Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 40
52
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
Minning:
Gísli Gestsson
safnvöröur
Fæddur 6. maí 1907
Dáinn 4. október 1984
Nú í lok sumars lézt Gísli
Gestsson, fyrrverandi safnvörður
við Þjóðminjasafn íslands, eftir
nokkurra mánaða vanheilsu. Þar
með hafði síðasti safnmaðurinn af
gömlu kynslóðinni kvatt, fjölhæf-
ur starfsmaður og fjölvís fræði-
maður, sem íslenzkir menningar-
fræðingar eiga margt gott upp að
inna.
Gísli fæddist að Hæli í Gnúp-
verjahreppi 6. maí 1907, sonur
hjónanna þar, Gests Einarssonar
og Margrétar Gísladóttur. Hann
var elztur sex systkina og lézt
fyrstur þeirra, en Einar bróðir
hans, bóndi á Hæli, lézt aðeins tíu
dögum síðar.
Gestur á Hæli var þekktur mað-
ur á sinni tíð, athafnasamur bóndi
og frömuður um samtök bænda,
en hann dó ungur árið 1918. Mar-
grét ekkja Gests hélt áfram búi á
Hæli þar til synir hennar tóku við
og þar lézt hún í hárri elli. Hún
var músíkölsk, kirkjuorganisti og
kenndi á orgel. Þau Hælssystkinin
tóku söng- og hljómlistaráhuga að
erfðum og þar á Hæli var löngum
menningarheimili í fremstu röð.
Þarna ólst Gísli upp við hin
venjulegu sveitastörf, gekk síðan í
Menntaskólann i Reykjavík og
lauk stúdentsprófi vorið 1926. Síð-
an stundaði hann nám við Poly-
teknisk Læreanstalt í Kaup-
mannahöfn og lagði stund á efna-
verkfræði allt til ársins 1930, er
hann hvarf heim.
Árið 1931 kvæntist Gísli Guð-
rúnu handavinnukennara Sigurð-
ardóttur, skólastjóra við Miðbæj-
arskólann Jónssonar. Hún lifir
mann sinn ásamt fjórum börnum
þeirra, önnu íþróttakennara,
Margréti forverði við Þjóðminja-
safnið, Sigrúnu lyfjafræðingi og
Gesti jarðfræðingi.
Árið 1931-1951 var Gísli
starfsmaður Landsbanka íslands,
en þá gerðist hann safnvörður við
Þjóðminjasafn íslands og þar
starfaði hann síðan alla tíð þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir í lok ársins 1977.
Hér í Þjóðminjasafninu var því
drýgstur hluti starfsdags Gísla
Gestssonar. Mun ekki ofmælt að
hann hafi átt stóran þátt í að
skapa yfirbragð og útlit safnsins,
það er að almenningi snýr, og
móta ýmsa þætti í starfsemi þess.
Gísli kom í þjónustu safnsins á
miklum breytingatímum þess, er
það var að flytjast úr þrengslun-
um upp á Safnahússlofti og í ný-
reista safnhúsið á Melunum. Þá
beið mikið starf við skipulag og
uppsetningu í sýningarsölum, sem
þeir unnu mest að Gísli og Krist-
ján Eldjárn ásamt Stefáni Jóns-
syni. Naut sín hér hagleikur og
sinekkvísi Gísla. Er það trúa mín,
að hér hafi Gísli Ient á réttri hillu
í lífinu, því að þótt hann lærði
ekki til safnstarfa varð hann brátt
mjög fjölhæfur starfsmaður, afl-
aði sér staðgóðrar og alhliða þekk-
ingar í menningarsðgu og hafði
umfram allt þá skörpu dómgreind
og góðu þekkingu á landi, sögu og
þjóð, sem notadrýgst verður safn-
manninum í hans daglega starfi
og enginn kemst í rauninni neitt
án.
Það var víst nánast tilviljun, að
Gísli réðst að safninu. Hann greip
í verk með Kristjáni Eldjárn aust-
ur í Þjórsárdal við rannsókn bæj-
arins í Sandártungu, og því varð úr
að hann réðst safnvörður er starf
losnaði árið 1951. Gat Kristján
þess oft hvert happ það hefði verið
sér og safninu að fá Gísla til
starfa, svo fjölhæfan og áhuga-
saman mann, sem gat gert nærri
því hvað sem gera þurfti. Var enda
ekki vanþörf á. Starfsliðið var
fámennt, safnið mjög í mótun og
starfsmenn þurftu að geta gripið í
nánast hvaöa verk sem var
Einkenni á störfum Gísla hér í
safninu voru einkum þau að allt
sem hann lagði hönd að var af
mikilli smekkvísi og hagleik gert.
Hann var þá þegar þekktur
áhugaljósmyndari og hafði tekið
mikið af myndum víða um landið,
svo sem menn sjá t.d. í Árbókum
Ferðafélagsins, en í Ferðafélaginu
var Gisli mjög virkur félagsmaður
og í stjórn þess um langt árabil,
enda þrautreyndur ferðamaður.
Það kom því skjótt á herðar Gísla
að annast að mestu leyti alla
ljósmyndavinnu Þjóðminjasafns-
ins, bæði myndatökur við rann-
sóknir og þó ekki sízt myndatökur
af gripum safnsins, sem ævinlega
þurfti að vera að ljósmynda, bæði
vegna beiðni um myndir annars
staðar frá svo og vegna rannsókna
safnmanna sjálfra og skrifa
þeirra um gripi safnsins. Má t.d.
sjá árangur þess í bókum dr.
Kristjáns Eldjárns, Kuml og
haugfé, og þó einkum Hundrað ár
í Þjóðminjasafni, en myndirnar
þar eru flestar eftir Gísla. Mark-
aöi Hundrað ár í Þjóðminjasafni í
rauninni tímamót vegna glæsilegs
og vandaðs frágangs og fór saman
snilldarlegur texti Kristjáns og
ljósmyndir Gísla, sem voru hreint
frábærar á þeim tíma, er litmynd-
ir sáust enn ekki í bókum að neinu
marki. Og vart hefur komið svo út
bók um íslenzka menningarsögu
síðari árin, að þar væru ekki fleiri
eða færri myndir eftir Gísla. Er
ómetanlegur sá forði, sem hann
skildi safninu eftir í myndum og
munu fræðimenn lengi njóta góðs
af honum.
Þekking Gísla á efnafræði kom
sér vel við forvörzlu safngripa.
Hann var nánast hinn eini, sem
gat fengizt við forvörzlu, þar til nú
hin síðari ár að komnir eru sér-
lærðir forverðir að safninu. Það
voru einkum hlutir úr málmi og
tré, sem hann hreinsaði og styrkti,
og eyddi hann framan af árum
mikilli vinnu og tíma í slíkt björg-
unarstarf. Hann sótti námskeið í
því efni og hélt uppi góðu sam-
bandi við forverði og safnmenn í
nágrannalöndunum, sem allir
mátu Gfsla mikils.
Starf sitt vann Gísli ekki ein-
ungis í Þjóðminjasafninu eða á
þess vegum, heldur vann hann
einnig mikið fyrir byggðasöfnin.
Hann setti upp að miklu leyti
söfnin á Selfossi, á Isafirði og
Reykjum í Hrútafirði. Og eins og í
Þjóðminjasafninu var þetta unnið
af smekkvísi og natni, þar sem
áhugi og staðgóð þekking hans á
menningarsögunni og gildi
safngripa naut sín vel.
Auk ljósmyndanna munu forn-
leifarannsóknirnar halda nafni
Gísla hvað lengst á lofti, því að
hann var bæði nákvæmur og
vandvirkur og dró fram í dagsljós-
ið áður lítt kannaða hluti, einkum
með rannsóknum miðaldabæja.
Hann vann fyrst með Kristjáni
Eldjárn í Gjáskógum og síðar á
Bergþórshvoli. Hann tók mikinn
þátt í hinum viðamiklu rannsókn-
um í Skálholti svo og á Reyðarfelli
og í Hvítárholti, og einnig í L’anse
aux Meadows á Nýfundnalandi. Þá
rannsakaði hann ýmis fornkuml
og gerði aðrar athuganir, mældi
upp og myndaði fjölda staða um
landið til að afla heimilda og
bjarga vitneskju um það sem
óþekkt var fyrir eða eyðingu und-
irorpið.
Gisli stóð sjálfur fyrir tveimur
mjög umfangsmiklum og merki-
legum rannsóknum, annars vegar
á miðaldabæ í Gröf í Öræfum, sem
fór í kaf í gjósku í Öræfajökuls-
gosinu 1362, og á stórbæ með
kirkju í Kúabót í Álftaveri, sem
farið hefur í eyði á síðmiðöldum.
Hann skrifaði mjög ítarlega og
merkilega ritgerð um Gröf, sem
kom f Árhók fornleifafélagsins
1959, en ekki auðnaðist honum að
ljúka ritgerð sinni um Kúabótar-
rannsóknirnar. En þetta eru eink-
um merkilegar rannsóknir fyrir
það, að fátt hefur verið rannsakað
miðaldaminja og því eru þessar
rannsóknir eins og stiklur í eyð-
urnar um það tímabil. Báðar þess-
ar rannsóknir stóðu yfir I mörg
sumur og tókst Gísla að ljúka
Kúabótarrannsóknunum, að svo
miklu leyti sem lokið mátti verða,
þótt hann væri þá ekki lengur
heill heilsu. Og þá naut hann eins
og oftar styrks af Guðrúnu konu
sinni, sem dvaldist mörg sumurin
þar eystra og ráðskaði fyrir upp-
graftarliðið.
Að auki annaðist Gísli eftirlit
og viðgerðir ýmissa gömlu bygg-
inganna, sem safnið á. Þannig sá
hann um endursmíð bænhússins á
Núpsstað og bæjarins í Selinu í
Skaftafelli, sauðahúss í Álftaveri
og veiðimannakofa við Veiðivötn,
og hann var fulltrúi safnsins i
byggingarnefnd Þjóðveldisbæjar í
Þjórsárdal og formaður bæjar-
stjórnar þar síðan. Þannig var
aragrúi verkefna, smárra og
stórra, sem Gísli vann safninu
utan veggja þess og innan og má
sjá nokkurn árangur þess í fjöl-
mörgum greinum hans í Árbók
fornleifafélagsins og víðar, en
margt annað eru svo verk, sem
maður veitir stundum lítt athygli
daglega, en tæki eftir ef óunnin
væru.
Gísli var skemmtilegur og þægi-
legur samstarfsmaður á vinnustað
og fróður og frásagnaríkur ferða-
félagi. Hann var léttur í lund,
spaugsamur og smáglettinn
stundum og brást alltaf vel við er
til hans var leitað. Lét hann oft
erindi annarra ganga fyrir sinum
eigin og var oftast fljótur að
greiða úr, ef einhvern vantaði
mynd eða ef leita þurfti uppi hlut,
sem hann vissi kannske helzt deili
á, hvar komið hefði verið fyrir á
sínum tíma. Hann var mjög stofn-
unarhollur og gat þykkzt við, ef
honum fannst hallað á Þjóðminja-
safnið eða starfsemi þess að
ósekju.
Frá 1970 var Gísli fyrsti safn-
vörður og staðgengill þjóðminja-
varðar. Naut ég hans í mörgu og
var gott til hans að leita um ráð og
úrræði.
Eftir að Gísli hætti störfum í
Þjóðminjasafninu var hann tíður
og oft daglegur gestur í safninu.
Bæði vann hann meira og minna
að frágangi rannsókna sinna i
Kúabót, svo greip hann í að ljós-
mynda eða í ýmsar smáathuganir,
og einnig var hann féhirðir forn-
leifafélagsins um langt árabil og
átti margt erindið þess vegna. A
stundum var það þó aðeins erindið
að heilsa upp á gamalt samstarfs-
fólk.
Sl. sumar fékk Gísli hjartaáfall
öðru sinni. Hann lá alllengi á
sjúkrahúsi en þótt hann kæmist
þaðan fékk hann ekki starfsþrek á
ný. Hann hélt þó andlegri heilsu
og var léttur í sinni að vanda er ég
heimsótti hann síðast í Stigahlíð-
inni. En ljóst var þó, að vart yrði
framar lagt í gönguferðir eða úti-
legur og ekki framar grafið í haug
eða bæjarhól til að krefja sagna
um hætti fortíðar.
Gísli Gestsson lézt að heimili
sínu 4. október og var jarðsettur
13. sama mánaðar. Honum fylgdi
fjöldi vina og samstarfsmanna,
sem allir söknuðu góðs félaga og
hollvinar.
Þór Magnússon
Kveðja frá Ferða-
félagi íslands
Gísli Gestsson fæddist á Hæli í
Gnúpverjahreppi 6. maí 1907. For-
eldrar hans voru hjónin Margrét
Gísladóttir og Gestur Einarsson
bóndi þar og um skeið mikill um-
svifamaður um verslunar- og fé-
lagsmál, en hann andaðist á góð-
um aldri úr spönsku veikinni 1918.
Þau Hælishjón voru bæði af grón-
um og gegnum bændaættum i
uppsveitum Árnessýslu.
Gísli var ungur settur til
mennta og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum i Reykjavík
1926. Sigldi siðan til Kaupmanna-
hafnar og nam verkfræði um fjög-
urra ára skeið en hvarf þá frá
námi og gerðist starfsmaður i
Landsbankanum. Varla mun það á
almanna vitorði hvað olli þessari
ráðabreytni, en varla fer þvi fjarri
að bágar atvinnuhorfur verkfræð-
inga um þær mundir komi þar við
sögu. Ungum verkfræðingi stóð þá
varla annað til boða en léleg tima-
kennsla og harla óvissar snapir.
Gísli gegndi bankaritarastarfi í
tuttugu ár, en réðst sem safnvörð-
ur að Þjóðminjasafninu árið 1951
að frumkvæði Kristjáns Eldjárns,
sem hann hafði unnið með um
hrið að fornleifarannsóknum i
sumarleyfi sínu. Þeirri stöðu
gegndi Gísli svo til ársins 1978, er
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir og hin siðari ár var hann
varaforstöðumaður þess. Þótt
Gísli léti af störfum hélt hann
áfram fornleifarannsóknum með-
an heilsa og þrek entist. Siðasta
meiri háttar verk hans var að
grafa upp fornar bæjarrústir
austur í Álftaveri. Hafði hann lok-
ið rannsókninni, en ekki unnið úr
þeim að fullu.
Gísli ritaði fjölda ritgerða um
fornminjarannsóknir sinar og
birtust þær flestar í Árbók Forn-
leifafélagsins og þóttu vandaðar
að efni og úrvinnslu. Þótt hann
væri ekki fornleifafræðingur að
námi er ekki að efa, að verkfræði-
námið kom honum að góðu haldi
við rannsóknir og önnur þau verk-
efni er tengdust fornminjavörsl-
unni. Auk þess var Gísli hagleiks-
maður ágætur, sem oft kom sér
vel í fámennri og vanbúinni stofn-
un. Hann var kjörinn félagi í Vís-
indafélagi íslendinga.
Gísli kvæntist 1931 Guðrúnu
Sigurðardóttur handavinnukenn-
ara, dóttur Sigurðar Jónssonar
skólastjóra Miðbæjarskólans og
konu hans, önnu Magnúsdóttur
kennara. Eignuðust þau hjón fjög-
ur börn, einn pilt og þrjár stúlkur,
sem öll eru á lífi. Siðustu árin var
Gísli nokkuð farinn að heilsu, en á
liðnu vori varð hann fyrir alvar-
legu hjartaáfalli og andaðist
snögglega að kvöldi hins 4. októ-
ber, 77 ára að aldri. Útför hans fór
fram frá Dómkirkjunni 13. októ-
ber að viðstöddu fjölmenni.
Þau Guðrún og Gísli voru miklir
náttúruunnendur og hófu snemma
ferðalög víða um landið, ekki sist
um öræfi og fjallvegu. Gerðist
Gísli nú brátt mikill áhugamaður
um ljósmyndagerð og var um hríð
með kunnustu ferðagörpum og
áhugaljósmyndurum landsins. I
þá daga var um fátt annaö að
ræða en að taka poka og tjald á
bakið og þramma úr hlaði fót-
gangandi, þó að nú þjóti bilar
þessar sömu slóðir þverar og endi-
langar. Hér var það sem leiðir
Gísla og Ferðafélags íslands
mættust. Hann var kosinn í stjórn
félagsins 1939 og sat þar til 1976
eða í 37 ár. Aðeins einn maður
annar hefur átt þar lengri setu.
Gísli ritaði eina af árbókum fé-
lagsins. Fjallar hún um Árnes-
sýslu milli Hvítár og Þjórsár og
kom út 1956. Auk byggðarinnar
lýsir Gísli hálendinu inn til jökla
og hinni fornu Sprengisandsleið
að vaði á Þjórsá við Sóleyjarhöfða
eða inn til Arnarfells. Er bókin
meðal hinna bestu árbóka og
koma þar glöggt fram gerhygli
höfundarins og vönduð vinnu-
brögð.
En auk þess átti hann drjúgan
þátt í gerð annarra árbóka, því að
löngum sat hann í nefnd þeirri er
annaðist öflun mynda og val
þeirra, og sjálfur hafði hann tekið
ýmsar þeirra. Auk þess á hann
nokkrar smærri greinar í nokkr-
um árbókanna.
Á stjórnarfundum hafði Gísli
sig að jafnaði ekki mikið i frammi
en var tillögugóður og flaustraði
ekki að neinu og vannst drjúgum á
i málflutningi, og eðlislæg hóg-
værð aflaði honum trausts sam-
verkamanna sinna.
Gísli var fjölhæfur gáfumaður
með fjölþætt áhugamál á sviði
fræða og lista. Þannig var hann
mikill músíkunnandi og sögumað-
ur ágætur, glaður og reifur í hópi
kunningja og vina, maður sem
ávinningur var að kynnast og
starfa með.
Ferðafélag íslands kveður nú
einn af sínum traustustu og elstu
félögum og sendir nú síðbúna
samúðarkveðju til eiginkonu hans,
barna og annarra aðstandenda.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað, sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg,
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Gr. Th.)
Þegar ég var barn, sagði amma
mín mér einhverju sinni frá því,
að sér væri það ógleymanlegt, er
hún leit i fyrsta sinn í augu elsta
barnsins sins, hans Gisla. „Þessi
augu voru svo róleg og skýr, þegar
þau horfðu á mig, fannst mér þau
geta sagt mér frá einhverju
óþekktu, einhverju merkilegu, sem
við dauðlegar manneskjur kunn-
um ekki skil á.“ Þetta sagði amma.
Við lát Gísla frænda mins og
velgjörðarmanns er sem tíminn
hafi stöðvast andartak — minn-
ingarnar leita á hugann ein af
annarri. — Það er að áliðnu sumri,
ég er barn heima á Hæli. Eftir-
vænting liggur i lofti. Mér hefur
verið sagt, að í dag eigi að drekka
töðugjöldin, en þó ekki fyrr en
áætlunarbíllinn sé kominn. Með
honum er von góðra gesta úr
Reykjavík. Gunna og Gisli eru
væntanleg. Við krakkarnir ein-
blínum fram i Vonarskarð. Að lok-
um bólar á gangandi fólki, og þá
megum við hlaupa á móti því.
Heima bíður rjúkandi súkkuíaði
og lummur, og svo er hægt að fara
að syngja, því að nú er Gísli kom-
inn. Bræðurnir syngja fyrst einir
gamlan töðugjaldabrag, sem Gísli
gerði áður en hann fór að heiman:
Taðan hirt og túnið autt,
tððugjöldin kalla.
Þrátt fyrir sumar þurrkasnautt,
þrátt fyrir storma alla.
Svo var stælt í strákum þel
að stormurinn varð að gjalti.
Við höfum unnið allir vel,
allir, líka Hjalti.
Við hlustum öll hrifin, amma
ljómar af gleði og vöknar örlitið
um augu. Svo tekur Gísli fjárlögin
og spilar á orgelið, og nú syngja
allir með: Heiðstirnd bláa hvelfing
nætur, Þú stóðst á tindi Heklu
hám, Vængjum vildi ég berast og
jafnvel latínu, Gaudeamus igitur.
— Já, þetta er hátið. Það er ann-
ars skrftið að það skuli oftast vera
hátíð heima, þegar þau koma
Gunna og Gísli. Hann Gísli segir
ekki alltaf margt, og stundum er
ég feimin við hann, en samt er
hátíð þegar hann er. Það er
kannske af þvi að hann getur bæði
búið til lög og vísur, og svo getur
hann spilað á orgelið. — Næsta
dag er svo gengið upp i Grófarás.
Ég fæ alltaf að dinglast aftan í
Önnu, Möggu og Sigrúnu, þegar
þær fara eitthvert með mömmu
sinni og pabba. 1 Grófarásnum eru
bæði tré og blóm, sem Gísli vill
líta eftir. Hann kann nöfn á þeim
öllum og segir okkur þau ef við
spyrjum. Síðan er gengið upp á
Langhamra, inn i Smjörvörðuás
og jafnvel upp á Hlíðarkistu. Gísli
er oft þögull, en maður veit, að það
er sama um hvað hann er spurður:
örnefnin nær eða fjær, blóm, grös,
steina, öllu getur hann leyst úr, og
það gleður hann að finna áhuga
samferðafólksins fyrir því sem
fyrir augu ber.
Mér finnst, þegar ég lít tíl baka.