Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 49 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir EDWARD STEEN Austur-Þjóðverjar eru iðnaðarstórveldi og lífskjör eru þar jafnbetri en annars staðar í Austur-Evrópu. Líklega mun þó Berlínarmúrinn verða til að halda nafni stjórnvalda lengst á loft, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Austur-Þýskaland: „Olnbogabörn Evrópu“ minnast 35 ára afmælis ríkisstofnunar í fyrra mánuði var þess minnst í Austur-Þýskalandi, að 35 ár voru liðin frá formlegri ríkisstofnun undir stjórn kommúnista. Að sjálfsögðu var þar mikið um dýrðir, hersýningar og skrúðgöngur og mikil ganga „Hinnar frjálsu, þýsku æsku“ þar sem unga fólkið hélt á kyndlum og ítrekaði eindregna andstöðu sína við fasismann. 131 þjóð viðurkennir tilveru austur-þýska ríkisins og erlendar sendinefndir voru margar viðstaddar hátíðahöldin. Þrátt fyrir það var undarlega fátt um háttsetta menn, jafnvel forystumenn annarra kommúnistaflokka í Austur-Evrópu létu sig vanta. Það var helst, að flaggað væri með Henry Winston, formann bandaríska kommúnistaflokksins, mann, sem sjaldan er getið fyrr en hann kemur austur fyrir járntjaldið. Eftir stanslausan áróður i hálfan fjórða áratug er for- vitnilegt að velta þvi fyrir sér hvort þær 16 milljónir manna, sem landið byggja, líta nú frem- ur á sig sem Austur-Þjóðverja en „hina Þjóðverjana". Hvort þeir séu ánægðir með lífið og til- veruna? Já, segja sumir og benda á ókeypis læknisþjónustu og öryggið, sem þeir búa við, lifskjörin, sem eru þau bestu í Austur-Evrópu, og ekkert at- vinnuleysi. 3% horfa á austur-þýsku fréttirnar Einn meginþátturinn í opin- berum áróðri í Austur-Þýska- landi er atvinnuleysið á Vestur- löndum og vestur-þýska sjó- nvarpið leggur honum gott lið. Á það horfa nefnilega 90% Aust- ur-Þjóðverja. í leynilegri könn- un, sem kommúnistaflokkurinn lét gera og smyglað var úr landi, kemur fram, að á fréttatíma austur-þýska sjónvarpsins, „Aktuelle kamera", horfa 3% þjóðarinnar þegar hann hefst. Einni mínútu síðar eru aðeins 0,1% enn að horfa á hann. Þess er jafnvel gætt að flokksfundum ljúki tímanlega til að menn geti horft á „Dallas" í vestur-þýska sjónvarpinu. Andleg firring Austur-Þjóð- verja er næstum alger — þeir eru miklu betur að sér um vestur-þýsk málefni en það, sem fram fer í þeirra eigin landi. Það er að segja að undanskildum þeim, sem búa í Dresden-dæld- inni, „Dal yfirgefna fólksins" eins og hann er kallaður því að þar sést ekki vestur-þýska sjón- varpið. Venjulegt félagslif er óhugsandi i Austur-Þýskalandi. Stóri bróðir fylgist stöðugt með þegnunum og ógjörningur að vita hver er uppljóstrari og hver ekki. Vinafagnaður og gálaus galsi getur komið mönnum illi- lega í koll. Olnbogabörn Evrópu „Er ég Austur-Þjóðverji?“ spyr mig 54 ára gamall leiðsögu- maður í Austur-Berlín og svarar sér sjálfur: „Nei, ég er Þjóðverji. Ég á allt sameiginlegt með Vestur-Þjóðverjum, sama tung- umálið og sömu menningu. Það hræðilega er bara, að við erum Þjóðverjarnir, sem hafa verið skildir eftir úti i kuldanum. Nú orðið fer ég aldrei til hinna kommúnistaríkjanna. „Ertu Þjóðverji?" er ég spurður þar. „Áustur- eða Vestur-? ó, Aust- ur-, æ, æ.“ Ég þoli ekki að sjá vonbrigðin lýsa sér út úr andlit- unum. Við erum olnbogabörn Evrópu.“ Austur-Þjóðverjar virðast ekki láta sig dreyma um lýðræði, heldur um betri íbúðir og bíla, sem menn verða nú að bíða eftir í 10 ár. Austur-þýska „lýðræðið“ er líka bara skrítla, eða hvers vegna skyldi annars þurfa að gæta þess með sjálfvirkum flísa- byssum og alls kyns morðtólum öðrum, sem upphaflega voru smíðuð til að gæta útrýmingar- búða nasista? „Svo þú ert að skrifa um Austur-Þýskaland," segir bresk- ur sendimaður við mig. „Gættu þess bara að hafa greinina dálít- ið leiðinlega. Fyrir NATO-löndin er skipting Þýskalands bæði óafturkallanleg og alls ekki svo slæmur kostur. Og hvers vegna ekki að láta þar við sitja. Þeir eru varhugaverðir, þessir Þjóð- verjar.“ Eða eins og franskur stjórnmálamaður sagði einu sinni á sjötta áratugnum: „Mér þykir svo vænt um Þýskaland, að ég fagna því, að nú skuli þau vera tvö.“ Einkennileg uppákoma Þegar farið er um Checkpoint Charlie yfir til Vestur-Berlínar tekur við kapitalískt samfélag í miðju Austur-Þýskalandi, borg, sem á allt sitt undir pólitískum vilja vestrænna ríkja, einkum Bandaríkjamanna, og fáránlega óréttlátum samningum við Austur-Þjóðverja um vatn, rafmagn og sorpeyðingu. Eitt föstudagskvöldið býður kunningi minn mér að koma og sjá dálítið skrítið. Hátíðafund hjá Vestur- Berlínardeild vestur-þýska kommúnistaflokksins i tilefni af 35 ára afmælinu fyrir austan. Á fundinum eru um 500 manns að hlusta á varaformann flokksins, Dietmar Ahrens, flytja með eindæmum leiðinlega ræðu, nokkurs konar skopstæl- ingu á trúarjátningu kommún- ista hinum megin við múrinn. Hún er að sjálfsögðu aðallega um frið og ögranir Vesturlanda og Ahrens hneykslast á því, að fólk skuli vera að „finna að frels- is- og lýðræðisskorti í Austur- Þýskalandi því að hvar annars staðar hefur farið fram jafn mikil umræða og þar um nýju stjórnarskrána?" Á eftir klappar Ahrens fyrir sjálfum sér að hætti Austan- tjaldsmanna. Áheyrendur eru flestir aldrað fólk, menn, sem gengu kommúnismanum á hönd fyrir stríð og sem síðan hefur ekki rjátlast af þeim. í næsta húsi við samkomuna er veitingastaður þar sem Vestur-Berlínarbúar gæða sér á öli og „Eisbein", svínakjötsrétti, sem er mjög vinsæll í borginni, og virðast ekki hafa hugmynd um hátíðahöldin hjá „hinum Þjóðverjunum". Vestur-Berlín- arblöðin hafa heldur ekki séð ástæðu til að segja mikið frá þeim. „Hinir Þjóðverjarnir eru allt- af í einhverjum skrúðgöngum,“ segir maðurinn við hóteldiskinn við mig dálítið kankvís. „Og núna er það 35 ára afmælið, seg- irðu. Það er nú það, ég geri lítið af því að fara austur yfir. Góða nótt.“ Kdward Steen er frcttamaður hji breska blaðinu „The Sunday Tele- grapb". HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miöstöðin getur tekiö viö og sýnt bæöi frost og hita, t.d. Celcius h-200+850 eöa 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mis- munandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, fryst- um, lestum, sjó og fleira. SötLt»rCmЮ(Uji!’ c=Di&(rii©©®(rti & (S® Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280. RiVKJAVIK, ICKLAND Appleworks Applework er nýr hugbúnaður fyrir Apple // e og Apple // c tölvur, sem sameinar í einu kerfi ritvinnslu, töflureikni og gagnavinnslukerfi. Þannig samtenging kerfa í eina samstæða heild býður uppá áður óþekkta möguleika við tölvuvinnslu og er til mikils hagræðis fyrir notandann. MARKMIÐ: Á námskeiðinu verður farið yfir öll grundvallaratriði við vinnu í Appleworks og allar skipanir kerfisins útskýrðar. Til- gangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum góða undir- stöðuþekkingu á Appleworks, þannig að þeir geti að námskeiði loknu unnið við alla verkþætti kerfisins hjálparlaust. EFNI: — Ritvinnsla. — Gagnavinnsla. — Áætlanagerð og útreikningar. — Flutningur gagna milli verkþátta. — Útprentun. — Varðveisla gagna. — Meðferð búnaðar. ÞÁTTTAKENDUR Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á að kynnast og þjálfast í notkun Appleworks. LEIÐBEINANDI: Ellert Steindórsson, stjórnsýslufræð- ingur. Lauk prófi frá Uppsalaháskóla 1983 en starfar nú hjá hagdeild Fjár- laga og Hagsýslustofnunar. Tími — Staður: 12.-15. nóvember kl: 9-13. Síðumúla 23. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930. STJÓRNUNARFÉIA3 ÍSIANDS l»23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.