeppni nema vel sé staðið að þessum málum. Þurfa þar margir þættir að koma til eins og rannsóknir og kennsla á háskólastigi og náið samband framleiðslu og háskólagreina og ekki síst góð almenn þekking. Jón Óttar er dósent við Háskóla íslands í matvælafræðum og eftir hann liggur mikil vinna við rann- sóknir á íslenskum matvælum. Meðferð efnisins í bókunum Nær- ing og heilsa og Næring og vinnsla ber þess vott að höfundur hefur gott vald á fræðunum. Það er sjaldgæft að sjá fræðibækur sem skírskota jafnt til hins almenna lesanda og henta til kennslu á menntaskóla- og háskólastigi. Það er verðugt verkefni fyrir háskólakennara að skrifa um sín fræði fyrir almenning, en í grein- um, sem byggja á raunvísindum krefst það nýsköpunar á íslensku máli og hefur það tekist lipurlega hér. Það er fengur að svo góðum bókum um efni sem varðar bæði lifsnautn og lífsafkomu okkar ís- lendinga. Bjarni Þjódleifsson er læknir. Olafssonar hin glæsilegasta á Akranesi. Mín kæra vinkona er mikil hamingjumanneskja. Hinn dá- samlegi sonur hefur fengið í arf það besta frá foreldrum sínum, tendadóttirin yndisleg og sonar- synirnir, Einar Gunnar og Guðni, hinir elskulegustu. Þannig er Guð- rún, vinkona mín, umvafin ást þeirra allra og umhyggju. Guð hefur gefið henni góða heilsu og létta lund. Unga fólkið hefur hún stutt með prýði alla tíð. Það er ósk min og bæn um leið og ég sendi þér og fjölskyldunni að létt lundin og góð heilsa megi fylgja þér uns yfir lýkur. Þín Ásta Ein af mörgum vinkonum sem ég sá eftir að fara frá, þegar við hjónin fluttum búferlum af Akra- nesi fyrir 22 árum, var hún Guð- rún mín í Einarsbúð. Við höfðum búið í nágrenni við hana í um 20 ár. Og það var ekki aðeins að maður gæti sótt í búðina hennar allar nauðsynlegar vörur til líkamlegra þarfa, heldur fékk maður andlega fóðrið í kaupbæti og oft vel úti látið, því stundum var maður að hlæja alla leiðina heim með vöruna og fór að hugsa þegar heim kom hvort maður hefði nú ekki einhverju gleymt, til að eiga erindi aftur þangað, því Einarsbúð var miðstöð gleði og góðvildar. Þar var oft glatt á hjalla, rædd voru stundum dæg- urmál og ekki allir alltaf á sama máli og alltaf var Gunna hrókur alls fagnaðar. Þetta var líka á þeim árum þegar fólk gaf sér tíma til að stoppa og tala saman og ekki voru allir að flýta sér. Flestar konur voru þá heimavinnandi hús- mæður, til að hugsa um börnin sín og passa að hafa nú matinn til þegar blessaður bóndinn kæmi heim, því allir komu þá heim í matartímunum. Allir i götunni héldu uppá Gunnu, bæði konur og karlar, allir leyfðu sér að banka uppá hjá henni ef eitthvað gleymdist og allir mættu sömu elskulegheitum. Einn, sem stund- um vantaði tóbakið sitt, sendi henni eitt sinn þessa vísu í skeyti: „Alltaf er á þig að treysta þó ekki sé pundið gefið að opnir þú eftir lokun ef mig vantar í nefið.” Allir gátu leyft sér að grínast við Gunnu og ekki spillti hennar ágæti eiginmaður fyrir hlýlegheit- unum og hjálpseminni. Hann hét Einar Olafsson og ber verslunin nafn hans. Viðskipti mín við hana Gunnu mína heyra nú fortíðinni til, en lífið heldur áfram og þróun- in, nú er Einarsbúð nýtísku stór- verslun sem einkasonur hennar rekur með fjölskyldu sinni. Og nú er hún 80 ára, þessi síunga og elskulega kona. Ég sendi henni og fjölskyldu hennar mínar innilegustu ham- ingjuóskir og bið þeim allrar blessunar í framtíðinni, með hjartans þakklæti fyrir gömlu góðu árin. Rut Guðmundsdóttir U-BIX120 HENTAVÍÐA EFAÐ ER GÁÐ ll'BÍX 120 Ijósritunarvélar eru fjölhæfar, ódýrar og taka lítið pláss. Samt skila þær frábærum Ijósritum og henta þvl einstaklega vel I fyrirtækjum með litla Ijósritunarþörf — eða í stærri fyrirtækjum þar sem þörf er á litlum Ijósritunarvélum í einstökum deildum. Gerð vélar Vinnmluhraði Þyngd Boröliggjandi vél, með hreyfanlegri 12 Ijósrit A4 á mínútu. U.þ.b. 30 kg. plötu og myndtromlu. _ litM rned \okin\A ! SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. w Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.