Morgunblaðið - 06.11.1984, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
51
„Hagfræði og
stjórnmál"
— eftirJónas
Pétursson
Verkföll, verkföll! Þetta haust
hefir talsvert borið merki slíkra
fyrirbæra. Blöðin hættu útkomu
fyrir miðjan september vegna
verkfalls „bókagerðarmanna"! En
rétt í þann mund kom frétt í út-
varpinu frá Bretlandi þar sem
sagt var frá því að „verðbólga" þar
hefði vaxið síðasta mánuð um
0,5%, úr 4,5 í 5%! Og ástæðan? Jú,
hún fylgdi fregninni: Aðalástæðan
var hækkun vaxta í Bretlandi
skömmu áður! Það væri sanngjörn
ósk til hagspekinga Seðlabankans
hér að þeir kynntu íslenskum al-
menningi í hverju villa Bretanna
er fólgin! Allir vita viðleitni og til-
burði Seðlabankans hér að hækka
vextina og ekki um neitt smáskítti
til að halda niðri verðbólgu! Eða er
það ekki markmið?
En út frá þessum vaxta- og
verðbólgumálum vil ég minna á
bók dr. Magna Guðmundssonar,
Hagfræði og stjórnmál, er út kom
sl. sumar. A þeirri bók var mikil
þörf fyrir þá sérstaklega sem í at-
vinnurekstri standa, fyrir þá at-
hafnamenn, sem vita hvar skórinn
kreppi að. Bók dr. Magna er ekki
stór, um 130 blaðsíður, en þétt sett
og letursmá. Hún skiptist í þrjá
aðalkafla, auk inngangs um
stjórnmál, svo sem kjördæmaskip-
an. Kaflarnir heita: 1. Verðlags-
stjórn, 2. Stjórn peningamála, 3.
Skattakerfið. Að lokum eru álykt-
unarorð og nokkrar töflur og línu-
rit í viðauka. Allir eru þessir kafl-
ar athyglisverðir og áhugaverðir,
líka fyrir áhugasama alþýðumenn
um efnahagsmál. Nefni ég þá fyrst
kafla 2: Stjórn peningamála.
Fjöldi manna hlýtur á liðnum
árum að hafa veitt Magna Guð-
mundssyni athygli fyrir fjölda
blaðagreina og erindi um daginn
og veginn í útvarpinu, þar sem ef-
nahagsmálin hafa verið aðaluppi-
staða umræðunnar. Þorri íslend-
inga ætti að vita að rödd hans hef-
ir verið gagnrýnin á þær aðferðir,
sem beitt hefir verið við stjórn
efnahagsmála um langa hríð og
jafnframt bent á leiðir og aðgerð-
ir, sem skilað hefðu íslenskri þjóð
Jónas Pétursson
á farsælli braut á liðnum árum en
raun ber vitni.
Þess vegna hvet ég alla þá er
hleypidómalaust vilja kynna sér
efnahagsmálin í víðri merkingu að
lesa vandlega þessa bók dr.
Magna: Um hagfræði og stjórn-
mál. Hún hefir furðu lítið verið
kynnt, en væntanlega fæst hún í
einhverjum bókaverslunum. Hér á
Austurlandi fæst hún í Bókaversl-
un Sigurbjörns Brynjólfssonar við
Lagarfljótsbrúna, svo dæmi sé
nefnt.
Jónati 1‘étursson er tyrnenndi nl-
þingismaður.
Bókun gerö á fundi
stjórnar Landsvirkjunar
Eftir ÓlafRagnar
Grímsson
Olafur Kagnar Grímsson, fulltrúi
Alþýóubandalagsins í stjórn Lands-
virkjunar, hefur beðið Mbl. að birta
eftirfarandi bókun, sem hann lét
gera á stjórnarfundi í fyrirtækinu 1.
nóvember sl.:
Þegar Alþýðubandalagið undir
forystu fyrrv. iðnaðarráðherra hóf
baráttu fyrir hærra orkuverði til
Alusuisse og sýndi fram á svik
fyrirtækisins í viðskiptum við ís-
lendinga, voru margir aðstand-
enda ISAL-samningsins andvígir
þessari stefnu. Þeir töldu gildandi
samning góðan og vöruðu við
ásökunum i garð Alusuisse.
Niðurstaða viðræðnanna við
Alusuisse nú felur í sér fulla við-
urkenningu á því að krafan um
endurskoðun var rétt. Alusuisse
hefur nú samþykkt að tvöfalda
orkuverðið og játar sekt sína með
því að fallast á 100 m.kr. sektar-
greiðslu. Þessum áfanga í barátt-
unni ber því að fagna. Hann er
ávöxtur þess mikla undirbúnings-
starfs sem fyrrv. iðnaðarráðherra
hafði forystu um. Engu að síður er
fyrirliggjandi niðurstaða í upp-
kasti að nýjum samningi engan
veginn viðunandi. Helstu ástæð-
urnar eru þessar:
1. Orkuverðið til Alusuisse yrði
samkvæmt hinum nýja samn-
ingi töluvert undir kostnaðar-
verði á framleiddu rafmagni í
núverandi virkjunarkerfi
Landsvirkjunar. Orkuverðið
samrýmist því ekki þeim arð-
gjafarkröfum sem gera verður
ef eðlileg uppbygging Lands-
virkjunar á heilbrigðum fjár-
hagsgrundvelli á að verða að
veruleika.
2. Með þessum samningi er
Landsvirkjun að halda inn á þá
hættulegu braut að tengja
orkuverð afkomu stóriðjufyr-
irtækjanna og heimsmarkaðs-
verði á málum. Engin alvarleg
umræða hefur farið fram í
stjórn Landsvirkjunar um slíka
stefnu f sölumálum þótt undir-
ritaður hafi á sl. 12 mánuðum
ítrekað óskað eftir að hún færi
fram.
3. Nýlega hafa verið gerðir samn-
ingar og felldur gerðardóms-
úrskurður um orkuverð til ál-
vera í Grikklandi og Ghana
sem gefa mun hærra verð en
þessi samningur.
4. Orkuverðið til ÍSAL yrði áfram
verulega minna en orkuverðið
sem Alusuisse þarf að greiða í
öðrum löndum.
5. Endurskoðunarákvæðin í
samningnum eru mjög óljós og
fslendingum óhagstæð. Þau
veita ekki vonir um að hægt
verði að hækka orkuverðið eftir
5 ár.
6. Áhrif verðbólgu og gengis-
breytinga eru mjög vanmetin í
samningum og munu, ef ekki
fæst veruleg bót við endurskoð-
un eftir 5 ár, gera samninginn í
framtíðinni verulega óhagstæð-
ari en hann er nú.
Auk þessara sex ástæðna er
óhjákvæmilegt að geta þess að
Alusuisse er sleppt við að hlíta úr-
skurði gerðardóms í deilumálum
fyrri ára. Fyrirtækið fær að
sleppa með 100 m.kr. sekt, þegar
krafa Islendinga um endurskoðun
var þrisvar sinnum hærri, enda
sýna nýjar upplýsingar um árið
1983, að Alusuisse heldur áfram
fyrri svikum. Einnig á eftir að
semja um ný skattaákvæði og
bendir ýmislegt til að þar geti
Alusuisse fengið til baka hluta af
þeirri orkuverðshækkun sem felst
í hinum nýja samningi. Til viðbót-
ar kemur svo hagnaðurinn sem
launastefna ríkisstjórnarinnar
hefur fært fyrirtækinu í gegnum
fjórðungsskerðingu á launa-
greiðslum til starfsmanna ÍSAL.
Því er Ijóst, að reikningsuppgjör
íslendinga og Alusuisse er enn í
ósamræmi við hagsmuni og eðli-
legar kröfur íslendinga.
Með tilvísun til fyrrgreindra at-
riða greiði ég atkvæði gegn hinum
nýja samningi og legg til að stjórn
Landsvirkjunar hefji umræður
um ný vinnubrögð og aðrar leiðir í
samningum við stóriðjufyrirtæki.
Ólafur Kagnar Grímsson
Flugskýlió
Egilsstaðir:
Flugklúbbur byggir
yfir farkosti sína
Egilastöðum, 31. oktöber.
FYRIR nokkru fognuðu félagar í
Flugklúbbi Egilsstaða því að þeir
höfðu lokið við að byggja yfir vélar
sínar hið ágætasta fiugskýli. Af því
tilefni buðu þeir til sín gestum,
sögðu frá starfsemi klúbbsins,
röktu byggingarsögu skýlisins,
báru fram veitingar og buðu gest-
um síðan í útsýnisflug yfir Egils-
staðL
Flugskýlið er að öllu leyti reist
í sjálfboðavinnu félaga
Flugklúbbs Egilsstaða og ann-
arra velunnara hans — en nærri
lætur að efniskostnaður við skýl-
ið nemi um 120 þús. krónum.
Skýlið er járnklætt stálgrind-
arhús á steyptum grunni — og
nálgast gólfflöturinn 150 fm svo
að nóg rými er í hinu nýja
flugskýli fyrir þá tvo farkosti er
klúbburinn á nú.
f sumar efndi Flugklúbbur Eg-
ilsstaða til sérstaks flugdags á
Egilsstöðum sem tókst með af-
brigðum vel — og varð hagnaður
slíkur að klúbbfélagar gátu reist
flugskýlið fyrr en ella.
Félagar í Flugklúbbi Egils-
staða eru nú um 30 talsins. For-
maður klúbbsins er Þórhallur
ÞorSteinsson, gjaldkeri Sigurþór
Steinarsson og ritari Broddi
Bjarnason.
- Ólafur
Flugvélar Flugklúbbs Egilsstaða.
Ljósm. Mbl./Ölafur.
F0TSKEMILL
AF FULLKOMNUSTU GERÐ
fótskemillinn er hannaður í nánu samstarfi
við sjúkraþjálfara og skrifstofufólk, stöðugur
og auðveldur í meðförum. Þú stillir hallann
sjálfur, velur honum hentugan stað framan viö
stólinn og finnur fljótt muninn á að hvíla
fæturna á stöðugu gúmmíi í þægilegri hæð.
VERÐ AÐEINS
KR.1.100
Hringið í síma 8Z420
og fáið allar nánari
upplýsingar.
7 UNDlRSTftÐR
skrSfustarfs